Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Blaðsíða 21
Úrvalslið neðri hlutans í enska Sport 21 Þ ó svo að lið þessara leikmanna hafi mörg hver valdið von- brigðum eiga leikmennirnir hér að neðan allir það sam- eiginlegt að hafa staðið sig vel í vetur. Vefritið Bleacher Report tók á dögunum saman úrvalslið leikmanna sem spila með liðum sem öll eru í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinn- ar í knattspyrnu. Þarna kennir ýmissa grasa en stillt er upp í hið hefðbundna leikkerfi 4-4-2 og sitja átta leikmenn á varamannabekknum að þessu sinni. Hafa ber í huga að liðið er aðeins tekið saman til gamans. Þá eru eflaust fleiri leikmenn en þeir sem hér eru taldir upp sem gera tilkall til sætis í liðinu. Það er svo spurning hvort þessir leik- menn gætu myndað lið sem myndi berjast í efri hluta deildarinnar. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is n Bestu leikmenn liða í sætum 11–20 í ensku úrvalsdeildinni n Stillt upp í 4-4-2 Miðvikudagur 27. febrúar 2013 Vinstri bakvörður Nicky Shorey, Reading Staða liðs: 19. sæti Þrátt fyrir að Shorey hafi aðeins spilað um helming leikja Reading í vetur hefur þessi reyndi bakvörður staðið fyrir sínu þegar hann hefur spilað. Hann hefur lagt upp fjögur mörk í þeim fjórtán leikjum sem hann hefur spilað frá upphafi til enda og er gríðarlega ógnandi þegar hann keyrir upp vinstri vænginn. Fleiri leikmenn eins og Luke Shaw hjá South­ ampton, John Arne Riise hjá Fulham og Nathan Baker hjá Aston Villa komu einnig til greina í liðið en Shorey hafði betur. Miðvörður Michael Williamson, Newcastle Staða liðs: 14. sæti Mike Willamson hefur reynst Newcastle dýrmætur í vetur enda hefur liðið verið þjakað af meiðslum stóran hluta tímabils­ ins. Williamson hefur verið traustur í vörn liðsins í vetur og ein helsta ástæða þess að Newcastle er ekki neðar í deildinni. Þrátt fyrir það hefur Steven Taylor fengið fleiri tækifæri í Newcastle­liðinu í síðustu leikjum á kostnað Williamson. Alan Pardew, stjóri Newcastle, veit þó allavega hvert hann getur leitað ef vandræði í vörninni gera vart við sig. Miðvörður Carlos Cuellar, Sunderland Staða liðs: 15. sæti Spánverjinn Cuellar hefur verið stöðugur í vörn Sunderland í vetur rétt eins og Mignolet í markinu. Varnarleikur Sunder­ land hefur verið ágætur í vetur og líklega ein helsta ástæða þess að Sunderland er ekki neðar í deildinni. Cuellar kom til Sunderland frá Aston Villa síðasta sumar – liði sem eflaust hefði getað nýtt krafta hans lengur. Hægri bakvörður Craig Gardner, Sunderland Staða liðs: 15. sæti Craig Gardner er þriðji fulltrúi Sunderland í liðinu og er vel að því kominn að vera í liðinu. Gardner getur leyst fjölmargar stöður á vellinum, meðal annars miðju, en flestir leikja hans hafa verið í hægri bakverði. Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö í vetur og reynist oft hættu­ legur á hægri vængnum þegar hann hættir sér fram á við. Vinstri vængmaður Damien Duff, Fulham Staða liðs: 11. sæti Damien Duff hefur sýnt það í vetur að hann er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára. Það sem af er tímabili hefur hann lagt upp sjö mörk og skorað þrjú og verið einn hættulegasti leikmaður Ful­ ham ásamt Dimitar Berbatov. Duff virðist eiga nóg eftir á tankinum og mun eflaust halda áfram að láta til sín taka það sem eftir lifir tímabilsins. Miðjumaður Mark Noble, West Ham Staða liðs: 13. sæti Mark Noble hefur verið algjör lykilmaður hjá West Ham í vetur og ein ástæða þess að liðið er í fínum málum um miðja deild. Hann hefur skorað fjögur mörk í deildinni og lagt upp þrjú og er vel að því kominn að eiga sæti í liðinu. Þessi 25 ára leikmaður hefur leikið fyrir öll yngri landslið Englands og aldrei að vita nema hann fái tækifæri undir stjórn Roy Hodgson. Miðjumaður Adel Taarabt, QPR Staða liðs: 20. sæti Adel Taarabt er leikmaður sem getur verið frábær en líka alveg skuggalega slakur. QPR­liðið hefur verið í tómu basli í vetur en Taarabt hefur þó óumdeilanlega verið skásti leikmaður liðsins. Hann kemur yfirleitt að þeim mörkum sem liðið skorar en hann hefur skorað fjögur mörk og gefið fimm stoðsendingar í vetur. Þrátt fyrir alla hans galla eru fáir sóknarsinnaðir miðju­ menn í neðri hlutanum betri en hann. Hægri kantmaður Robert Snodgrass, Norwich Staða liðs: 12. sæti Robert Snodgrass hefur verið einn stöðug­ asti leikmaður Norwich á leiktíðinni. Þessi 25 ára leikmaður, sem kom frá Leeds, hefur lagt upp fimm mörk og skorað fjögur í vetur og verið mjög ógnandi með frábærum spyrnum sínum. Það er viðbúið að Norwich væri neðar í deildinni ef ekki væri fyrir Snod­ grass enda hafa sóknarmenn liðsins ekki beinlínis verið á skotskónum í vetur. Framherji Rickie Lambert, Southampton Staða liðs: 16. sæti Þessi 31 árs framherji hefur verið sjóðandi heitur með Southampton í vetur og skorað hvorki fleiri né færri en tólf mörk. Þá hefur hann einnig lagt upp sjö mörk og þannig komið beint að nítján mörkum Southampton í vetur. Ef þessa stóra og sterka framherja nyti ekki við hjá Southampon er óhætt að fullyrða að liðið væri í mun verri stöðu en það er í. Framherji Christian Benteke, Aston Villa Staða liðs: 18. sæti Belginn sterki hefur verið einn af fáum ljósum punktum hjá Villa í vetur. Benteke hefur skorað 11 mörk af þeim 26 mörkum sem Villa hefur skorað en auk þess hefur hann lagt upp fjögur mörk. Stóru liðin fylgjast náið með gangi mála og ef Villa fellur um deild er viðbúið að Benteke færi sig um set. Benteke og Rickie Lambert eru framherjapar sem flest lið yrðu stolt af að hafa. Markmaður Simon Mignolet, Sunderland Staða liðs: 15. sæti Þessi 24 ára Belgi hefur tekið mikl­ um framförum og sýnt stöðugleika hjá liði sínu í vetur. Það er ekki að ástæðulausu að sumir vilji meina að hann hafi verið besti markvörður deildarinnar í vetur. Sunderland­ liðið skorar lítið af mörkum en fær einnig tiltölulega fá á sig og er það að stóru leyti Mignolet að þakka. Það má búast við því að stóru liðin muni berjast um Mignolet í sumar. Varamenn Julio Ceser (QPR) Hefur átt fína leiki hjá QPR í vetur og oft komið liði sínu til bjargar með mögnaðri vörslu. John Arne Riise (Fulham) Hefur átt fína leiki með Fulham og verið stöðugur í deildinni. Winston Reid (West Ham) Ungur og efnilegur miðvörður sem hefur staðið sig vel í vetur. Á framtíðina fyrir sér. Brede Hangeland (Fulham) Norðmaðurinn stóri og stæðilegi stendur ávallt fyrir sínu án þess að gera það með sérstökum bravúr. Morgan Schneiderlin (Sout- hampton)Öflugur Frakki sem hefur verið mikilvægur inni á miðju Southampton. Mohamed Diame (West Ham) Diame er stór og sterkur og hefur staðið sig vel í vetur. Rétt missir af sæti í byrjunarliðinu. Adam Le Fondre (Reading) Le Fondre hefur skorað mikilvæg mörk fyrir Reading í vetur en er á bekknum rétt eins og hjá liði sínu. Dimitar Berbatov (Fulham) Klassaleikmaður sem hefur skorað átta mörk og gefið þrjár stoðsendingar. Því miður er það minna en hjá Benteke og Lambert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.