Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1917, Blaðsíða 19
Verslunarskýrslur 1914
17*
inn hjer með). En neysla þess, sem aðflutt var af áfengi 1911, dreif-
ist auðvitað á næstu árin á eftir.
Aðflutningur á sykri hefur vaxið afarmikið á síðustu 30—40
árum. Neyslan á mann hefur nærri ferfaldast. Vaxandi sykurnej'sla
þykir gott tákn um bætt viðurværi og vaxandi velmegun. Sykur-
neyslan er nú lijer komin upp í 29 kg á mann. Er það tiltölulega
mikið samanbarið við önnur lönd. Árið 1914 var sykurneyslan i Sví-
þjóð 23 kg. á mann og í Noregi 22 kg og þaðan af minni í flestum
löndum Norðurálfunnar, nema í Danmörku og Bretlandi. Þar var
hún miklu meiri, 41 og 43 kg á mann. í Bandaríkjum Norður-
Ameríku var hún líka 40 kg á mann, og á Nýja-Sjálandi jafnvel 47
kg á mann.
Aðflutningur á kaffi hefur aukist töluvert síðan um 1890. 1886
— 90 komu 4 kg á mann, en 6.3 kg 1901—10. Siðan hefur kafíi-
neyslan verið nokkuð minni. Hún mun þó vera hjer meiri en víð-
asthvar annarsstaðar. Á Norðurlöndum er liún heldur minni, en í
Hollandi töluvert meiri (8V2 kg), enda er það eitthvert mesta kaffi-
drykkjuland hjer í álfu.
Aðflutningur á tóbaki hefur lítið vaxið á undanförnum árum
og samanborið við mannfjölda hefur tóbaksneyslan hjerumbií staðið
í stað síðustu árin. Hún er lík og í Frakklandi, Noregi og Bretlandi,.
Vefnaður, fatnaður o. fl. Af þeim vörum var flutt inn árið
1914 fyrir nát. 2V* milj. kr. og er það heldur meira en árið á und-
an. Þar af fellur á vefnað, tvinna og garn 1288 þús. kr., á fatnað
1033 þús. kr. og á sápu, sóda, stívelsi og litunarefni 163 þús. kr.
Helstu- vörur í þessum flokki eru þessar.
Garn og tvinni.............. 73 þús. kr.
Silkivel'naður.............. 91 — —
Ullarvefnaður.............. 296 — —
Baðmullarvefnaður.......... 537 — —
Jútevefnaður................ 56 — —
Vefnaður úr hör, hampi o. fl. 234 — —
Prjónavörur................ 164 — —
Línvörur allskonar......... 105 — —
Höfuðföt.................. 56 — —
Karlmannstatnaður.......... 170 — —
Sjóklæði og ölíufatuaður.... 87 — —
Skófatnaður............... 263 — —
Sápa....................... 109 — —
Heiinilismunir. Vörur þær, sem þar lil eru taldar, voru flutt-
ar inn fyrir 722 þús. kr. árið 1914. Þessi tala er ekki vel sambæri-
leg við ' árin á undan vegna þess, að sundurliðunin i skýrslunum
c