Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Qupperneq 6
6 Fréttir 18. janúar 2012 Miðvikudagur
Á pallborði með Michael Moore
n Ræðir framtíð Occupy-hreyfingarinnar
B
irgitta Jónsdóttir, þingkona
Hreyfingarinnar, er frummæl-
andi á pallborði Revolution
Truth-samtakanna. Fjallað verð-
ur um bylgju mótmæla um allan heim
undanfarna mánuði og áhrif hennar.
Birgitta verður í góðum félagsskap en
meðal þátttakenda í pallborðsumræð-
unum er kvikmyndagerðarmaðurinn
Michael Moore, sem meðal annars
skrifaði bókina Reiðir hvítir karlmenn
og leikstýrði heimildamyndinni Faren-
heit 9/11. Myndin er tekjuhæsta heim-
ildamynd allra tíma.
Auk Moore tekur Chris Hedges,
blaðamaður og rithöfundur, þátt en
hann skrifaði meðal annars bókina
Heimurinn eins og hann er, þar sem
fjallað er um utanríkisstefnu Banda-
ríkjanna. Í bókinni er meðal annars
fjallað um stríðið gegn hryðjuverkum
og hertöku Ísrael á landsvæði Palest-
ínu.
Sérstök áhersla verður á Occupy-
hreyfinguna en fjallað verður um
flókna sjálfsmynd hreyfingarinnar.
Tekist verður á um styrk hennar og
veikleika. Gerð verður tilraun til að
kafa ofan í merkingu Occupy-hreyf-
ingarinnar fyrir þátttakendur henn-
ar og skoðanir þeirra á hvert skuli
stefna. Þá verður fjallað um arab-
íska vorið og þær breytingar sem því
fylgdu.
Revolution Truth eru samtök
stofnuð til varnar uppljóstrurum
og samtökum á borð við Wikileaks.
Samtökin voru stofnuð í febrúar í
fyrra en á dögunum var tilkynnt að
sjálfboðaliðar samtakanna ynnu nú
að heimildamynd um málsóknina
gegn Julian Assange, en hann hefur
verið kærður fyrir að nauðga konu og
beita aðra kynferðislegu ofbeldi.
Áhugasamir geta fylgst með pall-
borðinu á vef Revolution Truth, revolu-
tiontruth.org/live. Umræður hefjast
klukkan tíu að kvöldi miðvikudagsins
en þátttakendum um allan heim gefst
færi á að spyrja Birgittu og félaga spjör-
unum úr.
Byggingaverktaki ákærður:
51 milljón í
skattaskuld
Sérstakur saksóknari hefur ákært
karlmann á fimmtugsaldri fyrir
meiri háttar brot gegn skatta-
lögum „framin í starfi hans sem
framkvæmdastjóri og stjórnar-
formaður einkahlutafélagsins A &
V ehf. (nú þrotabú),“ eins og það
er orðað í ákæruskjalinu. Félagið
starfaði í byggingariðnaði áður en
það fór í þrot.
Honum er gefið að sök að hafa
ekki staðið skil á virðisaukaskatt-
skýrslum á lögmæltum tíma á
árunum 2008 og 2009. Heildar-
upphæð virðisaukaskatts sem
maðurinn er sakaður um að hafa
ekki borgað nemur samtals um 43
milljónum króna.
Þá er maðurinn einnig ákærð-
ur fyrir að hafa ekki staðið skil á
skilagreinum vegna staðgreiðslu
opinberra gjalda á réttum tíma
á árunum 2008 og 2009. Heild-
arupphæð vangoldinnar stað-
greiðslu nemur tæpum 8,4 millj-
ónum króna. Sérstakur saksóknari
krefst þess að maðurinn verði
dæmdur til refsingar og greiðslu
alls sakarkostnaður.
H
ann er þrítugur en komst fyrst
í kast við lögin sextán ára.
Rán, þjófnaður, gripdeild-
ir og eignaspjöll eru á saka-
skránni. Hann hefur tekið
bíl ófrjálsri hendi og ekið án þess að
vera fær um að stjórna bifreið vegna
fíkniefnaneyslu. Hann hefur fengið
dóm fyrir líkamsárás – þá réðst hann
á mann sem svínaði fyrir hann í um-
ferðinni. Seinna fékk hann dóm fyrir
þátttöku í vopnuðu ráni. Í dómsorði
segir að sakaferilinn megi að stórum
hluta rekja til fíkniefnaneyslu hans,
enda eru fíkniefnabrotin ófá.
Nú er Birgir Rúnar Benedikts-
son kominn aftur fyrir dóm en í þetta
skiptið er hann ákærður með kærust-
unni sem er tólf árum yngri en hann,
en hún varð átján ára síðasta haust.
Stúlkan er ein af þeim sem kom við
sögu í umfjöllun DV um týndar stúlk-
ur í fyrra. Á unglingsárunum lét hún
sig reglulega hverfa af heimili sínu og
týndist þá í undirheimunum.
Leitað af lögreglunni
Hún var aðeins fimmtán ára gömul
þegar lögreglan lýsti fyrst eftir henni í
október 2008. Í apríl 2011 lýsti lögregl-
an eftir henni á ný en þá hafði ekkert
spurst til hennar í þrjár vikur. Barna-
vernd hafði mál hennar til meðferðar
allt frá árinu 2007 og það var að kröfu
Barnaverndar sem lögreglan hóf leit
að stúlkunni. Við það tilefni sagð-
ist móðir hennar vona að það tækist
að stoppa hana af í tæka tíð, áður en
stúlkan næði átján ára aldri og væri
þar með of gömul til að njóta verndar
Barnaverndar. Þá voru sex mánuðir til
stefnu.
Móðir hennar vildi ekki tjá sig nú
þegar blaðamaður hafði samband en
málið virðist ekki hafa tekið þá stefnu
sem hún vonaðist eftir. Stúlkan trúlof-
aðist Birgi Rúnari í desember en sam-
kvæmt Facebook-síðu hennar virðist
hún hafa slitið tengsl við fjölmarga
vini sína og þar af alla karlkyns.
Skiptu gróðanum
Nú er stúlkan ákærð fyrir að hafa
framið ýmis brot sem flest voru framin
í slagtogi við Birgi Rúnar. Samkvæmt
ákærunni sammæltust þau um að
fremja brotin en oftar en ekki fram-
kvæmdi stúlkan brotin á meðan Birg-
ir Rúnar beið álengdar. Gróðanum
skiptu þau hins vegar á milli sín.
Ekki það, hann var einnig ákærð-
ur fyrir ýmis brot sem hún kom hvergi
nærri, eins og það að hafa í þrígang
dælt bensíni á bílinn sem hann borg-
aði ekki fyrir, innbrot þar sem tveimur
42 tommu flatskjáum var stolið ásamt
Stüssy-bolum og derhúfu, stuld á súr-
mjólk úr 11-11 og það að aka undir
áhrifum ávana- og fíkniefna en í eitt
skiptið fannst MDMA í blóðinu og
metýlfenídat í annað. Þá var hann á bíl
sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi
og skipt um skráningarmerki til að
blekkja lögregluna. Áður hafði hann
stolið skráningarmerkjunum af bíl á
bílasölu með stúlkunni samkvæmt
ákærunni. Hún á einnig að hafa tekið
þátt í að blekkja starfsfólk Intersport
með framvísun á debetkorti og svíkja
út vörur fyrir rétt tæpar 90.000 krónur.
Gamlar konur meiddust
Stúlkan þurfti hins vegar að svara fyr-
ir það fyrir dómi síðastliðinn föstudag
að hafa veist að konum á aldrinum
71–84 ára með það að marki að hrifsa
af þeim handtöskuna. Það tókst í fjór-
um tilvikum af fimm en ágóðinn var
mismikill. Til dæmis innihélt ein task-
an ekkert nema sundföt og skóhorn. Í
annarri voru hins vegar 15.000 krónur
og í flestum bankakort.
Einn daginn er stúlkunni gefið að
sök að hafa ráðist að tveimur konum,
annan dag á hún að hafa opnað fremri
farþegahurð á bíl, nappað handtösku
ökumannsins sem sat við stýrið og
hlaupið burt eftir að hafa veist að
konu.
Ein konan hlaut brot á miðhand-
arbeini og blóðnasir við átökin, önn-
ur fékk mar á hægri handlegg og sú
þriðja braut tvö rifbein auk þess sem
hún hlaut eymsli á öxl.
Öll brotin áttu sér stað í október í
fyrra.
Þess ber að geta að ekki náðist í
Birgi Rúnar eða stúlkuna við vinnslu
fréttarinnar.
Týnd sTúlka
fyrir dómi
n Leitað á síðasta ári n Barnavernd vildi ná til hennar áður en það yrði of
seint n Trúlofaðist afbrotamanni n Ákærð fyrir að ræna gamlar konur
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Leitað af lögreglu Barnavernd setti af stað leit í fyrra þar sem vonast var til þess að hægt væri að ná til stúlkunnar áður en hún næði átján
ára aldri. Nú er stúlkan fyrir dómi þar sem hún er ákærð fyrir að hafa framið brot í slagtogi við sér eldri mann en maðurinn er kærasti hennar.
SkjÁSkOT af faceBOOk
Tónlistarskóli Árbæjar
tonarb@heimsnet.is
12 vikna söngnámskeið!
Söngnámskeið fyrir hressa krakka
á aldrinum 9-16 ára
Syngdu með undirleik og lærðu í leiðinni allt um raddbeitingu,
sviðsframkomu, hljóðnematækni og annað sem söngvari
þarf að vita. 4-5 í hóp.
Upptaka á geisladisk og lokatónleikar setja svo punktinn yfir i-ið í lok
námskeiðsins. Kennt í Tónlistarskóla Árbæjar
Kennari: Erla Stefánsdóttir söngkona
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 19.janúar
Nánari upplýsingar er að finna á www.tonarb.net og í síma 861-6497
og 587-1664 (14.00-16.00 virka daga)
Brást rétt við
Karlmaður reyndi að tæla dreng á
áttunda ári upp í bíl á Seltjarnar-
nesi seinnipartinn á mánudag.
Atvikið átti sér stað í Grænumýri.
Stjórnendur grunnskóla Seltjarn-
arness sendu foreldrum og for-
ráðamönnum póst vegna atviksins
en í honum kemur fram að dreng-
urinn hafi brugðist hárrétt við
með því að hlaupa í burtu og svara
ekki manninum.
Var málið kært til lögreglu og
gat drengurinn gefið góða lýsingu
á manninum og bílnum. Sagði
drengurinn að þetta hefði verið
eldri maður á stórum bíl. „Við
viljum biðja ykkur um að ræða við
börn ykkar og ítreka við þau að
fara aldrei upp í bíl hjá ókunnug-
um,“ segir í póstinum. Á undan-
förnum misserum hafa fjölmörg
sambærileg dæmi komið upp
án þess að lögreglu hafi tekist að
handtaka gerendur.
Birgitta jónsdóttir Tekur þátt í pall-
borðsumræðum með Michael Moore um
framtíð Occypy-hreyfingarinnar.