Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1927, Page 7
Inngangur.
Intvoduction.
1. Tilhögun skýrslnanna.
Remarques préliminaires.
Fram að 1895 var aðeins gefið upp í verslunarskýrslunum vöru-
magn innfluttra og útfluttra vara, ekki verðið. Frá 1880 var þó farið að
reikna út verðið eftir vörumagninu og meðaltali af vöruverðskýrslum,
sem sendar voru víðsvegar frá kauptúnum landsins, en þær tilgreindu
útsöluverð varanna á sumarkauptíð.
Árið 1895 varð sú breyting, að innflytjendum og útflytjendum var
gert að skyldu að gefa upp verðið auk vörumagnsins og skyldu þeir
gefa eina skýrslu eftir hver áramót um allan innflutning sinn og útflutn-
ing á undanförnu ári. Verðið, sem upp var gefið á innfluttum vörum,
var útsöluverðið, en á því var gerð sú breyting árið 1909, að tilgreina
skyldi innkaupsverðið að viðbættum flutningskostnaði til landsins.
Frá ársbyrjun 1921 var innheimtu verslunarskýrslnanna gerbreytt,
þannig að gefa skal skýrslu á sjerstakt eyðublað um hverja vöru um
leið og varan er flutt inn eða út. Um þá breytingu og ástæðurnar til
hennar vísast til formála fyrir verslunarskýrslunum árið 1921.
Auk hinna árlegu verslunarskýrslna er nú einnig tekið að safna
bráðabirgðaskýrslum fyrir hvern mánuð. Senda lögreglustjórar skeyti til
Gengisskráningarnefndar eftir hver mánaðamót um vörumagn útfluttra
íslenskra afurða úr umdæmi sínu (síðan í ársbyrjun 1923) og um verð
þeirra (síðan í júlí 1924). Vfirlit yfir þessur skýrslur er jafnóðum birt í
Hagtíðindum. Frá ársbyrjun 1926 eiga lögreglustjórar að telja saman eftir
lok hvers mánaðar verð innfluttra vara í umdæmi þeirra samkv. versl-
unarskýrslunum og senda Stjórnarráðinu skeyti um það. Er yfirlit yfir
þessar skýrslur einnig birt jafnóðum í Hagtíðindum.