Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Qupperneq 10
A ndstæðingum þingsálykt- unartillögu Bjarna Bene- diktssonar um afturköllun landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur að öllum lík- indum tekist að safna nægum stuðn- ingi til að fella tillöguna. Fylkingarn- ar eru hnífjafnar en 32 þingmenn eru sagðir ætla að greiða atkvæði gegn því að fallið verði frá ákæru á hend- ur Geir H. Haarde. Þrjátíu þingmenn eru sagðir styðja hana en óvissa er um afstöðu Höskulds Þórhallsson- ar, þingmanns Framsóknarflokksins. Höskuldur situr í saksóknarnefnd Alþingis, fimm manna þingnefnd sem fylgist með máli gegn ráðherra út af embættisrekstri hans og er ætl- uð saksóknara Alþingis til aðstoð- ar. Hann svaraði engu og rauf sam- bandið þegar DV hafði samband við hann á þriðjudag. Þeir sem þar sitja eru almennt sagðir fylgjandi því að málið verði leitt til lykta ef frá er talinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármanns- son, sem greiddi atkvæði gegn öllum ákærum. Þá er þingmaðurinn Atli Gíslason sagður ætla að styðja frá- vísunartillögu Bjarna. Atli er sagður gríðarlega reiður og ósáttur við Sam- fylkinguna fyrir að hafa ekki staðið heil að baki niðurstöðu þingmanna- nefndar sem fjallaði um hugsanleg málaferli á hendur fyrrverandi ráð- herrum. Ekkert má út af bregða Mikill titringur er á þinginu vegna málsins. Báðar fylkingar eru sagð- ar halda þétt utan um sinn hóp. Þá má greina nokkra tortryggni hjá mönnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra er í sjúkraleyfi en Arna Lára Jónsdóttir verður á þingi í hans stað. Arna Lára er náin vinkona Ólínu Þorvarðardóttur og er af and- stæðingum tillögu Bjarna talin nokk- uð öruggt atkvæði gegn því að fallið verði frá málinu. DV hefur heimildir fyrir því að Magnús M. Nordal lögmaður verði kallaður á þing fyrir Katrínu Júlí- usdóttur iðnaðarráðherra áður en greidd verða atkvæði um málið. Þeg- ar DV náði tali af Magnúsi hafði hann ekki fengið beiðni um að taka sæti. Hafa verður í huga að Katrín hef- ur undanfarið unnið heiman frá sér enda langt kominn á leið og ólétt að tvíburum. Varaþingmennirnir breyta nokkru Hvorki Katrín né Guðbjartur hafa op- inberlega gefið upp afstöðu sína til atkvæðagreiðslunnar um málið. Þau greiddu bæði atkvæði gegn öllum ákærum á sínum tíma. Viðmælendur DV voru flestir sammála um að bæði hölluðust þau frekar að því að ósann- gjarnt væri að Geir H. Haarde stæði einn uppi fyrir landsdómi. Það breyti því miklu um niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar að þau ákveði að kalla inn varamenn sína. Össur og Björgvin fjarverandi Það er sagt líklegt að Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson verði fjarverandi þegar tillagan verður til umræðu á föstu- dag. Össur á samkvæmt dagskrá ut- anríkisráðuneytisins að vera erlendis á þessum tíma. DV gat þó ekki fengið upplýsingar um hvert yrði haldið og hvers vegna þegar leitað var eftir því. Málið er langt frá því að vera auð- velt fyrir Björgvin sem er einn þeirra sem Alþingi greiddi á sínum tíma atkvæði um hvort stefna ætti fyrir landsdóm. Erfitt verður fyrir hann að styðja Bjarna Benediktsson og hvað þá mæla gegn því að fallið verði frá ákæru í ljósi þess að sjálfur slapp hann naumlega. Ákveði Björgvin að sitja hjá er ljóst að hann á varla von á góðu. Viðmælendur DV voru sam- mála um að það gæti orðið skásta niðurstaðan fyrir Björgvin að vera fjarverandi eða kalla inn varaþing- mann líkt og hann gerði þegar kær- urnar voru upphaflega til umræðu á þinginu. Anna Margrét Guðjónsdótt- ir sat þá sem varamaður hans. Hún greiddi atkvæði gegn því að nokkur skyldi ákærður. Við það tilefni sagði Anna Margrét ábyrgð stjórnmála- manna vegna hrunsins mikla. Hún efaðist þó um að ábyrgð ráðherranna sem til umræðu voru gæti talist meiri en ráðherranna sem áður sátu. „Því tel ég rangt að höfða sakamál á hend- ur þeim en leyfa hinum að sleppa,“ sagði hún um atkvæði sitt. Björgvin hefur ekki óskað eftir því að vara- maður verði kallaður inn í hans stað. Málinu verði vísað frá Fari svo að bæði Össur og Björg- vin verði fjarverandi er ljóst að þeir þrjátíu þingmenn sem sagt er öruggt að styðji rökstudda dagskrártillögu hafa fyrir henni meirihluta. Í þing- sköpum Alþingis er ekkert til sem heitir frávísunartillaga en rökstudd dagskrártillaga er það sem næst kemst slíku. Helsti munurinn er þó að ólíkt frávísunartillögu sem af- greidd er strax og án efnislegrar um- ræðu um fyrir lagða þingsályktunar- tillögu er dagskrártillagan afgreidd í lok umræðu. Að svæfa í nefnd Vegna þess að bein frávísunartillaga er ekki til í þingsköpum eru nokkr- ar leiðir í boði til að láta þingmál hverfa. Þekktasta aðferðin er án efa að svæfa þau í nefnd. Þúsundir þing- mála hafa í sögu þingsins horfið með þeirri aðferð. Reglur þingsins kveða á um að leggja verði mál að nýju fyr- ir nýtt þing hafi það ekki verið af- greitt úr nefnd á yfirstandandi þingi. Um þingsályktunartillögur eru ávallt tvær umræður. Fari svo að meiri- hluti þingmanna veiti tillögu Bjarna 10 Fréttir 18. janúar 2012 Miðvikudagur Geir sleppur ekki Ekki fallið frá málinu Geir H. Haarde þarf að sanna sakleysi sitt fyrir landsdómi. n 32 andvígir tillögu Bjarna Benediktssonar n Fjarvera Össurar og Björgvins skiptir sköpum„Þrálátur orðrómur er á kreiki um að hópur þingmanna Sam- fylkingarinnar hafi skilyrt stuðning sinn við breytta ráðherraskipan ríkisstjórn- arinnar við loforð um að fari tillaga Bjarna Bene- diktssonar fyrir nefndina verði hún kæfð þar. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is 30 styðja tillöguna Með Á móti n Atli Gíslason n Árni Johnsen n Ásbjörn Óttarsson n Birgir Ármannsson n Bjarni Benediktsson n Einar K. Guðfinnsson n Guðlaugur Þór Þórðarson n Illugi Gunnarsson n Jón Gunnarsson n Kristján Þór Júlíusson n Ólöf Nordal n Pétur H. Blöndal n Ragnheiður E. Árnadóttir n Ragnheiður Ríkharðsdóttir n Tryggvi Þór Herbertsson n Unnur Brá Konráðsdóttir n Þorgerður K. Gunnarsdóttir n Ásmundur Einar Daðason n Gunnar Bragi Sveinsson n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson n Sigurður Ingi Jóhannsson n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir n Jón Bjarnason n Ögmundur Jónasson n Árni Páll Árnason n Ásta R. Jóhannesdóttir n Björgvin G. Sigurðsson n Kristján L. Möller n Sigmundur Ernir Rúnarsson n Össur Skarphéðinsson Alls 30 Guðmundur Steingrímsson n Lilja Mósesdóttir n Birgitta Jónsdóttir n Margrét Tryggvadóttir n Þór Saari n Birkir Jón Jónsson n Eygló Harðardóttir n Siv Friðleifsdóttir n Vigdís Hauksdóttir n Álfheiður Ingadóttir n Árni Þór Sigurðsson n Björn Valur Gíslason n Katrín Jakobsdóttir n Steingrímur J. Sigfússon n Svandís Svavarsdóttir n Þráinn Bertelsson n Þuríður Backman n Arna Lára Jónsdóttir n Helgi Hjörvar n Jóhanna Sigurðardóttir n Jónína Rós Guðmundsdóttir n Magnús M. Nordal n Lilja Rafney Magnúsdóttir n Lúðvík Geirsson n Magnús Orri Schram n Mörður Árnason n Oddný G. Harðardóttir n Ólína Þorvarðardóttir n Róbert Marshall n Sigríður Ingibjörg Ingadóttir n Skúli Helgason n Valgerður Bjarnadóttir n Alls 32 n Sjálfstæðisflokkurinn n Framsóknarflokkurinn n Hreyfingin n Samfylkingin n Vinstri grænir n Utan þingflokka n Höskuldur Þórhallsson G reina má mikla reiði meðal almennra flokksfélaga stjórnarflokkanna tveggja sem og stuðningsmanna Hreyf- ingarinnar. Fréttavefurinn Smugan, sem er að hluta í eigu VG, fjallaði ítarlega um málið á þriðjudag. Mikil reiði er sögð innan flokksins. Þá er vitnað í Kolbein Stefánsson háskóla- kennara sem reglulega skrifar á vefinn. „Á sínum tíma varð til sá misskilningur að órólega deildin svokallaða væri fulltrúar nýrra vinnubragða í stjórn- málum. Að þau væru róttæklingar sem berðust fyrir gagnsæi og nýja Íslandi og hvað það nú heitir allt,“ skrifar Kolbeinn sem segir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur hafa algjörlega afhjúpað sig sem fulltrúa samtrygg- ingarkerfis stjórnmálastéttarinnar með stuðningi sínum við að fallið verði frá kæru. Ögmundur segi af sér Þingmenn og stuðningsmenn Hreyfingarinnar hafa verið ósparir á yfirlýsingar vegna málsins. „Það er ekki oft sem ég verð orðlaus,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyf- ingarinnar, í samtali við DV um leið og hún hvatti Ögmund til að segja af sér vegna afstöðu sinnar til málsins. „Ég skil ekki hvernig manninum er stætt á að sitja sem dómsmálaráðherra ef hann ætlar að styðja tillögu um það að Alþingi hafi afskipti af máli sem er komið fyrir dóm.“ Svikin loforð um uppgjör Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík sendi seint á þriðjudag frá sér ályktun þar sem þingmönnum Samfylkingarinnar eru lagðar línurnar. Í ályktun stjórnarinnar segir að verði ákæran dregin til baka sé Alþingi að bregðast fyrirheitum um rannsókn og uppgjör eftir hrun. Stjórn félagsins væntir þess að allir þingmenn Sam- fylkingarinnar greiði atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. „Með því væri gamla samtrygg- ingarkerfið leitt til öndvegis á ný í íslenskum stjórnmálum, öfugt við málflutning Samfylkingarinnar við síðustu alþingiskosningar og raunar allt frá stofnun flokksins fyrir tólf árum,“ segir í ályktuninni. Landsdómsmálið liður í uppgjöri Stjórn VG í Reykjavík hvetur þing- menn flokksins til að vera samkvæm- ir sjálfum sér og greiða atkvæði gegn því að fallið verði frá kæru. „Meðferð málsins fyrir landsdómi er mikilvægur liður í uppgjöri þjóðarinnar við m.a. frjálshyggjuna og bankahrunið,“ segir í ályktun stjórnar VGR. Reiði vegna málsins n Skiptar skoðanir um landsdómsmálið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.