Listin að lifa - 01.12.2015, Blaðsíða 4
Aðalfundur LEB 2015:
Ný stjórn LEB til næstu tveggja ára
Ný stjórn Landssambands eldri borgara
tók við á aðalfundi sem haldinn var í
Kópavogi 5.-6. maí í vor. Miklar breyt-
ingar urðu á stjórninni að þessu sinni
þar sem flestir úr fyrri stjórn höfðu
setið í fjögur ár sem er hámarkstími
stjórnarsetu eins og lög LEB mæla
fyrir um. Haukur Ingibergsson FEB
í Reykjavík var kjörinn nýr formaður
LEB, en kjörið var á milli hans og Ell-
erts B. Schram.
Sex af átta stjórnarmönnum, Sigríð-
ur, Astbjörn, Guðrún María, Sigurður,
Anna Sigrún og Baldur Þór eru for-
menn sinna félaga þannig að stjórnin er
vel tengd grasrótinni. Stjórnarmenn eru
úr öllum landshlumm og kynjahlutfall
er jafnt innan stjórnarinnar.
Stjórn LEB 2015.
Frá vinstri: Anna Sigrún Mikaelsdóttir meöstjórnandi, FEB Húsavík, Sigurður Jónsson
varamaður, FEB Suöurnesjum, GuÖrún María Harðardóttir, meðstjórnandi, FEB Borgar-
nesi, Astbjörn Egilsson gjaldkeri, FEB Garðaba, , Haukur Ingibergsson formaður, FEB
Reykjavík, Elísabet I/algeirsdóttir ritari, FEB Hafnarfirði, Baldur Þór Baldvinsson, vara-
maðurFEB Kópavogi, Sigríður J. Guðmundsdóttir varaformaður, FEB Selfossi.
2016
Á Sparidögum 2016 verður vegleg dagskrá likt og fyrri ár. Þetta
árið sér Laddi um Arkarteikhúsið, farið verður í Friðheima
auk þess sem Hellisheiðarvirkjun verður heimsótt.
Aðrir fastir dagskráriiðir verða á sinum stað.
Bókanir fara fram hjá umsjónarmanni félags eldri borgara á
hverjum stað. Einnig er hægt að hafa samband við Hótel Örk þar
sem starfsfólkiö veitir allar nánari upplýsingar í síma 483 4700 eða
á heimasíðu hótelsins á slóðinni www.hotelork.is/sparidagar.
Innifalið alla Sparidaga
- gisting í 5 nætur í tveggja manna herbergi -
- morgunverðarhlaðborð og kvöldverður -
- og fjölbreytt dagskrá -
Verð 49.900 á mann
m.v. tveggja manna herbergi
HOTBL ORK
Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði - info@hotelork.is - sími: 483 4700 - www.hotelork.is
4