Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Blaðsíða 13
Umræða 13Miðvikudagur 12. júní 2013
Thatcher er fyrirmyndin
Áslaug Arna kom á Beina línu og ræddi við lesendur um allt frá humri til gistiskýla
Jónatan Sveinsson Hver er
afstaða þín gagnvart
hug myndum Framsóknar um
lækkun skulda heimilanna og telur þú
að slíkar tilraunir geti haft afdrifaríkar
afleiðingar til lengri tíma litið?
Áslaug Arna Sæll Jónatan, ég tel
ríkið þurfa að fara mjög varlega í
að niðurgreiða skuldir með þessum
hætti sem gagnast ekki öllum. Ég
er hlynntari því að skuldir ríkissjóðs
verði greiddar niður og skattar
lækkaðir sem er eitthvað sem
gagnast öllum.
Rafn Steingrímsson Var að
spá í að grilla humar í kvöld.
Hvaða hvítvín á ég að pikka
upp með herlegheitunum?
Áslaug Arna Ég er mjög hrifin af
Pinot Grigio frá Ítalíu, hægt að fá
mjög góða slíka flösku á aðeins
1.590 kr. í ÁTVR :)
Unnar Sigtryggsson Sæl
Áslaug, hver er skoðun þín á
Evrópusambandinu, algerlega
burtséð frá Íslandi, mögulegri (eða
ómögulegri) aðild, eða samskiptum,
okkar við sambandið nú þegar. Bara
skoðun á sambandinu sjálfu án þess að
blanda Íslandi saman við það :)
Áslaug Arna Sæll Unnar, það
er margt gott við ESB og annað
verra. Ég tel innri markaðinn það
besta við Evrópusambandið en tel
sambandið vera að þróast of mikið
í þá átt að vera eitt stórt Evrópuríki.
Það tel ég vera mjög slæmt fyrir
sambandið og líklegast megin
ástæðuna fyrir því að meirihluti
Breta vill nú skoða að fara út úr því.
Kjartan Ingi Jónsson
EESríkin hafa með aðild sinni
að EESsamningnum framselt
hluta af fullveldi sínu. Er ekki eðlilegt
miðað við áherslur flokksins og orð
formanns ykkar að segja upp þeim
samningi?
Áslaug Arna Sæll Kjartan Ingi. Nei,
ég tel það ekki skynsamlegt. Með
EESsamningnum fáum við aðgang
að innri markaði Evrópusambands
ins sem er að mínu mati það besta
við sambandið eins og kom fram hér
að ofan.
Sveinn Arnarsson Ertu
femínisti?
Áslaug Arna Sæll Sveinn.
Já, ég er femínisti því ég tel að fullu
jafnræði milli kynjanna sé ekki náð.
En ég er það að svo miklu leyti að í
honum felist ekki einhver sósíalismi
sem oft einkennir umræðu um
femínista.
Sigríður Sturludóttir Hver er
þín skoðun á kynjakvóta?
Áslaug Arna Sæl
Sigríður, ég er á móti kynjakvótum.
Af hverju, jú, ég tel þá ekki bæta
stöðu kvenna. Jafnrétti er tryggt í
stjórnarskrá og ekki þarf að setja
þvinganir á fyrirtæki eða nefndir að
hafa jafnt kynjahlutfall. Jafnrétti
mælist mjög hátt á Íslandi og hefur
aukist síðustu ár. Enn vantar þó upp
á en ég tel það ekki vera leyst með
boðum og bönnum.
Stefán Sveinsson Nú hefur þú
líklega verið kölluð öllum illum
nöfnum sem fyrirfinnast undir
sólinni. Hvert er í uppáhaldi?
Áslaug Arna Sæll Stefán, ég á
nokkuð mörg sem eru í sérstöku
uppáhaldi, aðallega vegna þess að
fólkið sem kom með þau ætti að fá
verðlaun fyrir hugmyndaflug. Ef ég
má nefna þrjú eru það: hrunfreyja,
heilalaust sjálfstæðisfóstur og
ungfrú greindarvísitala.
Halldór Högurður Af hverju
getur þú ekki bara hætt að
vinna, verið með allt á hornum
þér og drukkið landa í Sodastream og
borðað örbylgjuborgara eins og þínir
hörðustu gagnrýnendur?
Áslaug Arna Sæll Halldór, ég hef
oft velt því fyrir mér sjálf. En ég hef
gaman að lífinu, finnst gaman að
vinna á vinnustaðnum mínum, læra
í háskólanum og finnst bara ekkert
nema sjálfsagt að fá mér humar
þegar það eru tyllidagar. Ég mæli
bara með því að mínir hörðustu
gagnrýnendur prófi að sjá það
ánægjulega við lífið en samt ekki
gleyma því að gagnrýna mig inn á
milli!
Páll Ásgeir Ásgeirsson Hver
er þín afstaða til hugmynda
Sigurðar Inga Jóhannssonar
um að æskilegt sé að leggja
umhverfisráðuneytið niður?
Áslaug Arna Sæll Páll Ásgeir, ég
get nú sagt að mér finnst menn
þurfa að koma sér inn í málin áður
en þeir fara af stað með yfirlýsingar
um að leggja niður einstaka
ráðuneyti. Mín skoðun er sú að ekki
eigi að leggja niður umhverfisráðu
neytið.
Bergur Benjamínsson Sæl
Áslaug. Hefur þú hugleitt að
gefa kost á þér sem formaður
SUS næsta haust ?
Áslaug Arna Sæll Bergur. Ætli ég
hafi ekki einhvern tímann hugleitt
það :)
Hildur Lilliendahl
Viggósdóttir Sæl Áslaug og
takk fyrir síðast. Hver eru
stærstu útistandandi jafnréttisvanda
málin og hvernig lögum við þau?
Áslaug Arna Sæl Hildur og takk
sömuleiðis. Ætli stærstu útistand
andi vandamálin að mínu mati séu
ekki launamisrétti og hugarfars
vandamál. Við erum á mjög góðri
leið og ég tel okkur þurfa að halda
áfram á sömu braut, með hvatningu
og uppvakningu án boða og banna.
Með launamisréttið tel ég hafa verið
farna mjög góða leið í Keflavík þar
sem því var alveg eytt. Við ættum
að horfa til þess þar sem vel gengur.
Ísak Jónsson Ertu fylgjandi því
að íslendingar taki þátt í
þróunaraðstoð?
Áslaug Arna Sæll Ísak. Já, ég er
fylgjandi því. Ég tel þó þurfa að
skoða vel á hverjum tíma hvernig
hún nýtist. Þá tel ég að opna þurfi
viðskipti við þróunarlöndin svo þau
geti spjarað sig sjálf.
Árni Sigurðsson Hvaða
takmörkun á frelsi fólks á
Íslandi er mikilvægast að
afnema og af hverju?
Áslaug Arna Sæll Árni, ég tel að á
öllum vígstöðum þurfi að huga að
frelsi einstaklingsins. En það á ekki
að þurfa að rökstyðja frelsi heldur
eiga ávallt að vera rík rök fyrir því
að skerða það. Gjaldeyrishöft er sú
takmörkun sem mikilvægast er að
afnema svo að atvinnulífið komist
aftur af stað.
Lúkas Kolbjarnarson
Stefnirðu á Alþingi í
framtíðinni?
Áslaug Arna Sæll Lúkas. Í hrein
skilni sagt þá veit ég það bara ekki,
hef mikinn áhuga á lögfræðinni
sem ég les nú við Háskóla Íslands og
þetta verður tíminn síðan bara að
leiða í ljós.
Viktor Valgarðsson Hæ,
Áslaug! :) Óvænt spurning frá
mér: Finnst þér að Alþingi ætti
að vinna áfram að samþykkt nýrrar
stjórnarskrár Íslands, á grundvelli tillögu
Stjórnlagaráðs – og vinnu Alþingis í
kjölfar hennar – eins og samþykkt var
með um 64 prósent gildra atkvæða í
ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20.
október síðastliðinn? Ef svo er, hvernig,
og ef ekki, hvers vegna?
Áslaug Arna Sæll Viktor. Við þessu
var að búast :) Ég tel að nota eigi
frumvarpið til hliðsjónar vinnu að
breytingum að stjórnarskránni. Ég
tel að það þurfi ekki að gjörbreyta
stjórnarskránni því ekkert varðandi
hrunið má rekja til stjórnarskrár
innar. Þá tel ég að taka eigi meira
mið af fræðimönnum sem bent
hafa á annmarka í frumvarpi þessu.
Einnig er mjög mikilvægt að allar
breytingar séu gerðar í víðtækri sátt
á Alþingi að vel ígrunduðu máli.
Jóhann Helgason Ég er mikill
áhugamannabakari, hvar
lærðir þú að baka svona flottar
kökur?
Áslaug Arna Sæll Jóhann. Ég lærði
þetta nú bara af internetinu og með
því að æfa mig. Ef þig langar að læra
verð ég líklegast með námskeið
fljótlega í þessum kökuskreytingum
fyrir áhugasama ;)
Lúkas Kolbjarnarson Myndir
þú eiga vinstrisinnaðan
kærasta?
Áslaug Arna Sæll Lúkas. Ég er á
lausu og ég bara veit ekki hvort ég
gæti átt í mjög góðu ástarsambandi
með mjög vinstrisinnuðum manni
því það er oft erfitt að eiga samleið
með einhverjum sem maður er mjög
ósammála :) En ég útiloka ekki
neitt!
Snorri Bergsson Hvað viltu að
verði gert við flugvöllinn?
Áslaug Arna Sæll Snorri.
Ég tel að nú eigi flugvöllurinn að
vera um kyrrt í Vatnsmýrinni enda
engin önnur staðsetning í sjónmáli
sem stendur. Í þessu máli verður þó
alltaf að vera hagsmunamat um
kosti og galla hverju sinni.
Sigurjón Hallgrímsson Hver
er skoðun þín á núverandi
refsistefnu í fíkniefnamálum?
Áslaug Arna Sæll Sigurjón, ég er
spennt fyrir því að skoða það að
afnema refsiábyrgð vegna vörslu
fíkniefna, því ég tel óþarfi að gera
menn að glæpamönnum fyrir það
eitt að vilja nota fíkniefni og það
myndi auðvelda mjög að hjálpa
þeim sem eiga um sárt að binda
vegna neyslunnar. Þá hefur sýnt sig
að refsistefnan hefur ekki virkað til
þessa.
Gunnar Hólmsteinn Ertu
fylgjandi hvalveiðum?
Áslaug Arna Sæll Gunnar.
Já, ég tel að þær ætti ekki að banna
en mjög mikilvægt er að fara var
lega að öllum fiskistofnunum sama
hvort það er hvalur eða þorskur.
Ávallt þarf að taka mið af styrk
stofnsins.
Viktor Guðmundsson Hvar
hægra megin myndirðu
staðsetja sjálfan þig á pólitíska
litrófinu (til dæmis liberal, libertarian,
conservative og svo framvegis)?
Áslaug Arna Sæll Viktor, ætli ég
sé ekki staðsett frjálshyggjumegin,
svona libertarian.
Bjarki Grönfeldt Nú er gjarnan
talað um Sjálfstæðisflokkinn
sem „liberal conservative“
flokk, það er frjálslyndan íhaldsflokk.
Víða í kringum okkur rekast þessar tvær
stefnur ekki saman og í staðinn fyrir
einn öflugan hægri flokk eins og hér er
eru fleiri en minni flokkar. Rúmast bæði
frjálslyndar og íhaldssamar skoðanir
auðveldlega í Sjálfstæðisflokknum og er
eftirspurn eftir öðrum hægri flokki?
Áslaug Arna Sæll Bjarki. Ég tel
þessar skoðanir rúmast allar innan
flokksins og það er gott að vera
í stórum og sterkum flokki sem
rúmar alls konar skoðanir. Síðan unir
maður meirihlutanum í flokknum
hverju sinni og virðir það, þó maður
sé ekki alltaf sammála. Hvort það
sé eftirspurn eftir nýjum flokki veit
ég ekki, það sýndi sig alla vega ekki í
síðustu kosningum, en það gæti vel
verið.
Jóhanna Einarsdóttir Á að
veita Edward Snowden hæli á
Íslandi ef formleg beiðni þar að
lútandi berst.
Áslaug Arna Sæl Jóhanna. Ég hef
ekki kynnt mér þetta nægjanlega.
En tel að við þurfum að móta okkur
heildstæða stefnu þegar kemur að
móttöku flóttamanna en ekki meta
hvert mál fyrir sig eftir fjölmiðlaum
fjöllun.
Pawel Bartoszek Hver er
uppáhaldsstjórnmálamaður
inn þinn og af hverju einmitt
Margaret Thatcher?
Áslaug Arna Haha, gott þú svarað
ir þessu sjálfur Pawel :) Þú giskaðir
rétt, það mun vera Thatcher ein
faldlega því hún er mikil fyrirmynd,
stóð í lappirnar sama hvað gekk á
og vék aldrei nokkurn tímann frá
sinni hugsjón.
Arnar Sigurðsson Hvaða líkur
telur þú á að formaður
Sjálfstæðisflokksins fylgi
landsfundarályktun um að leggja niður
starfsemi einokunarverslunar ÁTVR og
selja eigur fyrirtækisins?
Áslaug Arna Sæll Arnar. Ég veit
það ekki – þetta er auðvitað ekki
forgangsmál. Það eru fullt af
málum sem bíða þingsins og mörg
þeirra mun mikilvægari en þetta.
En ég býst við því að hann geri það
einhvern tímann og tel það meira en
sjálfsagt.
Kjartan Kjartansson Ungir
sjálfstæðismenn eru hrifnir af
einkarekstri á flestum sviðum.
Er er þjónusta eða stofnanir sem þið
eruð samt á að eigi alltaf að vera reknar
af ríkinu?
Áslaug Arna Sæll Kjartan. Það
eru alls ekki allir ungir sjálfstæðis
menn sammála hvað eigi að vera í
ríkisrekstri og hvað ekki. Öryggismál
verða alltaf rekin af ríkinu, þá er
menntakerfi og heilbrigðisþjónusta
einnig grunnstoðir samfélagsins og
verða studdar af ríkinu eitthvað þó
að einkarekstur verði þar einnig og
vonandi viðameiri.
Sema Serdar Sæl. Ert þú
hlynnt þeim lýðræðislega rétti
þjóðarinnar, að fá að segja sína
skoðun á aðildarsamningi Íslands við
Evrópusambandið, í þjóðaratkvæða
greiðslu?
Áslaug Arna Sæl Sema. Já, ég
tel það gríðarlega mikilvægt að
samningur yrði leiddur fyrir þjóðina
til samþykkis eða synjunar.
Svala Magnea Hverja telur þú
vera lausnina á neyðarskýlum
borgarinnar fyrir útigangs
menn? Yfir 140 tilvik eru á þessu ári þar
sem heimilislausum hefur verið vísað frá
neyðarskýlum vegna plássleysis.
Áslaug Arna Sæl Svala, það er
líkast til engin ein lausn í sjónmáli.
Einkaaðilar eins og Samhjálp hafa
staðið sig mjög vel og það ætti að
reyna fjölga tækifærum einkaaðila
til að sinna þessum málaflokki og
aðallega að reyna koma fólkinu aft
ur á lappirnar svo það þurfi seinna
meir ekki á skjóli að halda.
Hrafnhildur Óðinsdóttir
Hvað finnst þér um
fæðingarorlof á Íslandi
samanborið við aðrar Norðurlandaþjóð
ir? Sérð þú hagsmuni í því að bæta kjör
nýbakaðra foreldra?
Áslaug Arna Sæl Hrafnhildur. Það
er sjálfsagt í því velferðarsamfélagi
sem við búum í að huga að velferð
nýbakaðra foreldra, en við þurfum
alltaf að muna hvaðan fjármagnið
kemur því það kostaði skattgreið
endur 10 milljarða á ári, sem átti
upphaflega að kosta 3–4 milljarða.
Tilgangur fæðingarorlofs er að
stuðla að samvistum nýbakaðra
barna við foreldra sína og það þyrfti
að endurskoða fæðingarorlofssjóð
og þær greiðslur sem koma úr hon
um til að gera útivinnandi foreldrum
kleift að vera heima þann tíma sem
þeir eiga rétt á.
Hilmar Gunnarsson Á að
bæta tímann í Reykjavíkur
maraþoninu í sumar? Og á að
styrkja eitthvað gott málefni?
Áslaug Arna Sæll Hilmar. Já, stefn
ir maður ekki alltaf á það! Ég hljóp
í fyrra 10 km með hjólastól á 1 klst.
og 11 mínútum. Set markmiðið á að
fara þetta með hjólastólinn aftur á
innan við 1 klst. og 5 mínútum. Við
systur ætlum að styrkja eitthvað
gott málefni aftur enda höfðum við
virkilega gaman af því í fyrra, en við
höfum ekki ákveðið hvaða málefni
verður fyrir valinu :)
Karl Ólafur Ertu með einhver
tips fyrir verðandi jafningja
fræðara, sem fyrrverandi
jafningjafræðari?
Áslaug Arna Sæll Karl. Já, njóttu
þess vel! Frábært sumar framundan
hjá þér. Vertu ávallt samkvæmur
sjálfum þér og talaðu alltaf við
krakkana á jafningjagrundvelli.
Aldrei vera feiminn að ræða neitt,
það er gott að tala um alla heimsins
hluti sem krakkarnir vilja ræða við
fræðarana :)
Vésteinn Gauti Hauksson
Sæl Áslaug. Hversu mikilvægt
telur þú að halda Íslandi hreinu
fyrir ferðamannaiðnaðinn og getur það
farið saman að reka hér stóriðjustefnu
og stóran ferðamannaiðnað?
Áslaug Arna Sæll Vésteinn. Ég tel
þetta vel geta farið saman, það þarf
þó alltaf að fara varlega og reyna
að fá sem hæst verð fyrir auðlindina
þannig hún skapi þjóðinni einhvern
auð en ekki fara í virkjanir sem gætu
mögulega ekki borgað sig. Huga
þarf vel að ferðamannaiðnaðinum
og öllum náttúruperlum okkar því
hann stækkar og stækkar og er
mjög nauðsynlegur fyrir Ísland.
Heiða Heiðars Á skalanum
1–10; hversu vel passa þínar
skoðanir við skoðanir Brynjars
Níelssonar um femínisma og
umhverfismál?
Áslaug Arna Sæl Heiða. Það er
mjög erfitt að smella skoðunum
tveggja einstaklinga saman og
meta hve mikið þær smelli. Ég er
sammála honum í mörgu og öðru
ekki. Sumt væri 10 og annað 5. En ég
er mjög ánægð hvað hann er ávallt
samkvæmur sjálfum sér og hrein
skilinn. Þyrftum fleiri alþingismenn
með þá eiginleika. Ætli ég skjóti ekki
bara á 8.
Hilmar Guðlaugsson Finnst
þér það í anda hægristefnunn
ar, sem sjálfstæðisflokkurinn
kennir sig við, að byrja á því að fjölga
ráðherrum?
Áslaug Arna Sæll Hilmar. Nei, það
þarf að draga úr útgjöldum í æðstu
stjórn ríkisins og koma á stöðugleika
þar. Síðan þarf að mynda víðtæka
sátt um skipun í stjórnarráðinu og
hve margir ráðherrar eigi að vera
til lengri tíma svo ekki sé verið að
breyta því á fjögurra ára fresti.
Hvort sem niðurstaðan verði sú að
nauðsynlegt sé að hafa sérstakan
heilbrigðis eða umhverfisráðherra.
Svala Magnea Nú er Samhjálp
viðriðin sértrúarsöfnuðinn
Fíladelfíu en rekur starfsemi
sína að stórum hluta með ríkisframlög
um með litlu eftirliti og í miklum
fjárhagshalla. Finnst þér það í lagi?
Áslaug Arna Sæl Svala. Já, ríkið
greiðir fyrir gistiskýlin sem Samhjálp
rekur. Samhjálp hefur verið í
samstarfi með Reykjavíkurborg
í allt að 40 ár og ég þekki ekki til
annars en að samstarfið hafi gengið
vel og ég veit til þess að starfsemin
er undir eftirliti frá ríkinu enda rekur
Samhjálp einnig meðferðarheimili
og margt annað. Ég hef þó ekki
kynnt mér þetta nægjanlega vel.
Stefán Erlings Ætlarðu á
humarhátíðina á Höfn í sumar?
Áslaug Arna Sæll Stefán.
Það væri viðeigandi en ég hef ekki
ákveðið það ennþá. Heimdallur ætti
kannski að fara í hópferð þangað.
Annars erum við með SuHumarpartí
á föstudaginn sem allir eru vel
komnir í, við látum það að minnsta
kosti duga í bili.
Nafn: Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Aldur: 22 ára
Menntun: Lögfræðinemi
Starf: Formaður Heimdallar og
blaðamaður á Morgunblaðinu.