Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Síða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 10. júlí 2013 Hafna kosn- ingaboði Bræðralag múslima í Egyptalandi hefur hafnað tímaáætlun sem settur forseti, Adly Mansour, hef- ur kynnt til að kjósa nýjan forseta. Bræðralagið, sem stóð að baki forsetanum fallna Mohammed Morsi, segir að um ólögmætt kosningaboð sé að ræða. Eins og kunnugt er, tók herinn yfir stjórn landsins í síðustu viku eftir að blóðug mótmæli höfðu verið í marga daga. Mótmælun- um virðist ekki ætla að linna, því 51 lét lífið í nágrenni höfuðstöðva hersins á mánudag, í útjaðri Kaíró. Þar er Mansour er talinn halda til. Bræðralagið hefur kallað eft- ir byltingu í landinu og það hef- ur hvatt alþjóðasamfélagið til að grípa inn í. Að öðrum kosti gæti ástandið orðið eins og í Sýrlandi. Fangar í hungurverkfall Rúmlega þrjátíu þúsund fangar í Kaliforníu í Bandaríkjunum neyttu ekki matar á mánudag. Er það sagt geta markað upphaf viðamesta hungurverkfalls í sögu Bandaríkjanna. Með þessu hyggj- ast fangarnir mótmæla skilmálum fangelsisyfirvalda þegar kemur að einangrun fanga. Þetta kemur fram í Los Angeles Times. Að auki hefur fjöldi fanga neitað að mæta í vinnu og skóla. Fangarnir sitja inni í 20 af 33 fangelsum Kaliforníuríkis en um 11 þúsund fangar tóku þátt í samskonar hungurverkfalli í ríkinu árið 2011. Því lauk þannig að fang- elsisyfirvöld samþykktu að endur- skoða reglur um einangrun fanga. Skipuleggjendur mótmælanna er hópur fanga í Pelican Bay- ríkisfangelsinu. Hópurinn gaf út sérstakan kröfulista á mánu- daginn þar sem meðal annars er farið fram á að ekki verði hægt að setja fanga í ótímabundna ein- angrun, stundum áratugalanga, vegna tengsla við glæpagengi. Spilling eykst Rúmlega helmingur telur að spilling í heiminum hafi auk- ist á undanförnum tveim- ur árum. Þetta eru niðurstöð- ur könnunar sem Transparency International gerði í 107 löndum. Meira en 114.000 manns tóku þátt í könnuninni en almennt telur fólk að spilling sé til staðar í öllum löndum. Með óþekktan sjúkdóm n Tveggja ára drengur fæddist afmyndaður L æknar í Bretlandi eru ráðþrota vegna áður óþekktra einkenna sem hrjá tveggja ára dreng, Ai- dan Jackoviak Smith. Hann fæddist átta vikum fyrir settan tíma, afmyndaður í andliti, á fæti og á baki. Þriggja vikna gamall fékk hann sitt fyrsta flog, sem hefur haft áhrif á heilastarfsemi hans allar götur síð- an. Læknar vita ekki sitt rjúkandi ráð en freista þess að komast að því hvað hrjáir barnið með því að beita útilok- unaraðferðinni. Gerðar hafa verið ótal rannsókn- ir á drengnum en hvert sýnið af öðru skilar neikvæðum niðurstöðum. Á meðal þess sem útilokað hefur ver- ið er prótevs-heilkennið en það er hið sama og fílamaðurinn (Joseph Carey Merrick) glímdi við á sínum tíma. „Núna halda þeir að þetta sé CLOVES-heilkenni,“ sagði móðir drengsins, Vikki, í sjónvarpsviðtali nýverið. Um er að ræða arfgengan sjúkdóm sem um 130 einstaklingar í heiminum þjást af og greindist fyrst árið 2006. Meðganga Vikki var tíðindalítil, að því er Daily Mail greinir frá. Vegna þess að hann var fyrirburi var hann strax tekinn frá móður sinni eftir fæðinguna. Foreldrarnir vissu ekki annað en að barnið þeirra væri heil- brigt þar til læknar færðu þeim frétt- irnar. Það varð þeim mikið áfall að heyra af heilaskaðanum, segir faðir drengsins, Karl Smith. Ástandið sem Smith, drengur- inn ungi, þjáist af kemur í veg fyrir að hann geti talað og gengið. Flogin hafa leitt til heilaskaða og ekki er víst að drengurinn geti nokkru sinni lært að bjarga sér sjálfur eða tjá sig. Læknar hafa sagt að ekki sé víst að barnið geti þekkt foreldra sína. Vikki er þess þó fullviss. Drengurinn ljómi þegar hún komi heim úr vinnunni og hlæi. „Við vonumst til þess að hann geti lært að tala og labba,“ segir hún. n baldur@dv.is Afmyndaður Drengurinn með föður sínum og bróður. Fyrir hvað stendur CLOVES? Congenital Lipomatous Overgrowth Vascular Malformations Epidermal Nev- is Spinal/Skeletal Anomalies/Scoliosis. R annsókn eftir rannsókn sýnir þann mikla vanda sem kór- alrif sjávar standa frammi fyrir. Vegna mengunar og hlýnunar sjávar eiga kóra- lar sífellt erfiðara með að þrífast og þessara áhrifa er þegar farið að gæta víða. Í nýrri rannsókn kemur fram að ef ekki dregur úr losun gróðurhúsa- lofttegunda muni kóralrif deyja út fyrir lok 21. aldarinnar. Geta ekki varist Það voru vísindamennirnir Katharine Ricke og Ken Caldeira hjá Carnegie- vísindastofnuninni í Bandaríkjunum sem fór fyrir rannsókninni en niður- stöður hennar birtust á miðvikudag í tímaritinu Environmental Research Letters. Þar kemur fram að með því að reikna út efnasamsetningu sjávar út frá flóknu reiknilíkani sem var búið til, kemur í ljós að við aldamótin 2100 verða hvergi í hafinu að finna ákjós- anlegt búsvæði fyrir kórala. Vandinn er sá að kóralar nota steinefnið aragónít til að framleiða sína náttúrulega skel. Efnið er ann- að tveggja sem myndar kalsíum- karbónat og vinna kóralarnir efnið þaðan. Hins vegar þegar sjórinn tek- ur til sín koltvísýring, CO2, úr and- rúmsloftinu breytist efnasamsetn- ing sjávar og sýrustig hans hækkar. Þær breytingar gera það að verk- um að kóralarnir eiga erfiðara með að mynda skelina sem er þeim lífs- nauðsynleg. Mengun skyggir á sólu Í annarri grein sem birtist í Nat- ure Geoscience í apríl kom fram að rannsóknir fjölþjóðlegs teymis vís- indamanna leiddu í ljós að loft- mengun, aðallega vegna bruna kola og eldgosa, skyggja á kórala í hafinu. Rannsóknir sýndu að aukin loftslags- mengun hefði slæm áhrif á kórala. Þá hefur verið birtur fjöldinn allur af rannsóknum undanfarin ár og ára- tugi sem sýna afleiðingar mengun- ar, veiða, úrgangslosunar og annars rasks af manna völdum á kórala. Katharine Ricke hjá Carnegie-vís- indastofnuninni gengur svo langt að halda því fram að ef ekki verði dregið strax verulega úr losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda verði kórulum ekki bjargað. Skæðir vírusar Ekki er þó öll sagan sögð því það er fleira en mennirnir sem ógna til- vist kórala. Í júlí 2012 birtu rann- sakendur frá Háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum niðurstöður rann- sóknar sem sýndu að tveir vírus- ar, annar áður óþekktur, herja á líf- verurnar. Þá hafa enn aðrar rannsóknir sýnt að ofvöxtur þörunga sé held- ur ekki góður fyrir kórala en kóralar lifa flóknu samlífi með þörungum og treysta lífverurnar hvor á aðra. Hækkandi hitastig sjávar er á með- al þess sem veldur því að þörunga- blómi eykst og verður að lokum hættulega mikill fyrir kórala. Fjölbreyttustu vistkerfi sjávar Kóralrif eru ekki bara mikið sjón- arspil heldur eru þetta flóknustu og fjölbreyttustu vistkerfi sjávar. Allt að fjórðungur allra lífvera sjávar treysta á kóralrif að einhverju leyti. Hvort sem er til fæðuöflunar, samlífis eða skjóls frá öðrum tegundum. Þetta flókna og magnaða fyrirbæri sjávar spilar því mun veigameiri rullu í líf- ríki hafsins en flesta grunar. Flestar niðurstöður virðast benda til þess að ef ekki verða breytingar á mengun frá ríkjum heimsins verði þessum lífríkjum ekki bjargað. n Kóralrif Eru ekki bara eitt magnaðasta sjónarspil ver- aldar heldur eitt flóknasta vistkerfi jarðar. Kóralrifin munu hverfa í lok aldar n Fjölmargar rannsóknir sýna hættuna n Kórölum blæðir út vegna mengunar Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Mikilvæg vistkerfi Allt að 25 prósent sjávarlífvera treysta á kóralrif til að lifa af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.