Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Page 9
Fréttir 9Miðvikudagur 18. janúar 2012
Sprengdi meirihlutann
n Hjálmar ósáttur við vinnubrögð og gekk út
É
g styð ekki hvernig staðið var
að því að segja bæjarstjóranum
upp. Þetta snýst fyrst og fremst
um vinnubrögð, ekki málefna-
legan ágreining, heldur hvernig
að þessu var staðið,“ segir Hjálmar
Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst
besta flokksins í Kópavogi, sem á
þriðjudag gekk úr meirihlutasam-
starfinu í Kópavogi. Meirihlutinn í
bænum er því sprunginn og við er
tekið mikið kapphlaup um myndun
nýs meirihluta.
Í samtali við DV segir Hjálmar að
hann hafi hreinlega ekki haft umboð
frá aðstandendum framboðsins til
þess að styðja þá ákvörðun að víkja
Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra úr
embætti. Hjálmar vill þó aðspurður
ekki ræða nákvæmlega hvað það var
við vinnubrögðin sem hann er ósátt-
ur við í ljósi þess að Guðrún sé enn
bæjarstjóri og ekki enn búið að ræða
starfslok hennar til hlítar. Hann seg-
ir aðeins að ákvörðunin um að víkja
bæjarstjóranum úr starfi hafi verið
frá Samfylkingunni komin og Guð-
ríður Arnardóttir, oddviti Samfylk-
ingarinnar og formaður bæjarráðs,
hafi farið fyrir þessu máli. Aðspurður
kveðst Hjálmar ætla að halda áfram
störfum sínum fyrir bæinn þar til
annað kemur í ljós.
„Ég er ekkert í því að mynda
meirihluta eða í einhverri pólitískri
refskák. Ég mun ganga til þeirra
verka sem ég er kjörinn til sem bæj-
arfulltrúi og þarf að vinna. Svo verð-
ur allt annað bara að koma í ljós.“
Eftir kosningarnar 2010 mynd-
uðu Samfylkingin (3), Vinstri græn
(1), Næst besti flokkurinn (1) og
Listi Kópavogsbúa (1) meirihluta en
í minnihluta sátu sjálfstæðismenn
með fjóra fulltrúa og framsóknar-
menn einn.
Það gæti því legið beinast við að
leifar meirihlutans leituðu til Fram-
sóknarflokksins varðandi mynd-
un nýs meirihluta. Og það útilokar
Guðríður Arnardóttir ekki þó hún
viðurkenni að óvissa ríki um fram-
haldið.
„Það liggur algjörlega fyrir núna
að það eru allar leiðir opnar. Nú
setjast menn bara niður og velta
fyrir sér hvaða samstarfsmöguleik-
ar eru í stöðunni. Það er alveg ljóst
að samstarfinu við Hjálmar Hjálm-
arsson er lokið. Það eru 11 bæjar-
fulltrúar og það þarf 6 til að mynda
meirihluta.“
mikael@dv.is
S
ættir hafa tekist með Hirti
Júlíusi Hjartarsyni, sem var
sagt upp störfum á RÚV á
dögunum, og Eddu Sif Páls-
dóttur íþróttafréttamanns.
Lögmenn Hjartar og Eddu Sifjar
sendu á þriðjudag frá sér sameigin-
lega tilkynningu þessa efnis. Eins
og áður hefur verið greint frá kærði
Edda Sif Hjört fyrir líkamsárás sem
átti sér stað á Grand Hótel fyrir
tæpum tveimur vikum. Í tilkynn-
ingunni segir að Hjörtur hafi viður-
kennt fulla ábyrgð í þessu máli og
beðið Eddu Sif fyrirgefningar.
Harmar framkomu sína
„Hjörtur harmar mjög framkomu
sína umrætt kvöld sem var með
öllu óafsakanleg. Edda mun aftur-
kalla kæru sína hjá lögreglu í mál-
inu. Aðilar eru sammála um að tjá
sig ekki frekar um málið,“ segir orð-
rétt í tilkynningunni en undir hana
skrifa Vilhjálmur Hans Vilhjálms-
son, lögmaður Hjartar, og Lúðvík
Bergvinsson, lögmaður Eddu Sifjar.
Hirti var sagt upp störfum í síð-
ustu viku hjá Ríkisútvarpinu vegna
atviksins, en hann hafði starfað
þar sem íþróttafréttamaður síðan
2007.
Líkamsárásin átti sér stað eftir
að val á íþróttamanni ársins hafði
farið fram fyrr um kvöldið, en þar
stjórnaði Hjörtur beinni útsend-
ingu frá samkomunni. Gleðskap-
urinn hélt áfram eftir miðnætti og
þar voru samankomnir flestir af
íþróttafréttamönnum landsins.
Ryskingar í kjölfar ummæla
Samkvæmt heimildum DV átti
árásin sér stað inni á salerni staðar-
ins, eftir að ummæli sem Hjörtur á
að hafa látið falla og beint til Eddu,
vöktu hjá henni reiði. Í kjölfarið
kom til ryskinga þeirra á milli sem
enduðu með því að Hjörtur ýtti við
Eddu Sif með þeim afleiðingum að
hún skall í gólfið. Hjörtur og Edda
höfðu áður átt í ástarsambandi sem
endaði illa.
Samstarfsfélagi Eddu Sifjar og
Hjartar fylgdi Eddu á bráðamót-
töku þar sem hún fékk áverkavott-
orð og lagði í kjölfarið fram kæru,
sem hún hefur nú dregið til baka.
Berglind Guðrún Bergþórsdótt-
ir, starfsmannastjóri RÚV, hafði
ekki heyrt að sættir hefðu náðst á
milli Eddu og Hjartar þegar blaða-
maður náði tali af henni síðdeg-
is á þriðjudag. Aðspurð hver staða
Hjartar varðandi uppsögnina væri
í kjölfar sáttanna, og hvort mögu-
leiki væri á að hann fengi starf sitt
aftur sagðist hún ekki geta tjáð sig
um málið. Ekki náðist í Pál Magn-
ússon útvarpsstjóra vegna máls-
ins. Smugan.is hafði eftir Kristínu
Hörpu Hálfdánardóttur á þriðjudag
að sættirnar myndu engu breyta.
Samkvæmt því mun Hjörtur ekki fá
starfið sitt aftur en DV náði ekki tali
af Kristínu á þriðjudagskvöld.
RÚV segist vera í fullum rétti
Ljóst er að uppsögn Hjartar er á
gráu svæði en málið á sér engar
hliðstæður þar sem RÚV er nú sjálf-
stætt hlutafélag í 100 prósenta eigu
ríkisins og óljóst hvort lög um rétt-
indi og skyldur ríkisstarfsmanna
eigi við um starfsmenn RÚV. Sam-
kvæmt þeim lögum hefði Hjörtur
Júlíus fyrst átt að fá skriflega
áminningu og tækifæri til að bæta
ráð sitt áður en honum var sagt upp
störfum, þar sem brottrekstur hans
tengist ekki niðurskurði. Hins vegar
hefur aldrei reynt á það áður hvaða
réttindi starfsmenn RÚV hafa í mál-
um sem þessum. RÚV telur sig þó
vera í fullum rétti og svaraði fyrir-
spurn DV á þá leið að fyrirtækinu
sé ekki skylt að fara eftir lögum um
réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins.
„Er Hjörtur sagður
harma mjög fram-
komu sína umrætt kvöld
sem var með öllu óafsak-
anleg. Edda mun aftur-
kalla kæru sína hjá lög-
reglu í málinu.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Sættir Samkomulag hefur tekist milli
Hjartar Júlíusar Hjartarsonar og Eddu Sifjar
Pálsdóttur, að því er fram kemur í sameigin
legri tilkynningu frá lögfræðingum þeirra.
Einar „Boom“
áfram í haldi
Hæstiréttur hefur staðfest gæslu-
varðhaldsúrskurð héraðsdóms
yfir forseta Hells Angels, Einari
„Boom“ Marteinssyni, sem var
handtekinn síðastliðinn föstudag.
Einar er grunaður um að hafa
fyrirskipað árás á konu, en alls
sitja fimm í gæsluvarðhaldi í
tengslum við málið.
Í DV á mánudag var fjallað um
málið en í umfjöllun blaðsins kom
fram að árásin hefði verið með
þeim að hætti að par braut sér leið
inn í íbúð konunnar í fjölbýlishúsi
og misþyrmdi henni á grófan hátt.
Meðal annars eiga þau að hafa
reynt að klippa af konunni fingur.
Kona sem var gestkomandi í íbúð-
inni hringdi á lögreglu eftir að
parið lét sig hverfa og var konan
flutt meðvitundarlítil á slysadeild.
Parið var handtekið skömmu síðar
og fært í gæsluvarðhald þar sem
það situr enn.
Krafðir um
30 milljarða
Slitastjórn Landsbankans hefur
stefnt sjö fyrrverandi stjórnendum
Landsbankans og eru þeir krafðir
um 30 milljarða króna í skaða-
bætur.
Mun þetta vera vegna nærri
34 milljarða króna sem runnu
úr bankanum áður en hann féll
í október 2008. RÚV greindi frá
þessu á þriðjudag og herma heim-
ildir Ríkisútvarpsins að slitastjórn-
in hafi stefnt bankastjórunum
Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri
J. Kristjánssyni. Auk fjögurra fyrr-
verandi bankaráðsmanna, þeim
Kjartani Gunnarssyni, Þorgeiri
Baldurssyni, Svöfu Grönfeldt og
Andra Sveinssyni. Jón Þorsteinn
Oddleifsson, fyrrverandi forstöðu-
maður fjárstýringar Landsbank-
ans, mun vera sjöundi maðurinn.
Þar sem Björgólfur Guð-
mundsson, fyrrverandi formaður
bankaráðsins, er gjaldþrota og
ekkert til hans að sækja lengur er
honum ekki stefnt í málinu.
Slitastjórnin mun hafa birt
sumum stefnurnar í dag en látið
aðra vita af því að þeir gætu átt
von á stefnu.
Stungið
á dekk
Tilkynnt var um tjón á tveimur
bílum á höfuðborgarsvæðinu
á mánudag en stungið hafði
verið á öll dekk þeirra. Bílarnir
voru á sama bifreiðastæðinu
og tjónvaldurinn því væntan-
lega sá hinn sami í báðum til-
vikum. Umráðamaður bílanna
hafði ákveðinn aðila grunaðan
og sagði þetta snúast um ástir
og afbrýðisemi. Mál af sama
toga hafa áður komið á borð
lögreglu.
n Hjörtur Hjartarson bað Eddu Sif Pálsdóttur afsökunar n Edda mun afturkalla
kæruna sem hún lagði fram n Hjörtur fær líklega ekki aftur starfið á RÚV
Edda fyrirgaf Hirti
Missti Hjálmar Guðríður Arnardóttir,
oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, mis
bauð Hjálmari Hjálmarssyni í bæjarstjóra
málinu og sagði hann skilið við meiri
hlutann.