Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 18
Loforðin sem stjórnin sveik 18 Fréttir S taðist: „Ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjár- málakerfið.“ Fyrstu hallalausu fjárlögin voru kynnt fyrir árslok 2012. Þá kynnti Oddný G. Harðardótt- ir, þáverandi fjármálaráðherra, fjárlagafrum- varp sem gerði ráð fyrir að frumjöfnuður væri jákvæður í fyrsta sinn frá hruni. E kki staðist: „Ná þjóðarsátt um lykilmarkmið og viðamiklar efnahagsráðstafanir og sátt við nágrannalönd eftir hrun íslenska fjármála- kerfisins.“ Icesave-deilan endaði fyrir EFTA-dóm- stólnum þar sem ekki var hægt að semja um málið. Engin þjóðarsátt hefur náðst um skuldaniðurfellingar eða uppgjör við hrunið að öðru leyti. A ð hluta staðist: Skipulags- breytingar í stjórnkerfinu til að efla traust á fjármálamarkaðnum meðal annars með stofnun sérstaks efna- hags- og viðskiptaráðuneytis. Efnahags- og viðskiptaráðuneyti var stofnað árið 2010. Það ráðuneyti sameinað- ist síðan inn í atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið. Traust á fjármálakerfinu hefur hinsvegar aukist lítið. A ð hluta staðist: „Skuldastaða heimila, greiðslu- og framfærslu- geta verði til stöðugs endurmats sem og nauðsynlegar aðgerðir til að koma til móts við heimili í vanda.“ Úrlausnir ríkisstjórnarinnar á skuldamálum heimilanna eru langt frá því að vera óum- deildar og ríkir lítil samstaða um þær. S taðist: „Heildarmat á þörf fyrir frekari aðgerðir og tillögur í því efni verði unnar í kjölfar úttektar Seðlabanka Íslands á skuldum og tekjum heimili … Ákvarðanir um frekari aðgerðir og tillögur verði teknar í samráði við aðila vinnumarkaðarins.“ Eftir langt ferli kynnti ríkisstjórnin 110% leiðina sem felur í sér afskriftir á fast- eignaskuldum sem hækkuðu verulega í kjölfar hrunsins. E kki staðist: „Áætlun um að skapa skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraða lækkun vaxta.“ Engar vísbendingar eru um að gjaldeyrishöft verið afnumin en afnámi þeirra hefur verið frestað ítrekað. Stýrivextir lækkuðu framan af kjörtímabili en eru nú farnir að hækka aftur. S taðist: „Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi stendur til að tryggja öfluga og skilvirka efnahagsbrotarannsókn og að bæði henni og niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verði fylgt eftir af fullum heilindum.“ Sérstakur saksóknari hefur fengið aukið fjármagn og hafa nokkrar ákærur vegna hrunsins litið dagsins ljós. Landsdómur kom saman til að rétta yfir Geir Haarde. A ð hluta staðist: „Marka skýra eigendastefnu þar sem fram komi framtíðaráherslur ríkisins sem eiganda bankanna og hvernig henni verður framfylgt. Markmið þess er að styrkja faglegan, gagnsæjan og traustan grunn undir aðkomu hins opinbera að atvinnu- lífinu. Meðal annars verði kveðið á um hvernig eignarhaldi bankanna verður hagað, hugsanlegri eignaraðild erlendra kröfuhafa og sýn á dreift eignarhald á bönkunum til framtíðar. Þá yrði kveðið á um auglýsingar á stöðum bankastjóra og faglega yfirstjórn þeirra. Þá þarf að gæta þess að yfirtaka ríkis banka á einstökum fyrirtækjum skekki ekki samkeppnisstöðu á markaði. Tryggt verður að unnið verði eftir faglegu og gagnsæju ferli við sölu þeirra.“ Erlendir kröfuhafar eiga stærstu hlutana í Íslandsbanka og Arion banka. Staða bankastjóra var auglýst, en bankarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hygla vandamönnum við endursölu á verðmætum fyrirtækjum sem þeir hafa tekið yfir. E kki staðist: Örva innlendar fjár- festingar í atvinnulífinu. A ð hluta Staðist: Stuðla að bein- um erlendum fjárfestingum. Bein fjárfesting erlendra aðila hefur aukist talsvert. Samkvæmt Seðlabanka Íslands var bein fjárfesting erlendra aðila 128 milljarða á árinu 2011 samanborið við 30 milljarða á árinu 2010. Stjórnvöld hafa þó beitt sér gegn fjárfestingu í einhverjum tilfellum, til að mynda varðandi fyrirhuguð kaup kínverska fjárfestisins Huang Nubo á Grímstöðum á Fjöllum. S taðist: Koma á eðlilegum lánaviðskiptum við erlenda banka. E kki staðist: „Hagstæð rekstrar- skilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin og aðstæður skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný.“ Gjald- eyrishöft hafa verið hert frá hruni og er ekki ljóst hvenær þau verða afnumin. Atvinnu- lausir í febrúar 2009 voru 13.276 talsins en í desember 2012 voru atvinnulausir 10.100. Inni í þessum tölum er ekki fólk sem fór í nám eða fluttist af landi brott eftir hrun. S taðist: „Lykilatriði er að aukin skattheimta leggist frekar á þá sem betur eru í stakk búnir til að bera auknar byrðar.“ Skattar á tekjuhærra fólk hafa verið hækkaðir, bæði með þrepaskiptum skatti og auðlegðarskatti. S taðist: „Ekki verði beitt flötum niðurskurði en þess í stað teknar markvissar ákvarðanir um sparnað og hagræðingu.“ E kki staðist: „Þóknanir fyrir nefndir verði lækkaðar eða lagðar af, hömlur verði settar á aðkeypta ráðgjafarþjónustu og sú stefna mörkuð að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætis- ráðherra. Settar verða samræmdar reglur allra ráðuneyta um niðurskurð á ferða-, risnu- og bifreiðakostnaði. Sjálfstæðum hlutafélögum í eigu ríkisins verði settar skýr- ar reglur um launastefnu og útgjaldastefnu í þessum anda.“ Fjölmargir opinberir starfsmenn eru með hærri laun en forsætisráðherra. Ríkisendur- skoðun snupraði forsætisráðherra árið 2011 fyrir rýr svör við fyrirspurn um aðkeypta ráðgjafarþjónustu. A ð hluta staðist: „Frumvarp um eignaumsýslufélag verður lagt fyrir Alþingi að nýju á vorþingi. Ríkis- stjórnin mun jafnframt beita sér fyrir því að ríkisbankarnir móti samræmda áætlun um hvernig brugðist verði við skuldavanda fyrirtækja.“ Alþingi samþykkti frumvarp um að heimila fjármálaráðherra að stofna eignaumsýslufélag ríkisins. Ekkert eigna- umsýslufélag hefur hinsvegar verið stofnað. Aðeins einn banki er í eigu ríkisins og engin samræmd áætlun varð til. S taðist: „Ráðgjafarstofa heimil- anna verði efld enn frekar ef þörf krefur til að eyða biðlistum eftir viðtölum og aðstoð við endurskipulagningu á fjárhag heimila og fólks í vanda.“ Embætti umboðsmanns skuldara var stofn- að og fjárveitingar til málaflokksins auknar. S taðist: „Frumvarp um stjórnlaga- þing – þjóðfund – verður lagt fram á vorþingi. Kosið verði til þingsins í síðasta lagi samhliða sveitarstjórnarkosn- ingum 2010.“ Kosið var til stjórn- lagaþings sem síðar varð að stjórnlagaráði eftir að Hæstiréttur Íslands úrskurðaði kosningarnar ólögmætar. Frumvarp sem byggir á niðurstöðu stjórnlagaráðsins liggja fyrir í þinginu. S taðist: „Lög um skipan hæsta- réttardómara og héraðsdómara verði endurskoðuð.“ Ný lög um skipan dómara tóku gildi árið 2010. S taðist: „Heildstæð lög um fjölmiðla verði sett þar sem ritstjórnarlegt sjálfstæði og réttur blaðamanna eru tryggð.“ Ný fjölmiðlalög voru samþykkt 2011, sérstök fjölmiðlastofa sem hefur eftirlit með fjöl- miðlum hefur verið sett á laggirnar. S taðist: „Fyrir lok kjörtímabilsins er gert ráð fyrir því að lögfest verði sameining samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis og mannréttinda- og dómsmálaráðuneytis í nýju innanríkis- ráðuneyti.“ Í vinnslu: „Ísland verður friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og íslensk stjórnvöld munu beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun á alþjóðavett- vangi.“ Þingnefnd um þjóðaröryggisstefnu ríkisins hefur málið á sinni könnu eftir að frumvarpi um friðlýsingu fyrir kjarnavopnum var vísað til ríkisstjórnarinnar. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka á þingi en hefur ekki lokið vinnu sinni. S taðist: „Hlutverk sveitarfélaga í velferðarþjónustu við börn, fatlað fólk, aldraða og fjölskyldur verði aukið með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga.“ Málefni fatlaðra voru færð frá ríki til sveitar- félaga í byrjun síðasta árs. S taðist: „Staðinn verði vörður um Íbúðalánasjóð, sjálfseignarfélög og frjáls félagasamtök sem tryggja hagstætt húsnæði.“ S taðist: „Dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum samhliða auknu framboði óverð- tryggðra íbúðalána.“ Ríkisbankinn Landsbankinn býður upp á óverðtryggð lán til íbúðakaupa. S taðist: „Ríkisstjórnin mun vinna með hagsmunaaðilum að undirbúningi á viðurkenningu táknmálsins á kjörtímabilinu.“ Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi. S taðist: „Framfærslugrunnur LÍN verði endurskoðaður með það að markmiði að hækka hann í áföngum og núverandi ábyrgðarmannakerfi afnumið strax á sumarþingi.“ A ð hluta staðist: „Meginverkefni ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum verður að draga úr atvinnuleysi með markvissum aðgerðum, útrýma langtímaatvinnuleysi og skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt atvinnulíf til fram- tíðar.“ Atvinnuleysi hefur vissulega ekki verið útrýmt en það hefur þó minnkað. Enn er þó talsvert meira atvinnuleysi en fyrir hrunið og langtímaatvinnuleysi er enn til staðar. A ð hluta staðist: „Umhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með lagfæringu á skattalögum til þess að ívilna megi vegna rannsókna og þróunar. Auk þess verði tímabundið veittur frádráttur frá skatti vegna fjárfestinga í sprota- og nýsköpunar- fyrirtækjum.“ Þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið samþykkt á Alþingi. S taðist: „Sköpuð verði ný atvinnutækifæri fyrir ungt fólk t.d. með því að efla Nýsköpunarsjóð námsmanna og ýta úr vör sumarverkefnum fyrir framhaldsskólanema.“ Ríkisstjórnin ákvað að verja 250 milljónum króna vegna sumarvinnuverkefna náms- manna. S taðist: „Ráðist verði í markaðs- sókn erlendis á sviði lista, menn- ingar, hönnunar og hugvitsgreina. Stutt verði við bakið á nýsköpunarverkefn- um.“ 1.-3. mars 2013 Helgarblað n Staðið að fullu við rúmlega helming loforðanna n Rýnt í hvað hefur staðist í stjórnarsáttmálanum n Margt er enn í vinnslu þegar nokkrir dagar eru eftir af kjörtímabilinu Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Vinstri grænna voru mörg lof- orð. Tæplega helmingur þeirra hefur staðist. DV tók fyrst stöðuna á efndum loforðanna í stjórnar- sáttmálanum í mars árið 2012 og nú, þegar kjörtímabilinu er að ljúka, hef- ur staðan verið tekin að nýju. Lítið gerðist í loforðalistanum árið 2012 og hafa enn einungis 29 loforð af 57 verið efnd að fullu, eða rétt rúm- lega helmingur. Til viðbótar hefur að hluta til verið staðið við 13 loforð og fimm eru ennþá í vinnslu. Eitt loforð uppfyllt til viðbótar Lítið hefur bæst við listann yfir efnd loforð frá því í mars á síðasta ári. Þá tók DV saman loforðin í stjórnarsátt- málanum og hvað hefði gengið eft- ir. Þá voru 27 efnd loforð en nú eru þau 29. Það sem bætist við er jafn- vægi á ríkisreksturinn en útlit er fyrir að frumjöfnuður fjárlaganna vegna 2013 verði jákvæður. Það yrði þá í fyrsta sinn frá hruni. Enn gæti þó farið svo að ríkisreksturinn verði ekki hallalaus og telja sumir forsend- ur fjárlaganna strax brostnar. Auk ákvæðis um losunarheimildir. Þrátt fyrir að óvissu hafi verið eytt um Icesave-málið er ekki hægt að meta það sem svo að ríkisstjórnin hafi staðið við loforð um að stjórn- völd nái samkomulagi við nágranna- þjóðir Íslands. Eftir að samningar höfðu siglt ítrekað í strand var höfðað mál sem endaði með fullnaðarsigri Íslands. Þá eru einnig nokkur mál sem eru í vinnslu hjá stjórninni sem ólíklegt er að verði nokkurn tímann að veruleika. Nefna má stjórnar- skrármálið sem dæmi en þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið lagt fram í þinginu er fullkomin óvissa um hvort það nái fram að ganga. Lagt í dóm kjósenda Verk ríkisstjórnarinnar verða lögð í dóm kjósenda 27. apríl næstkomandi þegar nýtt þing verður kosið. Sam- kvæmt skoðanakönnunum undan- farinna vikna njóta ríkisstjórnar- flokkarnir ekki trausts almennings og hefur fylgi þeirra beggja hrunið frá síðustu kosningum. Vinstri græn mælast með innan við helming af því fylgi sem hreyfingin fékk í kosn- ingunum 2009 og Samfylkingin er í stað þess að vera stærsti flokkur landsins orðin minni en ýmist Fram- sókn eða Björt framtíð, eftir könnun- um. Vinsældir ríkisstjórnarinnar mæl- ast heldur ekki miklar. Síðastliðna tólf mánuði hefur stuðningur við ríkis stjórnina mælst í kringum 30–34 prósentustig í Þjóðarpúlsi Capacent. Stuðningur við stjórnina hefur farið minnkandi nær allt kjörtímabilið. Fylgiskannanir gefa stjórnarflokkun- um ekki tilefni til að vera bjartsýnir á að stjórnin haldi velli að loknum kosningum. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Loforð ríkisstjórnarinnar n Í vinnslu 5 n Ekki staðist 10 n Að hluta staðist 13 n Staðist 29 Fjögur ár Stjórnarsáttmálinn sem Samfylkingin og Vinstri græn gerðu með sér var ítarleg- ur. Samstarf flokkanna hefur nú staðið í um fjögur ár. Mynd Sigtryggur Ari Í vinnslu Ekki staðist Að hluta staðist Staðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.