Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1919, Síða 29
22
Verslunarskýrslur 1916
27
fyrir 2V4 milj. kr. Var það alt að heita má saltfiskur. Frá Spáni
fluttust aftur inn vörur fyrir nál. V/2 milj. kr., mestalt salt, en frá
Ítalíu vörur fyrir 130 þús. kr., mest salt, silkivefnaður og færi.
Onnur lönd en þau, sem nú hafa verið nefnd, voru ekki sjer-
staklega nafngreind í verslunarskýrslunum fram að 1914. Af þeim
eru Bandaríki Norður-Ameríku hæst. Áður en ófriðurinn hófst
munu hafa verið lítil bein skifti við þau, en siðan hafa þau vegna
ófriðarástandsins farið mjög vaxandi. Árið 1916 fluttust frá Banda-
ríkjunum vörur hingað fyrir nál. 3 milj. kr., þar af kornvörur fyrir
rúml. 3/4 milj. kr., steinolia fyrir 3/3 milj- kr., vefnaðarvörur fyrir
rúml. 200 þús. kr., kaffi fyrir rúml. 200 þús. kr. og skófatnaður
fyrir 200 þús. kr., en þangað fluttust aftur vörur fyrir tæpl. 2/s milj.
kr., þar af sauðargærur fyrir 300 þús. kr. og sild fyrir 280 þús. kr.
Af öðrum löndum má nefna Holland. Þaðan var innflutt fyrir
framundir 1 milj. kr., þar af gufuskip fyrir rúml. V2 milj. kr. og
vefnaðarvörur fyrir 200 þús. kr. Aftur á móti var útflutningur
þangað sama sem enginn.
VI. Hlutdeild einstakra kauptuna og sýslna i viðskiftunum við útlönd.
L’échange exterieur par villes et cantons.
í töflu VIII og IX (bls. 60—66) er öllum aðflutningi og út-
flulningi til og frá Reykjavík skift eftir vörutegundum á sama hátt
sem aðflutningi og útflutningi til og frá öllu landinu. Sjest þar því,
hve mikið kemur á Reykjavík af hverri vörutegund samkvæmt
verslunarskýrslunum.
í töflu XI og XII (bls. 69—75) er yfirlit yfir aðfluttar og út-
fluttar tollvörur samkvæmt tollreikningunum og hvernig þær skiftast
niður á einstök tollumdæmi. Tölurnar fyrir Reykjavík koma þar eigi
allsstaðar heim við tölurnar í VIII. og IX. töflu. Tölurnar þar þurfa
þó ekki beinlinis að vera rangar, (þó vera megi að svo sje), því að
tollur er oft borgaður í Reykjavík af vörum, sem fara eiga út um
land, eða úti um land af vörum, sem seldar eru frá Reykjavík.
Yfirlit yfir verðupphæð allrar aðlluttrar og útfluttrar vöru, sem
kimur á hverja sýslu og hvern kaupstað samkvæmt verslunarskýrsl-
unum, er í 6. yfirliti (bls. 28*), en samskonar yfirlit fyrir hvert
einstakt kauptún er að finna í töfiu X (bls. 67—68).
53 kauptún hafa samkvæmt verslunarskýrslunum haft yfir 50
þús. kr. verslunarviðskifti við útlönd árið 1916. Eru þau talin hjer