Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 54
54 Fólk 1.-3. mars 2013 Helgarblað Vera og Damon giftu sig óvænt n Voru trúlofuð í aðeins fjóra daga F réttir bárust að því á fimmtu- dag að kvikmyndagerðar- og sjónvarpskonan Vera Sölva- dóttir hefði gifst leikaranum Damon Younger sem heitir réttu nafni Ásgeir Þórðarson á mið- vikudag. Það var vefsíðan Vísir sem greindi frá því að þau Vera og Damon hefðu látið pússa sig saman í fámennu miðnæturbrúð- kaupi eftir aðeins fjögurra daga trúlofun en hann mun hafa beðið hennar á sunnudag. Heimildir DV herma að brúðkaupið hafi farið fram í skútu rétt fyrir utan Reykjavíkurhöfn og einungis nán- asta fjölskylda þeirra hafi ver- ið viðstödd. Séð og heyrt sagði hins vegar frá því sama dag að þau Vera og Damon væru einung- is bestu vinir en lengi hafa verið vangaveltur um það hvort eitthvað meira byggi að baki vináttu þeirra sem varað hefur lengi. Samkvæmt Vísi þá gaf Hilmar Örn Hilmars- son, tónlistarmaður og allsherj- argoði, þau saman og Megas tók lagið í athöfninni. Hvorki náðist í Veru né Damon á fimmtudag. viktoria@dv.is Hæfileikar og fegurð Maríu Birtu lofuð Íslensku leik- og athafnakon- unni Maríu Birtu Bjarnadóttur er hampað á bloggsíðunni Actress and Life Obsession. Á síðunni er Maríu Birtu líkt við Hollywood- stjörnuna Elishu Cuthbert sem „þrátt fyrir sinn hörkukropp og eðlislægan kynþokka er með báð- ar fætur á jörðinni“. Síðunni, sem er nokkuð vinsæl, er haldið úti af Haren Yong, áhugamanni um kvikmyndir og fallegar leikkonur. Yong talar um kvikmyndirnar Svartur á leik, XL og Óróa og velt- ir upp spurningunni um hvort Maríu Birtu verði sýndur sá heið- ur að hljóta viðurkenninguna Shooting Star Award á árinu. Leikur dóttur Jean reno n Leikkonan Heiða Rún gerir það gott J ean er yndislegur maður og frábær leikari. Hann gefur allt af sér í hverri senu og reynir alltaf að ná fram því allra besta frá meðleikurum sínum. Hann hefur kennt mér svo margt og gefið mér mörg góð ráð, segir íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir sem leikur á móti heimsfræga leikaranum Jean Reno í sjónvarpsþáttunum Jo. Þættirnir fjalla um þrautreynd- an rannsóknarlögreglumann, Joachim „Jo“ Saint-Clair, sem býr í París þar sem hann leysir erfið morðmál. Heiða Rún, sem geng- ur undir sviðsnafninu Heida Reed, leikur Adéle Gauthier, dóttur Jo og vændis konu sem hann átti í stuttu sambandi við. Jo hafði farið þess á leit við vændiskonuna að hún léti eyða fóstrinu og yfirgaf hana þegar hún hafnaði beiðninni. Jo og Adéle hafa því ekki verið í miklu sam- bandi en hittast á ný í jarðarför móður Adéle. Sýningarrétturinn hefur verið seldur til 120 landa og þar á með- al Frakklands, Spánar, Ítalíu, Þýska- lands og Noregs. Höfundur þátt- anna, Rene Balcer, hefur fengið Emmy-verðlaun fyrir aðkomu sína að Law and Order. Heiða Rún hefur einnig unnið með dönskum og enskum leikstjórum sem leikstýrðu til að mynda Forbrydelsen, Broen, Dexter og Walking Dead. Heiða Rún var í París allt fyrra- sumar við tökur. „Þetta var frábær reynsla og við vonumst til að byrja aftur fljótlega að annarri seríu.“ Heiða Rún hefur einnig leikið í sjónvarpsmyndinni Vampyre Nation/True Bloodthirst, sem sýnd er á bandarísku sjónvarpsstöðinni SYFY og bresku glæpaþáttunum DCI Banks þar sem hún lék á móti Stephen Thomkinson. Heiða Rún útskrifaðist úr þriggja ára námi frá Drama Center í London árið 2010 og hefur búið í London í sex ár. „Mér hefur gengið vel síðan ég útskrifaðist enda ætlast ég til mikils af sjálfri mér og finnst ég alltaf geta gert betur. Auðvitað er ég yfir mig þakklát og ánægð með það sem ég hef gert hingað til en ég stefni alltaf hærra eftir hvert verk- efni,“ segir Heiða Rún sem væri til í að vinna líka á Íslandi. „Ég hefði mikinn áhuga á að koma til Íslands fyrir eitthvað spennandi verk- efni. Ég horfi upp til ákveðins fólks heima og vonast til þess að fá að vinna með þeim í framtíðinni. Ég reyni að fylgjast með bransanum á Íslandi og er ánægð með hversu hratt hann vex og er farinn að dreif- ast á alþjóðlegan markað.“ Aðspurð segir heiða Rún að Los Angeles komi einnig til greina. „Eins og er er ég í London í prufum fyrir önnur verkefni en Los Angeles væri alveg inni í myndinni. Kannski seinna á árinu. Annars er ég bara ánægð ef ég er að vinna, hvar sem ég er. En stefnan mín er að gera alltaf mitt besta og fá að vinna með besta fólkinu í bransanum á al- heimsvísu.“ n indiana@dv.is„Ég hefði mikinn áhuga á að koma til Íslands fyrir eitthvað spennandi verkefni. Reno Stórleikarinn Jean Reno leikur aðalhlutverkið í glæpaþáttunum Jo. Heiða Rún leikur dóttur hans. Jo Sýningarréttur á þáttunum hefur nú þegar verið seldur til 120 landa. Leikkona Heiða Rún gengur undir kvikmyndanafn- inu Heida Reed. Vampíra Heiða Rún lék í bandarískum vampíruþáttum. Æfir með Magga Bess Athafnakonan Sigrún Lilja Guð- jónsdóttir er komin í hóp ís- lenskra kvenna sem æfa lyftingar. Sigrún Lilja æfir með engum öðr- um en vaxtarræktarkónginum sjálfum Magga Bess og konu hans Katrínu Evu sem kennd eru við Betri árangur. Sigrún Lilja hefur alltaf hugs- að vel um heilsuna en fór að lyfta fyrir alvöru í fyrrahaust. Þegar DV forvitnaðist hvað hún væri farin að taka í bekk vildi tískugyðjan ekki nefna neinar tölur. „Við stelpurn- ar erum í raun ekki að fókusera á að taka ofurþyngdir í bekknum. Okkar markmið eru frekar að byggja upp stælta og stinna rassa,“ sagði Sigrún Lilja hlæjandi. Hjón Þau Vera og Damon giftu sig óvænt eftir nokkurra daga trúlofun en margra ára vináttu. Ólafur Darri ræðir um tökur í New York Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson leikur umsjónarmann kirkjugarðs sem flækist óvart inn í djöfulleg áform morðingja í kvikmyndinni A Walk Among the Tombstones. Tök- ur á myndinni hefjast síðar í þess- um mánuði en hún verður frum- sýnd á næsta ári. Ólafur Darri segir tökurnar munu fara fram í borginni sjálfri á vefnum spyr.is. „Tökurnar á A Walk Among The Tombstones verða í New York borg. Það verður rosalega gaman því það er ekki eins algengt og menn halda að það sé skotið í New York þó myndir eigi að gerast þar. Þær eru iðulega að mestu leyti skotnar t.d. í Kanada.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.