Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 12. júní 2013 Miðvikudagur Dádýr festi höfuðið í flögupoka Þetta litla dádýr í Flórída lenti í töluverðum vanda síðastliðið laugardagskvöld þegar það rakst á Dorritos-poka á ferðum sínum og festi höfuðið í flögupokanum. Lögreglan kom að dýrinu og kom því til bjargar. Samkvæmt upplýs- ingum frá embættinu sýndi dýrið mikla biðlund á meðan lögreglan bifaðist við að ná pokanum af höfði þess. Í kjölfarið bað lögreglan gesti og gangandi um að ganga vel um svæðið og ganga vel frá rusli svo það skaði ekki dýrin á svæðinu. Huffington-Post sagði frá. Beðið fyrir Mandela Nelson Mandela var fluttur á spít- ala á laugardag vegna öndunarerf- iðleika eftir að lungnasýking sem hrjáði hann um hríð tók sig upp að nýju. Hann hefur verið heilsuveill að undanförnu og hefur fjórum sinnum verið lagður inn á spítala á síðustu sex mánuðum. Ástand hans er alvarlegt en stöðugt. Forseti Suður Afríku, Jacob Zuma, bað þjóðina um að biðja fyrir Mandela sem verður 95 ára gamall í næsta mánuði. Erkibisk- upinn, Desmond Tutu, bað einnig fyrir Mandela á mánudag og þakk- aði fyrir það sem Mandela hefur gefið af sér um leið og hann óskaði þess að fjölskylda hans fyndi styrk á þessum erfiðu tímum. Árið 1994 varð Nelson Mand- ela var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku en hann var forseti í fimm ár. Áður hafði hann setið í fangelsi á Robben-eyju í 27 ár fyrir að berjast gegn kynþátta- aðskilnaðarstefnunni. Hann hefur ætíð verið talsmaður friðar, sáttar og réttlætis og fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1993. Fann morðingja föður síns á netinu Tuttugu og sex árum eftir að fað- ir Joselyn Martinez var myrtur fyrir utan veitingastað í New York í Bandaríkjunum fann hún morðingjann. Morðinginn sem heitir Justo Santos, skaut föður Martinez til bana eftir rifrildi og flúði í kjölfarið til Dóminíska lýð- veldisins og hefur því aldrei þurft að svara fyrir glæpinn. Joselyn hefur síðastliðin tíu ár reynt að hafa upp á Santos en hún var níu ára gömul þegar faðir henn- ar var myrtur. Hún fann upplýsingar um Santos á netinu og kom þeim til lögreglunnar sem handtók Santos í Miami í Bandaríkjunum og greinir The New York Post frá því að hann hafi játað á sig morðið. Meirihluti styður njósnir stjórnvalda R íkisstjórn Barack Obama hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Í síð- ustu viku afhjúpuðu breska dagblaðið The Guardian og bandaríska dagblaðið Washington Post einstaklega umfangsmikið eft- irlitskerfi Þjóðaröryggisstofnunar Banda ríkjanna (NSA) sem mörgum þykir ganga allt of langt í upplýsinga- öflun um almenna borgara. Upp- ljóstrunina má þakka hinum 29 ára Edward Snowden, fyrrverandi starfs- manni leyniþjónustunnar CIA, en hann fer nú í huldu höfði og hefst við í Hong Kong. Almenningur styður njósnirnar Málið telst hið mesta hneyksli og bandarísk stjórnvöld hafa sætt mikilli gagnrýni í fjölmiðlum. Á hinn bóg- inn sýna kannanir nú að svo virðist sem almenningur í landinu hafi ekki teljandi áhyggjur af persónunjósn- um NSA. Að minnsta kosti er rúm- ur meirihluti Bandaríkjamanna hlynntur ráðstöfunum ríkisvalds- ins í þessum efnum samkvæmt nýrri könnun frá Pew Research Center. Á meðal demókrata mælist stuðn- ingur við aðgerðir NSA 64 prósent en stuðningurinn er 52 prósent með- al repúblikana. Það er þveröfugt við niðurstöðu samsvarandi könnun- ar sem gerð var árið 2006 þar sem 75 prósent repúblikana töldu rétt- lætanlegt að hlera símtöl almennra borgara í því skyni að berjast gegn hryðjuverkum en aðeins 37 prósent demókrata voru á sama máli. Njósna um saklausa borgara Uppljóstrun The Guardian og Wash- ington Post hefur leitt í ljós að NSA hefur afar víðtækar heimildir til að safna gríðarlegu magni persónu- upplýsinga um einstaklinga með aðstoð þarlendra símafyrirtækja. Stofnunin safnar til dæmis daglega gögnum um öll símtöl sem fara í gegnum kerfi símarisans Verizon, bæði innanlands og á milli Banda- ríkjanna og annarra landa. Þetta eft- irlit nær til Bandaríkjamanna, al- gjörlega óháð því hvort viðkomandi einstaklingar eru grunaðir um ólög- legt athæfi. Þá fer gagnaöflun stofnunar- innar að miklu leyti fram í gegn- um hugbúnaðar- og netfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Micro- soft og Apple. Aðgangur NSA að gögnum netfyrirtækjanna fékkst með áður óupplýstu verkefni sem kallast PRISM, en það gerir stofn- uninni kleift að safna gögnum eins og leitarsögu, tölvupóstum, spjall- samskiptum og skjölum sem send eru milli notenda. Í þágu þjóðaröryggis Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur reynt eftir fremsta megni að sefa gagnrýnisraddir. Sjálfur seg- ist hann hafa litið málið heilbrigð- um efasemdaraugum í fyrstu en nú líti hann svo á að aðgerðirnar séu nauðsynlegar í þágu þjóðaröryggis. „Það er enginn að hlusta á símtöl- in ykkar. Ég veit að fólkið sem vinn- ur að þessum aðgerðum vinnur af mikilli fagmennsku,“ segir Obama og bætir við að eftirlitið taki ekki til innihalds símtala heldur að- eins símanúmara og lengdar sím- tala. Að sama skapi hefur Obama sagt að starfsmenn ríkisins lesi ekki tölvupóst borgara. Eftirlitskerfi internetsins taki ekki til banda- rískra ríkisborgara og fólks sem býr í Bandaríkjunum. „Það er ekki hægt að njóta 100 prósent öryggis og 100 prósent friðhelgi einkalífs án allra óþæginda. Við þurfum að alltaf að velja á milli að einhverju leyti.“ Vill sækja um hæli á Íslandi Eins og áður sagði hefst Edward Snowden nú við í Hong Kong en hann telur sér ekki stætt á að dvelj- ast í Bandaríkjunum. Þar fer hann huldu höfði eftir að hafa verið var- aður við því að líklega sé hann ekki fyllilega öruggur í landinu. Snowden hefur lýst því yfir að hon- um gæti hugnast að sækja um hæli á Íslandi en það getur hann ekki gert nema hann sé staddur hér á landi. Snowden segist vilja koma hing- að þar sem hann telji að Íslendingar og hann eigi samleið þegar kemur að netfrelsi og verndun uppljóstr- ara. Þau Birgitta Jónsdóttir, þing- maður Pírata, og Smári McCarthy ætla að leggja Snowden lið, vilji hann koma hingað til lands. Hafa þau þegar óskað eftir fundi með innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, vegna málsins. Á vef Guardian er því haldið fram að Snowden verði minnst sem eins mikilvægasta uppljóstrara sögunn- ar en þeirra á meðal eru menn á borð við Daniel Ellsberg og Bradley Manning. Ellsberg bar ábyrgð á leka á Pentagon-skjölunum svokölluðu árið 1971. Bradley Manning hef- ur verið í haldi bandarískra yfir- valda síðan í maí árið 2010 fyr- ir að leka hernaðarleyndarmálum til WikiLeaks. Margir hafa gagn- rýnt óréttláta meðferð bandarískra stjórnvalda á Manning og talið er að hann eigi yfir höfði sér lífstíðar- fangelsi. Því verður ekki annað sagt en að ákvörðun Snowden um að leka gögnunum feli í sér töluverða áhættu. n n Snowden er 29 ára tölvunarfræðingur n Vill sækja um hæli á Íslandi Gagnrýndur Edward Snowden varð fyrir vonbrigðum þegar hann komst að því að Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggist ekki snúa af braut persónunjósna eins og hann hafði búist við eftir forsetakosn- ingarnar í landinu árið 2008. Hver er Edward Snowden? n Edward Snowden er fæddur í Norður- Karólínu árið 1983 og verður 30 ára í þessum mánuði. n Skráði sig í bandaríska herinn árið 2004 og átti að berjast í Írak. Fótbrotn- aði á báðum fótum við heræfingu og fór aldrei á vígstöðvarnar. n Starfaði sem kerfisstjóri og öryggis- fulltrúi tölvumála, meðal annars fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA og einkarekið fyrirtæki sem vinnur að varnarmálum fyrir Þjóðaröryggisstofn- un Bandaríkjanna (NSA). n Nú síðast starfaði Snowden á skrifstofu NSA á Hawaii. Hann segist hafa lifað góðu lífi með árslaun upp á 200 þúsund dollara, sem nemur um 2 milljónum króna á mánuði. n Aðeins eru þrjár vikur síðan Snowden afritaði síðustu gögnin sem hann lak. Hann sagði vinnuveitendum sínum að hann þyrfti að fara í flogameðferð og flúði svo til Hong Kong. n Kærasta Snowden er 28 ára dansari, Lindsay Mills að nafni. Snowden tjáði henni að hann yrði í burtu í nokkrar vikur en gæti ekki gefið upp ástæður ferðarinnar. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.