Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Blaðsíða 23
Menning 23Miðvikudagur 12. júní 2013 Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Lýsing felur í sér eftirfarandi: Krossey, markmið: Endurskipulag umferðar. Skilgreina byggingarmagn og byggingarreiti á byggðum óbyggðum lóðum. Heimila stækkun og sameiningu lóða og lokun gatna. Auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda og gera húsakönnun. HSSA, markmið: Að tryggja að hjúkrunarrými og aðstaða sé í samræmi við lög og auknar kröfur. Tryggja aukið framboð af þjónustu- íbúðum. Bæta þjónustu við núverandi notendur þjónustunnar. Að tryggja nægt rými vegna aðstöðu vistmanna, starfsfólks og annarra þátta samfara þjónustu HSSA við íbúa. Auka framboð áhugaverðra íbúðarlóða í sveitarfélaginu. Lýsing verður til sýnis í Ráðhúsi Sveitafélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 12. júní – 1. júlí 2013 og á heimasíðu sveitarfélagsins. http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/ Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. júlí 2013 og skal senda þær á netfangið runars@hornafjordur.is eða skila þeim í Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 12. júní 2013. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Umhverfis og skipulagstjóri . Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir. Nýtt deiliskipulag Krossey og Heilbrigðistofnun Suð- austurlands (HSSA) Lýsing Kjötkássa á flóðasvæðum Ef eitthvað er að marka fjölmiðla á netinu þá er mikil flóða- hætta í Búdapest, þar sem ég er staddur. Það er þó harla erfitt að greina það fyrir aðkomu- mann eins og mig, vissulega eru skilti í ánni, bekkir og aðrir hlutir sem ég á auðveldara með að ímynda mér á föstu landi – en þegar ég spyr heimamenn hvort ekki sé allt í lagi, benda þeir bara á næsta bar og bjóða mér ungverska kjötkássu og bjór. Augnablikið Hinir raunverulegu náttúruníðingar n Orðræðan í kringum meint náttúruníð Julius von Bismarck er úr takti við raunveruleikann Lögreglumál Málið á hendur Bismarck hefur verið sent Alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra. Julius von Bismarck Umdeildur lista- maður og meintur náttúruníðingur. H ópur listamanna hefur opnað gallerí í Kópavogi sem kallast gallerí Anarkía og er til húsa í Hamraborg inni. Fyrstu sýn- ingarnar opna um helgina og eru báðar eftir listmálarann Bjarna Sig- urbjörnsson. „Okkur langaði að búa til sal þar sem allir gætu sýnt verk- in sín, sama hve menntaðir lista- mennirnir eru,“ segir Bjarni en sýn- ingar hans heita: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. Í fréttatilkynn- ingu frá hópnum segir að hópur- inn láti sér mælistikur og stofnanir „listheimsins“ í léttu rúmi liggja. „Er ekki tilvalið að anarkíu-gallerí opni í Kópavogi,“ segir Bjarni. „Kópavogur er jú fæðingarstaður pönksins á Ís- landi.“ n Simonb@dv.is Anarkískt gallerí opnar í Kópavogi Listahátíð heldur áfram Tíu sýningar af Listahátíð í Reykjavík verða áfram til sýnis fyrir gesti og gangandi. Listahátíð lauk sunnudaginn 2. júní. Yfir 600 listamenn tóku þátt í hátíðinni og um tuttugu þúsund manns sóttu viðburðina, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn- endum hátíðarinnar. Þrátt fyrir að formlegri dagskrá hátíðarinnar sé lokið munu tíu myndlistarsýningar áfram verða opnar fram eftir sumri. Meðal þeirra sýninga sem opnar verða til loka júní eða lengur er sýning Magnúsar Pálssonar í Listasafni Reykjavíkur. Kaflaskipti í Hafnarhúsinu. Art = Text = Art í Hafnarborg. Huglæg landa- kort – mannshvörf í Listasafni Íslands. Sýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar í Hverfisgalleríi og Nafnlaus hestur Spessa í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.