Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Blaðsíða 17
„Ef eitthvað virkar í ákveðnu magni,
þá er ekki samasemmerki á milli
þess að það virki betur í þrisvar sinn
um meira magni. Þarna gera mjög
margir mistök.“
Steinar bendir á að afleiðingar of
neyslu vítamína séu í raun jafn mis
munandi og vítamínin eru mörg. Þá
séu sum þeirra skaðlaus þó þeirra sé
neytt í miklu magni. „B1, B2 og B3,
það er ólíklegt að það valdi þér skaða
þó þú takir þau inn í ofsamagni. Aft
ur á móti ef þú tekur inn of mikið of
B6 þá getur það valdið vandræðum,
líkt og Cvítamín og Evítamín.“
Hann segir mjög marga Íslend
inga vera að taka inn það sem hann
kallar „ofsamagn“ af vítamínum.
„Ég hef séð þetta bæði hjá íþrótta
mönnum og „wannabe“ íþrótta
mönnum. Þeim sem æfa eins og
berserkir en eru ekkert endilega í
fremstu röð. Þeir eru alltaf að hugsa
hvernig þeir nái þessu auka til að
standa sig betur og þá fara margir út
í þessar öfgar.“
Vítamínin berjast sín á milli
Steinar gengur nánast svo langt að
fullyrða að inntaka vítamína sé al
gjörlega óþörf fyrir utan Dvítamín.
„Ef ég ætti að svara því hvaða fæðu
bótarefni Íslendingar eiga að taka þá
myndi ég segja: Lýsi og hugsanlega
fyrir konur með tíðir, að taka járn
í samráði við lækni eða næringar
fræðing. Og svo fyrir marga hverja
að taka eina fjölvítamín og steinefna
töflu á dag. Það er allt sem þarf.“
Að sögn Steinars eru vítamínin í
fjölvítamíni í því magni að þau eru
ekki að berjast innbyrðis um að kom
ast inn í líkamann. Hann tekur kalk
og járn sem dæmi, en þau geta átt í
slíkri baráttu. Í fjölvítamíni eru þau
hins vegar í jafnvægi. „Ef þú tekur
til dæmis járntöflu og drekkur mjólk
með þá ertu strax farinn að minnka
hve mikið þú nýtir af járninu,“ útskýr
ir Steinar.
Hann segir sérstaklega mikil
vægt fyrir konur á barneignaraldri
að hafa í huga að takmarka neyslu á
Avítamínríkri fæðu og Avítamíni,
þar sem þær viti oft ekki að þær eru
með barni fyrr en jafnvel á áttundu
eða tíundu viku. Að sama skapi
sé mjög gott fyrir konur að taka
fjölvítamín til að tryggja að þær fái
næga fólínsýru, en skortur á henni
getur valdið skaða á taugakerfi
fósturs. „Það er ákveðinn öryggis
ventill fyrir okkur, hvort sem um er
að ræða Jón Jónsson, íþróttamann
inn eða konuna sem getur orðið
ófrísk, að taka eina fjölvítamín og
steinefnatöflu á dag.“ n
Vítamín geta Verið hættuleg
Neytendur 17Miðvikudagur 12. júní 2013
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
Skaðlegt Steinar B. Aðalbjörnsson nær-
ingarfræðingur segir marga Íslendinga taka
inn vítamín í ofsaskömmtum. Slík neysla á
vítamínum getur verið skaðleg heilsunni.
n Ofneysla ákveðinna vítamína getur haft banvænar afleiðingar n Óþarfi að innbyrða aðra fæðubót en lýsi að sögn næringarfræðings
Lýsi Fyrir Íslendinga ætti að vera nóg að
taka inn lýsi eða D-vítamín í töfluformi.
Vítamín skipt-
ast í tvo flokka
Vítamínin þrettán skiptast í vatnsleys-
anleg annars vegar og fituleysanleg hins
vegar. Til vatnsleysanlegra vítamína
teljast B-vítamínin, sem eru alls átta
talsins og C-vítamín. A-, D-, E-, og
K-vítamín eru hins vegar fituleysanleg.
Þessi grundvallarmunur á vítamín-
flokkunum hefur mikið að segja komi
til ofneyslu þeirra. Umframmagn af
vatnsleysanlegum vítamínum skilar sér
út með þvagi og því eru afleiðingarnar
oftast skaðlausar. Þrátt fyrir það
getur neysla á C-vítamíni í mjög stórum
skömmtum haft slæm áhrif á líkamann
og til að mynda valdið nýrnasteinum.
Fituleysanleg efni safnast hins vegar
upp í líkamanum, einkum í lifrinni og
geta haft mjög skaðleg áhrif.
Vert er að hafa í huga að áhrif stórra
skammta af einstökum vítamínum geta
einnig farið eftir því hvaða önnur nær-
ingarefni er verið að innbyrða á sama
tíma. Þá geta ýmis lyf einnig haft áhrif á
vítamínupptöku. Þetta er vert að hafa í
huga þegar vítamín eru tekin inn.
(Upplýsingar af Vísindavefnum)
Ráðlagðir
dagskammtar
nokkurra
vítamína:
A-vítamín
Karlar > 10 ára 900 mcg
Konur > 10 ára 800 mcg
C-vítamín
Karlar > 15 ára 60 mg
Konur > 15 ára 60 mg
D-vítamín
Karlar 19 – 60 ára 7 mcg
Konur 19 – 60 ára 7 mcg
E-vítamín
Karlar > 14 ára 10 mg
Konur > 10 ára 8 mg
K-vítamín
Karlar 45–80 mcg
Konur 45–65 mcg
(Vert er að hafa í huga að ráðlagðir
dagskammtar fyrir þungaðar konur geta
verið öðruvísi)
Borða fjölbreytt Með neyslu
á fjölbreyttri fæðu fáum við öll
vítamín sem við þurfum.
1. Sjávarsalt er
hollara en borðsalt
Ósatt. Ef þú kaupir
sjávarsalt til að
neyta fjölbreytt
ari steinefna
eru það gagns
laus innkaup.
Venjulegt
borðsalt inniheld
ur um það bil 2.300 mg af sódíum í
hverri teskeið. Sjávarsalt inniheld
ur einnig svipað magn af sódíum.
Þeir sem vilja meina að sjávarsaltið
sé hollara benda á að það innihaldi
einnig magnesíum og járn. Raunin
er að magn þeirra efna er vart mæl
anlegt. Til þess að innbyrða mæl
anlegt magn af magnesíum og járni
þyrfti einstaklingur að innbyrða lífs
hættulega mikið af salti!
Venjulegt borðsalt er að auki
jafnan styrkt með joði, sem hefur
góð áhrif á hormónaskap líkamans.
Í sjávarsalti er ekkert joð.
2. Vörur með minni
fitu eru hollari
Ósatt. Neytandinn ætti að hafa var
ann á sér þegar hann kaupir inn
vörur sem auglýstar eru með sér
lega lágu fituinn
haldi. Stundum
getur inni
haldið verið
afskaplega
óhollt þrátt fyrir
minni fitu. Salt
ríkt og fullt af ódýru
kolvetni. Sem dæmi má taka hnetu
smjör frá Smuckers. Í stað fitu ákvað
framleiðandinn að setja kolvetn
ið maltodextrin sem er engin stoð
fyrir þá sem vilja léttast. Undarleg
ákvörðun og markaðssetning sem
ruglar neytandann í ríminu sem
ætti fremur að velja sér holla fitu og
neyta minna af henni.
3. Vörur auglýstar
án transfitu eru án
transfitu
Ekki endilega
satt. Matvæla
og lyfjaeftirlit
Bandaríkj
anna gefur
framleiðendum
ákveðið svigrúm
þegar kemur að markaðssetningu
varnings án transfitu. Framleiðend
ur mega sum sé kynna varning sinn
án transfitu innihaldi hann 0,5 gr. af
transfitu eða minna. Alþjóðaheil
brigðisstofnunin (WHO) ráðlegg
ur fólki að neyta alls ekki meira en 1
gramms af transfitu á dag. Ef neyt
andinn hefur keypt varning sem
inniheldur slæðing af transfitu getur
hann auðveldlega farið yfir mörkin
án þess að hafa hugmynd um það.
Lífseig
„sannindi“