Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Miðvikudagur 31. júlí 2013 Finnar vilja sigra heiminn n Segja Ísland góðan stað til að öðlast frægð Í Finnlandi höfum við okkar eigin tónlistarmenningu sem er frekar lokuð og erfitt að koma nýjum hlutum að, en ég held að á Íslandi séuð þið opnari, “ segir Elina Alavilla­ mo sem er á leiðinni til Íslands að kynna tónlist sína. „Við lítum á tón­ leika okkar í Hörpu sem fyrsta lið í að gera tónlist okkar þekkta á Norður­ löndunum, í Evrópu og víðar,“ bætir hún við og virðist hafa mikla trú á ís­ lenskri tónlist. Elina er í hljómsveitinni Core­ Baroque, sem spilar barokk tón­ list. Þessu skal ekki rugla saman við bar­rokk, eins og spilað er á knæp­ um Kallio í skuggahluta Helsinki­ borgar, heldur er þetta tónlist í ætt við stefnuna frá 17. öld. Tónlist hljómsveitarinnar er í popp­rokk anda, en með barokk ívafi í formi kammer strengjasveitar og keðjulag­ lína. Í Hörp unni munu fjórir með­ limir Sinfó (sem Elina kallar ISO) troða upp með hljómsveitinni. Hinn stofnmeðlimur CoreBaroque er Esa Alavillamo og er, eins og nafnið bendir til, eiginmaður Elinu. „Við kynntumst í tónlistarsumar­ búðum árið 2008 þar sem við vorum bæði kennarar. Við urðum ástfangin, fórum að gera tónlist saman, giftum okkur, stofnuðum fjölskyldu og deil­ um flestu í lífinu saman.“ Eitt af því sem Esa og Elina munu gera saman á næstunni er að taka upp myndband við lagið „Strong.“ „Þetta verður tekið upp á lands­ byggðinni rétt hjá Reykjavík,“ segir Elina. „Handritið er afar einfalt. Tvær manneskjur eru að reyna að komast á áfangastað. Í upphafi ferðar eru þær í góðu skapi, glaðar og sjálfsör­ uggar, en hægt og rólega verður and­ rúmsloftið dekkra. Þær týnast, en komast síðan að því að áfangastað­ urinn var við hlið þeirra frá upphafi.“ CoreBaroque munu spila í Kalda­ lónssal Hörpu þann 15. ágúst og á Gauki á Stöng þann 17. n Baltasar á rauða dreglinum N ýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var frum­ sýnd í New York á mánu­ daginn, þó eiginlegar sýn­ ingar hefjist ekki fyrr en á föstudag. Leikstjórinn mætti sjálfur ásamt eiginkonu sinni og börnum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þau öll með sér á frumsýningu erlendis. Stjörnur myndarinnar voru einnig viðstaddar ásamt konum sín­ um, Mark Wahlberg í jakkafötum en Denzel Washington óformlegri í stuttermabol og með snoðaðan koll. Frægir aukaleikarar Wahlberg sást síðast ásamt bangs­ anum orðljóta í myndinni Ted en hann er orðinn náinn samstarfs­ maður Baltasars, lék aðalhlutverk­ ið í kvikmynd hans Contraband og framleiddi með honum sjónvarps­ myndina The Missionary sem tekin var í Berlín í sumar. Washington þyk­ ir með helstu leikurum sinnar kyn­ slóðar og hefur unnið Óskarsverð­ launin tvisvar, fyrir aðalhlutverk í myndinni Training Day árið 2001 og fyrir aukahlutverk í stríðsmyndinni Glory árið 1989. Það eru þó fleiri þekkt nöfn sem koma við sögu. Bill Paxton, sem lík­ lega er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Apollo 13, James Marsden sem leik­ ur Cyclops í X­Men myndunum (og jafnframt manninn sem Súpermann kokkálar í Superman Returns), Fred Ward sem eitt sinn lék ofurhetj­ una Remo og Edward James Olmos, sem margir þekkja sem prófessor­ inn í Dexter eða þá lögreglustjórann í Miami Vice í den. Marsden var fríður sýnum og Olmos skuggalegur að sjá. Kjóllinn stal senunni Paula Patton, sem leikur aðal kven­ hlutverkið, mætti, en hún lék síð­ ast á móti Denzel Washington í Deja Vu og á móti Tom Cruise í nýj­ ustu Mission: Impossible myndinni. Hún er gift söngvaranum Robin Thicke sem nýlega gaf út metsölu­ lagið „Blurred Lines,“ og sögðu blöð­ in vestra að fleginn kjóll hennar hafi stolið senunni á frumsýningunni. Einnig mátti sjá rapparann 50 cent á rauða dreglinum, en ekki er vitað til þess að hann tengist myndinni. n Vitræn hasarmynd: 2 Guns fær góða dóma Dómur um myndina er þegar kominn á vefsíðuna „Hollywood and Fine: Movies For Smart People,“ sem haldið er úti af Marshall Fine. Fine þessi hefur skrifað í blöð á borð við LA Time og USA Today og þykir harður í horn að taka. Þegar hann gaf The Dark Knight Rises slæma dóma fékk hann morðhótanir í kjölfarið og svo mikið af haturspósti að tölva hans hrundi. „Þetta er allt partur af vinnunni,“ sagði hann í kjölfarið. Dómur hans hefst á þeim orðum að margar hasarmyndir hafi komið út í sumar en fáar eftirminnilegar. Öðru máli gegni þó um 2 Guns og að Baltasar sýni fram á að það sé hægt að setja fram þétta sögu án þess að spara hasarinn eða húmorinn. Þótt undarlegt megi virðast byggir myndin á teiknimyndasögum. Fine hrósar handritinu, sem er eftir Blake Masters, sérstaklega en segir að megin- hluti galdursins liggi í leikaravalinu. Washington og Wahlberg séu besta löggupar síðan Nick Nolte og Eddie Murphy í 48 Hours og aukaleikararnir ekki mikið síðri, þá sérstaklega steli Bill Paxton senunni. Fine bætir því við að þótt allir í myndinni beri byssur takist Baltasar að halda athyglinni á persónunum og að myndin sé hröð og fyndin og sú hasar- mynd sumarsins sem mest vit sé í. Baltasar Bauð fjöl- skyldunni með. Mark Wahlberg Ásamt hinni hávöxnu eiginkonu Rhea Durham. Denzel Washington Kæruleysislega klæddur ásamt Paulette sinni. Paula Patton stal senunni á frumsýn- ingunni n Fær fína gagnrýni n Paula Patton stal senunni í þröngum kjól John Grant í kóngafötum Tökur fara nú fram á tónlistar­ myndbandi Ásgeirs Trausta Einarssonar við enska útgáfu slagarans Leyndarmál af plöt­ unni Dýrð í dauðaþögn. Líkt og kunnugt er reynir Ásgeir nú við er­ lendan markað og er það banda­ ríski tónlistarmaðurinn John Grant sem þýðir textana við lög Ásgeirs yfir á ensku. Meðfylgj­ andi mynd sýnir fatahönnuðinn Hörpu Einarsdóttur ásamt Ásgeiri og Grant við gerð myndbandsins, leikstjórn þess er í höndum leik­ stjórateymisins Arni & Kinski og er áhugavert að sjá John Grant í kóngafötum. Engin morgunógleði Hollywood­fréttakonan Dröfn Ösp Snorradóttir­Rozas, betur þekkt sem DD­Unit, stýrir nú morgun­ þáttunum Virkum morgnum á RÚV ásamt Þórði Helga Þórðar­ syni. Undanfarin þrjú ár hafa þættirnir verið í umsjá Andra Freys Viðarssonar og Guðrúnar Dísar Emilsdóttur en líkt og greint hefur verið frá eignaðist Guð­ rún sitt annað barn fyrr í sumar og er nú í fæðingarorlofi. Þórð­ ur hefur leyst Andra af síðan um miðjan júlí auk þess sem nokkrar hressar konur hafa leyst Guðrúnu af í sumar, svo sem leikkonurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir og Edda Björg Eyjólfs­ dóttir. Söfnuðu 24 milljónum Tónleikaferð Áhafnarinnar á Húna um landið skilaði 24 milljónum króna. Líkt og kunnugt er sigldi Áhöfnin á Húna umhverfis Ísland og hélt tónleika í þorpum og bæj­ um víðs vegar um landið. Björg­ unarsveitir á hverjum stað seldu inn á tónleika hljómsveitarinnar og rann aðgangseyririnn beint til björgunarsveitanna. Slysavarnar­ félagið Landsbjörg hélt utan um fjárhagslega hlið verkefnisins og segir í tilkynningu frá félaginu að verkefnið hafi tekist frábærlega og orðið mun stærra en menn þorðu að vona í upphafi. CoreBaroque Hjónakornin saman á plötuumslagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.