Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 31. júlí 2013 Miðvikudagur M ethúsalem Þórisson sem lést úr hjartaá­ falli á heimili sínu þann 14. júní síðastliðinn fór tveimur dögum áður á Læknavaktina á Smáratorgi. Þá hafði hann verið mjög slappur í þrjá daga og kvartað undan verkj­ um aftan í hálsi sem leiddu niður í öxl. Læknirinn tjáði honum að þeir stöfuðu af þreytu og sendi hann heim með lyfseðil fyrir verkja­ lyfjum. Þetta segir Elda Thorisson­ Faurelien, eiginkona hans. Tveim­ ur dögum síðar fannst hann látinn eins og áður greinir. Afgreitt sem þreyta „Hann byrjaði að finna til á mánu­ deginum. Þá kvartaði hann undan því að vera hálf þreyttur og slapp­ ur,“ segir Elda, sem á augsýnilega í miklum erfiðleikum með að tala um málið enda enn yfirkomin af sorg, en heldur áfram: „Hann var ekki mjög mikið veikur en samt með einhvern verk aftan í hálsi, sem leiddi niður í öxlina. Á miðvikudaginn sagðist hann vera orðinn verri og ákvað því að fara á Læknavaktina um kvöldið. Læknirinn sagði honum að þetta væri að öllum líkindum einungis af­ leiðing af þreytu og streitu og sendi hann heim með lyfseðil. Auk þess benti hann honum á að vera bara heima næstu daga til að hvíla sig. Á fimmtudaginn var hann jafn slapp­ ur og enn þá með verkina. Á föstu­ daginn var hann ögn hressari og kom upp í vinnu til að spjalla við ein­ hvern mann, og fór svo aftur heim til að hvíla sig. Þegar ég svo kom heim um kvöldið var hann dáinn.“ Elda er ósátt við meðhöndlun læknis Læknavaktarinnar á Methú­ salem og á erfitt með að kyngja því að hann hafi ekki komið auga á hið raunverulega mein. „Ég á erfitt með að skilja þetta. Ég skil ekki hvers vegna hann var ekki sendur til annars læknis, í stað þess að af­ greiða þetta bara sem þreytu. Það er erfitt fyrir mig að skilja þetta.“ Málið til landlæknis Þórður G. Ólafsson er yfirlæknir læknavaktarinnar. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann segir þó að honum hafi ekki borist kvörtun vegna málsins. „Það þurfa að berast kvartanir frá aðilum málsins. Ef þeir eru ósáttir þá geta þeir talað við mig og beðið mig að skoða málið. Í alvarlegri málum beina menn kvörtunum sín­ um til landlæknisembættisins,“ seg­ ir Þórður. Bróðir Methúsalems, Snorri Þóris son, segir að fjölskyldan muni að öllum líkindum tilkynna málið til landlæknisembættisins. „Það er ástæðulaust að láta hjá líða að skoða svona mál. Þetta er alvarlegt mál. Ég held að læknisþjónustan sé orðin svolítið þannig, að þetta er eins og að fara á lestarstöð. Það eru of fáir læknar að skoða of mikið af fólki á of skömmum tíma; þá geta mannleg mistök átt sér stað,“ segir Snorri en bætir við að fjölskyldan bíði nú eft­ ir endanlegum krufningarskýrslum sem muni varpa skýrara ljósi á málið. Söknuður „Hann var ástin í lífi mínu og ég sakna hans ósegjanlega mikið,“ segir Elda um eiginmann sinn en þau felldu hugi saman árið 2005 þegar Methúsalem heimsótti lítinn grunnskóla í fátæku hverfi í Carre­ four Feuilles í Port­Au­Prince, höf­ uðborg Haítí. Elda rak skólann og starfaði sem skólastjóri, og leist strax vel á þennan húmanista frá Íslandi. Hrifningin var gagnkvæm og þau giftu sig sama ár. Aðspurð hvað það var sem heillaði hana við Methúsalem segir Elda: „Hann var alltaf glaður og kom fram við alla af virðingu.“ Elda á soninn Þóri úr fyrra sam­ bandi. Methúsalem hafði geng­ ið honum í föðurstað og Elda segir að þau sakni hans bæði mjög mik­ ið. „Hann var rosalega góður maður og það var algjört sjokk að koma að honum látnum,“ segir Elda en þau hjónin áttu saman kaffihúsið Café Haítí á Geirsgötu. Nú á og rekur Elda það ein. „Það er svolítið erfitt finnst mér að þurfa að sjá um þetta allt ein núna, bæði uppeldi Þóris og kaffihúsið.“ Baráttumaður Methúsalem fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1946. Hann var einn af for­ svars mönnum Húmanistaflokks­ ins, sem bauð fram í síðustu alþingis kosningum og var ötull baráttu maður fyrir manneskjulegra sam félagi, lausu við tangarhald fjármála aflanna. Methúsalem lætur eftir sig eiginkonuna Eldu, og tvær dætur, Fríðu og Jóhönnu. n 250 kvartanir árlega Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, vinnur nú að rannsókn á læknamistökum og öðrum óhöppum á sjúkrastofnunum landsins. Hann segir að um það bil 250 kvartanir berist árlega til landlæknisembættisins, sem snerta meint óhöpp í heilbrigðisþjón- ustu. „Um það bil þriðjungur eða helmingur af þeim kvörtunum eru taldar vera á rökum reistar.“ Rannsóknarhópurinn hefur ekki komist að neinni niðurstöðu enn þá, en Sigurður segir að útlit sé fyrir að hlutfall þeirra sem verða fyrir barðinu á læknamistökum og öðrum óhöppum sé svipað hér og í sam- anburðarlöndunum. „Við erum að vinna þetta eftir sömu aðferðarfræði og notuð hefur verið í átta öðrum rannsóknum í nálægum löndum: Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð og víðar. Til þess að gera langa sögu stutta þá kemur í ljós í þessum rannsóknum, sem vissulega voru gerðar á stærri sjúklingahópi, að sirka 8–9 prósent af fólki sem leggst inn á spítala verður fyrir einhverju óhappi, ekki vegna sjúk- dómsins, heldur vegna heilbrigðisþjónustunnar. Um það bil 40 prósent af þessum óhöppum eru talin vera þannig að það hafði mátt koma í veg fyrir þau,“ segir Sigurður en rannsókn hans nær ekki til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem heilsugæslan – og læknavaktin – veitir. Engar tölur eru til um fjölda mistaka sem þar verða. „Hann var ástin í lífi mínu“ n Eiginkona Methúsalems ósátt við læknismeðferð n Sendur heim af Læknavaktinni n Dó úr hjartaáfalli tveimur dögum síðar Stuðningur við aðstandendur Þann 12. janúar 2013 stofnaði Auðbjörg Reynisdóttir félagið Viljaspor, hvers markmið er að veita fólki, og aðstandendum þeirra, sem telja sig hafa orðið fyrir læknamistökum stuðning. Hún missti sjálf son sinn vegna slíkra mistaka. „Félagið beitir sér fyrir því að það sé betur tekið á svona málum. Það er tekið mjög illa á svona málum. Ég hef sjálf rekið þrjú mál í gegnum kerfið og þekki það frá fyrstu hendi. Allir í stjórn félagsins hafa líka þurft að reka sig á þetta,“ segir Auðbjörg sem vitnar auk þess í fyrirlestur sem fyrrverandi landlæknir Bretlands hélt hér á landi um læknamistök. „Hann fullyrti, með heimfærslu frá breskum tölum, að 2.500 sjúklingar lentu í læknamistökum, og af þeim létust 250 manns,“ segir Auðbjörg, en miðað við orð Sigurðar er slík heimfærsla ekki óeðlileg. Auðbjörg segir forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins ekki vilja horfast í augu við alvarleika málsins og telur að nær ómögulegt sé fyrir fórnarlömb læknamistaka eða fjölskyldur þeirra að ná fram réttlæti í málum sem þessum. „Sjálf missti ég son árið 2001. Læknarnir greindu hann vitlaust og hjúkrunarfræðingarnir tóku ekki mark á mínum kvörtunum. Þó landlæknisembættið hafi að lokum komist að þeirri niðurstöðu að um mistök hafi verið að ræða þá fékk ég engar bætur eða viðurkenningu frá spítalanum þar sem málið fyrndist á meðan að fjallað var um það, svo langan tíma tók það.“ n Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Methúsalem Þórisson Fæddur 17. ágúst 1946 Dáinn 14. júní 2013 „Hann var alltaf glaður og kom fram við alla af virðingu Elda Thorisson-Faurelien Á erfitt með að skilja hvers vegna læknir Læknavaktarinnar gaf einkennum Methúsalems ekki frekari gaum. Hann dó tveimur dögum síðar. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.