Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 18. mars 2013 F járhagsstaða stjórnmálaflokka á Íslandi er ansi misjöfn. Þannig kemur fram í ársreikn­ ingi Sjálfstæðisflokksins fyrir árið 2011 að eigið fé flokksins hafi þá í árslok numið nærri 600 millj­ ónum króna og var flokkurinn með eiginfjárhlutfall upp á um 70 prósent. Þannig kemst engin flokkur á Íslandi nálægt því að vera jafn vel staddur fjárhagslega og Sjálfstæðisflokkurinn. Má í því samhengi nefna að Samfylk­ ingin kemur næst á eftir Sjálfstæðis­ flokknum með eigið fé sem nemur um 40 milljónum króna sem er um sjö prósent af eigin fé Sjálfstæðis­ flokksins. Margir flokkar eru með nei­ kvætt eigið fé og er Framsóknarflokk­ urinn sem dæmi með neikvætt eigið fé upp á nærri 80 milljónir króna. Þó skal tekið fram að þetta gæti hafa breyst en úttekt DV byggist á útdrætti úr samstæðureikningum stjórnmála­ flokkanna frá árinu 2011 sem birtust á vef Ríkisendurskoðunar í október 2012. Sjávarútvegur styrkir mest Árið 2006 voru sett lög um fjár­ mál stjórnmálaflokka. Ein af þeim breytingum sem umrædd lög höfðu í för með sér var að stjórnmálaflokk­ um var bannað að taka við framlögum umfram 300 þúsund krónur frá lögað­ ilum. Þakið var svo hækkað í 400 þús­ und krónur árið 2011. Frægt varð síð­ an þegar upplýst var um það árið 2009 að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 30 milljóna króna styrk frá FL Group og 25 milljóna styrk frá Landsbankan­ um stuttu áður en lögunum var breytt. Vegna fjaðrafoks um málið ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að endurgreiða styrkina á sjö árum. Var tilkynnt um það á landsfundi flokksins fyrir stuttu að þegar hefðu 18 milljónir af styrkj­ um FL Group og Landsbankans verið endurgreiddar. Mjög misjafnt er hvað stjórnmála­ flokkarnir fá mikið í framlög frá lög­ aðilum. Þannig fékk Sjálfstæðisflokk­ urinn 400 þúsund krónur frá fimm sjávarútvegsfyrirtækjum árið 2011 og Framsóknarflokkurinn frá fjórum sjávarútvegsfyrirtækjum. Á móti var ekkert sjávarútvegsfyrirtæki sem styrkti Samfylkinguna um 400 þús­ und krónur en útgerðarfyrirtækið Brim hf. styrkti Vinstri græn um 400 þúsund, eitt sjávarútvegsfyrirtækja. Fékk 110 milljónir frá ríkinu 2011 Það sem skiptir þó mestu máli fyrir flesta stjórnmálaflokka er árleg fjár­ veiting frá ríkinu. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka frá 2006 fá allir stjórnmálaflokkar, sem fá að minnsta kosti einn þingmann kjörinn á Alþingi eða 2,5 prósent atkvæða, fjárveitingu á fjárlögum. Fékk Sam­ fylkingin mest allra stjórnmálaflokka í framlag frá ríkinu árið 2011 eða nærri 110 milljónir króna. „Fjárhagsstaða þeirra flokka sem njóta ríkisstyrkja, hvort sem núverandi staða þeirra er góð eða slæm, er miklu betri en staða þeirra sem ekki njóta ríkisstyrkja, en það eru aðallega ný framboð,“ seg­ ir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði og forseti félagsvís­ indasviðs Háskóla Íslands, í samtali við DV. Það sé hins vegar ekki sjálfgef­ ið að mismunandi fjárhagsstaða hafi áhrif á gengi framboða í kosningum. Árangur Vinstri grænna og Sjálfstæð­ isflokksins í alþingiskosningunum vorið 2009 hafi sem dæmi augljós­ lega ekki verið afleiðing af fjárhags­ legum styrk þessara flokka. Það sjá­ ist hins vegar í kosningabaráttunni núna vegna alþingiskosninganna sem fram fara 27. apríl næstkom­ andi að þeir stjórnmálaflokkar sem njóti ríkisstyrkja hafi nær eingöngu verið að auglýsa sig í fjölmiðlum. Aðspurður hvort það hafi haft mikil áhrif að setja 300 þúsund króna há­ mark á framlög lögaðila segir Ólafur að kosningabaráttan vegna alþingis­ kosninganna vorið 2009 hafi verið miklu ódýrari en sú sem fram fór árið 2007. Þar hafi nýjar reglur spilað inn í sem og áhrifin af hruni íslenska fjár­ málakerfisins. „Gegnsæi skiptir líka miklu máli fyrir kjósendur; mikilvægt er að þeir viti hverjir styðja flokka og frambjóðendur ríflega,“ segir hann. Erfið staða nýju framboðanna Eins og sést í töflu með úttektinni skipta ríkisframlög gríðarlega miklu fyrir flesta stjórnmálaflokka. „Ný fram­ boð hafa miklu minna fé til auglýs­ inga en ríkisstyrkt framboð. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að ríkið eigi að styrkja ný framboð með fjárfram­ lögum, einkum þar sem mjög auðvelt er að bjóða fram, og mörg þeirra höfða lítið til kjósenda,“ segir Ólafur. Framlög til mjög fylgislítilla framboða og flokka séu þó fátíð. Þó séu ýmis dæmi um framboð sem hafi byrjað með lítið fylgi en sótt mjög í sig veðrið í kosninga­ baráttu. Nefnir Ólafur í því samhengi framboð Kvennalistans árið 1983, Vinstri græn árið 1999 og Besta flokk­ inn árið 2010. Þá sýni gott gengi Beppe Grillo í kosningunum á Ítalíu nýlega einnig fram á að hægt sé að ná fylgi án mikils kostnaðar í kosningabarátt­ unni. Framboð hans hlaut rúmlega 25 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í lok febrúar. „Til þess að vinna gegn fjárskorti nýrra framboða er mikilvægt að þau geti kynnt sig og stefnu sína á ódýr­ an hátt: þar skipta hefðbundnir fjölmiðlar og ekki síst ríkisfjölmið­ ar, miklu máli. Mér hefur reyndar sýnst, að íslenskir fjölmiðlar sinni nýjum framboðum sæmilega, eink­ um ef þau virðast hafa einhvern hljómgrunn í könnunum. En æski­ legt er að öll framboð fái að minnsta kosti lágmarkskynningu. Nýjar tegundir fjölmiðlunar, til dæmist samfélagsmiðlar, bjóða líka upp á margvísleg tækifæri sem ekki kosta mikið. Hugkvæmni og frumleiki þurfa ekki að kosta mikið fé,“ segir Ólafur. n Ný framboð hafa miklu minna fé n Samfylkingin fékk 110 milljónir króna n Sjálfstæðisflokkurinn best settur Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Misjöfn fjárhagsstaða stjórnmálaflokkanna Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsókn Vinstri græn Besti flokkurinn Borgarahr. Hægri grænir Rekstrarreikningur Tekjur: Ríkisframlög 90.027.578 107.276.149 56.009.821 78.217.588 0 22.604.985 0 Framlög sveitarfélaga 19.892.790 9.634.712 2.578.090 3.222.769 9.233.000 0 0 Framlög lögaðila 16.103.756 2.350.500 9.407.181 1.522.000 196.566 0 0 Framlög einstakl. + félagsgj. 27.553.072 18.872.327 8.696.402 15.689.896 38.964 0 9.500 Tekjur alls: 214.251.339 147.994.903 86.819.193 99.823.410 9.468.530 22.604.985 9.500 Gjöld 207.681.719 106.934.105 57.660.572 62.162.941 10.030.617 12.012.667 117.236 Hagnaður (tap) (8.071.419) 15.786.001 4.468.768 30.480.069 (755.620) 10.592.318 (107.753) Efnahagsreikningur Eignir 795.048.245 144.458.933 146.371.181 63.402.817 39.541 15.349.270 3.411 Eigið fé 557.097.932 38.822.035 (76.026.485) (10.671.036) (3.834.454) 15.299.703 (152.286) Skuldir 237.950.313 105.636.898 222.397.666 74.073.853 3.873.995 49.567 155.697 Eiginfjárhlutfall 70% 27% -52% -17% -97% 99,7% -45% Samband fjárhagsstöðu og árangurs ekki einfalt Ó lafur Þ. Harðarson segir að rannsóknir sýni að sam­ bandið á milli fjárhagsstöðu og árangurs í kosningum sé ekki einfalt. „Það er til dæmis ekki svo einfalt að frambjóðendur kaupi sér bara árangur í kosningum. Mörg dæmi eru um framboð með rúman fjárhag, sem fá lítið fylgi. Í sumum kerfum er hins vegar fátítt að framboð nái árangri án þess að hafa rúman fjárhag; þetta gildir oft­ ast í Bandaríkjunum. Ekki er einfalt samband milli pólitískra auglýs­ inga og árangurs. Í Bandaríkjunum hefur skipt vaxandi máli að hafa fé til þess að skipuleggja herferðir til þess að fá þá sem eru þegar hallir undir viðkomandi framboð til þess að mæta á kjörstað. Reyndar skipta sjálfboðaliðar líka miklu máli varð­ andi þetta,“ segir hann. Þegar hann er spurður um mun­ inn á því sem þekkist á Íslandi varð­ andi fjármál stjórnmálaflokka og annars staðar segir hann að mikill munur sé á fjármálum stjórnmála­ flokka í Bandaríkjunum og Evrópu. „Í Bandaríkjunum hefur reynst erfitt, þrátt fyrir margar tilraunir, að takmarka heildarframlög til stjórn­ málaflokka og framboða. Þróunin í Vestur­Evrópu síðustu áratugi er skýr. Kosningabarátta er dýrari og í meira mæli rekin af atvinnumönn­ um; þátttaka félagsmanna skiptir minna máli. Hertar hafa verið regl­ ur um framlög fyrirtækja og hags­ munasamtaka til stjórnmálaflokka. Félagsmönnum hefur fækkað mik­ ið; framlög þeirra skipta minna máli. Á móti kemur að ríkisstyrkir hafa verið hækkaðir mikið. Hugs­ unin er sú að stjórnmálaflokkar séu ekki bara eins og hver önnur frjáls félagasamtök; þeir séu með­ al mikilvægustu stofnana fulltrúa­ lýðræðis. Ísland var meðal síð­ ustu ríkja í þessum heimshluta til þess að setja reglur um fjármál stjórnmálaflokka,“ segir Ólafur. Eftir að Evrópuríki gegn spillingu (GRECO) komu með ábendingar varðandi fjármál stjórnmála­ flokka á Íslandi var skipuð nefnd um þetta málefni. Úr varð að lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda um upplýsinga­ skyldu þeirra voru sett en lögin tóku gildi 1. janúar árið 2007. Seg­ ir Ólafur að nú skeri Ísland sig ekki úr í samanburði við önnur ríki á Vesturlöndum. n Ísland sker sig ekki úr Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, segir að eftir að lög voru sett um fjármál stjórn- málaflokkanna, sem tóku gildi í ársbyrjun 2007, skeri Ísland sig ekki úr í samanburði við önnur ríki á Vesturlöndum varðandi fjármál stjórnmálaflokkanna. „Hug- kvæmni og frumleiki þurfa ekki að kosta mikið fé Endurgreiða ofurstyrkina Bjarni Benediktsson tilkynnti árið 2009, fljótlega eftir að hafa tekið við sem formaður Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn myndi endurgreiða ofurstyrki upp á 30 milljónir króna frá FL Group og 25 milljóna króna styrk frá Landsbankanum. Fram kom á landsfundi flokksins nýlega að þegar hefðu verið endurgreiddar 18 milljónir króna af styrkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.