Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 31. júlí 2013 Miðvikudagur
Erótísk gleraugu
n Klámmyndaiðnaðurinn fagnar Google-gleraugum
S
tórfyrirtækið Google hefur lagt
mikið í þróun hinna svoköll-
uðu Google-gleraugna en þau
gera fólki kleift að sjá borgakort,
taka vídeó, tala á Skype og taka mynd-
ir án þess að þurfa nokkurn tímann að
munda snjallsímann. Margir eru þó
efins um að gleraugun muni slá í gegn
hjá öðrum en hörðustu tækninörd-
um. Þykja gleraugun frekar klunnaleg
og minna þeir sem bera þau á persón-
ur úr framtíðarmyndum. Margir eru
einnig áhyggjufullir yfir myndavélinni
sem gerir fólki kleift að taka upp án
þess að aðrir viti af því.
Einn geiri hefur þó fulla trú á
Google-gleraugunum en það er
klámmyndaiðnaðurinn. Jafnvel þótt
gleraugun séu ekki enn komin á al-
mennan markað þá hefur fyrsta
Google-gleraugna klámmyndin verið
framleidd og er klámmyndastjarn-
an James Deen í aðalhlutverki. Stikla
úr myndinni hefur vakið talsverða
athygli á YouTube en atriði í myndinni
eru tekin upp með Google-gleraug-
unum og því séð með augum leikar-
ans í bókstaflegri merkingu. Fyrirtæk-
ið Google er ekki par hrifið af þessari
þróun og hefur reynt að gera klám-
myndaiðnaðinum erfiðara um vik að
nota Google-gleraugun með breyting-
um á notendareglum.
Google-gleraugun eru ekki enn
komin á almennan markað en prufu-
eintök eru í umferð víða um heim. Og
það eru ekki bara gleraugu sem fá nýtt
hlutverk þessa dagana því hin svoköll-
uð snjallúr eru líka væntanleg á mark-
að. Hvort klámmyndaiðnaðurinn
finni not fyrir þau er hins vegar erf-
iðara um að spá. n
Google-gleraugun
Gleraugu framtíðarinnar?
S
ilja Hinriksdóttir opnaði sýn-
ingu á málverkum sínum
hér á Íslandi á dögunum en
hún stundar myndlistarnám
í London. Fyrir utan að mála
notar Silja málverkin í fatahönnun
sinni en föt hennar hafa vakið mikla
athygli. Hún segir íslenska náttúru
veita sér innblástur og notar eigin
líkama þegar hún málar.
Góð reynsla
Silja útskrifaðist af textíl- og fata-
hönnunarbraut Fjölbrautaskólans í
Garðabæ 2009. Eftir útskrift byrjaði
hún að vinna hjá Volcano design, en
á þeim tíma var fyrirtækið á byrjun-
arstigi.
„Reynslan sem ég öðlaðist við
að vinna þar í rúma 18 mánuði var
mikil og ég er mjög þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri á að vinna með
þeim. Ótrúlega margt gerðist á þessu
tímabili sem ég lærði af, fyrirtækið
blómstraði og gengur mjög vel í dag,“
segir Silja.
Haustið 2011 byrjaði hún í grunn-
námi í myndlist í London. Silja seg-
ist hafa verið að mála síðan hún man
eftir sér.
Hún hefur lokið öðru ári sínu í
BA námi í myndlist við Camberwell
Coll ege of the Arts og stefnir á að
klára námið vorið 2014.
Notar líkamann sem pensil
„Íslensk náttúra er mér mikill inn-
blástur, bæði þegar kemur að lita-
samsetningum og áferð. Ég nota
pensla mjög takmarkað í verkun-
um mínum, öll verkin sem ég hef
til sýningar nú eru gerð með því að
„prenta“ líkama minn á strigann eða
nota hann til að fjarlægja málningu
af striganum. Það sem heillar mig
við þessa aðferð er að ég er að nota
vel þekkt, hversdagslegt form líkam-
ans, en þrátt fyrir það er útkoman oft
mjög abstrakt.
Tengir saman myndlist
og fatahönnun
Myndlistarsýning Silju opnaði þann
25. júlí í Gróskusalnum á Garðatorgi
í Garðabæ. Á sýningunni eru bæði
málverk og fatnaður úr textílefnum
sem Silja hefur hannað og saumað út
frá málverkum sínum.
„Ég var einnig með til sýnis fata-
línu sem ég hef saumað núna í sum-
ar. Allar flíkurnar eru saumaðar úr
textílefnum sem ég hef hannað sjálf
með því að spegla ákveðnum mál-
verkum til þess að mynda munstur.
Verkefnið er partur af lokaverkefni
mínu í Camberwell College of the
Arts í London og ég er að vinna við þá
hugmynd hvað málverk er í raun og
veru. Hefur málverk einungis fagur-
fræðilegt eðli eða getur það sinnt
praktískum tilgangi, og er þá hægt að
nýta það meira á þann hátt? Hver er
tengingin á milli listar og hönnun-
ar? Á þessu ári hef ég haft tækifæri
til að geta sameinað bæði myndlist
og fatahönnun og mun án efa halda
áfram að þróa og vinna þá hug-
mynd,“ segir hún. n
Líkaminn er
pensillinn
n Íslensk náttúra innblásturinn n Blandar saman myndlist og fatahönnun
Íris Björk Jónsdóttir
blaðamaður skrifar iris@dv.is
„Will Pregnancy wreck her boobs“
Heitir þetta verk Silju.
Lærði í London Textíll er Silju hugleikinn, en hér má sjá trefla úr hennar smiðju.
Listakona Silja Hinriksdóttir hefur unun
á að skapa.
Gróskusalurinn
Er staðsettur á Garðatorgi í Garðabæ.
Samkvæmis-
taska á eina
milljón
Þetta mun seint verða tískubóla
sumarsins en margar stjörnur sem
vita ekki aura sinna tal eru sjúkar
í nýju Lego töskuna frá Chanel.
Taskan kostar rúmlega eina millj-
ón króna og fæst í mörgum út-
færslum. Rihanna og Kardashian
systur hafa sést með slíka tösku
enda kannski ekki ýkja erfitt fyr-
ir þær að punga út einni milljón
fyrir fallega tösku. Lego taskan var
framleidd í takmörkuðu upplagi
og seldist upp á örskotsstundu.
Nýr iPhone á
markað?
Það styttist í nýja uppfærslu af
iPhone samkvæmt heimildum
The Huffington Post. Samkvæmt
þessu getur verið að aðeins séu
nokkrar vikur þangað til iPhone
5S kemur á markað, eða þann 6.
september. Margir búast einnig
við því að Apple ætli líka að fram-
leiða ódýrari útgáfu af iPhone þar
sem hulstrið verði úr plasti með-
al annars. Nú er bara að sjá hvort
þetta reynist rétt.
Endurnýjaðu
snyrtivörurnar
reglulega
Ekki nota gamlar förðunarvörur,
þær geta innihaldið sýkla. Ef þú
ert í vafa um hvort farðinn sé í lagi
skaltu lykta af honum og veittu því
athygli hvort hann hefur breyst í
sjón og áferð. Ef hann lyktar illa,
hentu honum þá. Ef þú notar
förðunarbursta, eða förðunarpúða
þarftu að hreinsa hann reglu-
lega. Sjampó virkar vel sem hrein-
gerningarefni fyrir burstana.
Ekki nota munnvatn til að bleyta
upp í maskaranum þínum eða
augnskugganum og ekki lána
förðunarvörurnar þínar, þú get-
ur fengið sýkla í augun og einnig
herpes-vírus.
Líftími snyrtivara
n Maskari: 3 mánuðir
n Eyeliner: 12 mánuðir
n Meik: 6–12 mánuðir
n Gloss og varalitur: 18 mánuðir
n Augnskuggi: 18 mánuðir
n Kinnalitur: 18 mánuðir
n Púður: 18 mánuðir