Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 52
52 Fólk 1.-3. mars 2013 Helgarblað Hvað er að gerast? 1.–3. mars Föstudagur01 Mar Laugardagur02 Mar Sunnudagur03 Mar Útgáfutónleikar Péturs Ben Tónlistarmaðurinn knái Pétur Ben fagnar útgáfu plötunnar God ś Lonely Man með útgáfutónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Miðaverð inn á tónleikana er 2.500 krónur og tónleikarnir hefjast stundvís- lega klukkan 21. Hljómsveitin The Heavy Experince hitar upp. Bæjarbíó Hafnarfirði 21:00 Skálmöld á Selfossi Rokkararnir í Skálmöld halda tónleika í höfuðborg hnakkana, Selfossi, í kvöld. Tónleikarnir fara fram í Hvíta húsinu og hefjast klukkan 21. Hljómsveitin gaf út sína aðra plötu Börn Loka 26. október síðastliðinn og hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hvíta húsið 21:00 Stórtónleikar Siggu Beinteins Hin eina sanna Sigga Beinteins fagnaði fimmtugsafmæli sínu og þrjátíu ára söngafmæli með afmælistónleikum síðasta sumar. Þeir slógu í gegn og nú ætlar Sigga að endurtaka leikinn og syngja fyrir norðanmenn í Hofi á Akureyri. Stórhljómsveit flytur vinsælustu lög Siggu í gegnum tíðina, allt frá „Vertu ekki að plata mig“ til laga dagsins í dag. Gestir verða meðal annarra Friðrik Ómar Hjörleifsson og Regína Ósk Óskarsdóttir. Hofið Akureyri 20:00 Pörupiltar standa upp Pörupiltar snúa aftur með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum. Aðeins þrjár sýningar eru í boði í þetta sinn; 2., 16. og 23. mars. Í uppistandinu er ræða pöru- piltarnir opinskátt um konur, vandamál þeirra, samskipti kynjanna og deila með áhorfendum heimspekilegum vangavelt- um um lífið og tilveruna. Sýningin hefst klukkan 21. Þjóðleikhúskjallarinn 21:00 Perlur íslenskra sönglaga Áhorfendur fá að kynnast perlum ís- lenskra sönglaga í sígildri íslenskri tónlist. Á tónleikunum eru flutt sönglög, þjóðlög, sálmar og ættjarðarsöngvar. Flytjendur koma úr röðum ungs íslensks tónlistar- fólks og hafa margir þeirra fengið mikið lof fyrir flutning sinn, bæði innan lands og utan. Harpa 21:00 Minnist látinnar systur sinnar í bók n „Það er hún systir mín sem hefði átt heima í sviðsljósinu“ A ron Már Ólafsson Verslunar­ skólanemi hefur gefið út bók byggða á sögu látinnar systur sinnar, Evu Lynn sem lést af slysförum við sumarbústað í fyrra­ sumar. Söguna sem um ræðir samdi Eva Lynn fjögurra ára og fjallaði um stríðni sem hún varð fyrir á leikskólanum og hvernig hægt væri að komast hjá því að láta stríðni annarra hafa áhrif á sig. „Eva Lynn er bjargvætturinn í sögunni og kennir krökkunum að bregðast við henni með því að segja einfaldlega SO?,“ segir Aron Már um bókina sem hann gefur út með aðstoð félaga sinna og í samstarfi við Eymundsson. „Hún Eva kom oft heim grátandi úr skólanum en lærði fljótlega að nota þessa aðferð á hrekkjusvínin.“ Aron Már játar að bókaútgáfan sé hans leið til að takast á við miss­ inn þótt honum finnist þessi athygli á einkalífið óþægileg. „Mér fannst samt gott að geta gefið af mér á þennan hátt og að gefa sögu Evu líf.“ Hann segist þó þurfa að venja sig við sviðljósið því hann hefur komist inn í leiklistardeild Listaháskólans. „Ég var að fá fréttirnar um að ég hefði kom­ ist inn svo ég verð að venjast athygli. Það er hún systir mín sem hefði átt heima í sviðsljósinu. Hún var alltaf syngjandi og með alls kyns skemmti­ atriði,“ segir Aron Már. Bókin er gefin út í samstarfi við Ey­ mundsson. Fyrsta kynningin verður þann 8. mars í Smáralind og verður þá einnig hægt að festa kaup á bókinni. Fyrir áhugasama sagði Aron Már sögu sína í nýjasta tölublaði Vikunnar. kristjana@dv.is Tekst á við missinn Aroni Má finnst athyglin sem hann fær vegna bókaútgáfunnar óþægileg en þrátt fyrir allt góð leið til að takast á við missinn. Slær í gegn í Chile n Hera komst í úrslit í söngvakeppni n Taugatrekkjandi upplifun É g veit nú ekki hvort ég sé orðin fræg í Chile en það er ekki hægt að neita því að þegar maður syngur fyr­ ir framan 100 milljón manns opnast auðvitað gluggi tækifæra. Svo er bara að sjá hvernig fer að leikslokum og hvernig maður vinn­ ur úr þessu þegar öll gleðin er yfir­ staðin, segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem er að gera garðinn frægan í Chile þar sem hún tekur þátt í risastórri lagakeppni sem sjónvarpað er um allan hinn spænskumælandi heim. Hera Björk flaug inn í úrslitin með lagið Because You Can sem hún samdi ásamt lagahöfundinum Örlygi Smára og tveimur dönskum höfundum. Keppnin heitir Viña Del Mar Festival og hefur Hera rækilega slegið í gegn. Í vikunni fékk hún meðal annars viðurkenningu frá Fé­ lagi texta­ og lagahöfunda í landinu sem voru afhent af borgarstjóran­ um sjálfum. Aðspurð segir Hera að keppn­ in sé allt annars eðlis en söngva­ keppnin hér heima. „Þetta er tölu­ vert öðruvísi en aðrar keppnir sem ég hef verið í. Hérna situr dóm­ nefndin á sviðinu og gefur okkur stig strax að „performance“ loknu. Það heyrist ógurlegt „Viltu vinna milljón“­stef og svo birtast stigin á risaskjá fyrir aftan okkur. Agalega spennandi og ég neita því ekki að þetta er taugatrekkjandi.“ Hera í stödd í Chile ásamt um­ boðsmanni sínum Valgeiri Magnús­ syni, betur þekktum sem Valla sport. „Fjölskylda mín er því mið­ ur ekki hérna með mér. Það kostaði örlítið of mikið að ferja þau hingað niður eftir. En ég er með umboðs­ mann minn mér við hlið og þau frá útgáfufyrirtækinu mínu hér í landi aðstoða mig og sjá til þess að dúll­ unni líði vel. Svo græddi ég eigin­ lega fjölskyldur hérna úti þar sem vinkonur mínar og vinir hafa verið dugleg við að koma mér í samband við fjölskyldur sína og vini. Annars finnur maður fyrir miklum stuðn­ ingi í gegnum Facebook og fólk­ ið mitt er duglegt að láta vita af sér. Það gefur mér mikið.“ Á Wikipedia kemur fram að lagakeppnin Viña Del Mar Festival hafi verið haldin ár hvert í febrú­ ar frá 1960. Þar kemur einnig fram að keppnin sé ein sú áhrifamesta í Ameríku. Á meðal listamanna sem hafa troðið upp á hátíðinni eru hljómsveitin The Police, Andy Gibb, Gloria Gaynor og Thomas Anders úr hljómsveitinni Modern Talking. Dómararnir í gegnum árin hafa heldur ekki verið af verri end­ anum er þar hafa meðal annars verið George Martin, sem starfaði með Bítlunum, Maurice Jarre, sem samdi tónlistina fyrir Lawrence of Arabia og fleiri kvikmyndir, og margir frægir listamenn aðrir. n Díva Hera Björk heillar fólk alls staðar þar sem hún kemur fram, enda söng- kona á heimsmælikvarða. Gullmedalía Hera Björk fékk þessa gull- medalíu frá borgarstjóranum í Viña Del Mar en um viðurkenningu frá Félagi texta- og lagahöfunda í Chile er að ræða. Stórglæsileg Hera í appelsínugulum kjól að flytja lagið Because You Can sem hún samdi ásamt Örlygi Smára og tveimur dönskum höfundum. Samvinna Valli sport er umboðsmaður Heru Bjarkar og vílar ekki fyrir sér að hjálpa henni með hárið. Með dönsurunum Mikið er lagt í atriðið. Hér er Hera Björk með dönsurunum sem eru með henni á sviðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.