Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Blaðsíða 22
Hefði breytt Bessastöðum í hótel
n Jójó ætlar ekki að verða forseti og er að senda frá sér nýja plötu
É
g hefði breytt Bessastöð
um í flott og fínt túrista
hótel. Það væri fínt að
hafa hótel þarna. Ég hefði
kannski ekki breytt öllum
staðnum, heldur skilið eft
ir smá pláss til þess að hitta
ríkisstjórnina svo ég gæti sagt
nei við þau,“ segir götusöngv
arinn Jójó sem er hættur við
að bjóða sig fram til forseta.
Hann hafði áður gefið út að
hann ætlaði í framboð.
Ef hann hefði orðið forseti
þá hefði hann breytt Bessa
stöðum í stað fyrir ferðamenn.
„Ég hætti við vegna veðurs.
Það hefði ekki verið neitt
mál fyrir mig að safna undir
skriftum. Ég var ekki nema tíu
klukkustundir að safna 750
undirskriftum fyrir göngugöt
unni hérna þannig þetta hefði
ekki tekið langan tíma fyrir
mig,“ segir Jójó í léttum tón.
Hann hefði þó ekki gefið tón
listina upp á bátinn ef hann
hefði orðið forseti. „Ég hefði
haldið áfram að spila í bæn
um. Það má ekki blanda þessu
saman, ég hefði haft einkabíl
stjóra og bara beðið hann um
að skutla mér,“ segir hann og
skellir upp úr.
Tónlistin er Jójó hjartans
mál enda gleður hann fót
gangandi gesti miðbæjar
ins oft með ljúfum tónum.
Á döfinni hjá honum er líka
ný plata sem hefur fengið
nafnið Jójó og götugaurarnir
– götuball. Léttfönk fyrir túr
ista. Á plötunni er að finna
nokkur tökulög, meðal ann
ars eftir Ríó tríó. „Ég er búin
að vera að taka hana upp
heima og fer svo í stúdíó og
mixa hana. Þetta er svona létt
og skemmtilegt. Titillag plöt
unnar er eiginlega lag sem
Ríó tríó á og gerði vinsælt í
gamla daga og þetta tileinka
ég honum Óla,“ segir hann og
á við tónlistarmanninn Ólaf
Þórðarson sem lést á dög
unum. „Við vorum góðir fé
lagar, við Óli. Hann var með
skrifstofu í Austurstræti fyr
ir mörgum árum og við hitt
umst oft. Hann var góður
götufélagi eins og svo marg
ir.“
viktoria@dv.is
22 Fólk 25. janúar 2012 Miðvikudagur
Skírð til
heiðurs
langömmu
Guðrún Eva Mínervudóttir
og Marteinn Þórsson hafa
skírt litlu dóttur sína Mín
ervu. Móðir Guðrúnar Evu
heitir Mínerva og langamma
hennar líka, Mínerva Jó
steinsdóttir sem var fædd
27. nóvember. Guðrún Eva
sagði frá því í viðtali við DV
að henni hefði fundist hún
vera andsetin af ömmu sinni
meðan hún var ólétt. Öðr
um hefði fundist hún bera
sterkan svip af henni á með
göngunni. „Ég missti af því
að hitta hana, hún dó fjórum
árum áður en ég fæddist,
ég hefði gjarnan viljað hitta
hana,“ sagði Guðrún Eva.
„Það er falleg tilviljun þegar
það gerist að börn fæðast
svona næstum því eins og
öðrum til heiðurs.“
Baltasar
Breki í LHÍ
Baltasar Breki Baltasarsson
er kominn inn í leiklistar
deild LHÍ fyrir næstu önn.
Inngöngupróf fóru fram á
dögunum og í vikunni var til
kynnt um þá tíu sem komust
inn. Baltasar Breki hefur ekki
langt að sækja listrænu hæfi
leikana en faðir hans er leik
arinn og leikstjórinn Baltasar
Kormákur og móðir hans er
dansarinn Ástrós Gunnars
dóttir. Þrátt fyrir ungan aldur
hefur hann leikið töluvert,
meðal annars í íslensku kvik
myndunum Veðramót og
Brúðgumanum. Hann hefur
líka leikið talsvert í leikhús
um og tók þátt í Herranótt
þegar hann var í Mennta
skólanum í Reykjavík.
Deilir reynslu
Völu Grand
„Ég lenti í nákvæmlega eins
atviki í fyrra. Aldrei aftur
sjósund í janúar!“ segir rit
höfundurinn Andri Snær
Magnason á Facebook við
grein DV um Völu Grand
sem lenti í því leiðindaat
viki að fá athugasemdir um
kynfæri sín í sturtu. Þar vatt
kona sér upp að henni og
hrósaði henni mjög fyrir
kvenkyns kynfæri hennar
og undraðist á sömu stund
að þar hefðu verið karlkyns
kynfæri áður.
Ekki á Bessastaði Jójó er hættur við að fara í framboð vegna veðurs. Í
staðinn sendir hann frá sér nýja plötu sem hann tileinkar minningu Ólafs
Þórðarsonar.
M
aríu Birtu Bjarna
dóttur þykir ekkert
tiltökumál að leika
í nektarsenum. Hún
vakti gríðarlega at
hygli fyrir leik sinn í Óróa þar
sem hún kom nakin fram og er
í einu aðalhlutverka í mynd
inni Svartur á leik sem verður
frumsýnd þann 2. mars næst
komandi. En nektarsenan sem
hún leikur í í myndinni Svartur
á leik er annars eðlis. Í mynd
inni leikur hún í umtalaðri
kynlífssenu á móti Agli Einars
syni sem hefur verið sakaður
um tvær nauðganir síðustu
vikur og er málið því viðkvæm
ara en ella.
María Birta vill ekkert tjá sig
um ásakanirnar og segist ekki
hafa talað við Egil í þó nokk
urn tíma. „Ég veit ekki hvort
hann kemur á frumsýninguna.
Sjálf ætla ég að stinga af til út
landa eftir frumsýningu. Fer
til Flórída í einn mánuð og
ætla að læra fallhlífarstökk.
Reyndar verð ég hér á landi í
um 12 daga eftir frumsýningu
en ætla að láta lítið fyrir mér
fara. Kannski leigi ég mér hús á
Eyrar bakka eða eitthvað og fer
í felur,“ segir hún í gamni frekar
en alvöru.
Gróf mynd
Hún hefur ekki séð myndina.
„Ég er ekki búin að sjá hana
og veit ekki hvort ég fæ að sjá
hana fyrir frumsýninguna.
Það eykur spennuna. Það er
skemmtilegra að sjá heildina
á hvíta tjaldinu. Þetta verður
frekar gróf mynd, að margra
mati. Ég held að almenningur
muni taka því þannig og það er
þess vegna sem ég ætla að láta
lítið fyrir mér fara,“ segir hún.
Útskrifast sem
einkaflugmaður
María Birta er með mörg járn
í eldinum og er þekkt fyrir að
vera alls óhrædd við að prófa
nýja hluti.
Hún rekur verslun sína
Maníu á Laugaveginum og
leggur stund á flugnám. Hún
stefnir á að útskrifast sem
einkaflugmaður í vor. „Ég vona
að mér takist það, ég reyni að
gera mitt besta. Ég stefni á að
klára flugmanninn alveg. Ég er
fyrir þetta, vil prufa þetta allt.
Það kemur fólki oft á óvart hvað
ég hef fyrir stafni. Ég þarf allt
af að vera að gera eitthvað. Ég
hef farið nokkrum sinnum til
Flórída og lært á brimbretti og
fleira. Svo kemur mörgum mjög
á óvart að ég var einu sinni Ís
landsmeistari í Paintball en það
var bara þannig!“ segir hún og
hlær. kristjana@dv.is
Stingur af
til útlanda
n Leikur í kynlífssenu með Agli Einarssyni n Fer til Flórída að læra fallhlífarstökk
Lætur lítið fyrir sér fara
María Birta vill ekkert tjá sig um
ásakanir á hendur Agli Einarssyni.