Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 28
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80 miðvikudagur og fimmtudagur 31. júlí–1. ágúst 2013 85. tbl. 103. árg. leiðb. verð 429 kr. Það er ekkert fyndið hérna! Jakob ruglaðist n jakob Bjarnar grétarsson, blaða- maður Vísis, ruglaðist í rím- inu á dögunum. Hann taldi sig þá vera að skrifa Facebook-skila- boð til samstarfsmanna sinna þar sem hann gaf leiðbeiningar um skil á pistlum í morgunfréttir Bylgjunn- ar. Jakob fór vandlega yfir allt sem þyrfti að gera og lagði áherslu á að skrifa ætti pistlana í „fyrirsagnastíl alveg gegnumgangandi“. Hann áttaði sig hins vegar ekki á því að leiðbein- ingarnar skrifaði hann inn á Face- book-síðu, Veiðidellan er frábær, þar sem veiðimenn deila veiðisög- um. Jakobi var vinsamlega bent á að Vísisspjallið væri í annarri grúppu. Styrkja blaðamann til náms n „Höldum áfram að gera þetta á næstu árum“ K ristinn Ingi Jónsson, blaða- maður á Morgunblaðinu, situr námskeið hjá Cato Institute í Washington um þessar mundir á styrk frá Rann- sóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál (RSE), hugveitu sem Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir gegnir lykilhlutverki í. Kristinn ritar viðskipta- og stjórn- málafréttir í Morgunblaðið og rit- stýrir vef síðu Sambands ungra sjálfstæðis manna. Cato Institute er bandarísk hug- veita sem er að mestu leyti í eigu svonefndra Koch-bræðra, þeirra Charles og David Koch. Þeir eru helstu eigendur Koch Industries sem skipaði annað sæti á lista Forbes yfir stærstu einkafyrir- tæki Bandaríkjanna árið 2011 og berst Cato Institute fyrir óheftu markaðs frelsi og gegn ríkisaf- skiptum og velferðarstofnunum. Hugveitan hefur þegið styrki frá olíu- og bílafyrirtækjum í gegnum tíðina og um leið barist af hörku gegn ráðandi hugmyndum vís- indamanna um loftslagsbreytingar af manna völdum. Að sögn Birgis Tjörva Péturs- sonar, framkvæmdastjóra RSE, er styrkveitingin nýbreytni. „Þetta er bara nýútskrifaður mennta- skólanemi sem hafði vakið athygli okkar fyrir að vera áhugasamur og standa sig vel í opinberri umræðu. Við ákváðum að bjóða honum,“ segir hann og tekur fram að Kristni hafi verið boðið á námskeiðið áður en hann tók til starfa hjá Morgun- blaðinu. Námskeið Cato Institute nefnist Cato University og er haldið árlega. Á meðal þeirra sem flytja fyrir- lestra í ár eru Rand Paul, þingmað- ur Repúblikanaflokksins og Robert McDonald, prófessor í Hernaðar- akademíu Bandaríkjanna. Ekki náðist í Kristinn Inga við vinnslu fréttarinnar en fram kemur á Face- book-síðu hans að hann hafi átt spjall við Justin Amash, þingmann Repúblikanaflokksins, á þriðju- daginn. Birgir Tjörvi segist hlakka til að heyra frá Kristni. „Við reiknum með að við höldum áfram að gera þetta á næstu árum, að bjóða ungu fólki sem hefur áhuga á þjóðmála- umræðunni að prófa eitthvað nýtt,“ segir hann. Aðspurður hvaðan RSE sækir sér fjármagn segir Birgir að hugveitan sé ekki fjársterk. „Fyr- ir þó nokkrum árum söfnuðum við styrkjum frá einstaklingum og fyrir tækjum og höfum passað vel upp á þá sjóði. En við eigum ekki mikla peninga,“ segir hann. n johannp@dv.is +18° +12° 10 3 04:32 22:34 27 Barcelona Berlín Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Helsinki Istanbúl London Madríd Moskva París Róm St. Pétursborg Tenerife Þórshöfn Fimmtudagur 28 24 °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C 22 21 23 18 23 28 28 23 29 31 18 26 12 22 20 21 24 19 28 21 23 30 24 25 12 23 26 V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u Fim Fös Lau Sun Fim Fös Lau Sun EgilsstaðirReykjavík Stykkishólmur Patreksfjörður Ísafjörður Blönduós Akureyri Húsavík Mývatn Höfn Kirkjubæjarklaustur Þingvellir Hella Selfoss Vestmannaeyjar Keflavík 5.1 14 2.1 14 5.3 15 3.8 13 4.6 14 2.7 15 6.2 15 5.3 13 7.0 12 5.5 12 6.9 14 8.2 10 4.5 8 0.9 8 2.8 8 3.6 5 8.2 8 2.0 8 4.2 8 5.8 5 9.5 11 5.9 12 7.5 13 9.2 9 4.2 10 5.8 8 7.9 8 7.9 8 1.9 10 3.0 8 3.3 9 6.5 5 4.2 10 2.9 12 6.6 12 6.0 8 4.4 13 1.9 14 4.2 15 4.4 11 upplýsingar frá vedur.is og frá yr.no, norsku veðurstofunni Blíða við höfnina Loksins er sumarið komið í Reykjavík. mynd sigtryggur ariMyndin Veðrið Norðlægar áttir Norðlæg átt, 5–10 m/s, en yfirleitt hægviðri sunnanlands. Skýjað og smásúld á Norður- og Austurlandi, en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og síðdegisskúrir í uppsveitum sunnanlands. Hvessir heldur í nótt og á morgun og dálítil rign- ing eða súld norðaustanlands, en annars bjart með köflum og stöku skúrir. Hiti 6–12 stig fyrir norðan, en annars 12–20 stig. Miðvikudagur 31. júlí Reykjavík og nágrenni Evrópa Miðvikudagur Norðan 3–10 m/s og bjart með köflum. Hiti 12–18 stig. 713 5 6 56 1010 58 310 211 87 512 6 7 5.9 8 2.4 7 5.1 8 5.1 5 4.6 9 3.3 11 6.5 11 5.5 6 2.1 11 1.4 12 1.7 15 2.2 14 3.7 7 3.0 8 4.9 7 4.3 6 6.7 10 9.4 9 5.3 9 4.2 9 4.5 10 5.3 10 8.5 12 4.2 9 kristinn ingi Er staddur í Washington um þessar mundir og nemur við Cato University. mynd: heidah@Birtingur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.