Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Miðvikudagur 31. júlí 2013
Finnar vilja sigra heiminn
n Segja Ísland góðan stað til að öðlast frægð
Í
Finnlandi höfum við okkar eigin
tónlistarmenningu sem er frekar
lokuð og erfitt að koma nýjum
hlutum að, en ég held að á Íslandi
séuð þið opnari, “ segir Elina Alavilla
mo sem er á leiðinni til Íslands að
kynna tónlist sína. „Við lítum á tón
leika okkar í Hörpu sem fyrsta lið í að
gera tónlist okkar þekkta á Norður
löndunum, í Evrópu og víðar,“ bætir
hún við og virðist hafa mikla trú á ís
lenskri tónlist.
Elina er í hljómsveitinni Core
Baroque, sem spilar barokk tón
list. Þessu skal ekki rugla saman við
barrokk, eins og spilað er á knæp
um Kallio í skuggahluta Helsinki
borgar, heldur er þetta tónlist í ætt
við stefnuna frá 17. öld. Tónlist
hljómsveitarinnar er í popprokk
anda, en með barokk ívafi í formi
kammer strengjasveitar og keðjulag
lína. Í Hörp unni munu fjórir með
limir Sinfó (sem Elina kallar ISO)
troða upp með hljómsveitinni. Hinn
stofnmeðlimur CoreBaroque er
Esa Alavillamo og er, eins og nafnið
bendir til, eiginmaður Elinu.
„Við kynntumst í tónlistarsumar
búðum árið 2008 þar sem við vorum
bæði kennarar. Við urðum ástfangin,
fórum að gera tónlist saman, giftum
okkur, stofnuðum fjölskyldu og deil
um flestu í lífinu saman.“
Eitt af því sem Esa og Elina munu
gera saman á næstunni er að taka
upp myndband við lagið „Strong.“
„Þetta verður tekið upp á lands
byggðinni rétt hjá Reykjavík,“ segir
Elina. „Handritið er afar einfalt. Tvær
manneskjur eru að reyna að komast
á áfangastað. Í upphafi ferðar eru
þær í góðu skapi, glaðar og sjálfsör
uggar, en hægt og rólega verður and
rúmsloftið dekkra. Þær týnast, en
komast síðan að því að áfangastað
urinn var við hlið þeirra frá upphafi.“
CoreBaroque munu spila í Kalda
lónssal Hörpu þann 15. ágúst og á
Gauki á Stöng þann 17. n
Baltasar á rauða dreglinum
N
ýjasta kvikmynd Baltasars
Kormáks, 2 Guns, var frum
sýnd í New York á mánu
daginn, þó eiginlegar sýn
ingar hefjist ekki fyrr en á
föstudag. Leikstjórinn mætti sjálfur
ásamt eiginkonu sinni og börnum,
en þetta er í fyrsta sinn sem hann
tekur þau öll með sér á frumsýningu
erlendis. Stjörnur myndarinnar voru
einnig viðstaddar ásamt konum sín
um, Mark Wahlberg í jakkafötum
en Denzel Washington óformlegri í
stuttermabol og með snoðaðan koll.
Frægir aukaleikarar
Wahlberg sást síðast ásamt bangs
anum orðljóta í myndinni Ted en
hann er orðinn náinn samstarfs
maður Baltasars, lék aðalhlutverk
ið í kvikmynd hans Contraband og
framleiddi með honum sjónvarps
myndina The Missionary sem tekin
var í Berlín í sumar. Washington þyk
ir með helstu leikurum sinnar kyn
slóðar og hefur unnið Óskarsverð
launin tvisvar, fyrir aðalhlutverk í
myndinni Training Day árið 2001 og
fyrir aukahlutverk í stríðsmyndinni
Glory árið 1989.
Það eru þó fleiri þekkt nöfn sem
koma við sögu. Bill Paxton, sem lík
lega er þekktastur fyrir hlutverk sitt í
Apollo 13, James Marsden sem leik
ur Cyclops í XMen myndunum (og
jafnframt manninn sem Súpermann
kokkálar í Superman Returns), Fred
Ward sem eitt sinn lék ofurhetj
una Remo og Edward James Olmos,
sem margir þekkja sem prófessor
inn í Dexter eða þá lögreglustjórann í
Miami Vice í den. Marsden var fríður
sýnum og Olmos skuggalegur að sjá.
Kjóllinn stal senunni
Paula Patton, sem leikur aðal kven
hlutverkið, mætti, en hún lék síð
ast á móti Denzel Washington í
Deja Vu og á móti Tom Cruise í nýj
ustu Mission: Impossible myndinni.
Hún er gift söngvaranum Robin
Thicke sem nýlega gaf út metsölu
lagið „Blurred Lines,“ og sögðu blöð
in vestra að fleginn kjóll hennar hafi
stolið senunni á frumsýningunni.
Einnig mátti sjá rapparann 50 cent á
rauða dreglinum, en ekki er vitað til
þess að hann tengist myndinni. n
Vitræn hasarmynd:
2 Guns fær
góða dóma
Dómur um myndina er þegar kominn á
vefsíðuna „Hollywood and Fine: Movies
For Smart People,“ sem haldið er úti af
Marshall Fine. Fine þessi hefur skrifað í
blöð á borð við LA Time og USA Today
og þykir harður í horn að taka. Þegar
hann gaf The Dark Knight Rises slæma
dóma fékk hann morðhótanir í kjölfarið
og svo mikið af haturspósti að tölva
hans hrundi. „Þetta er allt partur af
vinnunni,“ sagði hann í kjölfarið.
Dómur hans hefst á þeim orðum að
margar hasarmyndir hafi komið út í
sumar en fáar eftirminnilegar. Öðru máli
gegni þó um 2 Guns og að Baltasar sýni
fram á að það sé hægt að setja fram
þétta sögu án þess að spara hasarinn
eða húmorinn.
Þótt undarlegt megi virðast byggir
myndin á teiknimyndasögum. Fine
hrósar handritinu, sem er eftir Blake
Masters, sérstaklega en segir að megin-
hluti galdursins liggi í leikaravalinu.
Washington og Wahlberg séu besta
löggupar síðan Nick Nolte og Eddie
Murphy í 48 Hours og aukaleikararnir
ekki mikið síðri, þá sérstaklega steli Bill
Paxton senunni.
Fine bætir því við að þótt allir í
myndinni beri byssur takist Baltasar að
halda athyglinni á persónunum og að
myndin sé hröð og fyndin og sú hasar-
mynd sumarsins sem mest vit sé í.
Baltasar
Bauð fjöl-
skyldunni með.
Mark Wahlberg Ásamt hinni hávöxnu
eiginkonu Rhea Durham.
Denzel Washington Kæruleysislega
klæddur ásamt Paulette sinni.
Paula Patton stal senunni á frumsýn-
ingunni
n Fær fína gagnrýni n Paula Patton stal senunni í þröngum kjól
John Grant í
kóngafötum
Tökur fara nú fram á tónlistar
myndbandi Ásgeirs Trausta
Einarssonar við enska útgáfu
slagarans Leyndarmál af plöt
unni Dýrð í dauðaþögn. Líkt og
kunnugt er reynir Ásgeir nú við er
lendan markað og er það banda
ríski tónlistarmaðurinn John
Grant sem þýðir textana við lög
Ásgeirs yfir á ensku. Meðfylgj
andi mynd sýnir fatahönnuðinn
Hörpu Einarsdóttur ásamt Ásgeiri
og Grant við gerð myndbandsins,
leikstjórn þess er í höndum leik
stjórateymisins Arni & Kinski og
er áhugavert að sjá John Grant í
kóngafötum.
Engin
morgunógleði
Hollywoodfréttakonan Dröfn Ösp
SnorradóttirRozas, betur þekkt
sem DDUnit, stýrir nú morgun
þáttunum Virkum morgnum á
RÚV ásamt Þórði Helga Þórðar
syni. Undanfarin þrjú ár hafa
þættirnir verið í umsjá Andra
Freys Viðarssonar og Guðrúnar
Dísar Emilsdóttur en líkt og greint
hefur verið frá eignaðist Guð
rún sitt annað barn fyrr í sumar
og er nú í fæðingarorlofi. Þórð
ur hefur leyst Andra af síðan um
miðjan júlí auk þess sem nokkrar
hressar konur hafa leyst Guðrúnu
af í sumar, svo sem leikkonurnar
Ilmur Kristjánsdóttir, Anna Svava
Knútsdóttir og Edda Björg Eyjólfs
dóttir.
Söfnuðu 24
milljónum
Tónleikaferð Áhafnarinnar á Húna
um landið skilaði 24 milljónum
króna. Líkt og kunnugt er sigldi
Áhöfnin á Húna umhverfis Ísland
og hélt tónleika í þorpum og bæj
um víðs vegar um landið. Björg
unarsveitir á hverjum stað seldu
inn á tónleika hljómsveitarinnar
og rann aðgangseyririnn beint til
björgunarsveitanna. Slysavarnar
félagið Landsbjörg hélt utan um
fjárhagslega hlið verkefnisins og
segir í tilkynningu frá félaginu að
verkefnið hafi tekist frábærlega og
orðið mun stærra en menn þorðu
að vona í upphafi.
CoreBaroque
Hjónakornin saman
á plötuumslagi.