Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1927, Síða 15
Verslunarskýrslur 1924
lá
Innflutningur á sykri hefur vaxið afarmikið á síðustu 40 árum.
Neyslan á mann hefur meir en ferfaldast og er nú orðin yfir 30 kg á
mann. Er það mikið samanborið við önnur Iönd. Um sama leyti var hún
30 kg í Svíþjóð og 20 kg í Noregi og þaðan af minni í flestum löndum
Norðurálfunnar, nema í Danmörku og Ðretlandi. Þar var hún 46 og 34
kg. í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Nýja Sjálandi var hún líka meiri
(45 og 50 kg).
Innflutningur á kaffi hefur aukist töluvert síðan um 1890. 1886—90
komu ekki nema 4 kg á mann að meðaltali, en 1916—20 meir en 7 kg.
Síðustu árin hefur innflutningurinn þó verið heldur lægri.
Innflutningur á tóbaki hefur lítið vaxið á undanförnum árum og
samanborið við mannfjölda hefur tóbaksneysla hjerumbil staðið í stað.
Innflutningur á áfengu öli (með 2V4°/o af vínanda að rúmmáli) hefur
verið bannaður síðan 1912, en framan af stríðsárunum gerðist innflutn-
ingur á óáfengu öli allmikill og eins fyrstu árin eftir stríðslokin, en síð-
ustu árin hefur hann farið minkandi, enda er nú líka komin á innlend
framleiðsla í þessari grein.
Vínandi og vínföng eru einungis flutt inn af Afengisverslun ríkisins.
Var þessi innflutningur mjög lítill fyrst eftir að aðflutningsbannið komst
á, en síðan hefur hann aukist töluvert. Hækkunin á vínfangainnflutningn-
um 1922 og síðan stafar af undanþágunni, sem veitt var frá bannlög-
unum fyrir ljett vín (Spánarvínin). Mengaður vínandi er ekki talinn hjer
heldur í V. flokki.
I/efnaður og fatnadur. Af þeim vörum, sem hjer eru taldar, var
flutt inn árið 1924 fyrir 7V3 milj. kr. og er það ll'/20/o af öllum inn-
flutningi það ár, en þó tiltölulega minna, í samanburði við aðrar vörur,
heldur en allmörg undanfarin ár. Helstu vörur, sem falla hjer undir, eru
taldar hjer á eftir og sýnt, hve mikið hefur flust inn af þeim nokkur
síðustu árin (í þús. kg).
Ullargarn 1921 4 1922 18 1 923 9 1924 13
Baðmullargarn og tvinni 6 12 11 13
Ullarvefnaður 30 65 64 51
Baðmullarvefnaður 88 106 104 109
Ljereft 16 62 46 71
Prjónavörur 33 38 46 30
Línfatnaður 6 13 11 6
Karlmannsfatnaður úr ull 1 19 | 19 20 11
Karlmannsslitfatnaður 1 12 9 10
Kvenfatnaður 3 4 6 2
Sjóklæði og olíufatnaður 26 36 37 56
Regnkápur 3 9 9 5