Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 31. júlí 2013 Miðvikudagur Þrír vilja stjórna Þrjár umsóknir bárust um stöðu forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Heilbrigðisráðherra skipar í stöð­ una, en Halldór Jónsson fráfarandi forstjóri var í síðasta mánuði skip­ aður forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Bjarni Jónasson hefur verið starfandi forstjóri og hefur hann verið skipaður í stöðuna til 1. ágúst. Þeir sem sækja um stöð­ una eru: Bjarni Jónasson forstjóri FSA, Guðjón Brjánsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Eftirlit um ókomna tíð „Vöktunardeild okkar mun fylgj­ ast stöðugt með fjárhag þínum um ókomin ár,“ segir í harðorðu kröfu­ bréfi norska innheimtufyrirtækis­ ins Visma Collectors til Íslendings sem staddur er í Noregi. Kröfu­ hafinn er Landsbanki Íslands, sem nú er í slitameðferð, og er um nokkurra ára yfirdráttarskuld að ræða. Þess er krafist að skuldin verði greidd í norskum krónum þótt lánið hafi verið tekið í íslensk­ um og hvergi er tilgreint á hvaða skiptigildi skuldin er reiknuð. „Þetta virkar á mig eins og hand­ rukkun,“ segir skuldarinn og tek­ ur endurskoðandi hans í sama streng sem segist aldrei hafa lesið jafn harðort bréf frá innheimtu­ fyrirtæki. Lúðvík ráðinn forstöðumaður Lúðvík S. Georgsson verkfræðing­ ur hefur ver­ ið ráðinn forstöðu maður Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Staðan var auglýst laus til umsóknar þann 13. febrúar síðast liðinn en alls bárust sex umsóknir. Lúðvík var ráðinn til starfsins með fyrirvara um sam­ þykki rektors Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó. Í tilkynningu frá Orkustofnun kemur fram að það samþykki hafi nú borist og í fram­ haldi af því hefur orkumálastjóri ákveðið að Lúðvík taki við stöðu forstöðumanns frá 1. ágúst næst­ komandi. Fráfarandi forstöðu­ maður, Ingvar Birgir Friðleifsson, verður að störfum fyrir skólann fram í október þegar hann fer á eftirlaun. „Orkustofnun vill á þessum tímamótum sérstaklega þakka Ingvari Birgi fyrir hans mikilvæga framlag til þess að byggja upp skólann allt frá byrjun 1979 og skapa honum virðingu og traust. Jarðhitaskólinn hefur markað skýr og árangursrík spor í þróunarsam­ vinnu Íslendinga,“ segir í tilkynn­ ingu frá Orkustofnun. Þ rátt fyrir að mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafi far­ ið á hliðina í kjölfar banka­ hrunsins má segja að fáir lykilþátttakendur íslensku útrásarinnar standi uppi eignalausir. Þó eru mánaðarlaun þeirra nokkuð mismunandi eða allt frá 2,25 milljón krónur á mánuði hjá Gunnari Hall­ dóri Sverrissyni, fyrrverandi forstjóra Íslenskra aðalverktaka niður í 240 þúsund krónur á mánuði hjá Karli Wernerssyni, fyrrverandi eiganda fjárfestingafélagsins Milestone. DV gerði úttekt á tekjum nokkurra afskriftakónga en skilyrði fyrir því að komast á listann var þó að vera með lögheimili á Íslandi. Eins og kunnugt er hafa margir útrásarvíkingar flutt af landi brott í kjölfar hrunsins en sumir þeirra hafa þó búið lengur erlendis. Þannig má nefna að Bakkabræðurn­ ir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Björgólfur Thor Björgólfsson, Hann­ es Smárason, Jón Ásgeir Jóhann­ esson og Ólafur Ólafsson eru allir skráðir til heimilis í Bretlandi. Þeir og félög tengd þeim fengu alls 1.300 milljarða króna lánaða hjá stóru viðskiptabönkunum þremur og má ljóst vera að afskriftir tengdar þeim lánveitingum hlaupa á hundruðum milljörðum króna og þeir því allir átt heima á lista DV ef þeir væru skráðir til heimilis á Íslandi. Einn þeirra sem er á listanum yfir afskriftakónga náðu jafnvel inn á listann yfir 30 hæstu skattakónga Ís­ lands. Þannig var Magnús Kristins­ son, útgerðarmaður í Vestmanna­ eyjum skattakóngur ársins 2013 en skýring þess er líklega sú að í fyrra þurfti hann að láta af hendi Berg­ Huginn, útgerðarfyrirtæki sitt í Vest­ mannaeyjum eftir fjárhagslegt upp­ gjör við Landsbankann. Hann virðist því ekki hafa farið tómhentur frá því uppgjöri en hann greiddi um 190 milljónir króna í opinber gjöld í fyrra. Magnús var þó „einungis“ skráður með tvær milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra. n Gunnar Halldór Sverrisson, forstjóri ÍAV: 15 milljarða afskrift vegna Höfðatorgs Laun á mánuði: 2.250 þús. kr. Eignir: 415 milljónir. 1 Gunnar Halldór Sverrisson, er forstjóri Íslenskra aðalverktaka. Drög ehf. eignaðist allt hlutaféð í Íslenskum aðalverktökum árið 2004 eftir umdeilda einkavæðingu verktakafyrirtækisins árið áður. Í ársreikningi Draga ehf. fyrir árið 2009 kemur fram að félagið hafi þá skuldað 28 milljarða króna, átt eignir upp á átta millj- arða króna. Þannig var eigið fé félagsins neikvætt um 20 milljarða króna sem Arion banki hefur líklega þurft að afskrifa. Drög ehf. var lýst gjaldþrota árið 2011. Arion banki leysti Drög til sín árið 2009. Ári seinna seldi bankinn Íslenska aðalverk- taka svo til svissneska fyrirtækisins Marti Holding á um 400 milljónir króna. Marti Holding hefur starfað með ÍAV um árabil. Nokkrum mánuðum síðar keyptu Gunnar og Karl Þráinsson, sem höfðu átt félagið áður, 50 prósenta hlut í nýja félaginu af Marti Holding fyrir um 200 milljónir króna. Kaup þeirra voru fjármögnuð með 30 ára kúluláni frá Marti Holding. Gunnar virðist hafa það ágætt í dag en árið 2010 komst hann á lista yfir skattakónga Íslands þegar hann greiddi 55 milljónir króna í opinber gjöld. Mánaðarlaun hans í fyrra námu hins vegar 2.250 þúsund krónum á mánuði og var hann skráður með eignir upp á nærri 200 milljónir króna. Pétur Guðmundsson, eigandi Eyktar: 15 milljarða afskrift vegna Höfðatorgs Laun á mánuði: 2.185 þús. kr. Eignir: 312 milljónir. 2 Morgunblaðið greindi frá því árið 2008 að þá í árslok hafi félög tengd Pétri Guðmundssyni, eiganda verktakafyrirtækis- ins Eyktar skuldað 44 milljarða króna og var eigið fé þeirra neikvætt um 19 milljarða króna. Nú í júlí var sagt frá því að Holtasel ehf. sem hélt utan um flest félög Péturs hafi verið úrskurðað gjaldþrota. Í upphafi þessa árs var greint frá því að Höfðatorg ehf. sem nú heitir HTO ehf. hafi fengið alls 15 milljarða króna afskrifaða af 23 milljarða króna skuldum sínum hjá Íslandsbanka. Félagið heldur utan um 19 hæða turn við Höfðatorg. Íslandsbanki tók yfir Höfðatorg í árslok 2011 í kjölfarið á nauðasamningsferli. Vakti athygli að Pétur Guðmundsson, sem hafði misst Höfðatorg til Íslandsbanka fékk að halda nærri þriðjungshlut í hinu nýja félagi HTO ehf. sem nú ætlar sér að fara í byggingu 16 hæða hótelturns við Höfðatorg sem á að kosta átta milljarða króna sem DV sagði frá á mánudaginn. Félög tengd Pétri skulduðu Glitni 26 milljarða króna við fall bankans. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður: Fórnarlamb markaðsmisnotkunar Laun á mánuði: 2.000 þús. Eignir: 521 milljónir. 3 Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum er skattakóngur Íslands. Hann og félög tengd honum skulduðu alls 70 milljarða króna hjá Landsbankanum og Glitni við bankahrunið. Þar af 60 milljarða króna hjá Landsbankanum og munaði þar mest um skuldir félagsins Smáeyjar upp á rúmlega 40 milljarða króna en félagið var stórtækt í hlutabréfakaupum. DV greindi frá því sum- arið 2009 að Magnús og félög hans myndu fá allt að 50 milljarða króna afskrifaða við skuldauppgjör hjá Landsbankanum. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í fyrra sagðist Magnús hafa verið fórnarlamb markaðsmisnotkunar Landsbankans en eins og kunnugt er hefur embætti sérstaks saksóknara ákært nokkurn fjölda starfs- manna bankans vegna gruns um kerfis- bundna markaðsmisnotkun. Lýsti Magnús þessu yfir eftir að hann var þvingaður til að selja útgerðarfyrirtæki sitt í Vestmannaeyj- um, Berg-Huginn. Fall Gnúps, fjárfestinga- félags sem hann átti með bróður sínum Birki og Kristni Björnssyni, er talið hafa markað upphaf efnahagshrunsins. Félagið féll í ársbyrjun 2008 og var fyrsta stóra fjárfestingarfélagið sem fór á hausinn. Þá átti hann einnig Toyota-umboðið og Dóminos-pizzur svo fátt eitt sé nefnt, en Dóminos-pizzur fengu 1.500 milljónir króna afskrifaðar hjá Landsbankanum. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður: „Svo bara hvarf froðan“ Laun á mánuði: 2.000 þús. Eignir: 685 milljónir 4 Fréttastofa RÚV greindi frá því sum-arið 2011 að samkvæmt heimildum þeirra hefðu félög tengd Guðmundi Kristjánssyni, eiganda útgerðarfyrirtækisins Brims fengið alls 20 milljarða króna afskrifaða hjá Landsbankanum. Þar af slapp félagið Hafnarhóll undan 9,5 milljarða króna skuld sinni við Landsbank- ann en engar eignir fundust í þrotabúinu eftir að félagið var lýst gjaldþrota árið 2010. Hafnarhóll átti 4,2 prósenta hlut í Straumi- Burðarási og veitti Landsbankinn félaginu fimm milljarða króna lán í desember 2006. „Þetta voru bankabréf, keypt í banka, fjármögnuð af banka og geymd í banka,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgun- blaðið í desember árið 2010 um félagið Hafnarhól. „Þetta var keypt froða og lánuð froða, og svo bara hvarf froðan,“ bætti hann við. Guðmundur rekur enn útgerðar- fyrirtæki sitt Brim sem hefur þó þurft að selja töluvert af eignum á síðustu árum. Gylfi og Gunnar í BYGG: 100 milljarðar af skrif aðir hjá verktökum Gunnar Þorláksson, verktaki Laun á mánuði: 1.450 þús. Eignir: 568 milljónir Gylfi Ómar Héðinsson, verktaki Laun á mánuði: 1.450 þús. Eignir: 495 milljónir 5 Heildarskuldir eignarhaldsfélaga sem tengjast verktaka- fyrirtækinu Bygg, sem er í eigu Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Ómars Héðinssonar, og Saxhóls, fjárfestingarfélags Nóatúnsfjölskyldunn- ar, í stóru viðskiptabönkunum þremur nam um 130 milljörðum króna. Áætlaðar endurheimtur bankanna af þessum skuldum nema ekki meira en 30 milljörðum króna, gróflega áætlað. Því er um að ræða afskriftir upp á ekki minna en 100 milljarða króna í fyrirtækjaneti þeirra. Eigendur Byggs og Saxhóls áttu í samstarfi í hinum ýmsu fyrirtækjum á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið og stofnuðu meðal annars eignarhaldsfélag- ið Saxbygg. Þeir áttu meðal annars fimm prósenta hlut í Glitni í gegnum dótturfélag Saxbyggs, eignarhaldsfélagið Saxbygg Invest. Saxbygg einbeitti sér að mestu að fasteignaviðskiptum. Félagið átti meðal annars rúman helmingshlut í verslanamið- stöðinni Smáralind og var sú eign flaggskip þeirra. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður: Aðalleikarinn í Stím-viðskiptunum Laun á mánuði: 1.370 þús. kr. Eignir: 784 milljónir 6 Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis námu skuldir Jakob Valgeirs Flosasonar, út- gerðarmanns frá Bolungarvík og félögum tengdum honum nærri 32 milljörðum króna við bankahrunið. „Jak- ob Valgeir og tengd félög voru upphaflega útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bol- ungarvík en byrjuðu síðar að stunda mark- aðsviðskipti með afleiður og hlutabréf, m.a. í Glitni, Landsbanka, Exista, Stoðum og nokkrum útgerðarfyrirtækjum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hann tengdist einnig hinu umtalaða félagi Stím sem keypti hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir 25 milljarða króna í nóvember 2007 sem að stærstum hluta voru fjármögnuð með láni frá Glitni. Hafa viðskipti Stíms verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Ljóst er að félög sem tengjast Jakobi Valgeiri hafa fengið milljarða króna afskrifaða í íslenska bankakerfinu þó endanleg tala liggi ekki ljós fyrir, þar af hefur Stím líklega fengið um 12 milljarða króna afskrifaða. Þorgeir Baldursson: Enn eigandi Odda eftir fimm milljarða afskriftir Laun á mánuði: 1.150 þús. Eignir: 322 milljónir 7 Þorgeir Baldursson sat í stjórn Landsbankans fyrir bankahrunið en hann er oftast kenndur við prentsmiðj- una Odda sem hann á í gegnum eignarhaldsfélagið Kvos. DV greindi frá því árið 2012 að Arion banki og Landsbankinn hefðu afskrifað tæplega fimm milljarða króna af skuldum eignarhaldsfélagsins Kvosar, móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda og tengdra félaga. Félagið skuldaði 8,8 milljarða króna í lok árs 2009. Afskrift- irnar voru hluti af fjárhagslegri endur- skipulagningu Kvosar. Þorgeir eignaðist Odda aftur eftir þessar afskriftir. Þá má einnig nefna að árið 2012 keypti Kvos fyrirtækið Plastprent af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) en fulltrúi Landsbankans í stjórn FSÍ lagðist gegn kaupum Kvosar á Plastprenti. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar hjá Landsbankanum, var eini stjórnarmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. Ingvar Vilhjálmsson: Dæmdur til að greiða 2,6 milljarða Laun á mánuði: 896 þús. 8 Ingvar Vilhjálmsson starfaði sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings fyrir bankahrunið. Hann var stórtækur í kaupum á hlutabréfum í Kaupþingi á meðan hann starfaði þar. Örstuttu fyrir fall bankans færði hann fimm milljarða króna skuldir einkahlutafélagsins Ingvars Vilhjálmssonar ehf. yfir í nýtt félag sem fékk nafnið k08 ehf. ásamt því að færa eignarhald á tveimur glæsihúsum í Skerjafirði yfir á eiginkonu sína og móður. Ingvar var sá starfsmaður bankans sem fékk mest lánað til hlutabréfakaupa fyrir utan bankastjórann Hreiðar Má Sigurðsson og stjórnarformanninn Sigurð Einarsson. Eftir hrun fór skilanefnd Kaupþings í mál við Ingvar sem var haustið 2011 dæmdur til að endurgreiða Kaupþingi 2,6 milljarða króna og þeim gjörningi bankans að fella niður persónulega ábyrgð Ingvars á skuldunum og færa þær inn í einkahluta- félagið rift. Skiptalokum k08 lauk í upphafi árs 2012 og fékkst ekkert upp í nærri átta milljarða króna skuldir félagsins. Gestur Ólafsson, útgerðarmaður: Afskriftir útgerðar fyrirtækis í Grindavík Laun á mánuði: 750 þús. Eignir: 136 milljónir 9 Gestur Ólafsson er stjórnarformaður fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtækisins Stakkavíkur í Grindavík og á jafnframt 30 prósenta hlut í fyrirtækinu. DV sagði frá því að Stakkavík hefði fengið 3,3 millj- arða króna afskrifaða af skuldum sínum við Landsbankann árið 2011. Stakkavík var eitt af þeim útgerðarfyrirtækjum sem fékk afslátt af sérstaka veiðigjaldinu á yfirstandandi fiskveiðiári. Hjá Stakkavík starfa 170 starfsmenn og námu launa- greiðslur félagsins tæplega 450 milljónum króna árið 2011. Afskriftakóngar á góðum launum n Milljónir í laun og milljarðar í afskriftir n Í sterkri stöðu þrátt fyrir tap Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.