Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Síða 12
Bylting í glasa-
frjóvgunum
12 Fréttir 10. júlí 2013 Miðvikudagur
„Mamma, flugvélin er að hrapa“
n Kínverskar stúlkur létust í flugslysi á San Francisco-flugvelli
T
vær kínverskar stúlkur létust
og meira en 180 flugfarþegar
særðust þegar Boeing 777 flug-
vél brotlenti á San Francisco-
flugvelli á laugardag. Flugmennirn-
ir reyndu á síðustu stundu að hætta
við lendingu en óbreyttur borgari
náði myndbandsupptöku af atvik-
inu. Flugvélin tilheyrði Asiana flugfé-
laginu. Fram hefur komið að flugvél-
inni var í aðfluginu flogið umtalsvert
hægar en æskilegt er. Þetta var í fyrsta
sinn sem flugstjórinn lenti flugvél af
þessari gerð á umræddum flugvelli.
Stúlkunar sem létust, Ye Mengyu-
an 16 ára og Wang Linjia 17 ára, voru
á leið, ásamt hópi 60 annarra ung-
menna, í sumarbúðir til Bandaríkj-
anna. Hinar látnu voru góðar vinkon-
ur. Hátt í annað hundrað manns eru
særðir og að minnsta kosti tíu alvar-
lega slasaðir. Að minnsta kosti tveir
eru lamaðir vegna mænuskaða. Í
flug vélinni voru 291 farþegi. Þar af
voru 141 Kínverji, 77 Kóreubúar og 61
Bandaríkjamaður.
„Sonur minn sagði við mig –
Mamma, flugvélin er að hrapa, hún
er of nálægt sjónum – “ hefur kín-
versk móður eftir syni sínum á BBC.
„Ég sagði honum að það væri ekki
rétt og að allt yrði í lagi. Svo hrap-
aði vélin.“ Hjólabúnaður vélarinnar
rakst á varnargarð, sem skilur að sjó-
inn og flugbrautina. Í kjölfarið brotn-
aði stél ið af og flugvélin rann stjórn-
laust eftir flugbrautinni, og hafnaði
utan hennar.
Vélin sporðreistist rétt fyrir lend-
ingu, þegar flugmennirnir reyndu
að hætta við að lenda henni, aðeins
um tveimur sekúndum áður en vél-
in rakst á varnargarðinn. Engin bil-
un virðist hafa komið upp í vélinni
en forsvarsmenn flugfélagsins vildu
heldur ekki kenna flugmönnunum
um óhappið, að óathuguðu máli. Ef
marka má forsvarsmenn flugfélagsins
var flugvélinni, sem var í fullkomnu
lagi, brotlent með afar fagmannleg-
um hætti. Veður var gott þegar atvikið
átti sér stað.
Umrædd vél er sú fyrsta þessarar
tegundar sem brotlendir með þeim
afleiðingum að einhver lætur lífið. n
baldur@dv.is
K
ostnaður við glasafrjóvgun,
IVF, gæti snarlækkað með
tilkomu nýrrar tækni sem
þegar er farið að nota. 12
börn hafa fæðst með hjálp
þessarar nýju aðferðar sem gæti
lækkað kostnað við glasafrjóvgun
um allt að 85 til 90 prósent. Sam-
kvæmt gjaldskrá Art Medica sem
framkvæmir glasafrjóvganir hér á
landi kostar fyrsta meðferð 376.055
krónur, önnur til fjórða 171.721
krónur og fimmta eða fleiri aftur
376.055 krónur. Kostnaður gæti því
orðið á bilinu 37–56 þúsund krónur
fyrir fyrsta skiptið ef þessi nýja að-
ferð verður almenningi aðgengileg.
Einföld og ódýr aðferð
Aðferðin var kynnt nýlega á ráð-
stefnu í Lundúnum, European Soci-
ety of Human Reproduction and
Embryology, en árangurshlutfall
þessarar nýju aðferðar er um 30 pró-
sent sem er á pari við þær kostnaðar-
sömu aðferðir sem notast er við í dag.
Það voru belgískir vísinda-
menn við Genk Institute for Fertility
Technology sem þróuðu aðferðina.
Þegar fósturvísar eru ræktaðir þarf
mikinn styrk af koltvísýringi til að
stjórna sýrustiginu en til þess eru
notaðir sérstakir hitakassar, dýrt
gæðavottað gas og lofthreinsibún-
aður. Nýja aðferðin byggir hins vegar
á því að framleiða koltvísýring með
blöndu sítrónusýru og matarsóda
(Natríum bíkarbónati).
„Við þróuðum tækni sem virkar
nánast eins og Alka-Selzer,“ sagði
prófessor Willem Ombelet í samtali
við fréttastofu BBC. „Fyrstu niður-
stöður benda til þess að virknin sé
svipuð og í hefðbundinni glasafrjóvg-
un en nú þegar hafa fæðst 12 heil-
brigð börn með þessari aðferð.“
Tækifæri fyrir fátækari lönd
Aðferðin leysir þó ekki alla tækni-
frjóvgun af hólmi því þeir sem þarfn-
ast smásjárfrjóvgunar, ICSI, geta
ekki nýtt sér tæknina. Ombelet seg-
ir að þrátt fyrir það séu gríðarleg-
ir möguleikar fyrir hendi og að nú
fyrst sé tækifæri til þess að gera
glasafrjóvgun að raunverulegum val-
kosti í fátækari löndum.
„Ef einstaklingur getur ekki eign-
ast börn í Afríku, Suður-Ameríku
eða Asíu getur það verið stórslys.
Stórslys frá efnahagslegu og andlegu
sjónarhorni. Fólki er jafnvel afneitað
af fjölskyldunni. Þetta fólk þarf hjálp
og það er enginn til að hjálpa þeim.“
Ombelet segir þetta þó ekki ein-
skorðast við fátækari lönd því ferl-
ið sé svo kostnaðarsamt í núverandi
mynd að það er alls ekki á færi allra
í vestrænum löndum. „Við höfum
þegar orðið vör við mikla eftirspurn
frá Bandaríkjunum.
Þörf á frekari rannsóknum
Stuart Lavery, yfirmaður tækni-
frjóvgunar í Hammersmith-sjúkra-
húsinu í Lundúnum, sagði í samtali
við BBC að þessi nýja aðferð gæti
hugsanlega gerbylt glasafrjóvgun í
heiminum.
„Þetta er ekki bara tækifæri til þess
að lækka kostnað við glasa frjóvgun í
vesturhluta Lundúna heldur í heim-
inum öllum. Í löndum þar sem heil-
brigðisþjónusta er skammt á veg kom-
in og ófrjósemi er varla til skoðunar.
Þessi nýja leið er ódýr og einföld.“
Lavery segir þó að veikleiki rann-
sóknarinnar sé að hún hafi verið
framkvæmd á stórri tilraunastofu í
Belgíu. „Nú þurfa vísindamennirnir
að fara til Afríku og framkvæma til-
raunina þar. En ef þetta gengur upp
þá gæti þetta orðið ótrúlegt stökk.“ n
n Kostnaður gæti lækkað um 90 prósent n 12 börn þegar fædd
Ásgeir Jónsson
blaðamaður skrifar asgeir@dv.is
Glasafrjóvgun
Gæti gerbreyst
á næstu árum ef
ný og ódýr aðferð
nær útbreiðslu.
Willem
Ombelet
Maðurinn á
bakvið nýju
aðferðina.
Tveir létust Flugmennirnir flugu vélinni allt of hægt í aðfluginu. Mynd REuTERS
Lettland tekur
upp evru
Lettland verður átjánda Evrópu-
sambandsríkið til þess að taka
upp evru en myntskiptin fara fram
í upphafi næsta árs. Lettar fengu
grænt ljós frá sambandinu í vik-
unni en stutt er frá því að Lettland
var í miklum skuldavanda. Efna-
hagskerfi Letta minnkaði um 20
prósent í kjölfar kreppunnar árið
2008. Lettland gekk í sambandið
árið 2004 og hefur því tekið rúm
níu ár að taka upp evru. Lettland
verður fjórða minnsta efnahags-
kerfið innan myntsamstarfsins á
undan Kýpur, Eistlandi og Möltu.
Sykur sem
lýsir upp
krabbamein
Vísindamenn við UCL-háskól-
ann hafa kynnt nýja leið til þess
að greina krabbamein með hefð-
bundinni segulómun. Aðferðin
kallast clucoCEST og byggist á því
að æxli taka til sín mun meira af
sykri eða glúkósa en heilbrigð-
ir vefir. Með því að stilla segul-
ómtækið til að nema upptöku
glúkósa má sjá æxli lýsast upp á
myndunum. Vísindamenn við
UCL segja þetta bjóða upp á ódýr-
ari og öruggari valkost til að greina
krabbamein – en hingað til hefur
geislavirkum efnum verið spraut-
að í fólk til að greina meinið.
Ásakanir um
mútuþægni
Spænski forsætisráðherrann
Mariano Rajoy, er enn og aft-
ur bendlaður við mútuþægni í
spænskum fjölmiðlum. Dagblaðið
El Mundo birti á sunnudag viðtal
við fyrrverandi gjaldkera Popular
Party-stjórnmálaflokksins, Luis
Barcenas, en hann er í varðhaldi
og á leið fyrir rétt vegna fjár- og
skattsvika. Barcenas viðurkenn-
ir í samtali við blaðið í fyrsta sinn
að undirskrift á leyniskjölum sem
hafa verið til umfjöllunar sé hans
en Barcenas er sakaður um að
hafa tekið við ólöglegum greiðsl-
um og greitt háar upphæðir til
leiðtoga innan Pupular Party. Þar
á meðal Mariano Rajoy.