Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Síða 18
FyrirgeFðu sjálFum þér gamlar syndir 18 Neytendur 10. júlí 2013 Miðvikudagur Festum farangurinn vel n Laus farangur getur stórslasað farþega F arangur í bílum getur verið hættulegur ef slys eða óhapp verður. Á heimsíðu Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda segir að farangur geti í raun stórskaðað far- þega í bílnum. Þá er fjallað um nýtt áreksturspróf ADAC sem sýni alvar- leika þess að hafa lausa hluti í bíl. Það er ýmislegt sem fylgir fjöl- skyldum á ferðalögum svo sem töskur, kælibox og klappstólar. Það getur reynst flókið að koma öllu fyrir en ráðleggingar FÍB eru þær að ganga vel frá öllum far- angri og raða þyngstu hlutunum neðst. Engir þungir hlutir mega vera í hattahillunni aftast í bílnum því þeir geti valdið miklum skaða á fólki við árekstur. Raða skuli far- angrinum af skynsemi og best sé að festa hann niður. Þá segir að í árekstraprófi ADAC hafi verið líkt eftir árekstri tveggja bíla á 50 km hraða. Slíkur hraði virðist ekki mikill en hann sé þó nógur til þess að lausir hlutir inni í bílnum, eins og töskur og kælibox og fullar gosdrykkjaflöskur kast- ist um rýmið og í ökumann og far- þega fram í bílnum. Afleiðingarnar voru alvarlegir áverkar á fólkinu og sætisbök framstólanna gáfu eftir undan þunganum. Myndir úr próf- inu má sjá á fib.is. Íslendingar flykkjast út á þjóð- veginn um þessar mundir og ferða langar eru hvattir til að huga vel að farangrinum áður en lagt er af stað í ferðalagið. n gunnhildur@dv.is Laus farangur í bíl Getur stórskaðað farþega í bílnum. Fyrir ferðalagið: n Taktu afrit af öllu í tölvunni eða símanum áður en þú ferð með tækið. Þú veist aldrei hvað gerist í fríinu en ef tækið týnist, því er stolið eða það eyðileggst þá áttu alla vega afrit af öllum skjölunum heima. Í ferðalaginu: n Hafðu í huga að ef þú notar tölv- una á almanna- færi er auðvelt fyrir glæpamenn að ná persónuleg- um upplýsingum þínum, svo sem notandanafni, kennitölu, lykilorði, pin-númeri, bankareikningi og kreditkorta- númeri. n Þegar þú notast við óöruggt þráðlaust net geta aðrir lesið eða séð upplýsingarnar sem þú send- ir eða færð sendar. Ekki senda og taka á móti viðkvæmum upplýs- ingum í gegnum vefsíður sem eru ekki dulkóðaðar. Þetta gildir einnig um verslanir á netinu. n Aldrei skilja tölvuna eftir til dæmis á hótelherberginu eða í bílnum. Ef þú þarft að skilja hana eftir á hótelherberginu er best að setja hana í öryggishólfið eða í læsta ferðatösku. n Gott ráð er að setja „Ekki trufla“ skiltið á hurðina. Þá fara hótelstarfsmenn ekki inn í her- bergið að þrífa á meðan þú ert í burtu. n Settu tölvuna í handfarang- urinn þegar flogið er. Auk þess er ágætt að merkja hana með lím- miða svo þú takir ekki aðra í mis- gripum þegar komið er í gegnum öryggishliðið. n Haltu öllum vírusvörnum gangandi á ferðalaginu. Þegar heim er komið: n Þú eykur ör- yggið ef þú breyt- ir pin-númerum og aðgangsorðum í þeirri þjónustu sem þú notast við í tölvunni. n Taktu afrit af ferðamyndun- um þínum! Passaðu upp á tölvuna í ferðalaginu n Nokkur ráð um skynsama netnotkun algengt verð 251,4 kr. 248,8 kr. algengt verð 251,1 kr. 248,5 kr. höfuðborgarsvæðið 246,2 kr. 244,6 kr. algengt verð 251,4 kr. 248,8 kr. algengt verð 253,4 kr. 248,9 kr. Melabraut 251,2 kr. 248,6 kr. Eldsneytisverð 10. júlí Bensín DísiLoLía n 9 leiðir til að bæta fjárhaginn til frambúðar n Þarf ekki að taka langan tíma n Tiltekt í skúffum og uppkast að heimilisbókhaldi hjálpar til Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Þ að veitir manni innri ró að hafa heimilisbókhaldið á hreinu og vita hvernig mað- ur stendur fjárhagslega. Hér eru nokkrar leiðir sem tekn- ar voru saman á budgethuset.dk og eru ætlaðar fólki til að ná betri tökum á peningamálum sínum og haldi þeim til frambúðar. 1. Vendu þig af slæmum ávana (5 til 10 mínútur) Það er mun ánægjulegra ef þú og maki þinn takið á þessu saman. Finndu það sem þú vilt venja þig af en það getur verið allt milli himins og jarðar. Ef þú heldur því fram að þú eigir ekki við neinn ávana að stríða ertu að blekkja sjálfan þig. Hættu til dæmis að fá þér sykur í kaffið, köku- sneið með kaffinu, kaupa nammi, fara út að borða í hádeginu, reykja, kaupa þér gos, kaupa skyndibita, naga neglur og svo framvegis. Haltu þetta út í 30 daga og ákveddu að frá og með morgundeginum ætlir þú að hætta. n Hvernig breytir þetta lífi mínu? Við glímum öll við slæma ávana og þegar við skoðum þá sem viðkoma eyðslu þá virðist fólk ekki gera sér grein fyrir því hve fljótt litlar upp- hæðir hér og þar eru að safnast saman. Fyrir utan þá staðreynd að þú munt örugglega spara pening við þetta þá ertu líka að bæta heilsuna. 2. Taktu til (20 til 90 mínútur) Veldu þér eitt herbergi, skáp eða skúffu. Taktu allt út úr rýminu sem þú valdir og settu það í annað her- bergi eða rými. Farðu í gegnum hvern einasta hlut. Ekki spyrja sjálfan þig hvort þú hafir not fyrir hlutinn heldur hvort hluturinn veiti þér ánægju eða hvort hann hafi eitthvert gildi, fjárhagslegt eða persónulegt. Ef svo er settu hann aftur í herbergið, skúffuna eða skáp- inn. Hafðu þrjá bunka, einn sem á að selja, annan sem á að gefa og þriðja sem fer í ruslið. Það er mikilvægt að selja, gefa eða henda þessum hlut- um, ekki finna þeim annan stað á heimilinu. n Hvernig breytir þetta lífi mínu? Hlutir sem við notum ekki taka pláss, eyða orku og peningum. Með því að ráðast í tiltekt í ákveðnu rými sérðu fljótt að þú eyðir peningum í hluti sem hafa enga þýðingu í lífi þínu. Þessi æfing hefur einnig þau áhrif að þú verður meðvitaðri um í hvað þú eyðir peningunum þínum og þú hugsar þig tvisvar um næst. Auk þess getur þú unnið þér inn pening með því að selja hlutina. Þessi æfing er vanabindandi því þú færð betri yfirsýn yfir eigur þínar og snyrtilegra og skipulagðara heimili. 3. Uppkast að heimilisbókhaldi (25 mínútur) Mundu að þetta er einungis upp- kast sem mun þó fá þig til að vilja hafa bókhaldið á hreinu. Ákvarðaðu mánaðarlegar tekj- ur þínar en ef þú ert ekki með ná- kvæmar tölur rúnnaðu þá töluna niður. Þetta þarf ekki að vera ná- kvæmt. Ef þú ert með óreglu- legar tekjur miðaðu þá við síðasta mánuð. Taktu saman öll föst útgjöld og þetta þarf heldur ekki að vera ná- kvæmt en reyndu að taka inn í myndina alla reikninga. Rúnnaðu núna töluna upp ef þú ert ekki með nákvæma upphæð. Taktu saman önnur útgjöld, svo sem gjafakaup, viðgerðir, frí og svo framvegis. Þessi hluti útgjaldanna er sá sem jafnvel er hægt að laga mest. Mundu að þetta þarf ekki að vera fullkomið. Rúnnaðu tekjur niður og útgjöld upp. Næst þegar þú skoðar bókhaldið þitt þá ertu alla vega með útgangspunkt. Í þessu uppkasti er best að hafa hlutina eins einfalda og mögulegt er. n Hvernig breytir þetta lífi mínu? Eins og í mörgu öðru þá er fyrsta skrefið alltaf erfiðast. Margir klikka á því að ætla að gera þetta nákvæmt og gefast svo upp. Eyddu 25 mínút- um í þetta í fyrsta skiptið og taktu inn í dæmið eins mikið og þú getur. Í næstu viku eyðir þú öðrum 25 mínútum í þetta. Þetta er mjög létt þegar þú ert kominn af stað. Svo þegar þú ert kominn með heimilis- bókhaldið á hreint getur þú byrjað að skipuleggja framtíðina og það sem þig langar að gera. sparnaður Það er mikilvægt að vera með góða yfirsýn yfir fjármál sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.