Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 25. janúar 2012 Miðvikudagur n Stúlkan var 15 ára n Varð frægur fyrir skrif sem þóttu bera vott um kvenfyrirlitningu n Ætlaði að bjarga íslenskum karlmönnum S túlkan sem kærði Egil Einars- son á mánudag sakar hann um að hafa brotið gegn sér kynferðislega þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul, samkvæmt heimildum DV. Þá var Eg- ill á þrítugsaldri. Fimmtán ára börn eru fullorðin í þeim skilningi laganna að það er ekki refsivert að hafa við þau samræði með þeirra samþykki. Sé maður hins vegar dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot skal virða það til refsiþyng- ingar ef þolandinn er barn yngra en átján ára. Áður hefur átján ára stúlka kært hann. Mál hennar er hjá ríkissak- sóknara. Sönnunarfærslan erfiðari Þótt nokkur ár séu liðin frá því að meint brot átti sér stað er það ekki fyrnt. Kyn- ferðisbrot fyrnast ekki fyrr en brota- þoli nær átján ára aldri. Þá fer það eftir eðli brotanna hversu langur fyrn- ingarfresturinn er en það er ríkissak- sóknari sem metur það út frá almenn- um hegningarlögum og sakargiftum. Í þessu tilviki er fyrningar fresturinn að öllum líkindum tíu ár. Eins og gefur að skilja getur sönn- unarfærslan reynst erfiðari þegar langt er um liðið frá meintu broti. Almennt er nánast útilokað að ná í sönnunar- gögn eins og lífsýni, fatnað og þess háttar nokkrum árum eftir að brotið átti sér stað. Óvíst er hvort stúlkan leit- aði til Neyðarmóttöku vegna nauðg- ana á sínum tíma en hafi hún gert það er sú skýrsla til þótt sakargögn séu ekki geymd svo lengi. Þá hefði málið einn- ig endað í höndum barnaverndaryfir- valda þar sem Neyðarmóttakan hefur lagalega skyldu til að tilkynna mál er varða börn undir átján ára aldri. Óbein sönnunargögn geta þó styrkt málið, líkt og mat meðferðar- aðila eða vitni sem hægt er að kalla til. Þótt sönnunarfærsla sé almennt erfið þegar svo langt er um liðið þekkist það að menn séu dæmdir fyrir brot sem þeir frömdu á árum áður. Hefur ekki áhrif á fyrri kæruna Lögreglan fer með rannsókn máls- ins sem er forgangsmál líkt og önnur kynferðisbrotamál. Agli verður kynnt eins fljótt og auðið er að hann hafi verið kærður og síðan er næsta skref að kalla hann til skýrslutöku. Þá fyrst fær hann að vita hver kærði hann og fyrir hvað. Lögmaður Egils, Brynjar Níels- son, sagðist í samtali við DV vera að reyna að átta sig á því í hverju kæran felst. „Það er ekki komin nein skýring á þessu,“ sagði hann og bætti því við að það væri ekki komið í ljós hvernig lögreglan myndi afgreiða málið. Það myndi væntanlega skýrast á næstu dögum. „Við erum bara að reyna að átta okkur á því hvað þetta er.“ Rannsókn þessa máls mun ekki hafa nein áhrif á meðferð fyrri kær- unnar sem er nú komin til ríkissak- sóknara. Hvert mál er rannsakað út af fyrir sig og síðan er það í höndum lög- reglunnar að vísa málinu annaðhvort frá eða senda það til ríkissaksóknara. Þar er málið metið út frá líkum á sak- fellingu miðað við þau gögn sem liggja fyrir í málinu. Sé maður hins vegar með fyrri dóm á bakinu vegna kynferðisbrota er það metið honum til refsiþyngingar verði hann dæmdur aftur. Flestar nauðgunarkærur látnar niður falla Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður staðfesti í samtali við DV að hann væri réttargæslumaður stúlkunnar: „Ég get staðfest að ég er réttargæslumað- ur konu sem fór upp á lögreglustöð á mánudag og kærði mann fyrir kyn- ferðisbrot,“ sagði hann en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Guðjón Ólafur er einnig lögmaður stúlkunnar sem kærði Egil og kærustu hans fyrir nauðgun í lok nóvember. Líkt og fram hefur komið er rannsókn málsins lokið, ákærusvið lögreglunnar hefur farið yfir rannsókn málsins og fyrirliggjandi sönnunargögn og sent málið áfram til ríkissaksóknara. Það þykir í sjálfu sér viss áfangi fyrir stúlkuna þar sem lögreglan vísar mál- inu frá ef hún metur það sem svo að það sé ekki á rökum reist eða ekki þyk- ir grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram. Embætti ríkislögreglustjóra og lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu tóku saman upplýsingar um fer- il þeirra kynferðisbrota sem voru tilkynnt til lögreglu árið 2008. Tilkynnt nauðgunarmál voru 68 en í 63 pró- sentum tilvika var málinu annaðhvort vísað frá eða rannsókn hætt. Fjórðung- ur þessara brota var síðan felldur niður hjá ríkissaksóknara en í tólf prósentum tilvika féll dómur. Líkt og DV greindi frá fékk ríkis- saksóknari málið á miðvikudaginn í síðustu viku. Þar fara að minnsta kosti tveir saksóknarar yfir málið og meta hvort ákæra verði gefin út eða mál- ið fellt niður. Til að ákæra sé gefin út verður saksóknari að meta gögn máls- ins líkleg til sakfellis, enda er það meg- inregla íslensks réttarfars að sakfella ekki sakborning nema lögfull sönnun komi fram. Í raun eru flest nauðgunarmál lát- in niður falla. Ef árið 2008 er aftur tek- ið sem dæmi bárust embættinu 46 nauðgunarkærur. 32 voru látnar niður falla. Ákært var í fjórtán málum og sak- fellt í sjö. Heldur fram sakleysi sínu Sjálfur segir Egill að þessar ásakanir séu „fráleitar og engar líkur á að þær muni leiða til opinberrar ákæru“. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Egill sendi frá sér. Þar gaf hann einnig til kynna að handrukkarar hefðu verið sendir á hann til að kúga út úr honum fé. Sagð- ist hann jafnframt hafa falið lögmanni sínum að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Ekki hefur fengist staðfest að Egill hafi í raun kært stúlkuna en lögreglan myndi ekki sinna slíkri kæru fyrr en nauðgunarmálinu er lokið. Í úttekt lögreglunnar sem vísað er til hér að ofan kemur fram að rangar sakargiftir í nauðgunarmálum sem til- kynnt voru lögreglunni árið 2008 voru sjö prósent. Samkvæmt íslenskum hegningar- lögum skal sá sem reynir að koma því til leiðar að saklaus maður sé sakað- ur um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað sæta fangelsi allt að tíu árum. Hafi brotið í för með sér velferðarmissi er refsingin ekki minni en tvö ár og allt að sextán árum. Hafi viðkomandi skýrt ranglega frá fyrir rétti að stjórnvaldi skal hann sæta fangelsi í allt að fjögur ár. Almannatengill sem DV ræddi við benti á að þar sem Egill hefur byggt upp ímynd af hörðum nagla sem ekki er hægt að beygja væri erfitt fyrir hann að biðjast opinberlega afsökunar ef illa fer. Yfirleitt þegar menn lenda í vandræðum sé best að fara í meðferð og sína iðrun. „En út af því hvernig hann hefur byggt sína opinberu pers- ónu upp getur hann eiginlega ekki verið þessi sem biðst afsökunar. Hann er þessi sem er að segja mönnum að hysja upp um sig og skeina sér. Hann verður að taka naglann á þetta og ráð- ast að þessari vesalings stelpu.“ Það er þekkt að menn sem eru kærðir fyrir kynferðisbrot kæri fyrir rangar sakargiftir. Egill er þar ekkert einsdæmi. Þekktasta tilvikið er senni- lega þegar Ólafur Skúlason þáverandi biskup kærði konur sem sökuðu hann um kynferðisbrot árið 1996. Fleiri kæra Þá er einnig þekkt að þegar kona kær- ir nafntogaðan mann fyrir kynferðis- brot fylgi fleiri kærur í kjölfarið. Það átti til að mynda við um Ólaf Skúlason og Gunnar Þorsteinsson í Krossinum þótt hvorugur hefði verið dæmdur fyr- ir kynferðisbrot. Þegar dómur féll yfir Stefáni Hjalte- sted Ófeigssyni sem var fundinn sekur um að nauðga konu var hann kærður fyrir brot sem hafði átt sér stað áður en brotið sem hann var dæmdur fyrir var framið. Fyrir dómi sagði brotaþol- inn að hún hefði ekki treyst sér til að leggja fram kæru þar sem henni fannst hún ekki hafa neitt í höndunum, auk þess sem hún var full sjálfsásökun- ar þar sem hún hafði farið heim með Stefáni. Málið hefði síðan hvolfst yfir hana þegar hún sá fréttaflutning af því að ákærði hefði hlutið dóm fyrir sams konar brot og hún hefði sjálf orðið fyr- ir. Hún hefði því ákveðið að leggja fram kæru í því skyni að takast á við þetta. „Misheppnað grín“ Þó að Egill hafi verið umdeildur fyr- ir ummæli sín í gegnum tíðina seg- ist hann vera kórdrengur þó að hann hafi reyndar þrisvar verið tekinn við að tala í símann undir stýri. Eins var hann einu sinni kærður til lögreglu vegna ummæla um nafngreindar konur sem hann var ósammála og þótti of fyrirferðarmiklar í fjölmiðl- um en sumir túlkuðu ummælin sem nauðgunarhótun.  Ummælin voru meðal annars þessi: „Þegar feministar verða of áberandi í fjölmiðlum hefur ávallt virkað að kalla til Ásgeir Kolbeinsson til þess að gefa þessum leiðinda rauð- sokkum einn granítharðan í háruga bílskúrinn til þess að þagga niður í þeim,“ þessi: „ …þessar „dömur“ eru flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar,“ og „… munu þess- ir herramenn sem Fréttastofan taldi upp áðan fylla hana eins og hátíðar- kalkún.“   Egill dró færsluna til baka sam- dægurs og sagðist hafa gert það fyrir móður sína. Seinna baðst hann af- sökunar. „Ég ætlaði mér ekki að særa þær,“ sagði hann. „Ég ætla hér með að biðja þær opinberlega fyrirgefningar. Þetta var misheppnað grín – mistök.“ Ummælin voru rifjuð aftur upp þegar Egill var gerður að ritstjóra Símaskráarinnar en um 700 ein- staklingar mótmæltu því. Af því til- efni kom móðir hans fram í fjölmiðl- um og sagði að Egill væri ekki þessi maður í raun og veru, þessi maður sem er sekur um að segja vafasama brandara sem fjalla oftar en ekki um femínista, blökkumenn og aðra minnihlutaópa, heldur væri hann að leika þennan karakter, Gillzenegger. „Hann er í rauninni frekar inn í sig og ber ekki tilfinningar sínar á torg. Við vitum það öll sem þekkjum hann,“ sagði hún.  Ofuráhersla á hefðbundna karlmennsku Enda hefur Egill ekki rætt um tilfinn- ingalíf sitt í fjölmiðlum þótt hann hafi baðað sig í kastljósi þeirra á undan- förnum árum. Reyndar hefur hann ekki rætt mikið um líf sitt, svo sem æskuna, skólagönguna, ástina eða fjölskylduna. Í viðtölum kemur hann oftast fyrir sem hressi gaurinn sem lætur allt flakka og segir óhikað frá því að hann raki yfirleitt á sér punginn á hverjum degi. Samkvæmt greiningu þeirra Ástu Jóhannsdóttur og Kristínar Önnu Hjálmarsdóttur á karlmennskuhug- myndum Gillz og valdatengslum í samfélaginu ógnar kvenlægni metró- karlmennskunnar karlmennskuhug- myndum Egils. „Til mótvægis er því lögð ofuráhersla á þætti sem falla undir hefðbundna karlmennsku, svo sem líkamlegan styrk, tilfinningalega fjarlægð og gagnkynhneigð. Líkam- legi styrkurinn er undirstrikaður með áherslu á vöðvamassa. Gagnkyn- hneigðin er ítrekuð aftur og aftur með ofuráherslu á kynþokka sem virkar á konur, kynferðislega sigra og hom- mafóbíu. Aldrei má sýna veikleika- merki eða tilfinningar. Reyndar virðast tilfinningar hreint ekkert koma sam- skiptum kynjanna við.“ Í umræðunni um Símaskrána opn- aði Egill þó aðeins á tilfinningar sínar þegar eldri maður kallaði hann ofvax- ið kjötstykki. „Við vöðvatröllin lendum oft í því að fólk heldur að við séum til- finningalaus kjötstykki. Undir þessu þykka lagi af kjöti og örþunna fitulagi eru tilfinningar,“ sagði Egill þá. Sóttist ekki eftir frægðinni Sama hvað fólki finnst um Egil er ljóst að hann hefur ekki þurft að sækjast eftir frægðinni. Hann varð fyrst þekkt- ur þegar hann vann sem lagarmaður í IKEA og stofnaði bloggsíðuna kallarn- ir.is í desember 2003 ásamt félögum sínum. Strákarnir í hópnum voru alls Egill kærður aftur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Við erum bara að reyna að átta okkur á því hvað þetta er Önnur stúlka Á mánudag kærði önnur stúlka Egil Einarsson fyrir nauðgun. Hún var 15 ára þegar meint brot átti sér stað. Myndin er SviðSett

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.