Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 12. júní 2013 Miðvikudagur Okoro gegn Útlendingastofnun n Óttast slæman aðbúnað á Ítalíu n Vill hæli á Íslandi A ðalmeðferð fór fram í máli Osahon Okoro fyrir Héraðs­ dómi Reykjavíkur á þriðju­ daginn, en Okoro er níger­ ískur hælisleitandi sem DV tók ítarlegt viðtal við fyrir skemmstu. Okoro hefur barist fyrir því, ásamt Katrínu Oddsdóttur mann­ réttindalögmanni, að ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa honum úr landi, verði ógild. Okoro bar vitni í málinu og stikl­ aði á stóru yfir sögu sína. Hann fæddist í Nígeríu og hefur átt við­ burðaríka ævi. Hefur hann hrakist á milli Nígeríu og Ítalíu, en í tæplega tvö ár hefur hann dúsað á Íslandi, velkst um í kerfinu og heilsu hans hrakað. Í vitnaleiðslunum sagði Okoro frá hörmulegum aðstæð­ um flóttamanna á Ítalíu og hvern­ ig hann hefði þurft að komast þar af án húsaskjóls og heilsugæslu. Þá staðfesti sálfræðingur fyrir hér­ aðsdómi að Okoro bæri merki áfallastreituröskunar. „Okkar málflutningur byggðist aðallega á því að það væri óheimilt að vísa Okoro aftur til Ítalíu vegna þess að um væri að ræða tvö að­ skilin hælismál,“ segir Katrín. „Svo bentum við á að aðstæður hælis­ leitenda á Ítalíu væru slíkar að ekki væri forsvaranlegt að vísa fólki þangað.“ Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að dómur falli skjól­ stæðingi sínum í vil segist Katrín ekki vera svartsýn. „Mér finnst nokkuð ljóst að Útlendingastofn­ un hafi ekki skoðað málið nægi­ lega vel.“ Eins og áður hefur komið fram er sönnunarstaða hælisleit­ enda mjög slæm. „Þegar fólk flýr heimaland sitt er ekki sjálfgefið að því gefist neitt ráðrúm til að redda sér alls konar gögnum og papp­ írum um að það hafi verið hér og þar,“ sagði Katrín nýlega í viðtali við DV og bætti við: „Samt bera flótta­ menn hitann og þungann af því að sanna allt um fortíð sína og fram­ vísa viðeigandi gögnum. Þá virðist engu máli skipta hvort þeir eru að flýja úr brennandi húsi eða undan sprengjuregni.“ Samkvæmt sjúkdómsgreiningu sem DV hefur undir höndunum er Okoro með of háan blóðþrýsting auk þess sem ómskoðun sýndi þykknaðan vinstri slegil í hjarta. Við þessu tekur hann lyf sem hafa ýms­ ar hliðarverkanir og að sögn Okoro hefur hann glímt við öndunarerf­ iðleika og alls kyns verki síðustu mánuði. Útlit er fyrir að hann þurfi að taka lyf við háum blóðþrýstingi það sem eftir er ævinnar. Bindur Okoro vonir við að fá tækifæri til atvinnu og mannsæmandi lífs á Ís­ landi. n johannp@dv.is Rjúpum fjölgar Árlegri rjúpnatalningu Nátt­ úrufræðistofnunar Íslands er lokið og sýnir talning að rjúpu hefur fjölgað um 47 prósent frá því í fyrra. Rjúpu hefur fjölgað um nær allt land. Á vef Nátt­ úrufræðistofnunar segir að það komi á óvart því rjúpu hafi byrj­ að að fækka fyrir tveimur til þremur árum. Fyrri fækkunar­ skeið hafi yfirleitt staðið í fimm til sjö ár. Þessi óvænta fjölg­ un minnir mest á atburði sem urðu í kjölfar friðunaráranna 2003 og 2004. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari grein­ ing á ástæðum fjölgunar á að liggja fyrir í ágúst í kjölfar mæl­ inga á varpárangri rjúpna, afföll­ um 2012–2013 og veiði 2012. Ungbarnadauði hvergi minni Tíðni ungbarna­ og burðarmáls­ dauða er hvergi lægri en á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýrrar samanburðarrannsóknar á heilsu þungaðra kvenna og nýfæddra barna í Evrópu. Könnunin er gerð af Europeri­ stat og í skýrslu með niðurstöð­ um rannsóknarinnar eru teknir saman gæðavísar fyrir heilsu­ og heilbrigðisþjónustu við þungaðar konur og nýfædd börn þeirra. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að allar Norðurlanda­ þjóðirnar séu með góða heilbrigð­ isþjónustu við konur á meðgöngu, við fæðingu og á sængurlegu­ tíma. Íslendingar eru þar hins vegar í fararbroddi. Svo virðist sem heilsubrestur á meðgöngu, í fæðingu og á sængurlegutíma sé hins vegar enn vandamál víða annars staðar í Evrópu. Fram kemur að frjósemi kvenna á Íslandi er 2,2 börn á hverja konu sem er hæst í Evrópu og mun meiri frjósemi en annars staðar á Norðurlöndunum. Fjöl­ burafæðingar þykja hins vegar fremur sjaldgæfar hér á landi, eða 14,3 á hverjar 1.000 fæðingar, sem er svipað og annars staðar á Norðurlöndunum. Þá reyndist tíðni keisaraskurða á Íslandi vera lægst í Evrópu árið 2010, eða 14,8 prósent. Ekki forsvaranlegt „Svo bentum við á að aðstæður hælisleitenda á Ítal- íu væru slíkar að ekki væri forsvaran- legt að vísa fólki þangað,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Okoro. Frosinn markaður vegna loforðanna Þ að er brýnt að stjórnvöld tali hreint út um það hvað þau ætlast fyrir, hver áform þeirra eru varðandi skuldaleiðrétt­ ingar, segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteigna­ sala um áhrif kosningaloforða Fram­ sóknarflokksins á fasteignamarkað­ inn. „Óvissa er alltaf slæm. Þessi óvissa, rétt eins og öll önnur óvissa, hefur áhrif á fasteignamarkaðinn og kæl­ ir hann. Fólk verður að vita nokkurn veginn hvað stjórnvöld hyggjast gera til að geta tekið ákvarðanir á grund­ velli þess.“ Grétar er ekki einn um þessa skoð­ un. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður félagsins, og Kristján Baldursson, eig­ andi fasteignasölunnar Trausta, hafa tekið í sama streng í viðtölum við fjöl­ miðla. Öll fullyrða þau að íbúðar­ eigendur haldi að sér höndum vegna loforða ríkisstjórnarinnar. Fólk sé hrætt um að missa af skuldaniðurfelling­ um og hiki því við að selja íbúðir sín­ ar áður en ráðist verður í þær aðgerðir sem Framsóknarflokkurinn lofaði fyrir kosningar. Engar efndir strax Forsprakkar Framsóknarflokksins töl­ uðu á þá leið fyrir kosningar að þeir hefðu skýra áætlun til að koma til móts við skuldug heimili. Fullyrti Frosti Sig­ urjónsson, frambjóðandi flokksins í Reykjavík, á vefsíðu sinni að ráðist yrði í niðurfellingar strax ef Framsóknar­ flokkurinn fengi til þess umboð. Eftir að flokkurinn vann sögulegan sigur í þingkosningunum hefur forystan hins vegar talað um áformin af meiri yfir­ vegun en áður og forsætisráðherra gef­ ið út að skuldir verði ekki felldar nið­ ur á sumarþingi. Óvissan um hvort og hvenær ráðist verður í skuldaniðurfell­ ingar hefur skaðleg áhrif á fasteigna­ markaðinn og jafnvel á viðskiptalífið í heild að sögn Grétars. Lítil velta Í hagsjá Landsbankans, skýrslu sem hagfræðideildin gefur út, er fjallað um stöðu fasteignamarkaðarins. Þar er fullyrt að markaðurinn sé í járnum og velta lítil. Jókst sala á fasteignum hrað­ ar á árinu 2011 en á síðasta ári og það sem af er 2013. „Þarf eitthvað mikið að gerast til þess að mikil aukning verði frá þessum tölum,“ segir í skýrslu hag­ fræðideildarinnar. „Fasteignasalar finna fyrir því að það mætti vera meira að gera,“ segir Grétar. „Við höfum sent ráðherra bréf þar sem við óskum eftir því að stjórn­ völd reyni eftir því sem unnt er að hraða afgreiðslu þessara mála og gefi almenningi skýrari mynd af því hvað verði gert. Það má ekki dragast of lengi og ég vonast eftir viðbrögðum sem fyrst.“ Grétar segist þó ekki vilja hljóma eins og hann telji fasteignamarkaðinn vera í algjöru frosti. „Það er hins vegar ljóst að ef þessi óvissa á að ríkja í fleiri og fleiri mánuði mun það hafa mjög skaðleg áhrif á markaðinn,“ segir hann og bætir við: „Alls kyns þjónusta og verslun tengist fasteignamarkaðnum órjúfanlegum böndum, svo viðskipta­ lífið þarf á því að halda að hann sé á sæmilegu róli.“ Loforðin til trafala „Ég hef fengið mikið af símtölum og fyrirspurnum frá fólki sem þarf af ein­ hverri ástæðu að skipta um húsnæði. Stækka við sig eða minnka eða eitt­ hvað slíkt en leggur ekki í það vegna þess að það hefur ekki leikreglurnar á hreinu varðandi þessi kosningaloforð sem komu fram í síðustu kosningum,“ sagði Kristján Baldursson, fasteigna­ sali nýlega í samtali við Vísi. Formaður Félags fasteignasala talaði á sömu nót­ um í viðtali við Ríkisútvarpið og kall­ aði eftir því að ný ríkisstjórn gæfi upp með hvaða hætti yrði komið til móts við skuldara. „Auðvitað vilja allir sjá þessa leiðréttingu á sínu borði en ekki að missa af kökunni ef við getum orð­ að það þannig,“ sagði hún. n n Óvissan skaðleg fasteignamarkaðnum n „Brýnt að stjórnvöld tali hreint út“ Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Fólk verður að vita nokkurn veginn hvað stjórnvöld hyggjast gera til að geta tekið ákvarðanir á grundvelli þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.