Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Blaðsíða 23
Syngur Sín þekktuStu lög Menning 23Miðvikudagur 10. júlí 2013 Extreme Chill fer fram um helgina Íslenskt brimbrettarokk H ljómsveitin Bárujárn hefur verið starfandi í nokkur ár en sendir nú frá sér sína fyrstu breiðskífu í fullri lengd. Skíf- an heitir Bárujárn og á henni eru átta frumsamin lög ásamt einni ábreiðu. Bárujárn kemur út í tak- mörkuðu upplagi og liggur mik- il vinna að baki umslagi disksins. Umslögin eru handgerð með silki- prenti af hljómsveitarmeðlimum sjálfum og hönnuðinum Atla Rúnari Bender. Sindri Freyr Steins- son, gítarleikari og söngvari Báru- járns, segir hljómsveitina spila kraftmikið og melódískt brim- brettarokk með íslenskum textum. Útgáfutónleikarnir verða haldnir þann níunda ágúst næstkomandi á Ellefunni. n Dionne ung í stúdíói Hóf feril sinn sem bakraddasöngkona. n Söngkonan Dionne Warwick kemur fram í Hörpu í kvöld n Bað sérstaklega um íslenskar lambakótilettur Þorsteinn Stephensen tónleika- haldari Segir gesti mega búast við því að Dionne Warwick taki sína stærstu smelli.„Þessir tónleikar hefðu aldrei orðið að veruleika ef Harp- an væri ekki til staðar. Þetta er hárréttur staður fyrir tónleika af þessari stærðargráðu. I ndísveitin fræga Skátar sneri aftur á föstudagskvöld til að heiðra minningu Björns Kol- beinssonar, fyrrum bassaleik- ara sveitarinnar, sem lést í köf- unarslysi í Silfru á Þingvöllum í des ember. Auk Skáta komu fram Bloodgroup, Grísalappalísa, Jan Mayen og Sigtryggur Berg Sigmars- son flutti barnvænan gjörning. Skátar lögðu upp laupana fyrir nokkrum árum og var það óneit- anlega mikill missir fyrir íslensku tónlistarsenuna. Skátar voru beint framhald af spila- og tilraunagleði pönksins, sem kom þó nokkrum árum of seint til Íslands eins og flestir óþjóðlegir hlutir. Munurinn á Skátum og eldri pönksveitum var hins vegar sá að Skátar voru hin sanna íslenska síðpönkhljóm- sveit, því þar höfðu hinar ýmsu tónlistarstefnur fengið að malla á milli áranna og þar smullu þess- ir ýmsu hljóðheimar loks saman í skemmtilega kaótískum hræri- graut. Stíl Skáta mætti lýsa sem bræðingi úr því besta af tón- list 20. aldarinnar. Hljómsveitin hafði sinn eigin stíl sem var bæði hressilegur og óvenjulegur. Andlát Bjössa Skáta, sem var einnig þekktur sem El Buerno, var mikið áfall fyrir íslensku tón- listarsenuna. Honum var lýst sem miklum öðlingi með persónu- töfra og ævintýraþorsta. Í minn- ingargreinum um Björn kem- ur fram að hann hafi verið helsti drifkrafturinn í Skátum og límið sem hélt hljómsveitinni saman. Minningartónleikarnir voru svo sannarlega honum sæmandi. Skátar rokkuðu sokkana af öllum viðstöddum og sýndu enn og aft- ur að Skátar eru án efa besta síð- pönkhljómsveit Íslands. n Skátar á sviði Bjössi mundar bassann, lengst til hægri. MynD Sigríður Ella FríMannSDóttir Skátar heiðra El Buerno Tónleikar Þórður Ingi Jónsson thordur@dv.is Skátar Besta síðpönksveit landsins Björn Kolbeinsson Bjössa Skáta verður sárt saknað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.