Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Síða 17
„Ef eitthvað virkar í ákveðnu magni, þá er ekki samasemmerki á milli þess að það virki betur í þrisvar sinn­ um meira magni. Þarna gera mjög margir mistök.“ Steinar bendir á að afleiðingar of­ neyslu vítamína séu í raun jafn mis­ munandi og vítamínin eru mörg. Þá séu sum þeirra skaðlaus þó þeirra sé neytt í miklu magni. „B1, B2 og B3, það er ólíklegt að það valdi þér skaða þó þú takir þau inn í ofsamagni. Aft­ ur á móti ef þú tekur inn of mikið of B6 þá getur það valdið vandræðum, líkt og C­vítamín og E­vítamín.“ Hann segir mjög marga Íslend­ inga vera að taka inn það sem hann kallar „ofsamagn“ af vítamínum. „Ég hef séð þetta bæði hjá íþrótta­ mönnum og „wannabe“ íþrótta­ mönnum. Þeim sem æfa eins og berserkir en eru ekkert endilega í fremstu röð. Þeir eru alltaf að hugsa hvernig þeir nái þessu auka til að standa sig betur og þá fara margir út í þessar öfgar.“ Vítamínin berjast sín á milli Steinar gengur nánast svo langt að fullyrða að inntaka vítamína sé al­ gjörlega óþörf fyrir utan D­vítamín. „Ef ég ætti að svara því hvaða fæðu­ bótarefni Íslendingar eiga að taka þá myndi ég segja: Lýsi og hugsanlega fyrir konur með tíðir, að taka járn í samráði við lækni eða næringar­ fræðing. Og svo fyrir marga hverja að taka eina fjölvítamín og steinefna­ töflu á dag. Það er allt sem þarf.“ Að sögn Steinars eru vítamínin í fjölvítamíni í því magni að þau eru ekki að berjast innbyrðis um að kom­ ast inn í líkamann. Hann tekur kalk og járn sem dæmi, en þau geta átt í slíkri baráttu. Í fjölvítamíni eru þau hins vegar í jafnvægi. „Ef þú tekur til dæmis járntöflu og drekkur mjólk með þá ertu strax farinn að minnka hve mikið þú nýtir af járninu,“ útskýr­ ir Steinar. Hann segir sérstaklega mikil­ vægt fyrir konur á barneignaraldri að hafa í huga að takmarka neyslu á A­vítamínríkri fæðu og A­vítamíni, þar sem þær viti oft ekki að þær eru með barni fyrr en jafnvel á áttundu eða tíundu viku. Að sama skapi sé mjög gott fyrir konur að taka fjölvítamín til að tryggja að þær fái næga fólínsýru, en skortur á henni getur valdið skaða á taugakerfi fósturs. „Það er ákveðinn öryggis­ ventill fyrir okkur, hvort sem um er að ræða Jón Jónsson, íþróttamann­ inn eða konuna sem getur orðið ófrísk, að taka eina fjölvítamín og steinefnatöflu á dag.“ n Vítamín geta Verið hættuleg Neytendur 17Miðvikudagur 12. júní 2013 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Skaðlegt Steinar B. Aðalbjörnsson nær- ingarfræðingur segir marga Íslendinga taka inn vítamín í ofsaskömmtum. Slík neysla á vítamínum getur verið skaðleg heilsunni. n Ofneysla ákveðinna vítamína getur haft banvænar afleiðingar n Óþarfi að innbyrða aðra fæðubót en lýsi að sögn næringarfræðings Lýsi Fyrir Íslendinga ætti að vera nóg að taka inn lýsi eða D-vítamín í töfluformi. Vítamín skipt- ast í tvo flokka Vítamínin þrettán skiptast í vatnsleys- anleg annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vatnsleysanlegra vítamína teljast B-vítamínin, sem eru alls átta talsins og C-vítamín. A-, D-, E-, og K-vítamín eru hins vegar fituleysanleg. Þessi grundvallarmunur á vítamín- flokkunum hefur mikið að segja komi til ofneyslu þeirra. Umframmagn af vatnsleysanlegum vítamínum skilar sér út með þvagi og því eru afleiðingarnar oftast skaðlausar. Þrátt fyrir það getur neysla á C-vítamíni í mjög stórum skömmtum haft slæm áhrif á líkamann og til að mynda valdið nýrnasteinum. Fituleysanleg efni safnast hins vegar upp í líkamanum, einkum í lifrinni og geta haft mjög skaðleg áhrif. Vert er að hafa í huga að áhrif stórra skammta af einstökum vítamínum geta einnig farið eftir því hvaða önnur nær- ingarefni er verið að innbyrða á sama tíma. Þá geta ýmis lyf einnig haft áhrif á vítamínupptöku. Þetta er vert að hafa í huga þegar vítamín eru tekin inn. (Upplýsingar af Vísindavefnum) Ráðlagðir dagskammtar nokkurra vítamína: A-vítamín Karlar > 10 ára 900 mcg Konur > 10 ára 800 mcg C-vítamín Karlar > 15 ára 60 mg Konur > 15 ára 60 mg D-vítamín Karlar 19 – 60 ára 7 mcg Konur 19 – 60 ára 7 mcg E-vítamín Karlar > 14 ára 10 mg Konur > 10 ára 8 mg K-vítamín Karlar 45–80 mcg Konur 45–65 mcg (Vert er að hafa í huga að ráðlagðir dagskammtar fyrir þungaðar konur geta verið öðruvísi) Borða fjölbreytt Með neyslu á fjölbreyttri fæðu fáum við öll vítamín sem við þurfum. 1. Sjávarsalt er hollara en borðsalt Ósatt. Ef þú kaupir sjávarsalt til að neyta fjölbreytt­ ari steinefna eru það gagns­ laus innkaup. Venjulegt borðsalt inniheld­ ur um það bil 2.300 mg af sódíum í hverri teskeið. Sjávarsalt inniheld­ ur einnig svipað magn af sódíum. Þeir sem vilja meina að sjávarsaltið sé hollara benda á að það innihaldi einnig magnesíum og járn. Raunin er að magn þeirra efna er vart mæl­ anlegt. Til þess að innbyrða mæl­ anlegt magn af magnesíum og járni þyrfti einstaklingur að innbyrða lífs­ hættulega mikið af salti! Venjulegt borðsalt er að auki jafnan styrkt með joði, sem hefur góð áhrif á hormónaskap líkamans. Í sjávarsalti er ekkert joð. 2. Vörur með minni fitu eru hollari Ósatt. Neytandinn ætti að hafa var­ ann á sér þegar hann kaupir inn vörur sem auglýstar eru með sér­ lega lágu fituinn­ haldi. Stundum getur inni­ haldið verið afskaplega óhollt þrátt fyrir minni fitu. Salt­ ríkt og fullt af ódýru kolvetni. Sem dæmi má taka hnetu­ smjör frá Smuckers. Í stað fitu ákvað framleiðandinn að setja kolvetn­ ið maltodextrin sem er engin stoð fyrir þá sem vilja léttast. Undarleg ákvörðun og markaðssetning sem ruglar neytandann í ríminu sem ætti fremur að velja sér holla fitu og neyta minna af henni. 3. Vörur auglýstar án transfitu eru án transfitu Ekki endilega satt. Matvæla­ og lyfjaeftirlit Bandaríkj­ anna gefur framleiðendum ákveðið svigrúm þegar kemur að markaðssetningu varnings án transfitu. Framleiðend­ ur mega sum sé kynna varning sinn án transfitu innihaldi hann 0,5 gr. af transfitu eða minna. Alþjóðaheil­ brigðisstofnunin (WHO) ráðlegg­ ur fólki að neyta alls ekki meira en 1 gramms af transfitu á dag. Ef neyt­ andinn hefur keypt varning sem inniheldur slæðing af transfitu getur hann auðveldlega farið yfir mörkin án þess að hafa hugmynd um það. Lífseig „sannindi“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.