Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Page 15
Neytendur 15Mánudagur 23. janúar 2012 Atvinnuleysi 3,1% Norðmanna án atvinnu í lok árs 2011 6.0% Íslendinga án atvinnu í janúar 2012 Skattar Noregur 7,8% af brúttólaunum 9% og 12% svokallaður þrepaskattur en fer eftir árstekjum 28% almennur tekjuskattur Ísland 22,90% af stofni frá 0 til 230.000 króna 25,80% af stofni frá 230.001 til 704.366 króna 31,80% af stofni yfir 704.367 krónum Meðalútsvar: 14,44% Töluverður launamunur Noregur Ísland Munur í % 695.000 kr. 430.000 kr. 38,13% Störf iðnaðarmanna og sérhæfðs iðnverkafólks 916.000 kr. 583.000 kr. 36,35% Sérfræðistörf við almannatengsl, markaðsmál og upplýsingamiðlun 678.000 kr. 358.000 kr. 47,20% Þjónustu-, umönnunar- og sölustörf 926.000 kr. 624.000 kr. 32,61% Tækni- og rannsóknarstörf í verkfræði og raungreinum (fyrir utan líffræði) 529.000 kr. 394.000 kr. 25,52% Hótel, veitingastaðir og ferðaskrifstofur 626.000 kr. 614.000 kr. 1,92% Sérfræðistörf í viðskiptageiranum 749.000 kr. 434.000 kr. 42,06% Kennslustörf 770.000 kr. 404.000 47,53% Opinberir starfsmenn Kaupmannahöfn Mjólk 1 l 150 kr. 1 stk franskbrauð 414 kr. Egg 12 stk 453 kr. Ostur 1 kg 1.819 kr. Kjúklingabringur 1.469 kr. Epli 1 kg 469 kr. Appelsínur 1 kg 589 kr. Kartöflur 1 kg 202 kr. Vínflaska (0,5 l) 1.590 kr. Bjór - innlendur 245 kr. Bjór - erlendur 302 kr. Samgöngur (innanbæjar) Stakt fargjald 522 kr. Mánaðarkort 8.425 kr. Leigubíll - startgjald 620 kr. Leiguverð: (1 herbergi) í miðborginni 137.130 kr. (1 herbergi) í úthverfi 108.322 kr. (3 herbergi) í miðborginni 268.655 kr. (3 herbergi) í úthverfi 189.611 kr. Íbúðaverð: Verð á fermetra í miðborginni 650.928 kr. Verð á fermetra í úthverfi 416.280 kr. Helstu útgjöld 21.245 kr. V ið fluttum út 11. maí 2010 en hefðum sennilega far- ið um mitt ár 2009 hefði ég ekki átt seinni veturinn eft- ir í MA-námi við Háskóla Íslands. Flutningurinn var í raun ákveðinn með næstum árs fyrir- vara,“ segir Atli Steinn Guðmunds- son en hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir búa í Stafangri í Noregi. Hann segir að í ljósi þess ástands sem ríkti á Íslandi misserin eftir hrun hafi þau séð þann kost vænstan að forða sér til lands þar sem þau hefðu bæði vinnu og þjóðfélagið væri í sæmilega eðlilegu ástandi. „Við höfðum engan áhuga á að vera á bótum, fullfrískt fólk, heldur viljum við vinna og helst sem mest að hætti Íslendinga.“ Fullt af tækifærum Þau eru ánægð í Stafangri þrátt fyr- ir að sakna Íslands, vina og ættingja. „Hins vegar verður að segjast eins og er að norskt þjóðfélag gengur upp, vinnumarkaðurinn hérna er opinn, sveigjanlegur og fullur af tækifær- um, fólkið alveg fádæma þægilegt að umgangast og gildin eru öðruvísi og afslappaðri. Það er dálítill afa og ömmu hugsunarháttur hérna, fólki finnst sjálfsagt að spara fyrir hlut- unum frekar en að taka lán og yfir- dráttarheimild er bara á pari við að selja úr sér líffæri. Hafirðu ekki efni á að kaupa eitthvað fyrir launin þín þá kaupirðu það ekki.“ Dýrt að búa í Noregi Aðspurð um muninn á því að búa í Noregi miðað við Ísland segir Rósa að kaupmátturinn sé ekkert ósvipað- ur fyrir fólk með meðallaun. Það sé dýrt að búa í Noregi en á móti komi að launin séu hærri en á Íslandi. „Það er brauðstrit hér eins og alls staðar annars staðar. Mér finnst munurinn einkum liggja í því að lægstu laun duga fyrir framfærslu hér, engu lúx- uslífi kannski en Norðmenn eru ekki eins uppteknir af því og Íslendingar. Hérna þykir fólki mun meira virði að vera komið snemma heim úr vinnu á daginn og eiga tíma með fjölskyld- unni en að kaupa sér Range Rover eða fellihýsi. Kaupmátturinn er svip- aður hér og á Íslandi en hins vegar er auðvitað mjög þægilegt að kíkja til Íslands um jól eða í sumarfrí með norskar krónur eins og gengið er núna,“ segir Atli Steinn. Rafmagnið rándýrt Flestir hlutir eru dýrari í Noregi en húsaleigu- og rafmagnsreikningar eru það sem kom þeim mest á óvart. „Við borgum 13.000 krónur fyrir 120 fermetra raðhús alveg við miðbæinn. Það er rándýrt en leigan hérna sveifl- ast mjög mikið eftir staðsetningu. Rafmagnið er líka rándýrt hérna en staðan á rafmagnsframleiðslu hér fer alveg eftir því hve mikið rignir þar sem regnvatni er safnað í risastór svokölluð magasín. Á sumrin hrynur rafmagnsreikningurinn niður í ekki neitt en svo rýkur hann upp úr öllu í vetrarkuldum. Allt vatn hér er hitað með rafmagni og ekki er óalgengt að sæmileg sturta kosti 420 til 620 krón- ur í rafmagn. Við erum mjög með- vituð um þetta og förum eiginlega aldrei í sturtu heima heldur bara í ræktinni. Þannig höfum við senni- lega sparað drjúgt. Svo er varmadæla fyrirbæri sem lækkar rafmagnsreikn- inginn mikið og hitar bara býsna vel.“ Líf í olíunni Atli Steinn og Rósa byrjuðu á því að skúra á Háskólasjúkrahúsinu í Staf- angri í sumarafleysingum og unnu svo á haustvertíð í sláturhúsi. Eft- ir það fengu þau bæði stjórnunar- stöður á sjúkrahúsinu, hvort í sinni deildinni. „Við ákváðum þó fljótlega að sniðugast væri að leita gæfunn- ar í olíubransanum, það er ljóst að þar verður nóg að gera að minnsta kosti til 2050 og þá verðum við far- in á eftirlaun. Það er mikið líf í olí- unni og bara núna upp á síðkastið hafa orðið til 1.200 nýjar stöður sem þarf að manna.“ Nú starfar Rósa hjá flutningafyrirtækinu Logi Trans þar sem stór hluti verkefna snýst um að senda tæki og útbúnað út á olíubor- pallana. Atli starfar hjá NorSea Gro- up sem er þjónustuaðili fyrir olíu- fyrirtækin í landi og tengiliður milli þeirra og borpallanna. Hann er nú frá áramótum leigður út til Cono- coPhillips og annast meðal annars afgreiðslu birgðaflutningaskipa fyr- irtækisins. Grunnlaun Atla eru 656.000 krón- ur. „Þetta er há upphæð í íslenskum krónum en þá má líka benda á að hérna kostar mjólkurlítrinn rúmar 300 íslenskar krónur. Meðallaun í Noregi árið 2010 voru 763.000 krón- ur fyrir skatt svo þetta eru engin for- stjóralaun en ágæt þó. Svo erum við náttúrulega bæði í aukavinnu. Ís- lenska vinnualkagenið deyr seint og illa.“ Atli Steinn og Rósa búa í 120 fer- metra raðhúsi í 15 mínútna göngu- fjarlægð frá miðbæ Stafangurs og fyrir það borga þau 270.000 krónur á mánuði. Fegin að hafa drifið sig til Noregs Þau segja að viturlegast sé fyrir þau að vera áfram í Noregi og starfa sem lengst því lífeyrismál séu mjög hag- stæð. „Okkar fyrirtæki bjóða til dæm- is mjög góð lífeyriskjör en í Noregi er algengt að vinnuveitendur sjálf- ir ákveði að gera betur við starfsfólk en lágmarksreglurnar bjóða. Ég vona auðvitað allt það besta fyrir hönd ís- lenskrar þjóðar og þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Öll él birtir væntanlega upp um síðir en ég verð að segja að ég er feginn að hafa drifið mig hingað,“ segir Atli að lokum. Fer ekki í sturtu heima n Norðmenn ekki uppteknir af lúxuslífi Atli Steinn og Rósa Fluttu til Noregs í kjölfar hrunsins. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Barnabætur eru ekki tekjutengdar og eru rúmlega 20.000 á mánuði fyrir hvert barn. London Mjólk 1 l 185 kr. 1 stk franskbrauð 213 kr. Egg 12 stk 438 kr. Ostur 1 kg 1.390 kr. Kjúklingabringur 1.481 kr. Epli 1 kg 305 kr. Appelsínur 1 kg 283 kr. Kartöflur 1 kg 270 kr. Vínflaska (0,5 l) 1.290 kr. Bjór - innlendur 282 kr. Bjór - erlendur 319 kr. Samgöngur (innanbæjar) Stakt fargjald 612 kr. Mánaðarkort 19.928 kr. Leigubíll - startgjald 566 kr. Leiguverð: (1 herbergi) í miðborginni 253.146 kr. (1 herbergi) í úthverfi 174.921 kr. (3 herbergi) í miðborginni 499.650 kr. (3 herbergi) í úthverfi 331.623 kr. Íbúðaverð: Verð á fermetra í miðborginni 1.544.941 kr. Verð á fermetra í úthverfi 941.579 kr. Helstu útgjöld 27.620 kr. Stokkhólmur Mjólk 1 l 146 kr. 1 stk franskbrauð 363 kr. Egg 12 stk 409 kr. Ostur 1 kg 1.402 kr. Kjúklingabringur 1.450 kr. Epli 1 kg 312 kr. Appelsínur 1 kg 323 kr. Kartöflur 1 kg 114 kr. Vínflaska (0,5 l) 1.337 kr. Bjór - innlendur 290 kr. Bjór - erlendur 290 kr. Samgöngur (innanbæjar) Stakt fargjald 550 kr. Mánaðarkort 12.650 kr. Leigubíll - startgjald 696 kr. Leiguverð: (1 herbergi) í miðborginni 139.638 kr. (1 herbergi) í úthverfi 80.590 kr. (3 herbergi) í miðborginni 210.850 kr. (3 herbergi) í úthverfi 138.215 kr. Íbúðaverð: Verð á fermetra í miðborginni 943.068 kr. Verð á fermetra í úthverfi 553.341 kr. Helstu útgjöld 20.056 kr. Winnipeg Mjólk 1 l 201 kr. 1 stk franskbrauð 218 kr. Egg 12 stk 319 kr. Ostur 1 kg 1.568 kr. Kjúklingabringur 1.323 kr. Epli 1 kg 372 kr. Appelsínur 1 kg 269 kr. Kartöflur 1 kg 213 kr. Vínflaska (0,5 l) 1.607 kr. Bjór - innlendur 345 kr. Bjór - erlendur 420 kr. Samgöngur (innanbæjar) Stakt fargjald 293 kr. Mánaðarkort 9.152 kr. Leigubíll - startgjald 433 kr. Leiguverð: (1 herbergi) í miðborginni 87.113 kr. (1 herbergi) í úthverfi 89.465 kr. (3 herbergi) í miðborginni 149.790 kr. (3 herbergi) í úthverfi 147.730 kr. Íbúðaverð: Verð á fermetra í miðborginni * Verð á fermetra í úthverfi * Helstu útgjöld 14.546 kr. Hærri laun en dýrara að lifa Atvinnumál Norðmenn Hærri laun, minna atvinnuleysi en dýrara að lifa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.