Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2013, Blaðsíða 18
18 Menning 18. mars 2013 Mánudagur
Krefjandi en góður
G
od of War-leikirnir eiga sér
gríðarstóran aðdáendahóp
enda leikirnir óumdeilanlega
í hópi þeirra bestu og flottu-
stu sem komið hafa út á Playstation.
Á dögunum kom út sjöundi leikurinn
í þessari seríu: God of War: Ascension.
Leikurinn gerist á undan fyrri leikjun-
um, eða þegar Kratos var svikinn af
stríðsguðinum Ares. Eins og þeir sem
spilað hafa leikina vita byggir God of
War að hluta á grísku goðafræðinni
þannig að leikirnir hafa líka ákveðið
fróðleiksgildi.
En snúum okkur að leiknum sjálf-
um. Allt umhverfi leiksins er stórbrotið
og grafík og söguþráður að venju til
fyrirmyndar. Þá hefur nokkrum nýj-
ungum verið bætt við; í einspiluninni
hefur bardagakerfið verið tekið aðeins
í gegn og þú getur fært tímann fram
og aftur. Stærsta viðbótin er þó átta
manna netspilun sem gefur leiknum
gott endingargildi.
Þó einspilunin sé á köflum hröð
koma augnablik þar sem þú þarft að
beita rökhugsun og hugviti til að leysa
ýmsar þrautir. Það getur tekið sinn
tíma en biðin er algjörlega þess virði
þegar það loksins tekst. Fyrstu borðin
renna nokkuð þægilega í gegn og
koma sjaldan augnablik þar sem þú
lendir í verulegum vandræðum. Það
kom þó að því eftir tíu klukkustunda
spilun, í borði 28, að ég, eða Kratos
öllu heldur, lenti á vegg. Sá hluti leiks-
ins er klárlega einn sá erfiðasti sem
undirritaður hefur nokkurn tímann
spilað. Þú þarft að hafa fullkomið vald
á Kratos og nýta alla hans eiginleika til
að eiga minnsta möguleika á að vinna
óvinabylgjurnar sem mæta þér. Það
getur tekið 15–20 mínútur að komast
að síðustu bylgjunni og ef þú klikkar
þarftu að byrja upp á nýtt. Leikir
mega vera krefjandi en að þurfa að
eyða nokkrum klukkutímum í sama
borðinu er allt að því óþolandi. Þeim
tilmælum er því beint til þeirra sem
hafa ekki spilað God of War-leikina
áður, en vilja spreyta sig á þessum, að
spila leikinn í „easy“ til að gera þetta
viðráðanlegra.
God of War: Ascension er vægðar-
laus og ansi krefjandi á köflum en þrátt
fyrir það er erfitt að slíta sig frá honum.
Þetta er einn af þessum leikjum sem
þú getur ekki látið frá þér án þess að
klára. n
Tölvuleikur
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
God of War: Ascension
Tegund leiks: Ævintýra- og hasarleikur
Gert fyrir: PS3
Mikilfenglegur God of War: Ascension er eiginlega listaverk og í alla staði flottur.
Allt um RFF
n Sjö hönnuðir sýndu fatalínur sínar
R
eykjavik Fashion Festival,
betur þekkt sem RFF, fór
fram um liðna helgi. Þetta
er í fjórða sinn sem tísku-
hátíðin fer fram en mark-
mið hennar er að vekja athygli á
íslenskri fatahönnun, bæði hér
heima fyrir og erlendis.
Sjö hönnuðir kynntu línur sín-
ar í ár og komust færri að en vildu.
Nítján hönnuðir sóttu um að taka
þátt og sá sérstakt fagráð um að
velja hönnuði til sýningarinnar. n
JÖR
Kvenútgáfan
af Al Capone
S
tjarnan í íslenskum tískuheimi
er án efa hinn framtakssami
og frumlegi, Guðmundur Jör-
undsson, sem sýnir sitt eigið
merki í ár, JÖR. Í fyrra sýndi hann á
vegum herrafataverslunar Kormáks
og Skjaldar. Loksins, loksins, mátti
heyra gesti á sýningu hans segja en
þeir hrifust af töffaralegum stílnum
í kventísku hans sem gaf hughrif um
nýja tegund „femme fatale“. Kannski
kvenútgáfan af Al Capone!
Það er mikil vakning í herratísk-
unni um þessar mundir og er hún sú
framsæknasta á landinu sem komið
er.
Farmer‘s Market
Rómantískt
og frjálst
B
ergþóra Guðnadóttir tók ekki
þátt í fyrra en sýndi á RFF í
ár. Merki hennar, Farmers
Market, er hvað þekktast fyrir
lopapeysur. Bergþóra hefur frá árinu
2005 lagt mikla rækt við merki sitt
og hönnunin er mjög meðvitað inn-
blásin af íslenskri arfleifð. Þá er ekki
síður hluti af heildarmyndinni þau
faglegu vinnubrögð sem hún hefur
tamið sér og virðing fyrir umhverf-
inu. Margir íslenskir hönnuðir hafa
hana sem fyrirmynd í þeim efnum í
dag. Það var því gaman að sjá Berg-
þóru taka ímyndina alla leið á sýn-
ingu sinni. Síð pilsin og lagskiptur
ullarklæðnaður vakti mikla lukku,
stíllinn er eftir sem áður róman-
tískur og frjálslegur í anda.
ELLA
Fallegir
síðkjólar
Í
slenska „slow-fashion“ fata-
merkið ELLA, með Elínrós Lín-
dal í fararbroddi, tók þátt eins
og í fyrra og eins og áður var
klassískur kvenleiki í fyrirrúmi þar
sem mjúkar línur fá að njóta sín
til hins ýtrasta. Skemmtilegastir
voru íðilfagrir síðkjólar og glæsi-
leg stríðsárasnið með merkjum
nútímans. Gæðalegur glæsileiki
án íburðar eða tilgerðar, væri ágæt
samantekt á ELLU.
Vakning í herratísku Herrafatnaðurinn
var ekki síður spennandi en kvenfatnaður-
inn og djörf notkun á mynstrum var áhættu-
sækin en gríðarlega vel heppnuð.
Stílhreint Lína Rebekku er afar áferðar-
falleg og skörp.
REY
Vel útreiknaður
og fágaður
einfaldleiki
Þ
að er fatahönnuðurinn
Rebekka Jónsdóttir sem
stendur að baki merkisins
REY. Hönnun REY snýst að
sögn hönnuðar um gæði og heiðar-
leika og fagurfræðin er mínimalísk
þó með blæbrigðamun. Á sýn-
ingu REY mátti sjá einfaldleikan í
fyrirrúmi og sniðin voru áberandi
gæðaleg. Rebekka hefur skarpan og
útreiknaðan stíl og sýning hennar
var á sama tíma áreynslulaus og ná-
kvæm.
Síð pils – lagskipt
Bergþóra tekur
ímyndina alla leið –
vel heppnað.
Ull í fyrirrúmi Rómantískt og
frjálst og vel unnið úr íslenskri ull.
Kvenleiki Mjúkar línur fá að njóta sín.
Vel heppnað Sýning ELLU var glæsileg.
Síð snið Gaman að sjá síð snið á
sýningu Ellu. Gæðalegur glæsileiki.