Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 12. júní 2013 Miðvikudagur
H
&M kynnti í vikunni samstarf
sitt við einn fremsta og vin
sælasta fatahönnuð heims,
Isabel Marant. Isabel hannar
föt í kvenlegum og frjálslegum stíl og
hefur endurskilgreint franska bóhem
stílinn. Síðustu línur hennar hafa not
ið mikilla vinsælda og meðal aðdá
enda hennar eru íslenska fyrirsætan
Tinna Bergsdóttir sem á nokkrar flíkur
úr línum hennar.
Þekktust er hún fyrir mynstraðar
flíkur, buxur og jakka. Isabel hannar
flíkur og fylgihluti í haustlínu H&M,
fyrir konur og unglinga og hannar
einnig fyrir karla í fyrsta sinn.
Fatnaðurinn verður fáanlegur í
verslunum H&M þann 14. nóvem
ber næstkomandi. „Ég er upp með
mér að hafa verið valin til samstarfs
við H&M því þeir vinna aðeins með
þeim bestu,“ segir Isabel. „Í hönnun
minni reyni ég að búa til fatnað sem
konur geta notað í sínu daglega
lífi, stíllinn finnst mér vera í anda
parísar kvenna, að klæða sig upp án
fyrirhafnar og vera samt glæsilegar
og kynþokkafullar,“ segir Isabel og
segir tísku fyrir sér alltaf snúast fyrst
um persónuleika þeirrar manneskju
sem ber fötin.
Isabel Marant er fædd og uppalin
í París og hóf að hanna og sauma á
sig eigin fatnað strax á unglingsár
um. Hún útskrifaðist frá hinum virta
hönnunarskóla, Studio Bercot og
vann sig hægt og bítandi upp í tísku
heiminum, fyrst með skartgripi, þá
ullarfatnað og frá árinu 1994 hefur
hún hannað tískufatnað undir eigin
nafni. Í dag rekur hún stórt tískuhús
og verslanir um allan heim. n
Endurvinna allt
efni á nýju hosteli
n Umhverfisvænt með lúnum bílum nSvítan kölluð Síberíufangelsið
K
ristín Ólafsdóttir opnar
vistvænt hótel í Skógarhlíð
10 fyrir ferðalanga sem
kjósa að gista ódýrt á ferða
laginu. Hostelið sem heit
ir Bus Hostel, hefur þá sérstöðu
að vera umhverfisvænt, en boðið
er upp á hjól án endurgjalds fyr
ir gesti. Kristín segir með aukn
um ferðamannastraumi hingað til
lands hafi skapast mikil vöntun á
gistirými á höfuðborgarsvæðinu.
„Við erum að reyna að bjóða upp
á mjög ódýra gistingu til að gefa
fleirum möguleika á að ferðast til
Íslands. Hostelið er umhverfisvænt
og við kaupum ekkert nýtt, en hér
er allt endurnýtt eða endurhann
að. Þegar við höfum þurft að kaupa
nýtt reynum við að fá skiptidíl. Við
notum bara umhverfisvænar vörur
í þrifum og flokkum líka allt rusl.“
Rúmin endurunnin
Kristín er hugmyndarík og lét
smíða allar kojurnar sem prýða
Hostelið úr gömlu timbri. Her
bergin bera nöfn sem eru harla
óvenjuleg en í líkingu við her
bergin. Eitt herbergið er til dæm
is kallað Síberíufangelsið af því
að þar eru margar kojur þétt við
hverja aðra á meðan Brúðarsvít
an er tveggja manna herbergi með
hjónarúmi.
„Síberíufangelsið er með koj
um og eru þær smíðaðar úr gömlu
timbri sem átti að lenda á haugun
um. Við köllum þetta Síberíufang
elsið vegna þess að í því herbergi
er koja við koju líkt og í fangelsum
í Síberíu. Við nennum ekki svona
nöfnum eins og Geysir eða Eyja
fjallajökull, það verður að vera smá
flipp í þessu,“ segir Kristín hlæjandi.
Lúnir bílar
Á hostelinu er einnig rekin bíla
leiga undir nafninu Sad Cars. „Hug
myndin er sú sama og tilgangur
Hostelsins, að bregðast við auknum
ferðamannastraumi og bjóða upp á
ódýra gamla bíla sem kostar slikk að
leigja. Það er ekki eins og það vanti
dekk undir bílana og þeir eru all
ir með skoðun. En það gæti vantað
bílkopp og annað sem er meira fyr
ir augað en öryggið. Þessir bílar eru
flestir um 10 ára gamlir og í fínu lagi.“
Hjól fyrir þyrsta ferðalanga
Þar sem Hostelið er ekki staðsett í
miðbænum var brugðið á það ráð
að lána gestum gömul reiðhjól til
þess að þeir geti farið ferða sinna
á vistvænan máta. „Við lánum
fólki hjól sem er búið að yfirfara
en þetta eru gömul hjól sem hefðu
lent á ruslahaugum ef við hefðum
ekki tekið þau í okkar hendur. Með
þessu móti geta gestirnir skropp
ið í Kringluna eða tekið hjólatúr í
Öskjuhlíðina, nú eða bara skroppið
á pöbbinn og ekki skemmir fyrir að
slíkur ferðamáti er vistvænn.“
Mikið bókað
„Ungir ferðamenn sem hafa ekki
mikið milli handanna kjósa að gista
ódýrt. Við settum upp bókunarvél
núna í apríl og viðtökurnar eru frá
bærar. Við erum vel bókuð í júlí og
ágúst virðist stefna sömu leið. Þetta
er allskonar fólk sem leggur meira
upp úr því að geta ferðast meira um
landið og geta leyft sér smá mun
að á ferðalagi sínu með ódýrari
gistingu. Brúðarsvítan kostar 12.900
krónur hjá okkur en það er tveggja
manna herbergi sem við erum stolt
af, en ekki búast við heitum potti og
gufubaði þar. Annars eru verðin frá
2.800 krónur á nótt sem þykir bara
nokkuð gott og mun vonandi gefa
fleirum kost á að ferðast hingað. Við
opnum formlega þann 13. júní og
hlökkum mikið til, “ segir Kristín að
lokum. n
iris@dv.is
Húsgögn úr
vörubrettum
n Steldu hugmyndinni
Úr vörubrettum má auðveldlega endur-
vinna einhver húsgögn, svo sem borð,
rúm eða hillu svo dæmi séu tekin. Hins
vegar er mikilvægt að hafa það í huga að
pússa viðinn vel, fyrst með grófum sand-
pappír og síðan með fínni pappír sem
gefur mjúka áferð. Síðan er gott að lakka
yfir viðinn með glæru eða lituðu lakki.
„Við kaupum ekk-
ert nýtt, en hér er
allt endurnýtt eða endur-
hannað.
Við nýju línuna Enn hafa ekki
birst myndir af nýrri línu Isabel fyrir
H&M en hér stendur hún við rekka
af hönnun sinni fyrir keðjuna.
n Kvenlegur og frjálslegur stíll n Hannar líka fyrir karla
Isabel Marant fyrir H&M
Vinsælustu
sumarlögin 2013
n Shazam birtir sumarspá
Aðstandendur Shazam tónlistar
forritsins hafa gefið út spá um
hvaða lög verða vinsælust sumarið
2013. Þar sem þeir slógu enga
feilnótu í þessum efnum á síðasta
ári er óhætt að taka mark á spánni.
Í efsta sæti spálistans lag Daft
Punk, Get Lucky. Í öðru sæti er lag
Passengers, Let her go sem hefur
náð mikilli hylli síðustu vikur og í
þriðja sæti er lag Icona Pop, I Love
it, sem öðlaðist vinsældir þegar
það var spilað nýverið í sjónvarps
þáttaröðinni Girls hjá HBO.
n 1. Get Lucky, Daft Punk
n 2. Let Her Go, Passenger
n 3. I Love It, Icona Pop
n 4. Blurred Lines, Robin Thicke
n 5. Fall Down, will.i.am með Miley Cyrus
n 6. Alive, Krewella
n 7. Young and Beautiful (The Great
Gatsby), Lana Del Rey
n 8. Q.U.E.E.N., Janelle Monae
featuring Erykah Badu
n 9. Tapout, Rich Gang
n 10. Interlude, Chance the Rapper
Flottar lausnir
fyrir auralausa
Þeir sem hafa ekki efni á dýrum
sófa þurfa ekki að örvænta. Skand
ínavísk naumhyggja hentar þeim
auralausu og nóg er af ráðum til
að gera stofuna flotta. Hægt er að
notast við ódýra boxdýnu og kaupa
á hana fallega fætur. Fæturnir und
ir dýnunni á myndinni hér að ofan
eru frá www.prettypegs.se sem
sérhæfa sig í framleiðslu á stól,
borð og rúmfótum fyrir húsgögn
frá IKEA. Þá er hægt að leggja á
dýnuna fallegt teppi og finna til
flotta púða í heillandi mynstr
um. Stór og fallegur lampi og lítið
stílhreint borð mynda svo fallega
heildarmynd. Mynd: Bolig.
Auðvelt að
rækta myntu
Þeir sem eru ekki með græna fingur
geta reynt að rækta myntu. Sú jurt
þrífst ákaflega vel við hinar erfiðustu
aðstæður. Mynta er mikið notuð í
drykki eins og mojito eða heitt og
kalt te. Einnig gefur hún salati fersk
an blæ. Hún bætir lykt innandyra og
gefur ferskan andardrátt ef hún er
tuggin. Fræjunum er gott að sá ofan
á rakan jarðveg og það má sá þeim
nokkuð þétt (0,5–1,0cm milli fræja).
Eftir að búið er að dreifa fræjunum
ofan á jarðveginn er þeim þjappað
lauslega niður til að þau snerti jarð
veginn örugglega. Síðan er ágætt að
„spreyja“ vatni yfir fræin.