Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2013, Qupperneq 16
Algengt verð 247,9 kr. 245,9 kr. 247,7 kr. 245,7 kr. Höfuðborgarsvæðið 247,6 kr. 245,6 kr. Algengt verð 247,9 kr. 245,9 kr. Algengt verð 252,8 kr. 247,9 kr. Melabraut 247,7 kr. 245,7 kr. Eldsneytisverð 11. ágúst Bensín Dísilolía Svangur fékk að borða n Lofið fær útibú Kaupfélags Stein- grímsfjarðar í Norðurfirði. Í vik- unni sem leið bar þar að garði svangan blaðamann að sunnan sem var nýkominn úr strandveiði- túr á miðunum út af Norðurfirði. Vildi hann verða sér út um snarl fyrir heimferðina til Reykjavík- ur sem hann þurfti að aka einn að næturlagi að veiðiferðinni lokinni. Þetta gerðist um níuleytið að kvöldi en venju samkvæmt hafði kaupfé- lagið lokað fjórum klukkustundum fyrr og voru því góð ráð dýr. Það var hugul semi útibússtjórans sem varð blaðamanninum til happs. Hún sá aumur á sunnan- manninum svanga og opnaði sérstaklega fyrir hann. Keypti hann gult Pringles-snarl og karamellu- súkkulaði frá Nóa Síríus og var því vel nestaður fyrir heimferðina. Hreyfiseðill hluti af endur­ hæfingar áætlun n Tryggingastofnun sem er með nýtt úrræði í sjúkraþjálfun sem kallast hreyfiseðill. Það fer þannig fram að þú skráir hreyfingu þína inn á síðu hreyfiseðils og fylgst er með hvort þú sért að stunda þá hreyfingu sem var lagt upp með í upphafi með aðstoð sjúkraþjálf- ara. Nema hvað, Tryggingastofn- un neitar að greiða þeim sem nýta sér þetta úrræði að einhverju leyti sjúkrabætur eða lífeyri á meðan á þessari endurhæfingu stendur. Málið var borið undir Tryggingastofnun og þaðan barst þetta svar. Hreyfiseðlar eru hluti af endur- hæfingaráætlun, sem þarf að liggja fyrir og framfylgja þegar greiddur er endurhæfingarlífeyr- ir. Með umsókn um endurhæf- ingarlífeyri þurfa að fylgja ákveðin gögn. Hvernig sótt er um og hvaða gögn þurfa að fylgja með um- sókn er farið yfir á vef Trygginga- stofnunar, tr.is. Sjá hér: tr.is/al- menn-rettindi/endur- haefingarlifeyrir/ hvernig-er-sott-um- endurhaefingarlifeyri/ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is 16 Neytendur 12. ágúst 2013 Mánudagur Hvernig er best að kvarta við leigusala n 736 erindi bárust leigjendaaðstoðinni L eigjendaaðstoðinni bárust 736 erindi fyrstu sex mánuði þessa árs sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Margir þeirra sem eru á leigumarkaði vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér þegar upp koma vandamál varðandi hús- næði sem þeir leigja eða í samskipt- um við leigusala. Starfsfólk Leigj- endaaðstoðarinnar reynir eftir bestu getu að greiða úr þeim vandamálum. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna kemur fram að mest er spurt um ástand og viðhald eignar, hver eigi að sinna hverju, hvernig best sé að kvarta við leigusala og hvaða úr- ræði standi til boða í kjölfar kvört- unar. Þar á eftir koma svo erindi sem snúa að uppsögn samnings, hvaða reglur gildi um uppsagnir, hvenær uppsögn þurfi að berast, hvenær hún taki gildi. Svo er töluvert spurt um at- riði eins og þinglýsingu, húsaleigu- bætur, útburð, úttektir á leigu- húsnæði og þess háttar mál. Þótt Leigjendaaðstoðinni sé aðeins ætlað að aðstoða leigjendur er þó nokkuð um að erindi berist frá leigusölum. Í þeim tilvikum er leigusölum veitt- ar almennar upplýsingar enda er það einnig í þágu leigjenda að leigusalar séu meðvitaðir um lög og reglur. Leigjendaaðstoðin er rekin af Neytendasamtökunum samkvæmt þjónustusamningi við velferð- arráðuneytið. Hún er öllum opin. Fólk getur kynnt sér starfsemi Leigj- endaaðstoðarinnar á heimasíðunni leigjendur.is. Þar er að finna margs konar fróðleik um flest það er lýtur að leigusamningum. n johanna@dv.is T il að kanna hvort að lögum og reglugerðum um notkun skordýraeiturs, sveppalyfja og illgresiseyða við fram- leiðslu á grænmeti og ávöxt- um sé fram fylgt tökum við um 270 sýni á ári. Þar af tökum við um 60 sýni úr íslensku grænmeti,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir sérfræðingur hjá Matvælastofnun. „Við getum mælt magn 61 tegundar af skordýraeitri sem notað er við matvælafram- leiðslu. Það eru hins vegar miklu fleiri tegundir af eitri sem eru not- aðar í heiminum við matvælafram- leiðslu en við höfum ekki fjármagn eða tæki, eins og er, til að mæla hvort þessar eiturtegundir eru í óleyfilegu magni í ávöxtum og grænmeti sem flutt er til landsins, sem er alls ekki nógu gott,“ segir Ingibjörg. strádrepur hunangsflugur Nokkrum sinnum á ári erum við minnt á notkun skordýraeiturs í mat- vælum oftast þegar Matvælastofnun mælir of mikið af eiturefnum í ein- hverri tegund grænmetis og ávaxta. Þá er send út tilkynning um að ein- hver vara sé ekki talin neysluhæf. Ný- lega var innkallað spínat úr verslun- um vegna þess að magn permetríns mældist of hátt í því en það er eitt þeirra eiturefna sem mælt er fyrir hér á landi. Það er ekki hættulegt fólki í litlum skömmtum en það getur skað- að vatnalífverur komist það út í nátt- úruna og það strádrepur hunangsfl- ugur. Af þessum sökum er það eitt af þeim varnarefnum sem Evrópusam- bandið hefur ákveðið að banna. eitrið þvæst ekki burt Evrópusambandið hefur ákveðið að veita Íslendingum 300 milljóna króna styrk til að kaupa tæki til að mæla magn varnarefna í ávöxtum og grænmeti. Þegar tækjabúnaðurinn verður kominn í gagnið verður hægt að mæla fyrir um 300 eiturefnum í matvælum og fylgjast með hvort að þau mælist yfir viðmiðunarmörkum. Hvað varðar innlendu framleiðsluna segir Ingibjörg að það sé auðveldara að fylgjast með hvaða efni séu not- uð. Umhverfisstofnun gefur út leyfi fyrir innflutningi á varnar efnum. Stofnunin hefur því nákvæma skrá yfir þau eiturefni sem notuð eru í landbúnaði. Margir halda að það sé nóg að skola grænmeti og ávexti til að hreinsa burt varnarefni. Ingi- björg segir að það sé alltaf til bóta að skola grænmeti og ávexti þó ekki sé til annars en að losna við bakteríur, ryk og skít sem kemur með þessum vörum frá fjarlægum löndum. „Ávextir og grænmeti er úðað með varnarefnum en þau er líka að finna í jarðvegi og plönturnar geta tekið þau upp í gegnum rótarkerfið. Þá finnast þau í blöðum, fræjum og holdi ávaxta,“ segir Ingibjörg. Tortryggin á innflutt grænmeti Doktor Sigmundur Guðbjarnarson telur að eftirlit með notkun skor- dýraeiturs í innfluttu grænmeti sé ekki nógu og gott. „Vandamálið er að við höfum ekki hugmynd um hversu mikið hefur verið notað af eiturefnum við ræktun grænmetis og ávaxta sem flutt eru til landsins. Ég er tortrygginn gagnvart þessum innfluttu vörum. Framleið- endurnir eru víða um heim og græn- meti og ávöxtum er safnað saman í umskipunarhafnir. Við fáum megn- ið af okkar grænmeti og ávöxtum í gegnum Holland og menn nota alls konar eiturefni til að verja vörur sín- ar gegn meindýrum og til að reyna að lengja líftíma þeirra,“ segir Sig- mundur. Hann skrifaði fyrir ekki svo löngu grein á Eyjuna um áhrif skor- dýraeiturs á fólk, þar segir hann meðal annars: „Rannsóknir sýna að skordýra- eitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruháls- kirtilskrabbamein. Á Vesturlönd- um og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabba- mein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði, hreyfingu og fleira. Á meðal þeirra efna sem við höfum fengið í vaxandi mæli í matnum eru ýmis efni sem virka sem hormón- ar og kallast hormónahermar eða hormónaspillar. Efni þessi hafa oft estrogen-virkni, líkja eftir virkni kvenkynshormóna og rugla starf- semi hormónakerfisins. Efni þessi hafa í vaxandi mæli verið notuð við framleiðslu á matvælum, t.d. sem skordýraeitur til að vernda grænmeti og ávexti fyrir skaðlegum skordýrum. Sett hefur verið fram sú tilgáta að þessi aukning á hormónatengdum krabbameinum sé afleiðing af auk- inni neyslu mengandi efna svo sem skordýraeiturs og annarra horm- ónaherma í umhverfinu. Unnt er og æskilegt að framleiða heilnæma ávexti og grænmeti án þessara meng- andi efna.“ n Skortir fé og tæki til eiturmælinga n Einungis tekin 270 sýni á ári n Tortrygginn gagnvart innfluttu grænmeti Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is eiturefni Neytendur hafa litla hugmynd um hvaða eiturefni geta verið í ávöxtum og grænmeti sem þeir neyta. Matvælastofnun fylgist með magni rúmlega 60 varnarefna í grænmeti og ávöxtum en miklu fleiri efni eru notuð við ræktun þeirra . MynD: KrisTinn Magnússon Á leigumarkaði Leigjendaaðstoðin reynir að greiða úr vandamálum milli leigusala og leigjenda. MynD: sigTryggur ari „Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabba meina, til dæmis hormóna næmra krabba­ meina en það eru brjósta­ krabba mein og blöðru­ háls kirtils krabba mein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.