Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2013, Blaðsíða 16
Víking páskabjór skástur 16 Neytendur 18. mars 2013 Mánudagur Algengt verð 254,8 kr. 255,6 kr. Algengt verð 254,6 kr. 255,4 kr. Höfuðborgarsvæðið 254,5 kr. 255,3 kr. Algengt verð 254,8 kr. 255,6 kr. Algengt verð 256,9 kr. 255,6 kr. Höfuðborgarsvæðið 254,6 kr. 255,4 kr. Eldsneytisverð 17. mars Bensín Dísilolía n Dómnefndin varð fyrir vonbrigðum með páskabjórinn í ár D ómnefnd valdi Víking Páskabjór sem besta páska­ bjórinn í árlegri páska­ bjórsmökkun DV. Athygli vekur að meðaleinkunn besta bjórsins er aðeins 6,25. Í ár eru sjö tegundir íslensks páskabjórs til sölu í Vínbúðunum og voru þær allar með í smökkuninni. Páskakaldi frá Bruggsmiðjunni varð í öðru sæti með 6,0 í einkunn og Víking Páska­ Bock í því þriðja með einkunnina 5,7. Dómnefndin Dómnefndina skipuðu Erla Tryggva­ dóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV, Stefán Guðjónsson, eigandi Vín­ smakkarans, Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi Vesturports og knatt­ spyrnustjóri FC Ógnar, og Halldór Högurður ráðgjafi. DV fékk góð­ fúslegt leyfi til að halda smökkun­ ina á Danska barnum líkt og áður. Smökkunin fór fram með þeim hætti að borinn var fram einn bjór fram í einu og vissi dómnefnd ekki um hvaða bjór var að ræða. Hún gaf einkunnir og ræddi svo um kosti og galla hverrar tegundar. „sami litur, sama bragð” Þegar dómnefnd var spurð hvað einkenndi góðan páskabjór voru dómnefndarmeðlimir sammála um að hann eigi að vera ferskur, léttur, ljós og frískandi. „Ég hef þó orðið fyrir svolitlum vonbrigðum undanfarið með þessa þemabjóra. Það er eins og það sé smá græðgi í gangi og að bjórinn sé endurnýttur með nýjum límmiðum,“ segir Rakel og dómnefndin tekur undir það. „Já, það hefur verið sami litur og sama bragð. Það er eins og að þeir hafi fundið eitthvað sem seld­ ist vel og ekki þorað að breyta. Það bitnar á kaupandanum ef þeir telja honum trú um að þetta sé eitt­ hvað annað, bara af því að það er kominn nýr miði á flöskurnar,“ segir Stefán. of dökkur og vetrarlegur Að smökkun lokinni voru þau sam­ mála um að enginn bjór væri fram­ úrskarandi í þetta skiptið. „Páska­ bjórinn á að vera hátíðlegur, það er að koma vor og hann ætti að vera ljós, léttur og frískandi. Það er ekkert svoleiðis í gangi hérna,“ segir Rakel. Þeim fannst nokkrir bjórarnir of dökkir og vetrarlegir sem hefðu sómt sér vel í flokki jólabjóra. Hins vegar væri enginn þeirra nægilega páska­ legur. „Já, þetta eru ákveðin von­ brigði og skilaboð til brugghúsanna að vanda sig betur,“ segir Halldór. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Þessir voru bestir í fyrra DV hefur staðið fyrir sams konar páskabjórsmökkun undanfarin ár en í fyrra var það Víking Páska Bock sem fékk hæstu einkunn dómnefndar. Hann fékk 8,5 að meðaltali af 10 mögulegum, Páska Gull varð í öðru sæti með 6,3 og Páska Kaldi varð í þriðja sæti en þá voru fimm íslenskar tegundir af páskabjór smakkaðar. Dómnefndina þá skipuðu Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ragnar Freyr Rúnarsson, læknir og formaður vefjarins bjorbok.net, Rakel Garðars- dóttir, knattspyrnustjóri FC Ógnar og framleiðandi hjá Vesturporti, Kjartan Ólafsson, veitingahúsarýnir hjá Gest- gjafanum, Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður og rithöfundur, og Anna Brynja Baldursdóttir leikkona. að störfum Rakel Garðarsdóttir og Halldór Högurður þenja skilningarvitin. Passaðu berin Mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart frosnum berjum, segir Matvælastofnun, þar sem faraldur af lifrarbólgu A (Hepatitis A) hefur verið staðfestur í Danmörku og rakinn til frosinna berja. „Í Danmörku hafa síðustu mánuði komið upp 30 tilfelli af lifrarbólgu A (Hepatitis A) og er nú talað um faraldur. Rannsókn hefur leitt í ljós að uppruni smits getur verið frosin ber sem notuð hafa verið ósoðin í drykki (smoothies), eftirrétti og kökur. Ekki hefur enn verið hægt að benda á ákveðna tegund berja en rannsókn er í gangi,“ segir Matvælastofnun, en stofnunin og danska matvæla­ stofnunin ráðleggja neytend­ um nú að sjóða öll ber sem nota á í drykki, eftirrétti og kökur. Matvæla stofnun hefur áður ráð­ lagt neytendum að sjóða hindber og á umbúðum hindberja sem eru á markaði hér eru ráðleggingar þar að lútandi, enda séu vörurn­ ar hér á markaði sambærilegar þeim dönsku. Best er að sjóða ber­ in í eina mínútu áður en þau eru notuð. Bankarnir fá falleinkunn Traust til þeirra sem bjóða veðlán er áberandi lægra á Íslandi en að meðaltali í Evrópu. Sá markaður nýtur enn fremur minnsta trausts­ ins hér á landi. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skorkorts neytenda­ mála fyrir árið 2012. Skorkortið er unnið á vegum Evrópusambands­ ins þar sem viðhorf 650.000 neyt­ enda er kannað út frá 51 markaði með vöru og þjónustu. Frá þessu er greint á vef Neytendastofu. Af þeim mörkuðum sem skoð­ aðir voru eru Íslendingar óánægð­ astir með þjónustu þeirra sem veita lán. Þá kemur aðgengi neyt­ enda til að gera samanburð á fjár­ festingarkostum mun verr út á Ís­ landi en að meðaltali í Evrópu. Internetþjónusta á Íslandi kemur ekki vel út í samanburði við Evrópulöndin. Vandamál tengd interneti reyndust mun algengari hér en annars staðar í Evrópu. Á móti kemur að Íslendingar eru ánægðari með þjónustu verk­ stæða en aðrir Evrópubúar og hér er orkumarkaðurinn betri, þegar horft er til þjónustu, en víðast hvar í Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.