Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 31. júlí 2013
Ú
tgerðarmaðurinn Magnús
Kristinsson seldi fyrirtæki sitt
Berg-Huginn fyrir á milli 9 og
10 milljarða króna til Síldar-
vinnslunnar í fyrra samkvæmt
heimildum DV. „Þetta voru níu til
tíu milljarðar,“ segir heimildarmað-
ur DV og rímar sú tala við upplýs-
ingar sem blaðið hefur annars stað-
ar frá. Magnús var sá einstaklingur
sem greiddi hæstu skattana á Ís-
landi í fyrra samkvæmt upplýsingum
úr skattaskrám, samtals tæpar 190
milljónir króna. Ástæðan fyrir þess-
um háum greiðslum Magnúsar er sú
að hann greiddi skatt af söluhagn-
aði hlutabréfanna í Bergi-Huginn.
Útgerðin átti eignir upp á meira en
4.4 milljarða króna í árslok 2011 en
eigin fjárstaða félagsins var neikvæð
um meira en tvo milljarða króna
vegna skuldsetningar þess.
Frumkvæðið Magnúsar
Magnús seldi Berg-Huginn til
Síldar vinnslunnar í ágúst í fyrra.
Kaupverðið hefur ekki verið gefið
upp og hefur DV ekki náð í Magn-
ús til að spyrja hann um það. Gunn-
þór Ingvarsson, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar, sagði við DV í
september í fyrra að Magnús hefði
verið hvatamaður að því selja Berg-
Huginn til fyrirtækisins. „Magnús
kom að máli við okkur og við náð-
um bara saman.“ Gunnþór sagði þá
við DV að engir bankar hefðu verið
milliliðir í viðskiptunum. „Við átt-
um bara í samningaviðræðum við
Magnús Kristinsson um þetta mál.“
Gunnþór segir aðspurður að kaup-
verðið verði ekki gefið upp. Frum-
kvæðið í viðskiptunum var því alfar-
ið Magnúsar.
Nýtti kauprétt og seldi svo
Líkt og DV greindi frá í september í
fyrra þá nýtti Magnús Kristinsson
sér kauprétt að hlutabréfum Lands-
banka Íslands, skilanefnd gamla
Landsbankans, í Bergi-Huginn
einungis nokkrum vikum áður en
hann seldi Berg-Huginn til Síldar-
vinnslunnar. Magnús átti 41 prósenta
hlut í Bergi-Huginn á móti 45 pró-
senta hluta bankans og 14 prósenta
hlut bróður síns, Birkis Kristinsson-
ar. Landsbankinn hafði leyst til sín
45 prósenta hlut í útgerðinni vegna
skulda Magnúsar eftir hrunið 2009.
Magnús átti því 86 prósenta hlut í út-
gerðinni þegar hún var seld til Síldar-
vinnslunnar í fyrra.
Magnús neitaði að ræða kaup-
in á hlutabréfunum af Landsbank-
anum þegar DV hafði samband við
hann í fyrra: „Ég er búinn að segja
ykkur það hjá DV að þið eigið ekki að
spyrja mig spurninga. Takk samt fyrir
að muna eftir mér. Vertu marg bless-
aður,“ sagði Magnús og skellti svo á.
Skuldugi skattakóngurinn
Skattakóngur Íslands árið 2012 er því
útgerðarmaður sem missti sjávar-
útvegsfyrirtæki sitt að stóru leyti til
fjármálafyrirtækis vegna skulda eft-
ir hrunið 2008 en sem fékk að kaupa
þann hlut aftur á grundvelli kaup-
réttarsamnings sem hann gerði við
bankann. Svo seldi Magnús allan
hlut sinn í Bergi-Huginn rétt eftir að
hafa keypt hlutabréfin – 45 prósenta
hlut – af bankanum. Eftir stend-
ur Magnús, í ljósi þeirra skatta sem
hann greiddi til hins opinbera vegna
sölunnar, sem skattakóngur ársins
2012 þrátt fyrir að hafa misst öll fyr-
irtæki sín – Toyota-umboðið, Mót-
ormax og Dóminos pizza – vegna
skuldsetningar þeirra eftir hrunið
2008. Þannig náði einn af þeim fjár-
festum sem var hvað skuldsettastur
eftir hrunið 2008 að verða sá skatta-
hæsti árið 2012. n
Átti nær allt félagið
Magnús Kristinsson átti nær
allt félagið þegar hann seldi
Berg-Huginn í fyrra fyrir á
milli 9 og 10 milljarða króna.
Skattakóngur
seldi fyrir um
tíu milljarða
n Greiddi háan skatt vegna sölu útgerðar„Magnús kom
að máli við
okkur og við náðum
bara saman
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is