Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Blaðsíða 19
Lífsstíll 19Miðvikudagur 27. febrúar 2013
Háþróaður svefnbúnaður
duxiana.com
DUXIANA
Ármúla 10
S-5689950
Kynnum nýjar gerðir
af dýnum frá DUX.
50% afsláttur *
af höfuðgöflum og rykföldum við kaup á nýju gerðunum.
Uppskriftir
að ferskum
skyndibita
Jón Arnar Guðbrandsson gefur lesendum DV
uppskrift að grilluðu brauði með tómötum
og mozzarella-osti og bragðgóðu heilsu-
bústi með eplum, engifer og mintu.
Grillbrauð með tómötum
og mozzarella
n Tvær sneiðar Lemon-brauð eða eitthvert
heilkorna brauð
n 1 tómatur
n 1 mozzarella-stykki
n Pestó
n Basil
n Sjávarsalt og pipar
Brauðið er grillað, síðan er pestói smurt á
báðar sneiðar, því næst eru tómatsneiðum
og mozzarella-sneiðum raðað á brauðið og
kryddað til með salti og pipar, brauðið skorið
horn í horn og dassað með ólífuolíu, sjávarsalti
og grófum pipar stráð yfir.
Pestó-uppskrift
n Furuhnetur 25 gr
n Hvítlaukur 2 rif
n Kasjúhnetur 25 gr
n Basil einn bakki
n Ólífuolía 2 dl
n Salt og pipar
Allt sett í blandara þar til það er orðið vel mjúkt
Heilsusafi með eplum,
engifer og mintu
n 2 stk. Pink Lady-epli
n 2 cm bútur af engifer
n 5 lauf af mintu
n 4 stk. klakar
Eplin og engifer er sett í
safapressu, síðan sett í
blandara með mintu og
klaka og blandað vel saman.
Dóttir Bubba í brúnni
Féllust í faðma Bubbi og Hallgrímur Helgason heilsuðust með virktum og ræddust við. Hollustan í fyrirrúmi Egill Einarsson rennir bráðina hýru auga.