Listin að lifa - 01.12.2015, Qupperneq 12
Viðtal við formann Öidungaráðs Reykjavíkurborgar:
Öldungaráðið stimplað inn í borginni
Öldungaráð var skipað í Reykjavík eftir
áramótin á þessu ári og fyrsti fundurinn
var haldinn 11. mars s.l. Guðrún Agústs-
dóttir er formaður ráðsins og Listin að
lifa tók hana tali um störf ráðsins og
við spurðum hana fyrst hvernig til hefði
tekist?
„Eg tel það mjög mikilvægt að sveit-
arfélögin hafi sérstök Öldungaráð. Það
skiptir máli að geta ráðgast við fólkið
sem er í þessum aldurshópi sjálft og
fengið frá því góð ráð. Nú er það svo
að þessi aldurshópur spannar stórt og
mikið bil, þ.e. frá 65 til 100 eða jafn-
vel lengur. Þeir sem eru yngstir aldraðir
eiga ekkert endilega mikið sameiginlegt
með elsta hópnum, sem ekki ósjaldan
eru foreldrar þeirra yngri öldruðu.
Þegar ég fæddist seint á fimmta áramg
síðustu aldar, þá gám karlar búist við
því að ná sextugsaldri. Nú hefur bæst
við hálfur annar áramgur. Sá er eldurinn
heitasmr sem á sjálfúm brennur.“
Hefurþetta skMað eldri borgurum einhverju
nú þegar?
„Það er ef til vill of snemmt að tala um
hverju starfsemi Öldungaráðsins hefur
skilað, þó hefúr okkur tekist að vekja at-
hygli á málefnum aldraðra innan borgar-
kerfisins sem utan og mjög vel heppnaður
formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar
opinn sameiginlegur borgarstjórnarfúnd-
ur með Öldungaráðinu, stimplaði okkur
nokkuð rækilega inn í borgarkerfið. Við
finnum að við getum verið mikilvægur
tengiliður milli borgar og ýmissa hópa og
samtaka aldraðra og það er ailtaf til gagns.
Tilurð ráðsins hefúr vakið athygli víða og
orð eru til alls fyrst. Markmið okkar er
að gera gagn fyrir þann hóp sem hér um
ræðir í samfélaginu sem verður stöðugt
stærri,“ segir Guðrún.
Er ávinningur af þessu fyrir sveitarfélögin,
eins og Eeykjavíkurborg íþessu tilviki?
„Tvímælalaust. Samvinna og sam-
starf er alltaf til góðs og við eigum að
geta komið til skila því sem mikilvægast
er og þarfast hverju sinni. Jafnframt
tökum við þátt í stefnumótun í mál-
efnum aldraðra og höfum þar vonandi
margt fram að færa.“
Hvernig meettigera starf ráðsins enn betra?
„Starf ráðsins verður betra og betra
eftir því sem við kynnust kjörum
aldraðra betur í borginni og lærum að
þekkja þá fjölmörgu staði sem þeim nú
sinna allt frá félagsstarfi til hjúkrunar
aldraðra. Við förum reglulega í vett-
vangsferðir og kynnumst þá bæði fólki
sem vinnur við þjónustuna og þeirra
sem hennar njóta. Það er mikilvægt.“
Eitthvað að lokum sem þú vilt taka fram
og á erindi í tímarit LEB?
„Við í Öldungaráðinu viljum endilega
hvetja fólk sem vill koma á framfæri
við okkur hugmyndum og almennum
ábendingum að hafa samband við
okkur. Okkur þykir mjög vænt um þær
ábendingar sem komið hafa til okkar
hingað til. Endilega hafið samband á
netfangið: oldungarad@reykjavik.is
Öldruö kona kom til læknis síns og hann hafði á orði að það væri langt síðan hún hefði komið.
Henni brá við en sagði: Þú verður að afsaka mig góði læknir, en það er bara svo langt síðan ég hef
verið veik.
Er blaðið að skila sér?
Ef þú veist til þess að Listin að lifa hafi ekki skilað sér til félagsmanna í þínu nágrenni,
þá endilega hafðu samband beint við póstdreifingu. Tengiliður þar er:
Þórunn Ása Þórisdóttir
Beinn sími er 585 8312
Gsm er 669 8312
Netfang: thorunn@postdreifina.is
12