Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 31. júlí 2013 Miðvikudagur
Rannsaka sleðann
n Ferðamaðurinn sem lést á Langjökli var frá Tævan
R
annsóknardeild lögreglunnar
á Selfossi hefur sent frá sér til
kynningu vegna banaslyssins
sem var á Langjökli á mánu
dag. Lögreglan lagði hald á vél
sleðann sem ferðamaðurinn ók og
verður bensíngjöf hans sérstaklega
skoðuð.
„Eldsneytisgjöf vélsleða er við
stýris handfang sleðans. Venjan er að
ökumaður þrýsti á hana með þumal
fingri hægri handar og beinist rann
sóknin meðal annars að því hvort
búnaður sleðans hafi verið í lagi og
þá hvort ökumaðurinn hafi gripið
utan um eldsneytisgjöfina og stýris
handfangið og haldið eldsneytisgjöf
inni þannig fastri í botni en ætla má
að óvönum fatist við svo mikla inngjöf
sem af slíkum handabrögðum hlytist,“
segir í tilkynningu lögreglunnar.
Um tildrög slyssins segir að akstur
inn hafi farið eðlilega af stað eftir fyrir
fram ákveðinni leið þar sem aksturs
hraði sé yfirleitt um 10 til 15 km á
klukkustund. „Síðan tók maðurinn sig
út úr röðinni, jók hraðann umtalsvert
og við það kastaðist konan af sleðan
um. Síðan virðist sleðinn hafa farið
að minnsta kosti 2 veltur og stöðvast.
Maðurinn var meðvitundarlaus en
með lífsmarki þegar að var komið og
hlúðu starfsmenn að honum um leið
og þeir kölluðu eftir aðstoð. Hann
var úrskurðaður látinn á vettvangi af
lækni í þyrlusveit Landhelgisgæsl
unnar en konan var flutt á sjúkrahús
í Reykjavík til aðhlynningar,“ en hún
fótbrotnaði og hlaut skrámur í andliti
og víðar um líkamann.
Herbert Hauksson, hjá fyrirtæk
inu Fjallamönnum sem stýrði ferð
inni, sagði í samtali við DV.is að mað
urinn hafi sagst vera með ökuréttindi
og skrifað undir pappíra þess efnis
en annað hafi síðan komið á daginn.
Herbert segir einnig að maðurinn
hafi laumast til að fara á vélsleðann,
sett bensínið í botn og misst stjórn á
sleðanum með fyrrnefndum afleið
ingum.
Hinn látni hét Jin Jee Dzan og var
fæddur þann 10.02.1951. n
F
élag í eigu Ólafs Ólafssonar fjár
festis, eiganda Samskipa og
fyrrverandi næst stærsta hlut
hafa Kaupþings, og eiginkonu
hans, Ingibjargar Kristjáns
dóttur, gaf í síðasta mánuði út skulda
bréf fyrir tæplega 40 milljónir króna.
Skuldabréfaútgáfan er til þess gerð að
koma peningum til Íslands erlendis frá
í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka
Íslands með afslætti. Skuldabréfið er
svo keypt með fjármagni erlendis frá
og borgar eignarhaldsfélagið svo af því
á næstu árum. Þetta kemur fram í út
gáfulýsingu skuldabréfsins. Fjölmargir
íslenskir fjárfestar og erlendir hafa nýtt
sér þessa fjárfestingarleið Seðlabanka
Íslands á liðnum árum en með henni
geta þeir fengið 20 prósenta afslátt af ís
lenskum krónum hér á landi.
Tók milljarða í arð
Eignarhaldsfélagið sem um ræðir heitir
„Kimi ehf. – félag í minni Ólafs Sverris
sonar og Önnu Ingadóttur“, en það eru
foreldrar Ólafs sem nú eru látin. Til
gangur félagsins er sagður vera „leiga
atvinnuhúsnæðis“ en Kimi ehf. á fast
eignina að Brákarbraut 13 í Borgarnesi
sem hýsir Landnámssetur Íslands.
Í setrinu er meðal annars að finna
veitingastað og hafa verið settar upp
vinsælar leiksýningar í húsinu. Skulda
bréfaútgáfan er dagsett 22. júlí síðast
liðinn og sá verðbréfafyrirtækið Auð
ur Capital um hana. Verðmæti skulda
bréfsins er rétt aðeins hærra en bókfært
verðmæti fasteignarinnar í Borgarnesi
því í síðasta ársreikningi Kima er húsið
bókfært á 35 milljónir króna. Á húsinu
hvílir eitt skuldabréf frá Arion banka
frá því í febrúar síðast liðnum upp á 35
milljónir króna.
Ólafur Ólafsson tók milljarða króna
í arð út úr íslenska efnahags kerfinu á
árunum fyrir hrunið, meðal annars út
úr Kaupþingi og HB Granda. Ólafur
hefur verið búsettur í Bretlandi og Sviss
eftir íslenska efnahagshrunið 2008.
Húsið stækkað
Heimir Sigurðsson, stjórnarmaður í
Kimi sem skrifaði undir skuldabréfa
útboðið fyrir hönd félagsins, segir að
ástæðan fyrir skuldabréfaútboðinu
sé sú að félagið sé að afla fjár vegna
stækkunar hússins í Borgar nesi. Hann
segir að reksturinn á Landnámssetr
inu hafi gengið vel og að ákveðið hafi
verið að stækka húsið. Heimir segir að
í kjölfarið á breytingunum muni nú
verandi leigu taki, Kjartan Ragnarsson,
fara að greiða húsaleigu en frá því ár
inu 2006 hefur leigutakinn ekki greitt
leigu til Kima. „Þetta er bara lítið fé
lag úti á landi sem á eitt hús og það
er bara að afla sér fjár til að stækka
við húsið (...) Þetta gengur mjög
vel hjá þeim Kjartani og það er
verið að stækka þarna eldhús
og veitingasalinn. Það byrj
ar að koma leiga um leið og
viðbyggingin verður tekin
í notkun“ segir Heimir en
ársreikningur rekstrarfé
lags Landnámsetursins
sýnir fína stöðu þess fé
lags, nokkurra milljóna
hagnað síðast liðin tvö
rekstrarár.
„Peningarnir koma
frá þeim persónu-
lega“
Heimir segir aðspurð
ur að peningarnir sem
notaðir eru til að kaupa
skuldabréf Kima komi
frá Ólafi Ólafssyni og Ingi
björgu eiginkonu hans.
„Peningarnir koma frá þeim
persónulega,“ segir Heimir. Hann
segir að upphaflega megi rekja
kaup þeirra hjóna á húsinu til þess
að þau hafi viljað láta gott af sér leiða
í Borgarnesi þar sem þau eru bæði ætt
uð úr bænum og nærsveitum. „Þau eru
bæði úr Borgarnesi, Ólafur úr bænum
og Ingibjörg úr nærsveitum. Þeim leist
vel á hugmynd Kjartans og þau vildu
leggja sitt af mörkum,“ segir Heimir.
Keypti húsið 2006
Félag Ólafs eignaðist húsið sem í dag
hýsir Landnámssetrið, árið 2006.
Kimi keypti húsið af Spari
sjóði Mýrasýslu sem þá
var nýbúinn að leysa
eignina til sín upp
í skuldir. Afsalið til
Kima frá Sparisjóði
Mýrasýslu er dagsett
þann 12. maí 2006
og undirritað af Gísla
Kjartans syni spari
sjóðsstjóra og Kristni
Hallgrímssyni, lög
manni Ólafs
og sam
verkamanni til margra ára. Í afsalinu
er kaupverð hússins ekki tekið fram
en þar segir að það sé „að fullu greitt.“ Í
óundirrituðum kaupsamningi sem DV
hefur undir höndum kemur hins vegar
fram að kaupverðið hafi verið 35 millj
ónir króna og að félag Ólafs hafi greitt
það við undirritun kaupsamnings.
Sparisjóðurinn hafði eignast hús
ið þann 11. janúar árið 2006
þegar húsið var tekið upp
í skuldir vegna bágrar
stöðu eignar halds
félagsins Vesturness
ehf. Tæplega 44 millj
óna króna lán Vestur
ness voru þá í van
skilum að hluta til.
Fimm mánuðum
síðar var húsið svo
selt til eignarhalds
félags Ólafs og Ingi
bjargar. n
Ólafur fær afslátt af
íslenskum krónum
n Flytur inn fjármuni í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Stækka Landnámssetrið
Hjónin Ólafur Ólafsson og Ingibjörg
Kristjánsdóttir flytja inn peninga í
gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans
til að stækka Landnámsetur Íslands.
Mynd SigTryggur Ari
Engin leiga Leigutaki Landnámsset-
urssins, Kjartan Ragnarsson, hefur ekki
greitt neina leigu af húsinu síðastliðin sjö ár.
Mynd SigTryggur Ari
Banaslys á Langjökli Verið er að rannsaka hvort ferðamaðurinn hafi haft ökuréttindi.
Veltan nam
tíu milljörðum
Greiðslukortavelta erlendra ferða
manna í júní jókst um 18,1 pró
sent frá sama mánuði í fyrra og
nam næstum 9,8 milljörðum
króna. Þetta kemur fram í upp
lýsingum frá Rannsóknarsetri
verslunar innar. Erlendir ferða
menn vörðu mestu í gistingu, næst
mestu í verslun og þar næst í ýmsa
skipulagða ferðaþjónustu eins og
skoðunarferðir og hvalaskoðun.
Í tilkynningu sem rannsóknar
setrið sendi frá sér kemur fram að
veitingahús njóti góðs af auknum
ferðamannastraumi til landsins
því ferðamenn greiddu rúmlega
1,1 milljarð króna. með greiðslu
kortum fyrir veitingar í júní sem er
um 24 prósenta aukning frá júní
í fyrra. Þá greiddu erlendir ferða
menn næstum 1,8 milljarð króna
með kortum sínum í verslunum
hér á landi, sem var 13 prósent
um hærri upphæð en í júní í fyrra.
Fjórðungsaukning var í erlendri
kortaveltu í dagvöruverslunum og
17 prósenta aukning í Fríhöfninni,
svo dæmi séu tekin.
Útlendingar greiddu í júní 21
milljón króna með kortum fyrir
ferjuflutninga sem er aukning um
156 prósent frá síðasta ári. Líklega
er þar um að ræða mikla aukningu
ferðamanna til Vestmannaeyja og
um Breiðafjörð.
Kortavelta vegna gistingar á
tjaldstæðum og öðrum gististöð
um en hótelum og gistiheimil
um, jókst um 119 prósent í júní frá
sama mánuði í fyrra. Erlend korta
velta á þessum gistisvæðum nam
9 milljónum í júní síðast liðnum
sem er þó aðeins brot af greiðslum
vegna hótelgistinga sem var um
2,5 milljarðar króna.
Þess ber að geta að kortavelta
útlendinga sem kaupa farmiða
eða pakkaferðir til Íslands frá
heimalandi sínu eru ekki innifald
ar í þessum tölum nema korta
veltan fari í gegnum íslenska
færslu hirða. Þannig eru erlendar
greiðslur vegna flugferða hingað
til lands og greiðslur til erlendra
ferðaskrifstofa eða annarra milli
liða ekki meðtaldar. Þá eru úttektir
á reiðufé úr hraðbönkum ekki inni
í þessum tölum.