Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Qupperneq 22
Syngur Sín þekktuStu lög
22 Menning 10. júlí 2013 Miðvikudagur
Extreme Chill fer fram um helgina
n Íslenska raftónlistarhátíðin haldin í fjórða sinn á Hellissandi n „Gríðarlega vel stemmd“
Í
slenska raftónlistarhátíðin Extreme
Chill Festival 2013 – Undir jökli
verður haldin helgina 12.–14. júlí
næstkomandi. Hátíð in fer fram á
Hellissandi við rætur Snæfells jökuls
og verður þetta í fjórða sinn sem hún
er haldin.
Önnur tónlistarhátíð á Vestfjörð-
um, Rauðasandur Festival, þurfti að
færa frá Rauðasandi yfir á Patreks-
fjörð í síðustu viku vegna vonsku-
veðurs. Andri Már Arnlaugsson, einn
aðstandenda Extreme Chill, segist
þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Veður-
spáin lítur nú bara ágætlega út þessa
helgi eins og staðan er núna, tón-
leikarnir fara fram innandyra bæði
kvöldin,“ en á laugardeginum hefst
svo dagskrá utandyra með plötu-
snúðum sem stendur frá kl. 13-19.
„Ef það rignir munum við bara færa
útidagskrána inn í félagsheimilið
Röst og gera kósí stemningu.“
„Við höfum tröllatrú á að veðr-
ið verði nú bara nokkuð fínt eins og
síðustu ár, en eins og einhver sagði
vegna góðs veðurs síðustu ára: „Veð-
urguðinn hlýtur bara að fíla raftón-
list.““
Fjölmargir innlendir tónlistar-
menn munu stíga á stokk eins og Úlf-
ur, Finnbogi Pétursson og sonur hans
Stefán Finnbogason úr Sykur, Samar-
is, Tonik, Futuregrapher, Maggi Lego
og „í raun bara allt landsliðið í inn-
lendu raftónlistardeildinni“ eins og
Andri segir. Þá koma fram nokkrir er-
lendir tónlistarmenn, meðal annars
Mixmaster Morris frá Bretlandi, Le
Sherifs frá Egyptalandi og Mimetik
frá Sviss.
„Við sjálf erum í gríðarlega góðum
gír, það er mikil stemning í herbúð-
um Extreme Chill. Mikið af erlendu
fólki hefur verið að senda okkur fyr-
irspurnir varðandi eitt og annað svo
að það má búast við fólki alls staðar
að úr heiminum uppi á Hellissand.“
segir Andri. „Við hlökkum mikið til
þess upplifa enn á ný þessa mögnuðu
stemningu undir Jökli með öllu þessu
fólki.“ n thordur@dv.is
n Söngkonan Dionne Warwick kemur fram í Hörpu í kvöld n Bað sérstaklega um íslenskar lambakótilettur
S
öngkonan Dionne Warwick
heldur tónleika í Hörpu í
kvöld. Þorsteinn Stephensen
tónleikahaldari segir að gest-
ir megi búast við því að söng-
konan fræga taki sína stærstu smelli.
„Hún ferðast nú um heiminn, túr-
ar og spilar sín þekktustu lög – hittar-
ana,“ segir Þorsteinn sem skipulegg-
ur tónleika Dionne Warwick. Hann
segir að hún hafi komið hingað til
lands á sunnudaginn, fyrr en hún
ætlaði sér í upphafi.
Bað um lambakótilettur
„Ástæðan var sú að hún var í Dubai
og fannst ferðalagið nokkuð langt.
Hún ákvað því að eyða nokkrum
aukadögum hér á Íslandi og hefur
tekið því rólega í borginni í vikunni.
Hún er vinsæl hér á hótelinu og al-
mennileg við alla og ekki með neinar
stórstjörnukröfur. Það eina sem hún
hefur beðið um eru íslenskar lamba-
kótilettur. Ég er að redda því núna,“
sagði Þorsteinn sem var einmitt
staddur í hádegismat með söngkon-
unni þegar DV ræddi við hann.
Þorsteinn er reyndur tónleika-
haldari og segist aðeins hafa eina
meginreglu. Það er að flytja inn tón-
listarmenn sem hann sjálfur hefur
áhuga á.
Langur aðdragandi
„Ég er gamall Dionne Warwick að-
dáandi og finnst lögin sem hún vann
með Burt Bacharach og Hal David
vera frábær. Ætli það séu ekki fjög-
ur, fimm ár síðan viðræður hófust
um að fá hana hingað til lands og nú
gekk allt saman upp. Tónleikarnir að
skella á og allt tilbúið í Hörpunni.“
Dionne mun standa á sviðinu í
Eldborgarsal Hörpunnar og flytja
smelli á borð við Do You Know the
Way to San Jose og I Say a Little
Prayer.
„Lagalistinn er ekki enn orðinn
alveg klár. Hún hefur spilað með
sama bandinu í um 30 ár og þess-
ir menn þekkja lögin hennar út og
inn. Þeir í bandinu sögðu að ef hún
myndi taka alla smellina myndu tón-
leikarnir standa yfir til fimmtudags.
En ég lofa góðum tónleikum og hún
tók sig vel út á sviðinu í Hörpu í gær.“
Harpa hentar vel
Þorsteinn segir að Harpan hafi mikið
með það að gera að Dionne Warwick
sé loks komin hingað til lands.
„Þessir tónleikar hefðu aldrei
orðið að veruleika ef Harpan væri
ekki til staðar. Þetta er hárréttur
staður fyrir tónleika af þessari
stærðargráðu og það sýnir sig
kannski best á því að það er nánast
orðið uppselt á tónleikana. Það eru
aðeins um hundrað miðar eftir.“
Hjátrúarfull og gjaldþrota
stórstjarna
Dionne Warwick hóf feril sinn sem
bakraddarsöngkona á sjöunda ára-
tug síðustu aldar. Hún vakti athygli
tónskáldsins Burt Bacharach fyrir
persónutöfra og fagra rödd. Hann
fékk hana til að taka upp nokkur lög
eftir sig og senda á stúdíóin og á ár-
unum 1962 til 1970 áttu þau smelli
á færibandi. Til dæmis Anyone Who
Had a Heart árið 1963 og Walk On
By árið 1964 sem seldist í milljónum
eintaka og komst hátt á vinsældalist-
um. Eitt af hennar vinsælustu lög-
um í Bandaríkjunum er lagið I Say
a Little Prayer sem var enn eitt lag-
ið úr smiðju Burt Bacharach og Hal
Davids. Vinsældir hennar hafa ver-
ið miklar allt til dagsins í dag. Hún
hefur þó einnig komist í fréttirnar út
af einkalífi sínu. Árið 2002 var hún
handtekin á flugvelli í Miami með
kannabisefni í sínum fórum. Hún er
afar hjátrúarfull og árið 1971 bætti
hún e-i við eftirnafn sitt að beiðni
stjörnufræðings sem sagði að bók-
stafurinn myndi færa henni aukna
hugarró. Síðar breytti hún nafni sínu
aftur og sagði að þessi aukastafur
hefði verið algjör vitleysa. Í mars á
þessu ári lýsti Dionne Warwick sig
gjaldþrota. Ástæðan var skattur sem
hún hafði látið hjá líða að greiða í
fjölda ára. n
Tónleikar
Símon Birgisson
simonb@dv.is
Dionne Warwick á
tónleikum Borðaði
íslenskar lamba-
kótilettur í gær.Gagnrýni Hall-
bergs á prent
Út er komin bókin List og mennt
þar sem safnað er saman skrifum
Hallbergs Hallmundssonar um
leiklist og menningarmál. Hall-
bergur starfaði sem blaðamaður
á tímaritinu Frjáls þjóð á árunum
1954–1960 og skrifaði þar leiklistar-
gagnrýni. Í bókinni er birt úrval af
gagnrýni hans ásamt leiklistarrýni
eftir kollega Hallbergs – Steingerði
Guðmundsdóttur og Ásgeirs Hjart-
arsonar. Þá er BA ritgerð Hallbergs
um Commedia dell´arte leikhúsið
birt í heild sinni. Ritstjórn bókar-
innar er í höndum Árna Blandon.
Hallbergur lést árið 2011, áttræður
að aldri, en hann bjó stóran hluta
ævi sinnar í Bandaríkjunum þar
sem hann vann að ritstörfum og
ritstjórn tímarita.
Góð stemning í herbúðunum „Við erum gríðarlega vel stemmd, það er mikil stemn-
ing í herbúðum Extreme Chill,“ segir Andri Már Arnlaugsson einn skipuleggjenda. Góður
rómur hefur verið gerður að hátíðinni síðustu ár. Veðurguðinn fílar raftónlist
Í skugga
ímyndar
Myndlistarkonan Ásta R. Ólafs-
dóttir opnar sýninguna Í skugga
ímyndar á Laugardaginn klukkan
15. Ásta stundaði nám í Myndlist-
ar- og handíðaskóla Íslands á ár-
unum 1974–1978 og útskrifaðist úr
Nýlistadeild. Sýning Ástu er í Anar-
kíu galleríi í Kópavogi. Í tilkynn-
ingu frá galleríinu segir um verk
Ástu: „Í málverkum sínum, sem
mörg hver sýna andlit óþekktra
og annarlegra mannvera, velt-
ir Ásta fyrir sér hvernig ómeðvit-
uð og vélræn flokkun mannshug-
ans litar alla skynjun okkar og sýn á
veruleikann.“ Anarkía listasalur er
nýr sýningarsalur að Hamraborg 3
í Kópavogi, starfræktur af 11 lista-
mönnum sem vilja skapa vettvang
fyrir list sína á eigin forsendum.
Ný plata með
Hymnalaya
Record Records hefur tekið Reyk-
vísku jaðarþjóðlagapoppsveitina
Hymnalaya upp á sína arma og
kemur ný breiðskífa, Hymns, út
10. júlí næstkomandi. Hljóm-
sveitin hefur verið starfandi í
rúmt ár og kjarna sveitarinnar
mynda þau Einar Kristinn Þor-
steinsson (gítar og söngur), Gísli
Hrafn Magnússon (gítar), Kristo-
fer Rodriguez (trommur og slag-
verk) og Þórdís Björt Sigþórs-
dóttir (fiðla). Hymnalaya sækja
innblástur sinn í gamla sálma
sem þau klæða í þjóðlegan jaðar-
popp- og sveimbúning. Í tilkynn-
ingu frá Record Records kem-
ur fram að útgáfufyrirtækið hafi
miklar væntingar til Hymnalaya.
Þá séu meðlimir ofursveitarinnar
Of Monsters and Men miklir að-
dáendur Hymnalaya og hafi lofað
sveitina á samfélagsmiðlum.