Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Síða 20
Skoraði í 8 þúsund króna skóm n Scholes keypti sér nýja takkaskó fyrir endurkomuna P aul Scholes, miðju- maður Manchester United, fullkomnaði endurkomu sína um síðustu helgi þegar hann skoraði á heimavelli í 3–0 sigri á Bolton. Scholes var nokkuð ryðgaður til að byrja með en fyrstu tveir leikir hans, gegn Manchester City og Bolton, hafa sannað að rauðbirkni sendingameistar- inn átti aldrei að hætta. Eftir sex mánaða fjarveru frá ensku úrvalsdeildinni geta ýmis vandamál komið upp, sérstaklega fyrir 37 ára leikmenn. Scholes þurfti að passa að hann væri í nægi- lega góðu formi til þess að geta hlaupið í bestu deild í heimi og einnig þarf að hann að passa orðspor sitt. Það voru þó ekki vanda- málin sem Scholes rak sig á heldur vantaði hann skó til þess að spila í. Samkvæmt breska blaðinu Daily Mirror vantaði Scholes nýja tak- kaskó þar sem hann gaf sína eftir að hann hætti. Scholes er af gamla skólanum og not- ar sömu skóna lengi. Margir hefðu snúið sér að styrktaraðila liðsins, í þessu tilfelli Nike, og beðið um skó eða látið félagið redda sér. En ekki hinn hógværi Scholes. Hann fór sjálfur út í búð, nánar tiltekið JJB-íþrótta- vöruverslunina í miðborg Manchester, og keypti sér nýja takkaskó fyrir bikarleik- inn gegn Manchester City. Þurfti hann að punga út heil- um 40 pundum fyrir skóna eða átta þúsund krónum. Hann ætti nú að hafa efni á því eftir að hafa spilað með Manchester United undan- farna tæpa tvo áratugi. 20 Sport 18. janúar 2012 Miðvikudagur Nú er Scholes á nýju skónum Paul Scholes hringdi ekki í styrktaraðilana heldur fór sjálfur út í búð og keypti sér skó. Suðurnesja­ slagur í Keflavík Seinni helmingur Iceland Express-deildarinnar í körfu- bolta hefst á fimmtudaginn þegar tólfta umferðin fer í gang með þremur leikjum. Stórleikurinn verður í Slátur- húsinu í Keflavík þar sem heimamenn mæta grönnum sínum úr Grindavík, toppliði deildarinnar. Sama dag tekur Stjarnan á móti Tindastóli og Njarðvík fær Val í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Henry biðst afsökunar Thierry Henry, framherji Arsenal, hefur beðist afsök- unar á því að blóta stuðn- ingsmanni liðsins sem lét ljótum orðum rigna yfir hann og liðið eftir tapið gegn Swansea á sunnudaginn. „Ég skyldi ekki þessa andúð í garð liðsins. Ég vildi segja einum stuðningsmanninum að við þyrftum stuðning, ekki baul. Eftir á að hyggja hefði ég getað vandað orðavalið betur. Ég vil því vera fyrstur til þess að biðjast afsökun- ar á ljótum orðum mínum í garð þessa stuðningsmanns. Nú þurfum við öll að standa saman gegn Manchester United næsta sunnudag,“ segir Henry. Harry kaupir Falque Tottenham hefur gengið frá kaupum á spænska U21 árs landsliðsmanninum Yago Falque frá Juventus. Falque hefur verið á láni hjá Totten- ham á þessu tímabili og komið aðeins við sögu í Evrópudeild- inni og enska bikarnum. Harry Redknapp ákvað þó að lána Falque til Southampton sem leiðir ensku Championship- deildina. Redknapp sér hann þó sem framtíðarmann og hef- ur því fest hann til frambúðar. Íslendingar eru með tak á Norðmönnum n Ísland þarf að minnsta kosti einn sigur til að fara í milliriðla n Noregur og Slóvenía næstu andstæðingar n Guðmundur ekki tapað gegn þeim eftir endurkomuna Ekki hér í gegn, vinur Sverre heldur aftur af Erlend Mamelund, stór- skyttu Noregs. E kki frekar en fyrri dag- inn tókst Íslandi að vinna fyrsta leik sinn á EM en strákarnir okkar töpuðu fyrir Króötum á mánudaginn, 31–29, í hörku- leik. Aðeins einu sinni hefur það gerst að Ísland hafi unnið fyrsta leik sinn á stórmóti en það gerðist á EM í Sviss árið 2006. Þá vann Ísland sameig- inlegt lið Serbíu og Svartfjalla- lands, 36–31, undir stjórn Vig- gós Sigurðssonar. Ísland mætir næst Noregi í dag, miðvikudag, og svo Slóvenum á föstudag- inn og þarf að minnsta kosti einn sigur til að komast í milli- riðla. Bæði þessi lið eru mjög sterk þó það íslenska eigi að heita betra á pappírnum góða. Eftir endurkomu Guðmundar Guðmundssonar sem lands- liðsþjálfara árið 2008 hefur hann leikið fimm sinnum við Noreg og einu sinni við Sló- vena og aldrei tapað. Tveir sigrar á stórmótum Ísland og Noregur hafa mæst á síðustu tveimur stórmótum sem strákarnir okkar hafa far- ið á. Bæði á EM í Austurríki og svo á HM í Svíþjóð í fyrra. Í báðum leikjum hafði Ísland sigur. Ísland vann nauman sig- ur, 35–34, í spennuleik í Aust- urríki fyrir tveimur árum en þægilegan, sjö marka sigur, 29–22, í Svíþjóð fyrir ári. Snorri Steinn Guðjónsson, sem leikur ekki með á mótinu, var marka- hæstur gegn Noregi í fyrra með sjö mörk og Ólafur Stefáns- son skoraði þrjú. Í Austurríki var það Arnór Atlason sem dró vagninn með tíu mörk. Ísland og Noregur mættust í miklum spennuleikjum í und- ankeppni EM 2010 þar sem þau gerðu tvívegis jafntefli. Alla undankeppnina var íslenska liðið þó þjakað af meiðslum en meðal annars vegna þeirra fékk Þórir Ólafsson, horna- maðurinn knái, tækifæri sem hann nýtti vel. Guðmundur og hans hópur hafa því vanalega staðið í spennuleikjum gegn Noregi en aldrei tapað. Reynir að nýta sér leikina Aðeins einu sinni hefur Guð- mundur Guðmundsson tekist á við Slóveníu en það var fyrir ellefu dögum. Þá mættust Ís- land og Slóvenía á æfingamóti í Herning í Danmörku þar sem strákarnir okkar höfðu bet- ur, 29–26, eftir að jafnt hafði verið í hálfleik, 13–13. Guð- mundur sagði í viðtali við DV að það væri óhjákvæmilegt að spila stundum æfingaleik við lið sem eru með manni í riðli á stórmóti. „Það eru allir að spila á móti öllum. Danir spiluðu þarna við Pólverja en þeir eru saman í riðli. Þessi mót eru ákveðin með margra mánaða fyrirvara þannig að ef við ætluðum okk- ur eitthvað bíða eftir mótum þar sem hugsanlega væru eng- ir mótherjar okkar á stórmót- um værum við bara heima á skerinu að spila við pressulið- ið. Þetta er óhjákvæmilegt en maður reynir bara að nýta sér þetta.“ Í leiknum gegn Slóvenum fóru hornamennirnir á kostum en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ellefu mörk og Þór- ir Ólafsson átta. Guðjón hóf mótið af krafti gegn Króatíu og skoraði átta mörk en Þórir var rólegri og skoraði tvö mörk. Árangur Guðmundar gegn Noregi Dagsetning Mót Úrslit 20. jan. 2011 HM í Svíþjóð 29–22 8. des. 2010 Æfingaleikur 35–29 28. jan. 2010 EM í Austurríki 35–34 14. jún. 2009 Undankeppni EM 34–34 1. nóv. 2008 Undankeppni EM 31–31 Árangur Guðmundar gegn Slóveníu Dagsetning Mót Úrslit 7. jan. 2010 Æfingaleikur 29–26 Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Handbolti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.