Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1919, Page 24
22
Verslunnrskýrslur 191(5
20
stunda veiðar fyrir Norðurlandi á sumrin og leggja þar aflann á
land (sbr. bls. 12‘). Þó hefur hluttaka íslendinga i þessum veiðum
farið vaxandi. Á síðari árum er líka töluvert farið að flytjast út af
sildarlýsi. f*ess var fyrst getið í verslunarskýrslum 1911. Síðan hefur
útflutningur af því verið talinn:
1911 .............. 581 pús. lcg 164 pús. kr.
1912 ............ 1 625 — — 460 — —
1913 .............. 938 — — 188 — —
1914 ........... 1 316 — — 500 — —
1915 .........'. 1 307 — — 810 — —
1916 ............. 253 — — 243 — —
Útflutningur af þorskalýsi og hákarlslýsi hefur verið siðustu
árin þessi:
Þorskalýsi
Hákarlslýsi
1912.. 1 827 pús. kg 467 pús. kr. 348 pús. kg 103
1913.. 1817 — — 635 — — 241 — — 75
1914.. 1 690 — — 505 — — ■ 114 — — 33
1915.. 2 257 — — 1 837 — — 117 — — 85
1916.. 2 020 — — 2 868 — — 92 — — 99
Árið 1916 hefur útflutningur bæði af þorskalýsi og hákarlslýsi
verið minni heldur en árið á undan, en verðið á hvorutveggja hefur
verið miklu hærra en áður.
Hvalafurðir, sem allmikið hefur verið útflutt af á undan-
förnum árum, hafa allar verið eign útlendinga, sem rekið hafa
hvalaveiðar hjer við land. Árið 1907 voru útfluttar hvalafurðir fyrir
rúml. 2 milj. kr., en síðan hefur útflutningurinn farið minkandi og
með lögum nr. 67, 22. nóvember 1913 má enginn hvalveiðamaður
hafa bækistöðu hjer á landi fyrir útveg sinn frá 1. okt. 1915 til 1.
janúar 1925.
Afurðir af veiðiskap og hlunnindum hafa verið fluttar
út fyrir rúmar 170 þús. kr. árið 1916. Helstu útflutningsvörurnar i
þessum fiokki eru æðardúnn, selskinn og rjúpur. Af þessum vörum
nam úflutningurinn þrjú síðustu árin því sem hjer segir:
Æðardúnn .
Selskinn ...
Rjúpur ....
1914
125 pús. kr.
30 — —
30 — —
1915
62 pús. kr.
32 — —
1 — —
1916
24 pús. kr.
38 — -
72 — -
Landbúnaðarafurðir voru flultar út árið 1916 fyrir 42/o
milj. kr. Er það miklu minna verðmagn heldur en 1915, er þessi
útflutningur nam rúml. 8 milj. kr. og jafnvel minna en meðal-