Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Side 8
É
g er að ganga út af lögreglu-
stöðinni og er búin að kæra
þetta atvik,“ segir tónlistar-
konan Ellen Kristjánsdóttir.
Nágranni hennar kom fyrir
kívíávexti á girðingarstólpa við inn-
gang fjölbýlishúss sem þau búa í,
vitandi að 14 ára sonur Ellenar er
með bráðaofnæmi fyrir ávextinum
að hennar sögn. Ellen hefur átt í ára-
löngum erjum við nágrannahjón í
húsinu sem hún og fjölskylda henn-
ar búa í, við Skaftahlíð 7. Hún seg-
ist hafa reynt að leiða leiðindin hjá
sér hingað til, en nú sé nóg komið.
„Þetta er búið að ganga svo lengi og
maður vorkennir þeim. Nú er bara of
langt gengið og málið of alvarlegt til
að maður geti ekki tekið þessu alvar-
lega.“
„Það munaði bara rosalega litlu
DV.is greindi fyrst frá kívíárásinni á
mánudag. „Þau komust að því að 14
ára sonur minn er með lífshættu-
legt bráðaofnæmi fyrir kíví. Maður-
inn hafði heyrt hann segja vinkonum
systra hans frá því fyrir utan hjá okk-
ur,“ sagði Ellen á mánudaginn.
Eyþór Gunnarsson, maður Ellenar,
og dóttir þeirra hjóna sáu manninn
koma kívíávextinum fyrir á sunnu-
daginn, að sögn Ellenar. „Þau fóru út
og spurðu hvers vegna hann væri að
setja kíví þarna og bentu á að strák-
urinn væri með ofnæmi. Þá fór hann
að hlæja og spurði: „Það er nú spurn-
ingin.““
Ef kívíinn hefði með einhverju
móti borist í drenginn hefði hann ver-
ið í lífshættu, en bráðaofnæmi getur
valdið miklum öndunarerfiðleikum
vegna bjúgs og bólgu í öndunarfær-
um.
„Það munaði bara rosalega litlu.
Við sáum það hjá lögreglunni því við
gerðum skýrsluna svo nákvæmlega,“
segir Ellen til útskýringar.
Íbúðin komin á sölu
Ellen segir lögreglu taka málið mjög
alvarlega. Hún segir vel hafa verið
tekið á móti sér á lögreglustöðinni og
að nú sé málið komið í ferli. Líkt og
kemur fram hér að framan er Ellen
orðin langþreytt á deilunum sem hafa
staðið alveg frá því fjölskyldan flutti
inn á aðra hæð hússins. Þá æxluðust
málin þannig fyrir tilviljun að dóttir
Ellenar og fjölskylda hennar keyptu
kjallaraíbúð í húsinu. Þannig hafi fjöl-
skyldan verið komin í meirihluta í
húsinu en Ellen segir nágrannahjón-
in hafa verið vön að vera ríkjandi þar.
„Það var eiginlega hálflosandi að gera
þessa skýrslu. Maður varð svo gáttað-
ur og þetta var eins og að skrifa dag-
bók,“ segir Ellen og vísar til skýrsl-
unnar sem hún gaf hjá lögreglu vegna
kærunnar.
Íbúð Ellenar og fjölskyldu í Skafta-
hlíð hefur verið á sölu nú í nokkurn
tíma.
Hefur ekki skýringar
DV ræddi við nágrannakonu Ellenar
sem sagði þau hjónin ekkert vilja tjá
sig um málið fyrr en ljóst væri hvert
framhaldið yrði. Hún benti á að Ellen
hefði sagt í fjölmiðlum að hún ætlaði
að kæra þau og hún biði bara eftir því.
Nágrannakonan vildi ekki gefa skýr-
ingar á því hvers vegna þau komu fyrir
kívíi við inngang hússins og sagði al-
menningi ekki koma það við.
Ellen segist sjálf ekki hafa fengið
nein viðbrögð frá nágrönnunum eftir
fréttaflutning af málinu.
Nágrannahjónin töpuðu dóms-
máli
Nágrannadeilurnar í Skaftahlíð náðu
nýjum hæðum í desember síðastliðn-
um þegar nágrannahjónin töpuðu
dómsmáli fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur sem húsfélagið í Skaftahlíð 7
höfðaði gegn þeim.
Hjónin neituðu að taka þátt í
kostnaði við framkvæmdir á lóð húss-
ins árið 2009, sem samþykktar höfðu
verið á fundi húsfélagsins. Í dómnum
kemur fram að þau hafi talið ástæðu-
laust að mæta á boðaða húsfundi
vegna erfiðleika í samskiptum við
aðra íbúðaeigendur í húsinu. Þá neit-
uðu þau að færa bifreið sína úr inn-
keyrslu við húsið og hindruðu þannig
að verktakar gætu unnið verk sitt. Bíl-
inn var að lokum fjarlægður á kostnað
þeirra eftir mikið þref.
Nágrannahjónin voru dæmd til að
greiða tæpar 260 þúsund krónur af
kostnaði við framkvæmdirnar, sem og
390 þúsund krónur í málskostnað.
8 Fréttir 18. janúar 2012 Miðvikudagur
FLÍSAÚTSALA 20-50% afsláttur
Bæjarlind 4 - Kópavogi
Njarðarnes 9 - Akureyri
www.vidd.is
Mikil fjölgun hjá
Fjölskylduhjálp
Tæplega tíu þúsund einstakling-
ar, eða 9.900, nutu aðstoðar Fjöl-
skylduhjálpar Íslands í desember
síðastliðnum. Í desember 2010 var
fjöldinn rúmlega fimm þúsund.
Þetta er hátt í hundrað prósenta
aukning á milli ára. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Fjölskyldu-
hjálp Íslands. Í tilkynningunni
kemur fram að mun fleiri öryrkjar
hafi leitað á náðir samtakanna
en áður, en þeim fjölgaði um 115
prósent. Þá fjölgaði eldri borgur-
um um 205 prósent samanborið
við desember 2010 samkvæmt til-
kynningu samtakanna.
„Við teljum að þetta sé aðeins
toppurinn á ísjakanum því úti í
þjóðfélaginu eru þúsundir ein-
staklinga sem ná ekki endum
saman í mánuði hverjum en hafa
sig ekki í að leita aðstoðar og svo
hinir sem hafa engin tök á að
koma og vitum við til þó nokkurra
dæma þar sem einstaklingar nær-
ast dögum saman nær eingöngu á
vatni. Við höfum miklar áhyggj-
ur af geðheilsu fólks við þessar
aðstæður,“ segir Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálparinnar. „Nú undir búum
við okkur fyrir árið 2012 sem við
gerum ráð fyrir að verði mjög erfitt
og gerum jafnframt ráð fyrir gríð-
arlegri fjölgun í hópi þeirra sem
neyðast til að leita til okkar,“ segir
Ásgerður að lokum.
Öxi, sverð
og kannabis
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
upprætti kannabisræktun í íbúð
í fjölbýlishúsi í vesturborginni
aðfaranótt þriðjudags. Þar lagði
hún hald á yfir annan tug plantna.
Þar að auki fann hún stóra öxi og
sverð.
Eigandinn og ræktandinn
var heima þegar lögregla kom
á staðinn og viðurkenndi hann
ræktunina og var sleppt að yfir-
heyrslum loknum.
n Nágranni Ellenar Kristjánsdóttur kom fyrir kíví við inngang fjölbýlishúss sem þau búa í
n 14 ára sonur er með lífshættulegt bráðaofnæmi fyrir kívíi n Vorkennir nágrönnunum
EllEn kærir
í kíví álinu
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Kívíinn Þegar ljósmyndara DV bar að garði
var kívíávöxturinn enn við inngang hússins.
Búin að kæra Ellen Kristjánsdóttir
tónlistarkona hefur kært nágranna
hjón sín fyrir að hafa komið kíví fyrir við
inngang fjölbýlishúss sem þau búa í.
Einkenni
bráðaofnæmis
Húð: Kláði, bjúgur,
ofnæmisútbrot, roði.
Öndunarvegur: Kláði, hnerri og nef
rennsli, hæsi, raddbandakrampi, hósti,
öndunarörðugleikar, verulegir öndunar
erfiðleikar geta átt sér stað vegna bjúgs
og bólgu.
Augu: Kláði, tárarennsli, roði, bjúgur,
bjúgur í kringum augun getur orðið það
mikill að þau lokist.
Meltingarvegur: Kláði og bjúgur í munn
holi, almenn vanlíðan, kviðverkir, ógleði
og uppköst, niðurgangur.„Það var eiginlega
hálf losandi að
gera þessa skýrslu.
Maður varð svo gáttaður
og þetta var eins og að
skrifa dagbók.