Listin að lifa - 01.12.2015, Qupperneq 8

Listin að lifa - 01.12.2015, Qupperneq 8
Meistaraverkefni við Háskóla íslands: Aksturslok aldraðra - Líf að loknum akstri „Það vantar umræðu í samfélaginu um aksturslok eldri borgara og aksturslokamenning er varla til hér á landi, sem og víða erlendis. Það þykir sjálfsagt að fólk hætti að vinna. Allir geta rætt um starfslok og fólk sækir jafnvel námskeið til að búa sig undir eftirlaunaárin. Hins vegar ríkir nánast þöggun í kringum aksturslok og þau virðast oft koma flatt upp á fólk. Þessu þarf að breyta," segir höfundur meistaraverkefnis um aksturlok. Hún vill að við viðurkennum að aksturslok eru eðlilegur hlutur í lífi fólks og að við umfram allt búum okkur undir þau. Alfhildur Hallgrímsdóttir hefur nýlokið Aljhildnr Hallgrímsdóttir, höfundur meistarverkefnis við HI, um aksturlok eldri borgara. við meistaraverkefni í öldrunarfræðum við Háskóla Islands undir leiðsögn Dr. Sigurveigar H. Sigurðardóttur dósents við Félagsráðgjafardeild. Verkefnið fjallaði um aksturslok aldraðra. Alfhildur fram- kvæmdi rannsókn sem beindist að ein- staklingum 80 ára og eldri, sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu og höfðu látið af akstri fyrir einu til þremur árum. En hvers vegna að rannsaka aksturslok aldraðra? „Ahugi minn á þessu málefni vakn- aði þegar ég starfaði í þjónustukjarna fyrir aldraða á árunum 2003 til 2008. Þá varð ég vör við að aldrað fólk stóð oft frammi fyrir erfiðleikum við að komast leiðar sinnar án einkabíls. I nokkrum til- vikum var um mikla tregðu að ræða hjá fólki þegar kom að því að leggja bílnum og stundum kom til íhlutunar aðstand- enda. Ég skynjaði að samfara aksturs- lokum urðu mikil umskipti eða ríma- mót í lífi fólks. Mikilvægur þáttur var að hverfa úr h'fi þess,“ segir Alfhildur. Fram kemur hjá henni að áherslur í málefnum aldraðra bæði á hinu fræði- lega og pólitíska sviði snúa að heil- brigðri og farsælli öldrun. Kröfur eru um að fólk geti lifað eðlilegu lífi og verið virkir þátttakendur í samfélaginu eins lengi og kostur er. Það er viður- kennt að akstur einkabílsins gegni þýð- ingarmiklu hlutverki í lífi aldraðra, sem auðveldi þeim að halda reisn og sjálf- stæði. Einkaakstur gerir þeim einnig kleift að sinna mikilvægum hlutverkum utan heimilisins og viðhalda tengslaneti sínu. Sú kynslóð til dæmis, sem nú er smám saman er að komast á eftirlauna- aldurinn, ólst upp með einkabílnum og hefur reynst mjög fastheldin á þann ferðamáta. Það er nú stundum svo að aldraðir ökumenn sjá jafnvel ekki fyrir sér neina aðra ferðamöguleika. Það er h'ka heilmikil áskorun að breyta ferða- hegðun sinni. „Ég tók viðtöl við átta einstaklinga, en markmið mitt sem rannsakanda var að kanna viðhorf viðmælenda til aksturs- loka, hvernig aksturslok þeirra bar að garði, upphfún og reynslu af aksturslok- unum og að síðustu hvað hafi tekið við eftir að akstri einkabílsins lauk. Niður- stöður úr minni rannsókn voru mjög í ætt við niðurstöður erlendra rannsókna. Aldraðir ökumenn eiga það sammerkt að vilja hafa stjórn á aðstæðum sínum og að geta ráðið sínum aksturslokum sjálfir. Við það að láta af akstri upplifa aldraðir töluverða skerðingu á frjálsræði sínu og hreyfanleika, að verða háðari öðrum og hafa þannig ekki eins mikla stjórn á aðstæðum sínum og áður. Það tekur ákveðinn tíma að öðlast sátt og ná tökum á nýjum veruleika eftir aksturs- lok. Að hætta að keyra er í raun að hefja h'fið án bíls,“ segir Álfhildur. „Markviss undirbúningur og fyrirhyggja geta dregið úr neikvæðum afleiðingum akstursloka.“ Alfhildur telur mjög mikilvægt að aldraðir ökumenn kynni sér og venjist öðrum ferðaúrræðum áður en kemur að aksturslokum. En yfirleitt láta aldr- aðir ökumenn endanlega af akstri af heilsufarslegum ástæðum, ekki síst vegna lélegrar sjónar. Of oft er ákvörð- uninni frestað, að sögn Álfhildar, þar til nauðsynin ein knýr að dyrum og valkostir milh þess að keyra sjálfur eða að reiða sig á aðra ferðamöguleika eru orðnir fullþröngir. Það er nokkuð ljóst að aldrað fólk, sem hættir að keyra af heilsufarslegum ástæðum, getur af sömu ástæðum ekki nýtt sér eða átt í erfiðleikum bæði með að nýta sér al- menningssamgöngur og að fara leiðar sinnar fótgangandi. Mesti hreyfanleikin er fólginn í því að geta nýtt sér sem fjölbreyttust ferðaúrræði, svo sem að ganga þægilegar veglengdir, taka strætó, nota ferðaþjónustu aldraðra við ákveð- in tækifæri, taka stundum leigubíla og að vera í samfloti eða að fá far með ætt- ingjum og vinum. „Það er mikið atriði að fólk nái að að- lagast og sætta sig við breyttar aðstæður eftir að akstri einkabílsins lýkur“, segir Álthildur. „Stuðningur og aðstoð fjöl- skyldu og vina getur haft mikið að segja og dregið úr neikvæðum áhrifum akst- ursloka. Þá er vissulega tahð mikilvægt að samfélög komi til móts við aldraða og bjóði þeim upp á örugg og fjölbreytt ferðaúrræði.“ 8

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.