Listin að lifa - 01.12.2015, Síða 5
Mikilvæg atriði um ellilífeyri frá
Tryggingastofnun (TR)
Hverjir eiga rétt á ellilífeyri?
• Þeir sem eru 67 ára eða eldri.
• Hafa átt lögheimili á Islandi í
minnst þrjú ár á aldrinum 16-67
ára.
• Eru með tekjur undir ákveðnum
mörkum. (Sérstakar reglur gilda ef
viðkomandi hefur búið erlendis. Sjá
nánar á tr.is)
Þarf að sækja um ellilífeyri
þegar réttur myndast við 67
ára aldur?
Já — það þarf að sækja um ellilífeyri hjá
TR.
Þó þurfa þeir sem fá örorkulífeyris-
greiðslur þegar þeir verða 67 ára ekki
að sækja um ellilífeyri. En þeir þurfa að
láta TR vita ef þeir vilja nýta sér frest til
töku ellilífeyris.
Hvernig sæki ég
um ellilífeyri?
Tryggingastofnun sendir öllum sem
verða 67 ára bréf þar sem bent er
á mögulegan rétt til ellilífeyris. I
bréfinu er greint frá helstu atrið-
um varðandi réttindi til ellilífeyris.
Umsókn er hægt að skila af Mínum
síðum eða fylla út umsóknareyðublað og
skila til TR.
Umsókn þurfa að fylgja eftirfarandi
gögn:
• Tekjuáætlun. Hægt að skila af Mín-
um síðum.
• Staðfesting á áunnum réttindum
eða réttleysi frá lífeyrissjóði.
• Viðeigandi fylgiskjöl ef sótt er um
heimilisuppbót eða uppbætur á
h'feyri, kemur fram í umsókn.
• Lífeyrisþegar sem vilja nýta skatt-
kort sitt hjá TR þurfa jafnframt að
skila því.
Afgreiðslutími ellih'feyris er um fimm
vikur miðað við að öll gögn hafi borist.
Hvað er tekjuáædun?
Tekjuáætlun er áætlun umsækjanda um
eigin tekjur á árinu, s.s. launa-, k'feyris-
sjóðs- og fjármagnstekjur. A grundvelli
hennar eru greiðslur ársins reiknaðar.
Ef tekjur breytast er nauðsynlegt að
breyta tekjuáætluninni til að greiðslur
verði sem réttastar. Greiðslur eru end-
urreiknaðar árlega á grundvelh skatt-
framtals. Inneignir eru greiddar út og
skuldir innheimtar.
Get ég frestað því
að fara á ellilífeyri?
Mögulegt er að fresta töku ellilíf-
eyris. Ellih'feyrir, tekjutrygging og
heimihsuppbót hækka þá um 0,5%
fyrir hvern mánuð fram til 72 ára
aldurs, eða að hámarki um 30%.
Þegar sótt er um ellilífeyri fellur réttur
til frestunar niður.
Hvaða tekjur hafa
áhrif á ellilífeyri?
Lífeyrissjóðstekjur hafa ekki áhrif á
grunnk'feyri, kr. 36.337 á mánuði. Þær
hafa hins vegar áhrif á tekjutryggingu
og heimilisuppbót ef þær fara yfir kr.
328.800 á ári.
Atvinnutekjur hafa áhrif á útreikning
lífeyris ef þær eru hærri en kr. 1.315.200
á ári. Það má því vinna fyrir kr. 109.600
á mánuði án þess að það hafi áhrif á
greiðslur. Þar með eru allar tekjur
tengdar atvinnustarfsemi s.s. reiknað
endurgjald vegna eigin aU'innurekstrar.
Fjármagnstekjur hafa áhrif á út-
reikning h'feyris ef þær eru hærri en kr.
98.640 á ári. Þar undir falla t.d. vextir og
verðbætur, söluhagnaður og leigutekjur.
Fjármagnstekjur hjóna og sambúðar-
fólks eru skráðar sameiginlega.
Ef allar tekjur, að meðtöldum skatt-
skyldum tekjum frá TR, eru undir fram-
færsluviðmiði er það sem upp á vantar
greitt sem sérstök uppbót til framfærslu.
Allar tekjur hafa áhrif á útreikning sér-
stakrar uppbótar til framfærslu.
Auðvelt er að setja forsendur inn
í reiknivél h'feyris á tr.is eða bráða-
birgðaútreikning á Minar síður til að
skoða áhrif tekna á greiðslur.
Kynningarfundir
um töku ellilífeyris
TR býður upp á kynningarfundi fyrir
þá sem eru að hefja töku ellik'feyris og
vilja kynna sér réttindi sín, útreikning
h'feyrisgreiðslna og gerð tekjuáætlana.
Einnig verður farið yfir hvaða þjón-
usta er í boði á Mínum síðum m.a. hvern-
ig hægt er að sækja um réttindi og gera
/breyta tekjuáætlun. Gott er að hafa
með sér fartölvu, spjaldtölvu eða snjall-
síma og íslykil eða rafræn skilríki fyrir
innskráningu á Mínar síður.
Fundirnir verða haldnir í sal BSRB,
Grettisgötu 89, Reykjavík. Skráning
á fundina eru á tr.is eða á nam@tr.is.
Upplýsingar um dagsetningar fundanna
er á tr.is.
Hvað eru
Mínar síður hjá TR?
A tr.is getur hver og einn farið inn á
eigið vefsvæði á Mínum síðum. Þar er
m.a. hægt að gera og breyta tekjuáætlun,
nálgast rafræn skjöl, fá bráðabirgðaú-
treikning og skoða greiðsluskjöl. Nota
þarf Islykil eða rafræn skilríki til að
komast á Mínar síður. Hægt er að panta
Islykil hjá Þjóðskrá og fá hann annað
hvort sendan í netbanka eða í bréfpósti
á lögheimili.
Hvar fæ ég
frekari upplýsingar?
A tr.is eru greinargóðar upplýsingar um
almannatryggingakerfið. Þér er einnig
velkomið að hafa samband eftir þeirri
þjónustuleið sem hentar þér. Þjónustu-
miðstöð á Laugavegi 114 er opin frá kl.
10-15.30 aha daga nema föstudaga 10-
12. Símaráðgjöf er opin frá kl. 9-15.30
aUa dag. Hægt er að senda fyrirspurnir
á tr@tr.is eða í gegnum Mínar síðar.
Umboð TR eru um aUt land.
5