Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2013, Blaðsíða 11
Barnið tekið
tveggja tíma gamalt
10 Fréttir
skýrt fram að markmið Barna-
verndar sé að tengsl myndist ekki
milli barns og móður. Í úrskurðin-
um segir: „Drengurinn er nú átta
daga gamall og hefur ekki mynd-
að tengsl við móður. […] Telja
starfsmenn [barnaverndar] að það
þjóni ekki hagsmunum drengs-
ins að umgengni verði daglega 12
klst. enda ekki markmiðið að hann
myndi tengsl við móður“ Þetta
gera Heiðdís og lögmaður hennar
miklar athugasemdir við, enda sé
um að ræða ótímabundna vistun
– eitthvert ýtrasta úrræði Barna-
verndar. Stofnunin hefur úrskurð-
að að foreldrarnir megi hitta hann
einu sinni í mánuði í tvo klukku-
tíma í senn.
Í bígerð er krafa um forsjár-
sviptingu, sem þýðir að Barna-
verndarnefnd telji ástæðu til að
drengurinn fari í varanlegt fóstur til
átján ára aldurs. Lögmaður hennar
hefur bent á að tengsl móður og
barns hafi þegar myndast, en Heið-
dísi hafi ekki verið gefið tækifæri
til þess að mynda frekari tengsl
við drenginn að neinu marki, eða
sýna fram á að hún sé hæf til þess
að sinna barninu, þrátt fyrir yfirlýs-
ingu um fullt samstarf við barna-
verndaryfirvöld. „Það var aldrei
rætt hvort ég væri fús til samvinnu
og því finnst mér skrítið að tala um
að ég hafi verið ósamvinnufús,“
segir Heiðdís.
Eftir að drengurinn var vistaður
hjá Barnavernd óskaði hún eftir
samstarfi sem væri meðal annars
fólgið í því að hún dveldi hjá drengn-
um á vistheimilinu undir sólar-
hringseftirliti. Því hefur verið hafn-
að. Þá hefur barnsföður Heiðdísar
ekki verið gert kleift að fá forræði yfir
rúmlega vikugömlum syni sínum og
við það er hann mjög ósáttur. Nú
bíða Heiðdís og lögmaður hennar
eftir meðferð Héraðsdóms Reykja-
víkur, enda telja þau að aðgerðin
sé óþarflega harkaleg í ljósi sam-
starfsvilja Heiðdísar en samkvæmt
barnaverndarlögum beri að beita
eins vægum aðgerðum og kostur er.
Sú hafi ekki verið raunin.
Erfiður tími og bið
Heiðdís segir atvikið á fæðingarstof-
unni hafa verið mjög átakanlegt.
Hún upplifði það sem svo að hún
væri neydd til að afsala sér barninu
og stendur nú í þeirri trú að Barna-
vernd hafi aldrei ætlað sér að veita
henni forræði yfir því, sama hver
þróun hennar mála yrði. Hún telur
Barnavernd þegar hafa ákveðið lyktir
málsins.
„Mér finnst þetta bara skelfilegt. Ég
bæði græt mig í svefn og græt í svefni.
Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir.
Ég get ekki hugsað mér að vera heima
hjá mér því þar bíður allt tilbúið fyrir
hann og ég bíð með alla þá ást sem ég
hef að gefa,“ segir Heiðdís. „Við viljum
bara fá hann heim.“ n
Fréttir 11Mánudagur 18. mars 2013
Allt tilbúið Heima
bíður drengsins allt
tilbúið, uppábúið rúm
og spenntir foreldrar.
Mynd sigtryggur Ari
Við viljum
bara fá
hann heim