Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Blaðsíða 3
deilur enda í dómsal
Áralangar fjölskyldu-
Fréttir 3Miðvikudagur 10. júlí 2013
n Eigendur Milestone og forstjórinn ákærðir fyrir kaup félagsins á hlutabréfum Ingunnar í fyrirtækinu
n Ekki á að fjölga aðstoðarfólki eða ráðgjöfum
Ingunn átti síðar eftir að þakka
Guðmundi Ólasyni sérstaklega fyr-
ir hans aðkomu að því að samn-
ingar tókust á milli hennar og
bræðranna. Í tölvupósti til hans
þann 9. desember 2005 sagði hún
við Guðmund: „PS. Ég vil þakka þér
þinn þátt í að samningar náðust á
milli okkar bræðra.“ Guðmund-
ur hefur nú verið ákærður ásamt
bræðrunum vegna aðkomu sinnar
að Ingunnarmálinu.
Áttu erfitt með að greiða
Eftir að búið var að komast að
samkomulagi við Ingunni um
hvernig bræðurnir myndu kaupa
hana út úr Milestone, með pening-
um félagsins sjálfs, fékk hún greitt
frá Milestone í mörgum greiðslum
á árunum 2006 til 2007.
Fyrsta greiðslan var hins vegar
há, einn milljarður króna, og var
innt af hendi í desember 2005.
Í tölvupósti frá Guðmundi Óla-
syni til Arnars Guðmundssonar,
fjármálastjóra Milestone, laugar-
daginn 3. desember 2005 minnti
Guðmundur hann á að hann ætti
að greiða Ingunni einn milljarð
króna tveimur dögum síðar: „Heill
og sæll. Bara að láta þig vita að ÞÚ
átt að borga 1 þúsund milljónir nk.
mánudag til Ingunnar nokkurr-
ar Wernersdóttur. Þú spáir í þetta.
Heyrumst GÓ.“
Milestone virðist hins vegar
ekki hafa átt þennan milljarð til-
tækan á þessum tíma, líkt og kom
fram í svari Arnars til Guðmund-
ar: „Sæll. Eigum rúmar 400 laus-
ar. Verðum að taka restina út úr
stóra ISB samningnum. Kv. Arn-
ar.“ Guðmundur stakk þá upp á því
að fjármunirnir yrðu teknir úr er-
lendu dótturfélagi Milestone. „Við
erum víst að tala um 905.585.556
mkr. Hvað með gamla góða ltd.
kv. GÓ“. Með orðunum sínum vís-
aði Guðmundur til eins af dóttur-
félögum Milestone erlendis. Arn-
ar sagði hins vegar að lítið væri þar
af peningum í dótturfélaginu: „Það
er orðið lítið af peningum þar. Kv.
Arnar“.
Lán frá Íslandsbanka notað
Greiðslan til Ingunnar virðist hins
vegar á endanum hafa komið í
gegnum lánasamning sem Mile-
stone hafði gert við Íslandsbanka
þar sem Guðmundur og Arn-
ar ræddu ekki málið frekar sín á
milli. Milestone var á þessum tíma
einn stærsti hluthafi Íslandsbanka
og sátu bæði Karl og Guðmund-
ur í stjórn bankans. Milestone hélt
þessari stöðu í Íslandsbanka þar
til í apríl 2007 þegar FL Group, og
tengd félög, urðu ráðandi í bank-
anum.
Lögmaður Ingunnar, Sigurð-
ur G. Guðjónsson, ýtti svo á eftir
greiðslunni og fékk staðfestingu á
því að hún hefði verið innt af hendi
í kjölfar eftirfarandi tölvupóst-
samskipta Guðmundar og Arnars:
„Pay and smile ... kr. 905.585.556
kv. GÓ“; „Greitt. Kv. Arnar“ Nærri
1.000 milljónir króna fóru því lík-
lega frá Íslandsbanka, í gegnum
Milestone og þaðan til Ingunnar
Wernersdóttur til að greiða henni
fyrir hlut hennar í félaginu sem
varð í kjölfarið eign bræðra henn-
ar.
Ingunn fékk svo hundruð millj-
ónir króna á mánuði frá Milestone
á árunum 2006 og 2007 þar til búið
var að greiða henni fyrir hlutinn í
Milestone, samtals um 5 millj-
arða króna. En í upphafi árs 2006
spurðist Arnar fyrir um það hvort
hann ætti að greiða þessar afborg-
anir inn á sama reikning Ingunn-
ar og síðast: „Hæ. Á að borga inn
á sama reikning og síðast á IW?
Kveðja, Arnar“ .
Þessi viðskiptaflétta er nú kom-
in fyrir dóm og er fyrsta málið þar
sem eigendur og stjórnendur Mile-
stone eru ákærðir í kjölfar banka-
hrunsins. Eftir standa fleiri mál
sem hafa verið til rannsóknar, með-
al annars meint misferli með bóta-
sjóð tryggingafélagsins Sjóvár. n
„PS.
Ég vil
þakka þér
þinn þátt í að
samningar
náðust á milli
okkar bræðra
Ráðherrann kostar
90 milljónir króna
Þ
að kostar ríkissjóð um 90
milljónir á kjörtímabil-
inu að fjölga um einn í ráð-
herraliðinu. Þetta má lesa
úr skriflegu svari Bjarna
Benediktssonar fjármála- og efna-
hagsráðherra við fyrirspurn Stein-
gríms J. Sigfússonar VG. Steingrím-
ur vildi fá að vita hvað það kostaði
að fjölga ráðherrum um tvo á kjör-
tímabilinu. Ráðherrar í ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur voru átta
þegar stjórnin fór frá. Níu ráðherrar
sitja í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar en rætt hefur ver-
ið um að þeim verði fjölgað um einn.
Ráðherrarnir gætu því orðið tíu í stað
átta á síðasta kjörtímabili. Í svari
Bjarna er miðað við að ráðherrum
fjölgi um tvo og það myndi hafa um
180 milljóna kostnað í för með sér á
fjórum árum. Í svarinu segir að eini
viðbótarkostnaðurinn sem öruggt sé
að falli til séu laun ráðherra og að-
stoðarmanna. Ekki sé gert ráð fyr-
ir fjölgun annarra starfsmanna þótt
ráðherrum fjölgi. Né heldur er gert
ráð fyrir að húsnæðiskostnaður né
ferðakostnaður aukist.
Aðstoðarmenn kosta 25 milljónir
Laun ráðherra og þingmanna eru
ákveðin af Kjararáði. Þau saman-
standa af þingfararkaupi sem Alþingi
greiðir og launum fyrir störf ráðherra.
Ráðherrahlutinn nemur rúmum 480
þúsund krónum á mánuði að við-
bættum launatengdum gjöldum sem
eru 22 prósent. Það er því áætlað að
viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna
fjölgunar ráðherra um tvo nemi 14,5
milljónum á ári. Það er Kjararáð
sem ákvarðar laun aðstoðarmanna
ráðherra. Aðstoðarmaður ráðherra
kostar um 12,5 milljónir á ári, tveir
nýir aðstoðarmenn auka því kostnað
ríkissjóðs um 25 milljónir.
Ráðherraritarar gætu kostað
15 milljónir
Í svari Bjarna kemur fram að heildar-
launakostnaður vegna tveggja ritara
sé áætlaður um 15 milljónir á ári. Það
sé hins vegar ekki víst að ráðið verði í
þær stöður með tilheyrandi viðbótar-
kostnaði. Þá er ekki gert ráð fyrir að
ráðherrabílstjórum verði fjölgað þó
ráðherrunum fjölgi. Ekki eru uppi
áætlanir um að fjölga ráðgjöfum eða
öðrum starfsmönnum og í svarinu
segir enn fremur að ekki liggi fyr-
ir neinar ferðaáætlanir ráðherra og
því sé óvíst að heildarferðakostnaður
aukist þó að ráðherrum fjölgi.
Breytingar sem gerðar voru á hús-
næði í kjölfar ríkisstjórnarskiptanna
í maí nam 15 milljónum króna og
ekki er gert ráð fyrir frekari kostnaði
vegna breytinga á húsnæði.
Biðlaun gætu numið 30 milljónum
Steingrímur vildi líka svör við því
hver yrði viðbótarkostnaður vegna
biðlauna ef stjórnarskipti yrðu á kjör-
tímabilinu eða í lok þess og viðkom-
andi ráðherrar og þeir starfsmenn
sem þeir hafa ráðið sérstaklega hyrfu
úr starfi eða þægju biðlaun. Í svari
Bjarna kemur fram að biðlaun jafn-
há ráðherralaunum séu greidd í þrjá
mánuði frá þeim degi að ráðherra
lætur af störfum. Sá sem gegnt hef-
ur ráðherraembætti í eitt ár sam-
fellt eða lengur á rétt á biðlaunum í
hálft ár. Aðstoðarmenn ráðherra eiga
þriggja mánaða biðlaunarétt. Aðrir
eiga ekki rétt á biðlaunum. Áætlaður
kostnaður vegna biðlauna yrði rétt
um 30 milljónir króna segir í svari
fjármála- og efnahagsráðherra. n
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
blaðamaður skrifar johanna@dv.is
„Ekki gert ráð fyrir
auknum húsnæð-
iskostnaði.
Fjölgun ráðherra
Hver nýr ráðherra kostar
ríkissjóð tugi milljóna.
Þ
eir sem eiga lögheimili erlend-
is og sitja í bankaráði Seðla-
banka Íslands fá greiddan
allan ferðakostnað samkvæmt
upplýsingum frá Seðlabanka Íslands.
Ólöf Nordal var kosin í bankaráð
Seðlabankans í vikunni en hún býr í
Genf í Sviss. Hún á raunar enn lög-
heimili á Íslandi, samkvæmt þjóð-
skrá, en eiginmaður hennar er skráð-
ur í Sviss.
Sjálf hefur hún lýst því í blaðavið-
tölum að hún sé flutt til Sviss. Banka-
ráð Seðlabankans heldur fundi
tvisvar í mánuði og samkvæmt sam-
kvæmt lauslegri athugun kostar á bil-
inu 98 til 120 þúsund að fljúga á milli
landanna báðar leiðir ef valin eru
ódýrustu flugfargjöldin. Kostnaður
við flugfargjöld yrðu því 196 til 240
þúsund krónur á mánuði fyrir Ólöfu.
Á ári yrði gæti kostnaðurinn við ferð-
ir á fundi verið á bilinu 2,3 til 3 millj-
ónir króna.
Seðlabankinn skoðaði sérstak-
lega hvort honum bæri að greiða
ferðakostnað á milli landa þegar
Daniel Gross doktor í hagfræði var
kosinn í bankaráðið 2009 en hann
átti lögheimili erlendis. Niðurstaða
bankans var að honum bæri að
greiða ferðakostnað hans. Seðla-
bankinn greiðir líka innlendan
ferðakostnað bankaráðsmanna sem
búa utan Stór-Reykjavíkursvæðis-
ins. Felast greiðslurnar í greiðslu
fyrir kílómetragjald bifreiðar, flug-
fargjöld innanlands og fæðiskostn-
að í hálfan dag samkvæmt ákvörðun
ferðakostnaðarnefndar ríkisins. n
johanna@dv.is
Seðlabankinn greiðir fargjöld
n Flug fyrir Ólöfu Nordal gæti kostað 3 milljónir á ári
Flutt til Sviss Kostnaður Seðlabanka
Íslands vegna flugfargjalda Ólafar Nordal
gæti numið nærri þremur milljónum á ári.