Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Síða 17
Þ
að er allt brjálað að gera hjá
okkur. Okkar tími kom en Jó-
hönnu tími er liðinn,“ segir
Hafþór Edmund Byrd skó-
smiður í Garðastræti. Það
styttist í að fimm ár séu liðinn frá
hruni. Margir ákváðu í kjölfar hruns-
ins að nýta föt og skó betur. Liður í
því var að fara með skóna í viðgerð í
stað þess að kaupa nýja og láta gera
við föt eða breyta þeim í stað þess að
kaupa ný. Spurningin er hins vegar
hvort þetta borgar sig. Svarið er hik-
laust já ef hluturinn er vandaður og
dýr en ávinningurinn er lítill sem
enginn ef flíkin eða skórnir eru ódýr
fjöldaframleiðsla.
„Fólk kemur í hópum með gömlu
skóna sína til okkar til að láta gera við
þá. Við segjum fólki hins vegar hik-
laust hvort við teljum að viðgerðin
borgi sig eða hvort betra sé losa sig
við skóna og fá sér nýja. Við reynum
alltaf að segja fólki hvað viðgerðin
komi til með að kosta,“ segir Hafþór.
Það kostar 3.000–10.000 krónur að
gera við skó. Sem dæmi get ég tekið
að það er hægt að fá góða viðgerð á
dýra kvenskó til dæmis frá Prada fyr-
ir 7.000–8.000 krónur. Inni í því dæmi
væri að skipta um plötur á hælum,
sóla skóna, setja nýja leppa í þá og
djúpnæra skinnið. Að því loknu
myndu skórnir líta út eins og nýir,“
segir Hafþór
Viðgerð á meðan beðið er
Svipuðu máli gegnir um karlmanns-
skó. Hafþór tekur dæmi um dýra
karlmannsskó frá Lloyd‘s. Hann segir
að það gæti kostað um 9.000 krónur
að gera við þá. Inni í þeirri upphæð
væri að sóla þá, setja nýjar plötur
undir hælana og nýja leppa og pússa
þá og þeir myndu líta út líkt og þegar
þeir voru teknir úr pakkanum. Haf-
þór segir að gert sé við skó á meðan
fólk bíður til dæmis ef það sé einföld
viðgerð á hæl, það taki lengri tíma ef
það þurfi að sóla skó en yfirleitt sé
reynt að gera það samdægurs. Stærri
viðgerðir og breytingar á skóm taki
lengri tíma. Það sé þó reynt að hafa
biðtímann sem stystan.
„Fólk á að skipta um skó að
minnsta kosti tvisvar á dag. Konur
fara yfirleitt betur með skóna sína
en karlar. Þær skipta oftar um skó
yfir daginn og það skiptir miklu máli
ef fólk ætlar að láta skóna endast að
skipta oft um skó. Karlar eiga það
til að gagna í sömu skónum allan
daginn, dag eftir dag. Það fer ekki vel
með skó. Það þarf að bera reglulega
á skó og koma með þá í viðgerð áður
en þeir eru orðnir skemmdir af sliti,“
segir Hafþór.
Eftirspurnin minnkar ekki
„Eftir hrun fór fólk að hugsa um að
halda lengur í fötin sín. Það varð al-
gengara að fólk kæmi með föt í við-
gerð eða til láta breyta þeim. Eftir-
spurnin hefur síst minnkað á þeim
tæpu fimm árum sem liðin eru frá
hruni. Það er frekar aukning ef eitt-
hvað er. Fólk kemur með allt sem það
heldur að komist undir vélina,“ seg-
ir Auður Þórisdóttir, kjólameistari
og eigandi saumastofunnar Saum-
sprettunnar. „Það er líka mikið um
að fólk komi með nýjar útsöluvörur
og vilji láta breyta þeim.“
Fólk verður að vega og meta hvort
það borgar sig að gera við föt eða
breyta þeim. Sem dæmi má taka að
það kostar 2.700 krónur að stytta
buxur, 2.200 krónur kostar að stoppa
í gat, að stytta ermar á jakka kostar
5.500 krónur. Ein algeng viðgerð er
að skipa um rennilás í buxum það
kostar 3.800 krónur og er rennilásinn
inni í þeirri upphæð. Á heimasíðu
Saumsprettunnar er hægt að skoða
verðskrána nánar. Eins og áður sagði
er nokkuð algengt að fólk kaupi sér
föt á útsölum og vilji svo láta breyta
þeim, það gæti hins vegar verið gott
að skoða hvað breytingarnar kosta
áður en fjárfest er í flíkinni.
Er flíkin orðin of lúin
„Við segjum fólki hvort við teljum að
flíkin sé orðin það gömul og lúin að
það borgi sig ekki að gera við hana.
Minni viðgerðir reynum við að af-
greiða eins hratt og við getum en ef
það þarf að skipta um rennilás í úlpu
eða stytta ermar á þykkum ullarjakka
getur fólk orðið að bíða í allt að þrjár
vikur eftir viðgerð eða fatabreytingu,“
segir Auður. n
Neytendur 17Miðvikudagur 14. ágúst 2013
Ekki kaupa
niðursneitt
Matarkarfan ein þeirra síða á
netinu sem gefa góð ráð um hvern-
ig við getum sparað tíma og pen-
inga og hér eru nokkur sparnað-
arráð í boði Matarkörfunnar.
n Körfu ekki kerru Næst þegar
þú ferð í búðina skaltu ekki aka
kerru um búðina heldur burðast
með körfu. Ósjálfrátt forðastu að
kaupa óþarfa varning þar sem
karfan þyngist við það.
n Líta neðar í hilluna Verðin neð-
ar í hillunni eru oft hagstæðari en
þau sem blasa beint við augum.
Kaupmenn vita að augun eru um
það bil í augnhæð og setja því dýr-
ari vörur í augnhæð í hillurnar.
n Ekki kaupa niðursneidda
ávexti eða annað niðursneitt
Það er dýrara að kaupa niður-
sneitt og pakkað en bara hrátt og
ótilbúið.
Drýgðu nauta-
hakkið
Hér eru þrjú
ráð um hvern-
ig Matarkarfan
leggur til að
nautahakkið sé
drýgt á tímum neikvæðs hagvaxt-
ar, gjaldeyrishafta, fallandi gengis
og verðbólgu.
n Kartöflur Stappaðu kartöflur
og settu í hakkið. (Matarkarfan
hefur tekið eftir að það er raunar
gert við nautahakkið sem selt
er í Krónunni og ef til vill fleiri
verslunum.)
n Grænmeti Maukaðu grænmeti
í matvinnsluvél. Það má til dæm-
is mauka kál, gulrætur, spergilkál,
papriku og sellerí. Það má einnig
nota maukaðar (niðursoðnar)
linsubaunir eða soðin hrísgrjón.
n Gamalt brauð Rífðu gamla
brauðið í smáa bita og hrærðu
eggi og kryddi eftir smekk út í.
Bollur og borgarar hanga betur
saman með brauði út í og kjötið
drýgist.
n Hrossakjöt Hrossakjöt er
vitaskuld einnig kostur þegar
drýgja þarf nautahakk. En til
hvers? Af hverju ekki bara hafa
hrossakjöt eða -hakk á borðum
öðru hvoru? Íslendingar hafa
alltaf borðað hrossakjöt, ólíkt
til dæmis Bandaríkjamönnum
sem leggja það sér ekki til munns
frekar en hundakjöt.
Láttu gera við
dýrmætin þín
n Hrunið breytti hugsunarhætti n Konur fara betur með skó en karlar
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
blaðamaður skrifar johanna@dv.is
Minn tími kom „Fólk á að skipta um skó
að minnsta kosti tvisvar á dag. Konur fara
yfirleitt betur með skóna sína en karlar,“ segir
Hafþór Edmund Byrd. MynD Kristinn MaGnússon
„Það kostar 2.700
krónur að stytta
buxur, 2.200 krónur
kostar að stoppa í gat,
að stytta ermar á jakka
kostar 5.500 krónur.
„Við segjum
fólki hiklaust
hvort við teljum að
viðgerðin borgi sig
eða hvort betra sé
losa sig við skóna og
fá sér nýja.
Láta fötin endast „Eftir hrun fór fólk að hugsa um að halda lengur í fötin sín. Það varð
algengara að fólk kæmi með föt í viðgerð eða til láta breyta þeim,“ segir Auður Þórisdóttir
kjólameistari. MynD: © DV / Kristinn MaGnússon
n Borgin greiðir 160 þúsund n Síðasta tækifærið til að láta af stéttarmun
Bakteríur í
vatnsúða
Matís hefur nú hafið mælingar fyr-
ir legionellu-bakteríusmiti. Fáir
vita að í vatnsúða geta leynst legi-
onella-bakteríur, sem eiga það til
að valda hermannaveiki. Slíkt er þó
óalgengt hér á landi og almennt lít-
il hætta á að bakterían geri vart við
sig, þar sem lítið er um uppsöfn-
un á vatni í tönkum. Þó er vitað um
tilfelli eftir svifúðamyndun út frá
gufu- og rakagjafa í grænmetisborð-
um í matvöruverslunum eða út frá
heitum nuddpottum, en smit á sér
oftast stað í heitara loftslagi þar sem
kæliturnar og loftkæling er víða. Hér
á landi hafa greinst eitt til tíu tilfelli
legionellu-sýkingar á ári, ýmist af
innlendum uppruna eða eftir dvöl á
hótelum erlendis.