Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Side 16
Sandkorn
Þ
ótt margt bendi til þess að rík
isstjórn Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar sé utangátta
er þó ljósglæta í myrkrinu.
Stofnun hagræðingarhóps
forsætisráðherra og fjármálaráð
herra er vísbending um að menn átti
sig á þeim raunveruleika að opinberi
geirinn er alltof stór og gegnsýrður af
bruðli og óráðsíu.
Fjölmargar stofnanir eru óþarfar
sem sjálfstæðar einingar og mættu að
skaðlausu hverfa inn í aðrar. Opin
berir starfsmenn eru alltof margir
og sumir með alltof há laun fyrir að
leggja lítið af mörkum. Sendiráð Ís
lands eru of mörg og með alltof dýrt
fólk í vinnu. Þar er bruðlað með al
mannafé með því að leggja fokdýra
glæsibústaði undir sendiherrana og
þeirra slektir. Nýlegt dæmi um stjórn
laust ruglið er þegar búslóð eins gæð
ings utanríkisþjónustunnar skemmd
ist í flutningum og íslenska ríkið, við,
þurfti að greiða 70 milljónir króna til
starfsmannsins í bætur.
Það er klárt mál að með samein
ingum sendiráða og samvinnu við
aðrar þjóðir má spara stórfé. Það er
allt annað uppi á teningnum núna
hvað varðar samskipti milli þjóða en
var fyrir áratugum þegar samgöng
ur voru stopular og fjarskipti í algjöru
lágmarki. Nú er hægt að nýta netið til
fundarhalda og stöðug viðvera hóps
manna í erlendum ríkjum er ekki
nauðsynleg og sumpart tilgangslítil.
Einn nefndarmanna, Vigdís Hauks
dóttir, hefur verið ötull að benda á leið
ir til að hagræða í ríkisrekstrinum. Á
Beinni línu DV benti Vigdís á lista
mannalaunin sem dæmi um útgjöld
sem mætti skera niður. Upphófst þá mik
ið ramakvein á meðal þeirra sem taka
við fé úr almannasjóðum. Fjölmargir
þiggja listmannalaun og í sumum tilfell
um er engin leið að réttlæta útgjöldin.
Þarna má því örugglega skera niður.
Annað dæmi um fáránlegt bruðl
hins opinbera eru þær þúsund
ir milljóna sem fara árlega til land
búnaðarins til að niðurgreiða valdar
kjöttegundir og grænmeti og halda
úti yfirbyggingu samtaka sem fyrir
löngu eru orðin að risaeðlu sem nær
ist á blóði almennings. Um er ræða
upphæð sem nálgast 15.000 millj
ónir króna þegar allt er talið. Meðal
þess sem þessi samtök nota ríkispen
ingana í er að halda úti fréttablaði
sem prentað er í stóru upplagi og er
dreift ókeypis um landið í samkeppni
við fjölmiðla sem enga ríkisstyrki fá.
Þarna er vandalaust að skera ef menn
hafa til þess kjark. Sem dæmi um mis
munun eru bændur og búalið á beit á
gresjum almennings á meðan sjávar
útvegurinn þarf að standa undir sjálf
um sér og þeim eftirlitsstofnunum
sem honum fylgja.
Hagræðingarhópurinn á fyrir
höndum eitthvert mikilvægasta verk
efnið í íslensku samfélagi. Efnahags
málin eru í mikilli óvissu og nauðsyn
legt að spara. Ekki má heldur gleyma
því að það eina sem ríkisstjórnin hefur
gert fram að þessu er að minnka tekjur
og auka útgjöld. Það er kominn tími til
að huga að útgjöldunum og skera dug
lega niður. Nóg er af spikinu. n
Kúlulán Árna
n Árni Magnússon er harðlega
gagnrýndur fyrir störf sín
sem félagsmálaráðherra á
árunum 2003
og 2004 í
skýrslu rann
sóknarnefnd
ar um Íbúða
lánasjóð.
Hann hvarf
úr ráðherra
embætti á miðju kjörtímabili
árið 2006 þegar Glitnir réði
hann til að stýra orkuútrás
bankans. Sama ár fékk hann
100 milljón króna kúlulán
frá Glitni til að kaupa hluta
bréf í bankanum. Í dag eru
hlutabréfin verðlaus. Árni
hætti í Íslandsbanka í upp
hafi árs án þess að kúlu
lánaskuldin hafi verið gerð
upp en hann er nú yfirmað
ur orkusviðs verkfræðistof
unnar Mannvits.
Sigmundur klókur
n Það þykir vera klókt hjá
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
að stofna svokallaðan hag
ræðingarhóp
sem ætlað er
að taka til í
ríkisfjármál
um. Með
al nefndar
manna er
Guðlaugur
Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sem var
þekktur af því í ráðherratíð
sinni sem heilbrigðisráð
herra að taka til og hagræða í
ráðuneyti sínu.
Vigdís brýnir
kutann
n Í hagræðingarhópi ríkis
stjórnarinnar sem ætlað er
að gera tillögur að blóðugum
niðurskurði er Vigdís Hauks-
dóttir, þingmaður Fram
sóknarflokksins, sem þykir
hafa ákveðnar skoðanir á
bruðli og óráðsíu hjá ríkinu.
Vera Vigdísar í nefndinni
mun örugglega valda hrolli
víða. Vigdís upplýsti á Beinni
línu DV að hún sem formað
ur fjárlaganefndar, hefði hug
á því að umbylta listamanna
launum. Nú fær hún tæki
færið.
Bitlingur Björns
n Það væsir ekki um Björn
Val Gíslason, fyrrverandi al
þingismann, eftir að hann
féll af þingi.
Nú hefur
flokkurinn
tryggt honum
góðan bitling
með því að
setja hann í
stjórn Seðla
bankans þar sem vel er greitt
fyrir stjórnarsetu. Óbreyttur
stjórnarmaður fær tæplega
1,5 milljón krónur á ári. Ef
fleiri bitlingar koma til, má
víst telja að hann verði bet
ur settur með afkomu en á
fremur lélegum þingmanns
launum.
Maður sér
varla kvikindi
Þeir ætla að eyði-
leggja ævistarfið
Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir geitunga eiga erfitt í ár. – DV Ísafjarðarbær hótar eignarnámi á húsi Ásthildar Cesil Þórðardóttur. – DV
Bruðl með almannafé„Sendiráð
Íslands
eru of mörg
O
rkuveita Reykjavíkur er við að
ganga – aftur – frá sölu á risa
stórum hluta af orkufyrirtækinu
HS Orku, sem einu sinni var í
opinberri eigu, til einhvers óþekkts að
ila sem enginn veit neitt um. Nú síðast
gerði Orkuveita Reykjavíkur þetta fyr
ir um fjórum árum þegar kanadískum
lukkuriddara að nafni Ross Beaty tókst
með einhverjum ótrúlegum hætti að fá
þetta opinbera fyrirtæki til að selja sér
hlut sinn í HS Orku með kúluláni.
Síðan þá hefur Ross Beaty átt í erfið
leikum með að greiða vextina af lán
inu og fengið frest fyrir hverja einustu
vaxtagreiðslu – afborganir greiðir hann
ekki af láninu þar sem það er kúlulán
og þarf hann því aðeins að greiða vext
ina og það seint. Sjaldan, eða aldrei,
hefur erlendur ævintýramaður komið
hingað til lands og náð viðlíka árangri
með eins lítilli fyrirhöfn. Beaty er ein
hvers konar nútíma útgáfa af Jörundi
hundadagakonungi nema að Kanada
maðurinn þraukaði í nokkur ár áður en
gríman datt af honum.
Viðskiptin voru galin af hálfu Orku
veitu Reykjavíkur því Beaty tók nánast
enga áhættu með þeim: Hann þurfti
ekki að borga neitt fyrir hlutinn í HS
Orku af því að þetta opinbera fyrir
tæki lánaði honum fyrir hlutabréfun
um. Ef HS Orka hefði gengið glimrandi
vel og Ross Beaty hefði ávaxtað pund
Orkuveitu Reykjavíkur – ekki sitt – vel
þá hefði hann auðveldlega getað greitt
vextina af láninu síðastliðin fjögur ár.
Svo hefur hins vegar ekki verið þar sem
álverð hefur meðal annars farið lækk
andi sem kemur niður á rekstri HS
Orku. Beaty hefur síðast liðna mánuði
verið að undirbúa sölu á hlutnum, líkt
og DV hefur greint frá, en kaupandi
hefur ekki fundist. Eiginlega má segja
að Beaty hafi í raun aldrei keypt hlut
inn; hann hefur bara haldið á honum
fyrir hönd Orkuveitunnar þar sem öll
undirliggjandi áhætta af viðskiptun
um hvíldi enn á Orkuveitunni sem fjár
magnaði viðskipti Kanadamannsins.
Nú er svo komið að Orkuveitan
stendur frammi fyrir þeim möguleika
að Beaty einfaldlega skili þeim hluta
bréfum í HS Orku sem fyrirtækið seldi
honum fyrir fjórum árum og sem liggja
að veði fyrir kúluláninu. Orkuveitan
má ekki ekki eiga þennan eignarhlut í
HS Orku út af samkeppnissjónarmið
um og þyrfti því að selja hlutinn eins
fljótt og hún gæti. Þess vegna hefur
Orkuveitan nú ákveðið að selja einfald
lega skuldabréfið með kúluláninu til
Ross Beatys og með því í reynd hlutinn
í HS Orku. Alveg ljóst er að Ross Beaty
getur ekki, og ætlar sér ekki, að halda
áfram að eiga þennan hlut í orkufyr
irtækinu og borga af láninu. Stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur hefur sam
þykkt söluna á skuldabréfinu, og þar
með hlutabréfunum í HS Orku, og þarf
borgarráð nú einungis að samþykkja
söluna sem helsti eigandi Orkuveitu
Reykjavíkur. Því er um að ræða sölu á
skuldabréfi sem Reykvíkingar í raun
eiga, á hlutabréfum í orkufyrirtæki
sem eru við það að komast, eða munu
komast, aftur í eigu borgarbúa þar sem
kanadíski auðmaðurinn er ekki alveg
eins traustur borgunarmaður og talið
var. Orkuveitan reynir nú, í örvæntingu
sinni, að bjarga því litla sem hún á eft
ir af andlitinu á sér, meðal annars út
af viðskiptunum við Beaty fyrir fjórum
árum, með því að selja skuldabréfið á
brunaútsölu áður en hún fær hluta
bréfin sjálf í fangið.
Sá aðili sem býður í skuldabréf
Orkuveitunnar er fjárfestingasjóður
sem stýrt er af Landsbréfum, verð
bréfafyrirtæki í eigu Landsbank
ans. Upplýsingar um hver það er
sem á þennan fjárfestingarsjóð liggja
ekki fyrir þar sem trúnaður ríkir um
eignarhald hans. Það getur í raun ver
ið hver sem er sem hefur lagt peninga í
sjóðinn: Innlendir aðilar, erlendir aðil
ar, umdeildir aðilar, erlend álfyrirtæki,
Donald Trump, íslenskar þjóðhetj
ur eða einhver annar. Við vitum bara
ekkert um það og höfum enga leið til
að komast að því. Eina sem við vitum
um sjóðinn er að hann er í vörslu og
stýringu hjá Landsbréfum og er með
heimilisfesti erlendis.
Furðulega lítið hefur verið fjallað
um þetta mál í ljósi þeirra hagsmuna
sem eru í húfi: Þetta snýst um fjórð
ungshlut í einu af stærstu orkufyrir
tækjum þjóðarinnar. Kannski er eitt af
vandamálunum það að um er að ræða
sölu á „skuldabréfi“ en ekki „hlutabréf
um“ en hins vegar er það svo að undir
liggjandi eign á bak við skuldabréfin
eru hlutabréfin í HS Orku og eru það
þau sem sjóðurinn í eigu Landsbréfa
lítur hýru auga til, ekki þess að eiga
inni margra milljarða króna kúlulán
frá einhverjum Ross Beaty og fá af því
óstöðugar vaxtagreiðslur.
Borgarráð Reykjavíkur mun taka
söluna á skuldabréfinu/hlutabréfun
um aftur fyrir á fundi sínum á fimmtu
dag eftir að hafa frestað málinu á síð
asta fundi. Afar líklegt verður að teljast
að borgin samþykki söluna þar sem
Orkuveitan er orðin örvæntingarfull
af hræðslu við stöðuna út af greiðslu
erfiðleikum Ross Beatys. Þá skortir
fyrirtækið lausafé. Ljóst hefur verið í
fjögur ár að Orkuveitan samdi illilega
af sér við sölu á hlutabréfum í einni af
náttúruauðlindum þjóðarinnar til Ross
Beatys. Nú gæti hún gert það aftur í
samningum við annan „huldumann í
útlöndum“. n
Örvæntingarfull Orkuveita
16 10. júlí 2013 Miðvikudagur
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Kjallari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
Áskriftarsími
auglýsingar
f r j Á l s t, ó H Á ð D a g B l a ð