Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 1.-3. mars 2013 Helgarblað R oller Derby, eða hjólaskauta rallí eins og það gæti útlagst á íslensku, er snertiíþrótt fyrir konur. Pönkað viðhorf, töff búningar og skemmtileg nöfn einkenna íþróttina. Shirley N Sane, Buffy the Bitch Slayer og Poca Hot Ass eru bara örfá dæmi úr þús- und nafna flórunni sem sprottið hef- ur upp í kringum þessa íþrótt. Upphaf íþróttarinnar má rekja til 1920, hún lognaðist hins vegar út af um miðja síðustu öld en var svo blessunarlega endurvakin árið 2001 í Texas í því formi sem þekk- ist nú. Rallíið hefur breiðst út líkt og eldur í sinu allt frá Norður-Ame- ríku til Ástralíu, Þýskalands, Írlands, Hollands, Nýja-Sjálands, Svíþjóðar, Bretlands og nú loksins til Íslands. Í kjölfarið hefur svo myndast fjöl- þjóðlegt systrabandalag af hjóla- skautandi valkyrjum sem þú getur hitt og skautað með nánast hvar sem er í heiminum! DV spjallaði við þær Jónu Svanlaugu Þorsteinsdóttur, Ásrúnu Ester Magnúsdóttur og Anítu Rübberdt, en þær eru Roller Der- by-leikmenn sem hafa stundað íþróttina af kappi á síðustu misser- um. „Roller Derby á Íslandi æfir sem stendur í íþróttasal Tækniskólans í Reykjavík, Vörðuskólahúsi. Það kemur þó fyrir að við kíkjum í Go- Kart-höllina í Súðarvogi þar sem við æfðum allt síðasta ár. Stundum gerum við okkur ferð til Keflavíkur og fáum að leigja lítinn hjólaskauta- sal sem kallast Polar Roller Rink, sem staðsettur er á Keilissvæðinu, en okkur sárvantar framtíðarhúsnæði,“ segir Jóna. Út á hvað gengur Roller Derby? „Roller Derby er snertiíþrótt sem stunduð er á hjólaskautum, ekki línuskautum heldur þessum gam- aldags skautum. Eins og í flestum öðrum íþróttum gengur þetta út á tvö lið sem keppa og liðið með mesta stigafjölda í lok leiks vinnur. Leik- menn geta sérhæft sig í einni stöðu innan liðsins eða tileinkað sér eigin- leika hverrar stöðu og tekið að sér það hlutverk sem hentar liðinu best hverju sinni. En hver leikmaður getur spilað margar stöður í einum leik,“ segir Jóna. Af hverju Roller Derby? Jóna: „Ég hef aldrei verið í íþróttum áður, en var í dansi í mörg ár. Eft- ir að ég hætti í dansi reyndi ég lengi að finna hreyfingu við hæfi en náði ekki að finna mig sérstak- lega í neinni íþrótt eða í ræktinni. Ég átti hjólaskauta þegar ég var krakki, en hafði ekkert skautað í mörg ár þegar ég kynntist Derby. Roller Der- by er hröð og kraftmikil íþrótt sem gengur í grunninn út á fínhreyfingar, leikkænsku, tímasetningar, liðsheild og samskipti. Ég heillaðist af þessari blöndu sem og félagsskapnum sjálf- um. Roller Derby gengur á sjálfboða- liðagrunni en það fær enginn borgað fyrir að spila Derby, heldur eru allir í þessu vegna ástríðu fyrir íþróttinni. Konur hafa í gegnum tíðina oftar ekki verið hvattar til að taka þátt í hröð- um snerti íþróttum, en í Roller Derby eru yfir 85 prósent leikmanna (og skipuleggjanda) kvenmenn. Derby- heimurinn er líka einstaklega opinn og móttækilegur hvað varðar þjóð- félags- og aldurshópa og mismunar ekki neinum. Roller Derby hefur vax- ið fiskur um hrygg um allan heim síð- astliðin ár og það hefur verið ótrúlegt að sjá hvað við höfum fengið mikinn stuðning alls staðar að úr heiminum.“ Ásrún: „Ég hafði aldrei heyrt um þessa íþrótt fyrr en ég sá kvik- myndina Whip It og hafði þá ekki einu sinni hugmynd um að þetta væri í alvöru stundað úti í Banda- ríkjunum sem það svo sannarlega er og meira að segja um alla Evrópu. Það var í ágúst 2011 sem ég gekk inn heima hjá systur minni og í stað þess að segja „hæ“ sagði hún „hei, kemur þú með mér í Roller Derby?“ Þá hafði hún séð grúppu á Facebook sem stofnuð var af íslenskri konu búsettri í Bandaríkjunum og vildi koma á fót Roller Derby-liði á Íslandi því hún vildi geta haldið áfram að æfa þetta sport þegar hún flytti aftur heim. Ég sló til og síðan hefur ekki verið aftur snúið.“ Aníta: Ég hef alltaf verið íþróttakona. Ég byrjaði í skautahlaupi átta ára að aldri og hef síðan verið í kungfú, fim- leikum, handbolta, fótbolta og kick- boxing, oft í mörgum íþróttum í einu. En mest allan tíma lífs míns hef ég verið sundkona. Að skauta er svo- lítið eins og að hjóla. Þegar maður er búinn að læra það einu sinni gleym- ir maður því aldrei. Þannig að það tók ekki langan tíma að ná gömlum töktum þegar ég loksins fór aftur á skautana. Hins vegar á Roller Derby eitthvað sem skautahlaup á ekki og það er spennan og möguleiki til að fríka aðeins út. Það er eins og það sé búið að taka það besta úr öll- um mínum íþróttum og setja það saman, samvinna úr handbolta og fótbolta, hraði úr skautahlaupi, fókus og lipurð úr kick-boxing, kungfú og fimleikum og fegurð og vandvirkni úr sundinu.“ Eru einhverjir strákar að æfa með ykkur? Jóna: „Eins og stendur eru tveir strákar skráðir í félagið og, rétt eins og með dömurnar, bjóðum við alla karlmenn eldri en 18 ára velkomna í félagið. Sem stendur stefnum við á að stofna fyrst kvennalið og mögu- lega blönduð lið/karlalið seinna, en hvetjum stráka líka til að stofna eigin lið og kynna sér íþróttina. Karlalið hafa verið að poppa upp eins og gorkúlur í Bandaríkjunum og Evrópu síðastliðin tvö ár, einnig eru margir karlmenn dómarar eða „NSO‘s“ fyrir íþróttina. Við bjóðum einnig transkonur og transmenn velkomin í félagið. Við í RDÍ tökum ávallt vel á móti gestum hvort sem þeir vilja vera áhorfendur eða þátt- takendur á æfingu. Við eigum eitt- hvað af búnaði til að lána og leyf- um vanalega lán í nokkur skipti en viðkomandi þarf að búa sig und- ir ákveðinn kostnað í upphafi ef hann vill ganga í félagið sem og að greiða mánaðarleg félagsgjöld, sem við reynum þó að halda í lág- marki.“ Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is Pönkaðar á hjólaskautum n Valkyrjur sem kalla ekki allt ömmu sína n Bannað að sparka og kýla andstæðinginn Töffarar Hér eru þær Dir Ty Job og Carolin. „Eins og í flestum öðrum íþrótt- um gengur þetta út á tvö lið sem keppa Reynir Traustason Baráttan við holdið U m þetta leyti átti ég að vera orðinn sex kílóum léttari samkvæmt töfraformúlu bók- ar sem gerir út á að fólk geti lést um sex kíló á sex vikum. Eins og ég sagði frá í pistli í byrjun janúar er ég veikur fyrir töfralausnum og snáka- olíu. Ég ákvað að fylgja reglunum í umræddri bók. Niðurstaðan liggur fyrir. Ég er tveimur kílóum léttari en ekki sex kílóum. Ég var svikinn um fjögur kíló sem fylgja mér sem fyrr. N ú skal ég ekk- ert segja um ástæður þess að töfraformúlan brást. Kannski var ég ekki nógu bókstafstrúar til að fylgja leiðbeiningum út í hörgul. Kannski svindlaði ég á leiðinni. Á móti kemur að ég hreyfði mig heil lósköp sem var ekki hluti af formúl- unni. Niðurstaðan er sú að þessi umræddi kúr reyndist vera blekking og tálsýn. En ég lærði nokkrar góðar mataruppskriftir sem hugsanlega munu fylgja mér. É g mun örugglega falla fyrir fleiri gylliboðum og töfralausn- um í framtíðinni. Ég er þannig einstaklingur að ég hrífst gjarn- an af stórbrotnum lausnum. En samt veit ég að lausnin á vandanum er í rauninni mjög einföld. Þú verð- ur að skila meiru frá þér en þú inn- byrðir, eins og frægur hamborgara- sali orðaði það við mig – reyndar með grófara orðbragði. Þ eir sem eru uppteknir af því að sigrast á eigin veikleikum þar sem litið er til neyslu verða að nota einfaldar lausnir sem byggjast á einungis tveimur grunn- þáttum. Mataræði og hreyfing eru þau orð sem hinn feiti þarf að meitla í huga sér. Þar þarf einungis að finna rétta taktinn. Ef fólk er dug- legt við að hreyfa sig getur það að sama skapi borðað meira. Og ef fólk dregur mikið úr neyslunni er jafn- framt hægt að hreyfa sig minna. F yrsta skrefið í áttina að betra lífi gæti verið að henda út öll- um sykri úr matnum. Sykrað- ir gosdrykkir og sælgæti færu þá undantekningarlítið á bannlista. Þar má hvergi hvika. Næsta skref gæti verið að skipta út hveiti fyrir spelt. Þá er afskaplega gott að venja sig á mikið grænmetisát á kostn- að feitmetis. Hvað varðar hreyfingu þá á fólk að byrja smátt og fikra sig áfram. Árangurinn kemur fyrr en varir. Aðalatriðið í öllu þessu er að halda sig við það sem ákveðið er. Ef sykurbannið er í gildi er bannað að svindla. Sama gildir um hreyf- inguna. Letin má aldrei verða til þess að þú hættir við hreyfingu. Þ eir sem geta ekki hugsað sér að hætta skyrneyslu alveg geta gert það sama og ég gerði í upphafi. Ég er rjómaísfík- ill og átti það til að bregða mér í ís- búð í tíma og ótíma. Loksins náði ég tökum á þeirri áráttu með því að ákveða einn ísdag í viku. Ég samdi við sjálfan mig um að fá mér einungis ís á þriðjudögum klukkan 14. Reyndin varð sú að ég mundi sjaldnast eftir því að fá mér ís á um- sömdum degi og tíma. Í dag er ég laus undan fíkninni. Aðalatriðið er að töfralausnir duga ekki. Almenn skynsemi í mat og hreyfingu er það sem gildir. Og það geta allir náð tökum á holdafari sínu og styrk ef þeir innprenta sér þau meginatriði sem snúa að þess- um þáttum. Mislukkaður megrunarkúr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.